Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N LOFTHERNAÐUR NÚTÍMANS. ** Styrjaldartæknin er orðin gjörbreytt frá þv?, sem var 1914—18. Þó rjeð skotgrafastyrjöldin úrslitum, en nú hafa skotgrafirnar og virki reynst þýðingarlaus. Nú er að vísu barist á sjó en þó fyrst og fremst í lofti og alt bendir til að lofthernaðurinn ráði úrslitum styrjaldar- innar. Fyrir nokkruin árum birti ítalskur hershöfðingi, Douhet, sem nú er látinn, álit, er vakti mikla at- hygli. Hann hjelt því fram, sem allir viðurkenna nú, að styrjöid, sem háð værri með her og flota aðallega hlyti að verða langvinn. Herirnir græfu sig niður í jörðina, þannig að þeir hvor um sig yrðu óvinnandi og úrslitin fengist ekki fyr en ann- arhvor aðilinn væri aðfram kominn af eymd og sulti. — En í lofthernaði kæmu yfirburðir ann- arslivors aðilans fljótt til greina og.sá sterkari gæti knúð fram úrslit á tiltölulega skömmum tíma, vegna þess að hinn veikari hefði ekki sömu aðstöðu til að verjast og hann hefir í skotgrafastyrjöld eða sjóhernaði. Lofthernum væri hægt að etja fram þar, sem andstæðingurinn væri veikastur fyr- ir — sá sem yfirburðina hefði gæti eyðilagt verk- smiðjur, forðabúr og samgöngutæki andstæðings- ins, auk þess sem að loftárásirnar mundu lama þjóðina, er fyrir yrði og skapa byltingu lijá henni. Þessvegna mundi svo fara, að framvegis hættu stórveldin að leggja fje til hers og flota nema af mjög skornum skamti, en legðu alla áhersluna á flugher og loftvarnir. Hernaðarfræðingar deildu mjög um þessa kenn- ingu, en reynslan sem nú er fengiiv, virðist ótví- rætt staðfesta mál Douhets. Að vísu þekti Douhet ekki þá tegund landhernaðar, sem Þjóðverjar not- uðu til að leggja undir sig Belgíu, Holland og Frakkland: leiftursóknir bifvjelahersveitanna, en það er óneitanlegt, að flugvjelar voru þó lika að verki í þeim hernaði og áttu sinn þátt í sigrunum í öllum þeim löndum, sein Þjóðverjar hafa lagt undir sig. — Og síðan Bretar urðu einir um liit- una gegn Þjóðverjum verður ekki annað sagt en að hernaður þeirra hafi nær eingöngu verið 1 lofti. Það er sá hernaður, sem Douhet hersliöfðingi sagði fyrir. En hvernig er sá hernaður háður — og með hvaða vopnum? í þessari grein skal leitast við, að skýra litilsháttar frá þvi. Þá Og nú. í styrjöldinni 1914—18 var l'lugið á bernskuskeiði, flugvjelarnar voru þá aðstoðartæki landhers og sjóhers og stóðu undir stjórn þeirra. Þær voru einkum notaðar til þess, að njósna um hreyfingar andstæðingahersins, taka myndir af virkjum óvinanna og aðstoða í orustum. Til þessa voru eingöngu notaðar ljettar flugvjelar, enda var burðarmagn flugvjela þá svo lítið í hlut- falli við stærð, að þær gátu alls ekki gegnt því hlutverki, sem þær gera nú með skæðasta árangr- inum: að flytja stóran farm af sprengjum langar leiðir og demba lionum yfir mikilsverða staði lijá óvinunum. Að vísu voru sprengjuflugvjelar þá til, en þær komu að litlum notum, af ýmsum ástæðum. Meðal annars af því, að þær voru svo seinfleygar, að spilLflugvjelarnar (jagerflugvjelar) gátu elt þær uppi og skotið þær niður. 1 öðru lagi af þvi vjel- arnar áttu miklu verra með að láta sprengjurnar hitta rnarkið þá en nú. Og i þriðja lagi af því, að vjelarnar höfðu þá ekki þráðlaus miðunartæki og gátu ekki ratað í þokum og myrkri. Loks má geta þess, að lireyflar vjelanna voru miklu ófullkomn- ari þá en nú, svo að vjelarnar urðu oft að nauð- lenda. Og starfsvíddin (aktionsradius) var svo lítil, vegna þess hve vjelarnar eyddu miklu eldsneyti, að ekki var hugsanlegt að bestu vjelar kæmust nema brot af því, sem þær lökustu komast nú. Þessvegna gat ekki verið uin sprengjuvarp í stórum stíl að ræða úr flugvjelunum þá. Flugvjel- arnar flugu aðeins með ljettar sprengjur og stutta leið. Frá síðustu styrjöld minnast menn einkum bardaganna, sem einstakir flugmenn háðu í lofti og margir urðu frægir af að skjóta niður fjölda af óvinaflugvjelum. Nú fljúga sprengjuflugvjelar svo hart, að spilli- flugvjelum reynist örðugt að elta þær uppi, og auk þess komast þær 3—4 sinnum lengra en þær kom- ust þá. Það er þetta, sem gert hefir flughernaðinn að mikilvægri staðreynd. Sprengjuflugvjelarnar, sem áður voru lítið brot af flugher stórveldanna, eru nú frá 40—70% af flugflota þeirra. Þær eru þunga- miðja loftliernaðarins. 1 Abessiniustyrjöldinni og Spánarstyrjöldinni voru flugvjelar notaðar nokkuð, einkum í hinni síðari. Það mátti t. d. lesa í blöðunum um ægileg- ar loftárásir á Barcelona og tjóninu af þeim var lýst með sterkum orðum. En þó komu aldrei fleiri en 5 flugvjelar i einu til að varpa sprengjum yfir Barcelona og þetta voru ekki flugvjelar með stóra farma. í síðustu styrjöld var alls 250 smálestum af sprengjum varpað yfir England. En það er sannað, að nú geta hvort heldur er Þjóðverjar eða Bretar varpað niður langt yfir þúsund smálestum af sprengjum í einni einustu flugferð. Sprengjurn- ar, sem varpað var yfir England í síðasta ófriði, særðu eða drápu um 500 manns og ollu eignatjóni fyrir um 40 miljón krónur. Hvað mundi þá nú? Flugherinn í Þegar stríðið hófst, fyrir nær stríðsbyrjun. liálfu öðru ári, var talið að Þjóð- verjar ættu rúmlega 9000 flug- vjelar. Þó að mikið hafi verið skotið niður af þeirti síðar er ekkert vafamál, að Þjóðverjar eiga núna inun fleiri flugvjelar en þá — og betri. Flugher Breta var miklu minni. Mun láta nærri, að Frakk- ar og Bretar hafi samtals átt tæplega eins margar flugvjelar og Þjóðverjar, í byrjun stríðsins, Síðan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.