Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1941, Qupperneq 5

Fálkinn - 23.05.1941, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Frá Bodö. Þenncui bæ brendu Þjóð- verjar til ösku i striðinu í Norður-Noregi og 6000 manns urðu húsviltir. reyna að búa urn sig til mótstöðu, hella þýskar flugvjelar sprengjum yfir lier þeirra og vörnin fer því mjög í handaskolum. 12. maí. Nýja enska stjórnin er fullmynduð. Er það þjóðstjórn með 6 mönnum úr verkamannaflokknum. Churchill er forsætis- og hervarna- ráðherra, Cliamberlain lordkanslari, Attlee innsiglisvörður, Halifax lávarð- ur utanrikisráðherra og Greenwood ráðherra, án sjerstakrar starfsdeild- ar. Þessir fimm menn eiga sæti i herstjórnarráðuneytinu, en áður liöfðu setið 8 menn í því. Auk þess- ara 5 eiga 19 manns sæti í stjórn- inni, þar á meðal Anthony Eden (hermálaráðherra) og Duff Cooper (útbreiðslumálaráðherra). 13. maí. Þýskur her kemst i út- jaðra Liége í Belgiu og ræðst enn- fremur á Maginot-línuna, sunnan við Saarbi-iicken. Líka taka þeir alt Groningenhjerað í Hollandi. Sama dag upplýstist, að Hollandsdrotning og fjölskylda liennar og hirð sje komin til London, og að herlið frá Egyptum og Bretum hafi safnast við landamæri Libyu og Egyptalands. Loks er gerð sú breyting á frönsku stjórninni, að tveir andstæðingar Paul Reynauds forsætisráðherra, Louis Marin og Ybarnegaray, eru teknir í stjórnina og herstjórnarráðu- neytið. 14. mai gefst Rotterdam upp. Var það sú borg i Hollandi, sem Þjóð- verjar höfðu lagt mest kapp á að ná, og hafði hún orðið fyrir stór- kostlegari skemdum af sprengjum og stórbrunum en nokkur borg önn- ur í þessari sókn. Eftir fall borgar- innar gefst aðalherstjóri Hollendinga upp og skipar hernum að leggja nið- ur vopn. Þannig lögðu Þjóðverjar undir sig Holland á fjórum dögum, að undanteknu því, að enn var bar- ist gegn þeim í Zeeland-hjeraði. — Þennan dag taka Þjóðverjar Liege í Belgíu, einnig Dinant og Givet og komast vestur að ánni Meuse. Þeir komast ennfremur gegnum framhald Maginot-línunnar við Sedan og yfir Ardennafjöll. 15. mal undirritar hollenski yfir- herstjórinn skilyrðislausa vopnahljes- samninga, en Þjóðverjar sækja enn fram i Belgíu. í Noregi er nú ekki um vopnavið- skifti að ræða nema við Narvík. Þar er bæði enskur og franskur fjalla- her, svo og her frá Póllandi. Veitir þar ýmsum betur og sjerstaklega geta hinar frönsku og pólsku hersveitir sjer góðan orðstír fyrir baráttu sina i fjöllunum kringum Narvík. 17. mai. Þjóðverjar taka Briissel og hrinda varnarlinu Belga við Dyle og taka Namur. Þá hafa þeir komist gegnum Maginotlínuna á 100 km. svæði við Sedan. Og 18. maí taka Þjóðverjar Antwærpen, Malines og Louvain, en innlima hjeruðin Eupen, Malmedy og Moresnet, sem með Ver- salasamningunum höfðu verið inn- limuð í Belgíu úr Þýskalandi, í þýska ríkið. 19. mai eru Þjóðverjar komnir inn í Frakkland og hafa tekið Le Chat- eau og St. Quentin og farið yfir árnar Sambre og Oise. Undanhald Frakka vekur rnikla furðu og það haldi og 20. maí taka Þjóðverjar bæ- ina Arras og Amiens og komast vest- ur undir liaf, til Abbeville, en 8. franski herinn, undir forustu Gir- auds, sem nýlega hafði tekið við stjórn hans, er tekinn höndum ásamt herforingjaráði sinu. 22. maí. Enska þingið samþykkir i flýti ný lög, sem gefa konunginum ótakmarkaðan umráðarjett yfir þegn- um sínum og eignum þeirra. Þykja liinir iniklu ósigrar Fraicka fyrirboði geigvænlegra tíðinda. Churchill fer til París til að ræða við frönsku stjórnina og kemur aftur heim sam- dægurs. Fleygur sá, er þýski sóknarherinn hafði skotið inn milli franska aðal- hersins og enska hersins, sem send- ur hafði verið suður yfir Erma- sund undir forustu Ironside hers- höfðingja, er nú kominn vestur að hafi, svo að norðurherinn er af- skorinn frá öllu samhandi við aðal- herinn franska. Og 23. maí fer hægri armur þýska hersins að þrengja að vesturodda Ermasundshersins, í áttina til Calais. Þykjast herrfræðingar nú vondaufir um, að hinum einangraða her takist að gera svo öfluga árás á þýska fleygherinn, að samband náist milli vesturveldaherjanna á ný. Belgar veita enn viðnám í Flandern ásamt breskum og frönskum herdeildum, en þeirri andstöðu lýkur með því, að Belgar gefast upp skiiyrðislaust þann 28. maí og Leopold konungur undirskrifar uppgjöfina, án þess að ráðgast um við bandamenn sína. — Stjórn hans afneitar þessari ráðstöf- un og Pierlot forsætisráðherra flýr ásamt ráðuneyti sínu til Englands, en Þjóðverjar tiíka Leopold konung til fanga og er liann síðan í gæslu i höll á Norður-Frakklandi, að því er sagt er. — 27. mai þrengir enn að hinum um- kringda her við það, að Þjóðverjar sækja fram í Fiandern og Artois. Loftárásir eru gerðar á hafnarmann- virkin i Dunkerque og standa þau i björtu báli í tvo daga, en jafnframt gera þýskar flugsveitir árásir á flug- vellina kringum París. 29. maí heldur bardaginn enn á- fram með fullum krafti í Flandern og Norður-Frakklandi og Þjóðverjar taka borgirnar Briigge, Ostende, Dix- muiden, Ypern og Kemmel þennan Þannig lita þver út herflutningabifreiðar þýska vjelahersins. reynist svo, að Frakkar hafa engar vjelahersveitir til þess að etja fram gegn vjelaher Þjóðverja og undan- liald þeirra er illa skipulagt og fát- kent. Yegna hinnar slæmu herstöðu Frakka gerir Reynaud enn breyting- ar á stjórn sinni. Petain marskálkur, sem orðinn er 84 ára, verður vara- forsætisráðherra i stað Camiíle Chau- temps, en Daladier verður utanríkis- ráðherra og Reynaud tekur við fyrra embætti hans, hermálaráðuneytinu. Jafnframt þessu er Gamelin, æðsta herstjóra vesturveldanna, vikið frá embætti, en Weygand hershöfðingi tekur við í hans stað. Þessi breyting stoðar þó litið, þvi að næstu daga er franski herinn á sífeldu undan- Pierlot forsœtisráðherra Belgiu. sama dag, en þýskur her, sem sækir á að sunnan, úr „fleygnum‘“, sem fyr var nefndur, nær Lille á sitt vald. Þannig herðist óðum járngreipin ut- an um hinn einangraða norðurher við Ermasundsbæina og þess fer að verða vart, að farið er að koma her- liði undan yfir sundið til Englands. 31. maí. Þann síðasta dag hins viðburðarika mánaðar gerast þau stórtíðindi, að franski herinn ásamt leifuin belgiska liersins í Flandern og Artois, gefur upp vörnina að mestu leyti, eftir átta daga stór- orustu. Tvístraðist L, 7. og 9. franski herinn algerlega (en áður liafði 8. herinn gefist upp) og voru hundruð þúsunda teknir til fanga af Þjóðv. En það er af enska hernum sunnan Ermasunds að segja, að hann er kominn i hnapp norður við sund, skamt frá Dunkerque og byrjað er að koma honmn í skip til Englands. Þjóðverjar gerðu út sæg af flugvjel- um til þess að tortíma þessum skip- um, en enSkar flugvjelar voru jafn- framt á verði á allri skipaleiðinni, og þeim var það eigi hvað síst að þakka, að það tókst að koma undan langmestum hluta enska hersins á meginlandinu ásamt frakkneskum og belgiskum her. -----Frá þvi i byrjun mánaðarins, að enska setuliðið hvarf á burt frá Frh. á bls. 14. Paul Regnaud forsætisráðherra Frakka. \

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.