Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Qupperneq 12

Fálkinn - 21.02.1941, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N % I r =55 Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Tóma hú§ið. Leynilögregluiaga. .■ - .-lt—--vhb^^ 7. • J „Já,“ svaraði Barry hlæjandi, „og fyrir velferð kaupsins okkar. Ef jeg væri eins frægur maður og Ashlev Marrible, gæti jeg setið og dormað í hægindastól, og vísað fólki á bug, þegar það kæmi til að biðja um að hjálpa sjer og byði stórfje fyrir — en nú vill svo illa til, að jeg er bara vesæll lögregluþjónn.“ Og hann baðaði hendinni og hneigði sig djúpt fyrir manninum. Marrible brosti aftur. Það var dálítið ein- kennilegt við hann, sem fólk tók eftir. Hann brosti oft, en enginn hafði sjeð hann hlæja. " „Hvað kemur til, að þjer eruð hjerna?“ spurði Barry. Marrible var nefnilega í heilli tylft af klúbbum, sumuin skringilegum en sumuin velmetnum — og hann hafði ekki látið sjá sig oft í „Country Club“ þó að hann hefði verið meðlimur þar í fjölda mörg ár. „ Jeg var að tala við mann i hermála- ráðuneytinu,“ sagði Marible. „Og svo datt mjer í hug, að lita hjerna inn og vita, hvort maður gæti slampast á að fá sjer bridge. En spilasalurinn er ekki liálfur. Eruð þjer laus? Það gæti hugsast að við næðum i tvo samspilara.“ „Því miður. Jeg verð að þjóta undir eins og jeg hefi drukkið tevatnið. Þeir hafa slengt á mig morði út í Hampstead og jeg hefi haft það mjer til skemtunar siðan i morgun.“ Marrible tók upp dagblað, sem hann hafði látið detta á gólfið. „Hampstead“, sagði liann. „Jeg sá eittlivað um það hjerna í blaðinu .... Jú, hjerna er það — maður, sem lieitir Cluddam.“ „Nú, svo að það er komið í blöðin? Þeir liggja ekki á frjettunum, þessir blaða- menn.“ „Enginn sóar eins miklum tíma og hann ætti að sóa,“ sagði Marrible rólega. „Fólk- ið er hlægilegt. Það er altaf að flýta sjer. Og þessvegna fær það of háan blóðþrýst- ing og lætur aka vfir sig á götunni. Það endar altaf með því, að það flækist í ein- hverja bölvaða vitleysuna.“ „Maður verður að lifa.“ „Það veit sá sem alt veit, að mörgum væri betra, að gera það gagnstæða — það finst nú mjer.“ „Það er hrottalega mælt. En jeg skil hvað þjer meinið. Skjólstæðingurinn minn i dag, ef maður getur kallað það svo, virð- ist hafa verið þannig, að hann hafi gert ættjörðinni talsverðan greiða með þvi að yfirgefa hana.“ „Cluddam?“ „Já.“ „Hversvegna?“ „Hann var okrari af verstu tegund.“ „Hafið þjer vísbendingar — eða er hnýsni að spyrja?“ Barry hló. „Jeg á bágt með að hugsa mjer yður vera hnýsinn. En í augnablikinu get jeg gefið hugrenningum mínum lausan taum- inn — jeg veit nefnilega nákvæmlega jafn mikið um málið og þjónninn þarna, sem er að koma með teið mitt.“ Marrible beið, þangað til þjónninn hafði lielt í bollann og farið. „Látið þjer mig heyra eitthvað um þetta,“ sagði hann. „Það er elcki mikið um það að segja. En hún er í fáum orðum . . . . “ ' ' Frásögnin varð meira en fá oi’ð, en hún var mjög skilmerkileg. Marrible þagði um stund, eftir að Barrv hafði lokið máli sínu. „Var mikið blóð?“ spurði hann alt í einu. „Mjög lítið, lionum liefir blætt inn.“ Marrible valdi sjer vindil úr veskinu sínu og kveikti í. e „Jég þarf varla að spyrja,“ sagði hann, „hvort þjer hafið rannsakað æfiferil skrif- arans Peters, ungfrú Page og Primby, skrif- ara fasteignasalans?“ „Það segir sig sjálft.“ „Auðvitað. Og þennan eftirtektarverða unga mann, mr. Vane, sem var svo slysinn að gleyma að segja yður frá ungu stúlk- unni, þangað til Primby minti hann á það?“ „Jeg hefi sett sjerstakan mann til að hafa gát á honum, sem ekki hefir annað að hugsa . . . .‘ Marrible teygði úr sjer. „Jæja, þá finst mjer, að þjer hafið gért alt, sem hægt er að gera í augnablikinu,“ sagði hann. „Ef yður finst það ekki sletti- rekuskapur, þætti mjer gaman að hevra, hvernig málinu miðar áfram. Þetta er nefnilega skrainbi skrítið mál, og um þess- ar mundir gerist svo fátt, sem nokkuð kveður að.“ „Engir kórónaðir kóngar í klemmu,“ sagði Barrv hlæjandi, „og ekki lieldur her- togafrúr, sem þrá ástarbrjef frá fjárþving- urum sínum.“ „Þeim hefir fækkað svo mikið síðustú árin, þessum krýndu,“ svaraði Marrible i sama tón. Og hvað hertogafrúrnar snertir, þá amar eiginlega ekki annað að tíman- legri velfefð þeirra núna, en skattarnir, sem blessuð stjórnin leggur á til að bjarga þjóðinni. Jafnvel ameríkönsku miljóna- mæringarnir, sem annars getur verið gam- an að, eru svo önnum kafnir við að halda um leifarnar af reitum sínum, að þeir hafa ekki tíma til að láta fjeglæframenn liafa af sjer peninga, fyrir verðlaus hlutabrjef eða fölsk listaverk.“ „Já, lífið er hart,“ sagði Bairy og gleypti síðasta bitann af tertunni og stóð upp. „Þá verð jeg að bruna. Verið þjer sælir.“ Marrible svaraði letilega: „Sælir, og gleymið ekki hvers virði blóðið á tröpp- unum á húsinu i Hampstead er.“ „Þar var ekkert blóð á tröppunum," svar- aði Barry um hæl. „Einmitt,“ brosti Marible og fór að lesa blaðið. Barry var ekki burðugur þegar hann gekk niður Whitehall, áleiðis til Scotland Yard, þar sem hann átti vissa von á, að Merton yfirmaður hans mundi leggja sæg af óþægilegum spurningum fyrir hann. Samtalið við Marrible hafði haft nokkur áhrif á liann, þó það væri ekki langt; þessi sjerfræðingur var ekki þannig gerður, að hann sýndi venjulegum glæpamálum áhuga. Það höfðu myndast þjöðsögur um dr. Ashley Marrible. Sjálfur kallaði hann sig ráðunaut í glæpamálum, en almenningur taldi, að hann væri Sherlock Holmes end- urborinn, og hafði hann gaman af því. En dr. Marrible var í hæsta lagi laus við þau áberandi einkenni, sem hin fræga fyrir- mynd hans hafði. Hann var sjaldan í slob- rokk — aldrei nema þegar hann skóf af sjer dökku slteggbroddana með rakvjelinni sinni; ekki iðkaði hann heldur þá list, að skjóta bókstafi í múrinn á húsinu, sem hann átti heima i, í Maida Vale, með stórri skammbyssu. Hami var ekki kókainisti, hataði reykjarpípur og kunni ekki að leika á fiðlu heldur en hundur. Faðir Marible var enskur og hafði verið frábær efnafræðingur, móðirin var frönsk. Sjálfur hafði bann gengið í einkaskóla i Englandi þegar hann var strákur, síðan hafði hann stundað nám í Frakklandi og Þýskalandi. Hann var allgóður málamaður og talaði frönsku og þýsku vel, og gat fleytl sjer i spönsku og ítölslui. Hann hafði tekið embættispróf í læknisfræði og lögfræði, en starfaði hvorki að lækna- eða lögvísindum. Hann hafði jafnan liaft áhuga fyrir glæpa- fræði og hafði tekið eftir, að oft bar við, að fólk vanrækti að biðja liðveislu hjá lögregl- unni, án þess að ástæðan þyrfti að vera sú, að það væri hrætt um, að verða uppvíst sjálft. Han vissi, að það voru lil margar einkanjósnastofur og njósnarar, sem hvorki vöru duglegir nje heiðarlegir, þó að þeir menn væru til, sem voru hvorttveggja. Ash- ley Marrible gerðist þessvegna ráðunautur, og með því að hann var maður skárpur í hugsun og mentaður, bæði sem læknir og lögfræðingur, tókst lionum að ná álþjóða frægð. Hann var þriggja álna hár, og andlitið var líka vel fallið til að vekja athygli. Aug- un voru dökk og augnaráðið hvast og skarpt, og hrafnsvart, gljáandi hár yfir háu, hvelfdu enni. Hann var jafnan snvrtilegur í klæðaburði, liendurnar langar og fallegar og vel liirtar. Hann var kurteis í framgöngu en þó fremur kaldur á manninn. Hann spil- aði bridge og tefldi skák, iiafði verið dug- andi skylmingamaður á yngri árum, þótti vænt um að fá gott að borða og drekka, og kunni að meta góðan vindil. Hann var ógift- ur og framkoma lians við konur stygði þær að öllum jafnaði. Hann hafði ekkert á móti að tala við þær og enda hjálpa þeim, en liann hugsaði lítt um að leyna því, að í rauninni taldi hann þær ekki annað en *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.