Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1941, Page 10

Fálkinn - 04.04.1941, Page 10
10 F Á L K I N N YNG/tlf tt/&N*URNIR Búíerlin - Molbúasaga Ef þú lieldur, að allir Molbúar sjeu bœndur eða handverksmenn þá skjátl ast þjer stórlega. Það færðu að sjá af sögunni, sem jeg ætla að segja þjer núna. Því að maðurinn, sem sagan er af, var ósvikinn Molbúi, en þó var hann prófessor — það stóð á gyltu spjaldi á dyrunum hjá lionum, svo að það hlýtur að vera satt. Hann átti heima í ljómandi fallegu, litlu húsi — skelfing litlu, því að þar var ekki nema ein stofa og eldhús- lcytra, og fyndna fólkið var vant að segja, að Tim prófessor og konan hans hengdu sig upp á snaga á kvöld- in, þegar þau færu að sofa, því að livergi væri pláss fyrir rúmstæði inni hjá þeim. — Eigum við ekki að hafa bústaða- skifti, Tim? sagði konan hans á hverju .yori, þegar fór að líða að krossmessunni. — Jú, jeg hefi verið að hugsa um það! svaraði prófessorinn. Hann sat niðursokkinn og var að teikna eitt- hvað á pappírsblað. — Hvernig litist þjer á, að við flyttum á stórbýlið? — Það væri gaman, því að þar er hægt að snúa sjer við,- svaraði konan og varð ofboð glöð. — Hm! Það er nú einmitt það, sem jeg er ekki viss um, sagði prófessor- inn og teiknaði og reiknaði enn meir en áður. Loks sagði hann: — Nei, þetta verður ómögulegt — jeg get ekki komið fyrir nema tólf skápum í stóra salnum, og hvað þýðir þá að flytja? Nei, væna mín, jeg vil ekki flytja eitt fet fyr en jeg hefi fundið hús- næði, sem við verðum ánægð með. Jeg held þú eigir það skilið af mjer. Konan hans sagði, að þetta gerði ekkert til, því að hún gæti vel komist af með sex skápa — já, hún gæti meira að segja komist af með einn, ef hann væri nógu stór en maður- inn hennar hristi bara höfuðið og sagði fastmæltur: — Það tjáir ekki að tala um það — þetta verður ekki nógu stórt. í annað skifti stakk lnin upp á því, að fiytja í nýtt hús, sem hún sagði að væri einstaklega viðkunnanlegt. En þá sagði prófessorinn, að það væri hvorki rúm fyrir hest nje vagn í skúrnum, svo að hann gæti ekki hugsað sjer að flytja þangað. Svona fór þetta ár eftir ár og konunni sárleiddist að þurfa að hýr- ast þarna i iitla húsinu. En það kom fyrir ekki. Prófessorinn hafði altaf nægar mótbárur á takteinum gegn þvi, að það væri ekki viðlit að flytja í húsið, sem konan stakk upp á. Og svo urðu þau kyr í sama stað eitt árið enn. Þá bar það við eitt sumarið, að fjölleikaraflokkur kom í þorpið og nú var raðað upp grænmáluðum vögn- um á túnblettinum hjá prófessornum. í þeim áttu fjölleikararnir heima. — Sjáðu bara hve vistlegt er inni i þessum vagnhúsuml sagði kona pró- fessorsins og benti á einn græna vagninn. —- Líttu nú á, þarna er eld- hús og þarna, sem þú sjerð litlu gluggatjöldin, er stofan. Er þetta ekki hentugt og haganlegt? Og han skoðaði græna vagninn, sem fjölleikafólkið átti heima í, og fjelst á, að þetta væri ljómandi fallegt. — En hvað það hlýtur að vera gaman að eiga heima i svona húsi! sagði liann. — Þegar manni fer að leiðast útsýnið er vandinn ekki ann- ar en að flytja sig á nýjan stað! Og þegar hann blæs á vestan er ekki lengi verið að flytja lmsið i skjól austan- undir skógarjaðrinum. Þar sjer mað- ur lika sjóinn og sólaruppkomuna. — — Og ef hann blæs á austan þurf- um við ekki annað en flytja okkur undir ásinn fyrir ve.stan mylluna! sagði konan hans. — Þar er þá blæja- logn. Og prófessorinn fór nú að teikna og hugsa málið. Hann vildi umfram alt eignast hús, sein hann gæti ekið stað úr stað, og það undir eins. Inni í skúrnum hans voj u fjögur hjól af gömlum vagni. Þau tók hann og tókst nú með miklum erfiðismunum að negla sitt hjólið á livert húshorn- ið.Svo náði han sjer í geysisterka króka, sem hann skrúfaði í húsgafl- inn. í þá ætlaði hann að festa kaðla, til að draga húsið á. — Þetta tekst aldrei! sagði aum- ingja konan hans, sem var alveg for- viða þegar hún sá, livað maðurinn liennar var vitlaus. En prófessorinn var nú orðin svo ákafur, að hann vildi ekki hlusta á það, sem hún sagði. Hann fór til malarans og fjekk ljeðan stóra hestinn hans, sem var svo sterkur að hann gat borið þrjá tunnusekki í klyfi. Svona sterkur liestur lilaut að geta dregið litla hús- ið hans, fanst Tim prófessor alveg sjálfsagt. Nú var hestinum beitt fyrir lmsið, og prófessorinn settist sjálfur á bak honum. — Hott! hott! kallaði Tim og ljet smella í tungunni á sjer eins og í keyri. — Hertu þig nú, Blesi gamli! Og Blesi gamli malarans tók á því, sem hann átti til og togaði. Alt í einu heyrðist brak og brestir. Blesi hafði dregið gaflinn af húsinu, en" sjálft húsið stóð eftir, jafnv^ þó að hjólin væru á því. — Sagði jeg þjer ekki? kveinaði kona prófessorsins. — Nú hefir þú eyðilagt húsið okkar. Datt þjer i hug, að það væri mögulegt að flytja það svona? — Þetta var merkilegt, sagði Tim prófessor og klóraði sjer bak við eyrað. — Það hreyfist ekki þó hjólin sjeu á þvi. Skyldi það vera gróið fast við jörðina? — Nú komumst við ekki hjá að flytja, sagði kona prófessorsins. Ekki getum við búið í gaflaðslausu húsi. — Já, en jeg á enga peninga, elskan mín, sagði prófessorinn volandi. — Þessvegna hefi jeg altaf komið með einhverja afsökun þegar þú hefir stungið upp á að flytja. — Var að ekki annað? sagði kon- an. — Líttu á hjerna! Og svo sýndi hún honum skonsu uppi á lofti, þar sem gaflinn hafði gengið frá. Þar lá lítill poki, fullur af peningum. — Við getum keypt okkur grænan vagn, eins og fjölleikafólkið hefir, og svo hest í tilbót, sagði hún. — Og nú getum við flutt okkur um landið þvert og endilangt, eins og við viljum. Uppgötvun fyrir fólk, sem ekki hefir efni á að sækja baðstaði. Tilkynning: Stúlkubarn getur feng- ið pláss hjá gamálli ekkju, sem altaf er heima og nýtur móðurlegrar til- sagnar í góðu og viðkunnanlegu lier- bergi og fær barnarúm fyrir sig eina, sem má ýta saman á daginn. Þeir sem vilja hlýta þessu boði eru beðnir að snúa sjer til blíðrar móð- ur, sem er aðeins heima mánudags- morgna. Nánari upplýsingar í verts- húsinu. — Þjer trúið því máske ekki, að til sjeu hundar, sem eru hygnari en eigendurnir. — Jú, því trúi jeg vel, þvi að jeg á sjálfur hund, sem er svoleiðis. — Leikurinn er þannig, að fröken Olsen og jeg förum út í ganginn — og svo búið þið til gátur á meðan. Fh-úin: — Hver skyldi nú liafa málað þessa mynd. Þetta er áreið- anlega ljótasta myndin á sýning- unni'. Málarinn: — Hún er eftir mig þessi mynd. Frúin: — Æ, fyrirgefið þjer. Þjer luegið ekki taka neitt mark á þvi sem jeg segi, því að jeg hefi ekk- ert vit á málverkuin. Jeg segi bara það, sem jeg heyri alla aðra segja. fíörnin: — Við erum komin til að bjóða þjer góða nótt, pabbi. Kennarinn: — Jeg iná ekki vera að því að sinna ykkur núna. Komið þið heldur í fyrramálið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.