Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1941, Side 7

Fálkinn - 14.02.1941, Side 7
FÁLKINN 7 Þó að oft sje talað um auðæfi Bandaríkjanna, þá hefir samt ekki tekist að ráða bót á fátæktinni, þar fremur en annarsstaðar. Því að það mun mála sannast, að hvað skipu- lag fjelagsmála snertir, þá standa fíandaríkin ekki eins framarlega og sum margfalt smærri ríki, til dæmis Norðurlandarikin flest, en þar mun fjelagsmálaþroskinn kominn lengst áleiðis í heiminum. — Myndin til hægri er frá Cleveland í Ohio, en sú borg er m. a. fræg fyrir bifreiða- smíðar. Þar sjest fátæklingur koma á úthlutunarstað matvæla með tvö börn sín í kerru, til þess að taka við skamti af kartöflum og kálmeti, sem bæjarfjelagið lætur úthluta þeim, sem lakast eru staddir. Konungsf jölskyldan enska gerirsjer mikið far um að heimsækja þá, sem illa hafa orðið úti af völdum þýsku loftárásanna. Hjer sjást kon- ungshjónin í bæ einum í Yorkshire hjá húsnæðislausu fólki. 1 *■ - ■ . Ifpllllll - ' X. Danir hafa hin síðustu árin gert sjer mikið far um, að auka kynni á landi sínu, í þeim tilgangi að auka skemtiferðalög til Danmerkur. — Þannig hafa þeir látið taka stóra kynningarkvikmynd, sem send hef- ir verið út um veröldina. Iijer er sýnishorn af þeirri mynd: lífvarð- arsveit konungsins, með bjarnar- feldarhúfurnar stóru, sem altaf vekja athygli. En nú, síðan stríðið hófst, hafa lífvarðarmennirnir lagt niður þessar húfur um sinn, en ganga með stálhjálma. Hjer til vinstri eru nokkrar mynd- ir af viðbúnaði Þjóðverja tíl 'þess að taka á móti loftárásum. Efst t. v. er fliigvöllur, þar sem orustu- vjelarnar bíða tilbúnar að mæta sprengjuflugvjelum óvinanna, en t. h. er verið að aka vjelunum fram, eftir að skipun hefir komið um að láta í loft. Að neðan vjel, sem er að lyfta sjer og vjel, sem gerir árás yfir óvinastöðvum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.