Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Síða 5

Fálkinn - 21.02.1941, Síða 5
F Á L K 1 N N o Fjögra hreyfla þnngsprengjuvjel, „Short Sunderland". hafa Bretar lagt afar mikla áherslu á eflingu flug- hersins, eins og marka má af því, að á fjárhags- tiniabilinu 1939—40 voru meiri útgjöld áætluð til flughersins en flotans, sem þó löngum var talinn þungamiðja enskra hervarna. Um þróun flugherj- anna síðan stríðið liófst eru annars mjög ófullnægj- andi úpplýsingar, einkum hvað Þjóðverja snertir. Bretar iáta óspart pppi að þeir efli flugher sinn mikið, bæði með nýsmíðum og kaupum frá Amer- iku, og einkuin leggja þeir áherslu á, að þeir frain- leiði nú orðið flugvjelar, sem sjeu fremri þýsku flugvjelunum. Um þetta er vitanlega erfitt að dæma fyr en til þrautarviðureignar kemur. Það mun sönnu næst, að hjá hvorutveggja eru nú smíðaðar flugvjelar, sem liafa ýmsa stórkostlega yfirburði yfir þær vjelar, sem bestar þóttu í byrjun stríðsins. Herflugvjelum er skift í flokka, eftir því hvaða hlutverk þeim er ætlað. Fyrst má nefna ljettar njósnaflugvjelar, sem vopnaðar eru varnarvopnum en ekki sóknar. Þetta eru venjulegast eins manns vjelar og hraðfleygar, en ekki til langflugs. Þá koma orustuflugvjelarnar, að jafnaði ýmist fyrir einn eða tvo menn. Fyrsta krafan, sem til þeirra er gerð er sú, að þær sjeu hraðfleygar og liðugar i snúningum. Flestar vjelar til þessara nota eru einþekjur (með tveimur vængjum aðeins); þær eru yfirleitt hraðfleygari en tviþekjurnar, en hinsvegar láta þær síðari betur að stjórn og eru Iiðugri i snúningum. Þessar vjelar komust upp i 530—40 km. hraða i byrjun stríðsins, en nú munu vera til talsvert hraðfleygari vjelar. Þá koiiia loks sprengjuflugvjetarnar. Þeim er skift í þrjá flokka eftir burðarmagni: ljettar, miðlungs og þungar. Það eru þessar vjelar, sem eru þungamiðja flughersins, sem sjálfstæðs hers. Því að aldrei kemur sá tími, 'að þjóðirnar sendi sveitir orustuflugvjela til að berjast bvora við aðra, því að slíkt yrði jafnan þýðingarlítið. Þýð- ing flugvjelanna í hernaði er fyrst og frenit í því falin, að þær helli sprengjum yfir viðkvæma staði i landi andstæðingsins, eyðileggi liarfnar- mannvirki, járnbrautir, brýr og vegi, tæti sundur verksmiðjur, sem óvinunum eru áríðandi (eink- um hergagnaverksmiðjur) og loks — það sem ljótast er: sprengi upp eða kveiki i þjettbýlum hverfum og drepi óvopnð fólk, til þess að skjóta fólki skelk í bringu, gera það örvinglað og koma jiví í uppnám. Það er þessi hernaður, sem við- gengist hefir i sumar milli Breta og Þjóðverja. Flughernaðurinn táknar allsherjar.(total) strið, þar sem engum. er vægt, hvorki karlægu gamalmenni nje barninu í vöggunni. En við þessa breytingu er hernaðurinn kominn í hið fullkomnasta villi- menskuhorf, sem unt verður að koma honum. Þannig hefir hugvit 20. aldar orðið til þess að sökkva mannkyninu dýpra, en það hefir nokkurn- tíma sokkið áður. Ljettu sprengiflugvjelarnar geta borið 200—400 kg. sprengjufarm. Eru þær oftast með einum hreyfli aðeins og ekki gerðar til langferða. Til varnar hafa þær 1—2 hriðskeytlur, er skjóta beint fram og 1—2, sem hægt er að snúa í flestar áttir, í smáturni aftan við flugmannssætið. Miðlungs sprengjuflugvjelarnar eru gerðar fyrir 500—1500 kg. sprengjufarm. Þær hafa flestar tvo hreyfla og liafa margar hríðskeytlur og eina eða tvær ljettar fallbyssur, og samskonar vopn hafa hinar þungu sprengjuvjelar. Miðlungsvjelarnar voru í stríðsbyrjun taldar geta flogið með alt að 475 km. hraða og geta komist upp i 6—8 km. hæð. Þungar eru þær sprengjuvjelar kallaðar, sem bera yfir 1500 kg. farm. í stríðsbyrjun var talið, að þessar vjelar gætu lyft 5 tonna sprengjufarmi mest, en síðan hefir heyrst, að til sjeu vjelar, sem bera alt að 10 tonna farm. Þær eru þungar ,í vöfunum, fljúga ekki nema innan við 400 km. á klukkustund flestar og komast ekki eins liátt og miðlungsvjelarnar. Er þeim þessvegna hollast að vera ekki á ferð nema að næturlagi eða vondu skygni. Hinsvegar komast þær langa áfanga. Það eru þessar vjelar, sem mikið liafa verið notaðar til árása á England og þá ekki síður af Bretum til árása á þýskar borgir, því að þar reynir á, að vjelarnar hafi mikla starfsvídd. Að Bretar eigi góðar þungsprengjuvjelar má sjá af því, að þeir hafa gert loftárásir alla leið suður á Italíu. Er það meiri vegalengd, en talið var að nokkrar sprengjuvjelar gætu farið með farm í stríðsbyrjun. Starfsvíddin (aktionradius) var þá talin um 800 km. hjá þol- bestu flugvjelunum. Er hún talin 35% af því, sem vjelin getur flogið í beina stefnu, en ekki lielm- ingur, því að vjelin þarf ekki aðeins að geta flogið fram og aftur án þess að lenda, heldur verður hún að vera við því búin að fara króka, vegna veðurs og skýjalaga og h$tfa einhvern tíma upp á að lilaupa til þess að leita uppi miðin, sem hún á að beina tundurskeytum sínum að.--------------- Orustuflugvjelarnar eru einnig notaðar i viðlög- um til þess að varpa sprengjum og tundurskeytum. Þær fljúga, eins og áður er sagt allmiklu hraðar en sprengjuflugvjelarnar og geta þvi elt þær uppi, ef þær sjá til ferða þeirra. Þær eru einnig fljótar að stíga, komast upp í 5000 m. hæð á 0—7 min- útum og geta komist upp í 11000 metra hæð eða miklu hærra en nokkur sprengjuflugvjel. Hafa þær 4—8 hríðskeytlur, með 8—13 mm. hlaupvídd, eða Ijetta fallbyssu og 2—4 hríðskeytlur. Þessar byssur eru óhreyfanlegar en miða beint fram. Flugmaður- inn „miðar vjelinni" á markið, sem byssurnar eiga að hitta. Hvernig fara flugmennirnir nú að láta sprengj- urnar hitta markið? Sprengjuvarpið er þrennskon- ar: hávarp, steypivarp og lágvarp, Þegar fyrsta að- ferðin er notuð, er flugvjelin látin fljúga beint áfram og með jöfnum liraða, en þá verður hún að vera svo hátt i lofti, að loftvarnarbyssurnar á jörðu niðri nái ekki til hennar, því að annars mundi dauðinn vis. Algengustu loftvarnarbyssurn- er eru með 75 mm. hlaupvídd og draga 5—6000 metra upp, 40 mm. draga 3500 metra, 22 nnn. 2000 metra og 8—13 mm. hriðskeytlur draga 800—1000 metra. Þar sem fullkomnustu loftvarnarbyssur eru fyrir, verður sprengjuflugvjelin því að vera i meira en 6000 metra hæð. Það ræður að líkum, að erfitt er að liitta umfangslítið mark úr svo mikilli hæð, enda er hávaip einkuin notað til að eyðileggja t. d. hafnarmannvirki, verksmiðjur, hermanna- stöðvar og þesskonar, og að jafnaði eru margar flugvjelar látnar gera svona árásir samtímis, til þess að gera ráð fyrir vanhöldum. Steypivarpið er tiltölulega nýtt í ófriðarsögunni. Þá steypir vjelin sjer úr liáalofti niður til jarðar *og stefnir beint á markið, þannig að sprengjan haldi sömu stefnu, eftir að hún er skilin við vjel- ina, en það gerist í 500—2000 metra hæð. Sprengj- ur, sem þannig er varpað, eru að jafnaði ekki yfir 250 kg. á þyngd. Þessi aðferð reynir afarmikið á vjelarnar og flugmennina, sökum loftþrýstingsins Frh. á bls. Vi. Tundurskeyti er fest undir „Bristol Beaufort"- sprengjuflugvjel. „Bristoh Blenheim“ sprengjuvjelar, geröar til lang- feröa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.