Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Síða 10

Fálkinn - 21.02.1941, Síða 10
10 F Á L K I N N VMG/fU / „Eins og hnndar og kettiru. Þið liafið sjólfsagt einhverntíma heyrt sagt: „Þau lifa saman eins og hundar og kettir.“ — Og þið vitið hvað átt er við með þessu: að fólk- inu, sem talað er um, komi illa sam- an .... því að þið vitið, að venju- lega kemur hundi og ketti iila saman. Hafið þið ekki sjeð hund elta kött? Kötturinn hleypur þá jftast upp i staur eða eittlivað þangað, sem hundurin kemst ekki. Hundurinn stendur fyrir neðan og geltir, en kötturinn hvæsir og urrar framan í hann! Þeir eru óvinir, segjum við þá. En nú ætla jeg að segja ykkur sögu af hundi og ketti, og hlustið þið nú bara á livernig fór ...... Sagan byrjar með því, að hún Ása fjekk ketling, ljómandi fallegan ketl- ing með blá augu og rauðbleikt trýni. Hann var bröndóttur með hvítan blett á bringunni. — Skelfing er hann fallegur! sagði Ása og hampaði honum. — Hvað heit- ir liann. — Hann heitir ekki neitt ennþá, sagði mamma hennar. — Skírðu hann sjálfl Þetta var nú vandamál. Ása hugs- aði sig imi og svo sagði hún: — Mjer finst hann ætti að heita Tiger, úr þvi að hann er bröndóttur. Og svo var hann látinn heita Tiger, en þó hann hjeti þessu nafni þá var hann ósköp þægur og meinlaus. Og nú var hann orðinn átta vikna. En þá kom dálítið fyrir, sem varð þess valdandi, að Tiger sýndi í sjer rán- dýrseðlið. Ása fjekk nefnilega nýjan leikfjelaga — ofurlítinn svartan hvolp, ljómandi fallegan og skemtilegan. — Vóvv! Vóvv! gelti lltli hvolpur- inn og þaut að kettinum og fór að skoða hann — hver ert þú? (Auð- vitað talaði hann ekki mannamál, en það var auðsjeð á honum, að hann meinti þetta). Tíger setti upp kryppuna og hjó eftir livolpinum með framlöppinni, og rispaði þrjár rispur á nefið á hon- um, svo að hann rak upp væl og lagði á flótta. Og nú gátu þeir Snati og Tiger ekki litið hvorn annan rjettu auga. Snati gelti eins og óður væri hvenær sem hann sá Tiger, og kötturinn hvæsti og setti upp kryppuna — það sann- aðist hið fornkveðna, að þeir lifðu eins og hundar og kettir. — Þetta má ekki svo til ganga! sagði mamma Ásu litlu. Annarhvor þeirra verður að fara af lieimilinu, annaðhvort verður þú að gefa ein- hverjum hann Snata eða þá liann Tiger. Við getum ekki liaft þá saman; hver veit nema þe:r drepi hvor ann- an! — Það verður þá liklega Snati sem bítur köttinn til bana, sagði pabbi Ásu. — Ef þá að Tiger rifur ekki augun úr Snata, sagði mamma Ásu. Ásu þótti þetta nú annað en gam- an. Hvað átti hún að gera? Hún reyndi ó allar lundir að sætta Snata og Tiger. Þegar hún sat með Tiger í fanginu var hún að kalla á Snata og klappa honum; en Snati gelti og Tiger var hræddur og klóraði Ásu. Hvað átti hún að gera? — Við verðum að taka til okkar róða áður en vikan er úti, sagði móðir hennar ákveðin. — Þú verður að velja um hvor á að fara! Ásu lá við að gráta, og til þess að gleyma raunum sínum.þá klifraði hún upp í kirskiberjatrjeð — berin voru nýlega orðin fullþroskuð. Alt í einu heyrði hún hundgá — en það var ekki Snati. Það var stór, ókunnugur hundur, sem stóð við plómutrjeð og ljet öllum illum látum. Ása gægðist úr kirsiberjatrjenu þar sem hún sat — og nú kom hún auga á Tiger, sem sat uppi í plómutrjenu og hvæsti á ókunnuga hundinn. Ásu fanst Tiger segja: — Ónei, þú skalt nú ekki ná í mig!................... En því miður voru greinarnar lágar og hundurinn fór að hlaupa upp til að reyna að ná í köttinn. Þessi hund- ur var miklu stærri og sterkari en Snati og það var auðsjeð, að Tiger var lafhræddur. Það stoðaði ekkert þó að Tiger væri að ógna honum með framlöpp- inni. Hundurinn espaðist bðra við það og gelti meira og teygði kjaftinn eftir kettinum. Ása fór að hypja sig ofan úr trjenu og gekk seint, því að trjeð var hátt. En þá heyrði lmn alt í elnu ann- að hljóð, sem hún kannaðist við. Það var Snati, sem kom hlaupandi og gelti eins og hann gat. — Halló! hjerna kem jeg! Hvað gengur á hjerna? Það var alveg eins og Snati segði þetta. Hann rauk beint ó ókunnuga hund- inn, hoppaði kringum hann, svo að liann varð að hætta að hugsa um köttinn. Kötturinn notaði tækifærið og skaust nú ofan úr trjenu og flýtti sjer sem fætur toguðu upp á svalirnar og inn i hús. Nú kom Ása til sögunnar og henni tókst von bráðar að reka ókunnuga hundinn á flótta. Og svo klappaði hún Snata. Litli svarti hundurinn hoppaði á- nægður kringum hana og nú fóru þau bæði upp á svalirnar. Þar sat Tiger og var að sleikja sig. Ása horfði augnablik kvíðin á vin- ina sína tvo, en svo skeði dálítið merkilegt. Tiger sat þarna rólegur og malaði og þegar Snati kom nær þá slóg Tig- er ekki frá sjer með framlöppinni, en lireyfði sig ekki. Og Snati gelti ekki, heldur færði sig rólegur nær kettinum og dinglaði rófunni. Og nú skildi Ása, að vinir hennar höfðu samið frið. Tiger skildi, að Snati hafði bjargað honum undan aðkomu hundinum og Snati vildi auðsjáanlega verða vinur kattarins. Og það þótti Ásu vænt um. Og nú var ekki minst á það framar, að senda Snata eða Tiger burt. Ása var himinlifandi yfir þessum sáttum. Og uppfrá þessu kom Snata og Tiger saman um alt. Þeir löptu mjólk úr sömu skálinni, sváfu í sömu körf- unni, og ljeku sjer saman og voru vinir. Og á þessu sjáið þið, að það er hægt að lifa saman í friði — jafnvel þó að það sje hundur og köttur. Orekkiö Egils-fll Copyrlght P. I. B. Box 6 Copenhagen ÞaÖ verður að hitta boltann. S k r f 11 u r. — Heyrðu, pabbi — hvað er eigin- lega forstjóri? — Það er maður, sem altaf kemur of snenmia á skrifstofuna þegar hann pabbi þinn kemur of seint, og of seint þegar hann pabbi þinn kemur of snemma. Frúin er að ráða til sín nýja vinnu- konu: — Og svo er mjer ant um, að þjer sjeuð vingjarnleg og ljúf við börnin min — það er að segja öll nema það elsta — stúdentinn. — Hvað sagði læknirinn þegar þú sagðir honum að þú þjáðist af minn- isleysi? — Hann gaf mjer einliverjar pillur. — Og dugðu þær nokkuð? — Nei, jeg gleymdi að taka þær. Hún: — Þjer segist elska mig svo mikið að þjer sjeuð þess albúinn að fórna lífinu fyrir mig? Hann: — Jó — piparsveinslífinu. Reykjavíkurstúlkan: — Þarna sjerðu Viggó, hvernig kýrnar þamba i sig vatnið. Það er ekki að furða þó mjólkin frá samsölunni sje þunn. Hann: — Ef jeg reyndi nú að kyssa yður — munduð þjer þá kalla á hana mömmu yðar? Hún: Nei. Hún mannna hefir al- drei kært sig um að láta kyssn sig. Ungfrúin:— Gæti jeg fengið að tala við hann Bjarna stúdent — jeg er systir hans. Húsfreyjan: — Það var gaman að heyra. Jeg er nefnilega móðir hans. — Er það stórt hlutverkið þitt í leiknum? — Nei, það er undirtylla. Jeg leik eiginmanninn. — Hvað kosta herðatrjen hjá ykkur? —• TuttUgu og fimm aura. — Hafið þið ekki neitt ódýrara? — Jú — nagla. Hver man það? Garner hinn fráfarandi varaforseti Roose- velts, er nú 72 ára gamall og getur litið yfir býsna skrykkjóttan lífsferil. Hann lifði duggarabandsár sin í Texas og bar ávalt 6-hleypta skamm- byssu við beltið, eins og þeir urðu að gera, sem vildu koma sínu máli fram þar í fylki. Hann hefir braskað með alt milli himins og jarðar og grætt á öllu. Einnig hefir hann rekið einkabanka og verið ritstjóri að blaði. í Texas vann hann orðalaust sigur við allar kosningar nema einu sinni. Þó var kvenmaður í boði ó móti honum. En hvað gerði Garner? Hann giftist kvenmanninum! Garner er margfaldur miljónamæringur, geng ur sífelt með hálftugginn vindil í inunnvikinu, fer að hátta klukkan 9 ó kvöldin og hefir ákaflega ganian af að spila poker.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.