Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.08.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N Riffill eða Rófubyssa. Hösklegúr drengur, tólí' ára, í mjall- livítum fötum, eins og notuð eru i hitabeltinu, kom út úr búð í Delhi höfuðstaðnum í Indlandi. Hann ldjóp upp í bifreið, sem beið við gangstjett- ina og settist hjá bilstjóranum. „Nú skulum við aka heim, Bob. Jeg liefi lokið erindinu," sagði hann. Bílstjórinn var langur og rauðhærð- ur íri. Hann glotti til drengsins og sagði: „Ætlarðu nú að fara að gera einliver prakkarastrik, Henrik?“ „Já, einmitt. Hvernig datt þjer l>að í hug? Sjáðu hvað jeg keypti!“ Hann tók upp dós og sýndi bílstjóranum 1 jósleitt, gljáandi duft, sem í henni var: „Þetta er hnerriduft, skal jeg segja þjer, Bob. Ef maður fær eitt korn af þvi í nefið þá má maður til að hnerra. Er það ekki skrítið? Bob þagði fyrst. Svo sagði hann þurlega: „Hver á að fá þetta í nefið hjá þjer, Henrik?“ „Hver heldurðu að eigi að fá það nema lnin miss Thomson, ráðskonan hans pabba,“ svaraði stráksi. „Jeg þoli liana ekki. Hún kvelur mig all- an daginn og reynir að spilla fyrir injer hjá honum pabba.“ „Hm, jeg skal játa, að mjer fellur ekki sem best við miss Thompson heldur,“ sagði Bob. „Hún er alt- af að snatta mjer, og svo fer hún með innfædda vinnufólkið eins og hunda.“ „Alveg satt!“ svaraði Henrik, „og svo er hún mesta greppatrýni þó hún reyni að líta vel út. Jeg er hræddur um, að hún ætli að reyna að fá hann pabba til að giftast sjer. Heldurðu það ekki, BoE?“ írinn svaraði ekki strax. Svo sagði hann: „Pabbi þinn er ekkjumaður, Henrik litli, og hann má gera það sem honum sýnist. En hann er vitur inaður, og jeg trúi varla, að hann láti kerlinguna ginna sig. Heyrðir þú hvernig hún skammaði hann Run Singh, garðyrkjumanninn, i gær?“ „Já, og alveg að ástæðulausu. Run Singh er besti garðyrkjumaðurinn sem nokkurntíma hefir verið hjá okkur.“ „Alveg rjett, Henrik. Hún ætti að fara varlega. Bun Singli er sikh, og sikharnir eru stoltir menn, sem ekki láta misbjóða sjer. — Iin nú erum við koninir út úr bænum, svo óhætl er að aka liraðara. Þú ættir nú sanit að nota hnerriduftið handa einhverj- um öðrum.“ „Langar þjer kanske að fá þjer í nefið?“ „Ónei, þakka þjer fyrir,“ svaraði bílstjórinn hlæjandi. . „Þú verður að minsta kosti að hlífa mjer meðan jeg sit hjerna við stýrið." Hálftima síðar staðnæmdis! bif- reiðin hjá failegum bungalov (en það heita iverulnis fólks í austurlönd- um). Þar átti liann Higgins læknir, pabbi hans Henriks heima. Bob ók vagninum í skýlið en Henrik fór inn. Ráðskonugribban gekk frani hjá hon- um á svölunum. „Nú, hefir þú stolist í bæinn með honum Bob einu sinni enn?“ sagði hún hvasst. „Þjer væri skammarnær að vera heima. og lesa lexíurnar þin- ar. Jeg skal segja honum pabba þín- um frá þessu. Svo strunsaði bún framhjá Henrik og hvarf út í garðinn. Henrik starði gramur á eftir henni. Nú var miss Thompson víst að fara út til Run Singh til að skamma hann. Æ, hún var óþolandi. Og hugsum okkur ef hún fengi hann pabba til að giftast sjer! Þá yrði hún stjúpa Henriks. Nei, það var hörnning að hugsa til þess. Henrik kreysti linerriduftsöskj- una í vasa sinum. Hún skyldi svei injer fá að kenna á því. En hvernig átti hann að koma því i nefið á henni. Jú, honuin datl ráð í liug. Hann átti rófubyssu uppi í herberg- inu sinu. Með henni gæti hann blás- ið duftinu að vitunum kerlingunni. Hann flýtti sjer upp á loft, þvi að best var að gera þetta áður en pabbi hans kæmi heim úr sjúkravitjunun- um. Rjett áður en hann fann rófubyss- una lieyrði hann skerandi vein neþan úr garðininn og svo villimanslegt ösk- ur. Iiann hljóp út að glugganum og sá þrjár manneskjur koma hlaupandi upp að lmsinu. Fyrst var ráðskonan, næst kom Bob bifreiðarstjóri og svo skamt á eftir ljósbrúnn maður inn- fæddur og hafði rýting á lofti og öskraði eins og dýr. „Herra minn trúr!“ tautaði Henrik, „þetta er Run Singh. Hvað gengur áð manninum?“ „ í santa bili komust miss Thompson og Bob inn í húsið. Bob skelti hurð- inni í lás á eftir sjer. „Upp á loft með yður!“ kallaði hann. „Við erum ekki örugg hjerna. Run Singh getur mölvað gluggana!“ Eftir augnablik kornu þau hlaup- andi upp stigann og inn til Iienriks. „Það var gott að þú skyldir vera hjerna, því að nú er um líf og dauða að tefla. Miss Thompson hefir móðg- að Run Singli svo að hann tryltist. IJann veit ekki hvað hann gerir. Hvað gerðuð þjer honum, miss Thompsons?" „Jeg danglaði i hann,“ stainaði ráðskonan, ,„hann hafði ekki flutt til pálmana eins og jeg sagði honujn. Og þá varð hann hamslaus." „Þjer ættuð að blygðast yðar, miss Thompson," sagði Bob. „Run Singh setti pálmana þar sein læknirinn skipaði honum. Og þjer hafið lagt hendur á hann. Hann er sikh. Ekki furða þó hann tryltist. Hann mundi skera yður ó háls ef hann kæmist höndum undir. Og í rauniniii hafið þjer unnið til þess.“ Miss Thompson fór að hágráta. „Nei, nei,“ vældi hún. „Þjer verðið að hjálpa mjer. Þjer verðið að verja mig!“ „Vitanlega verð jeg að reyna það,“ sagði Bob ólundarlegur. „Þegar sikli gengur berserksgang þá drepur hann alt, sem Jiann nær til. Jeg verð að skjóta hann eins og óðan hund, bæði vegna mín sjálfs og annara. Riffill- inn læknisins er víst hjérna uppi. Mjer þykir það slæmt, því að mjer var vel til hans Run Singli. En það er ekki annars kostur.“ Hann náði í riffilinn og fór út að glugganum. Öskrið í Run Singh heyrð ist neðan úr garðinum. Hann var á harða lilaupum kringum húsið, nakinn niður að mitti og otaði kut- Frh. á bls. 11. Adamson berst með slöngvu. i------------------------------------------- S k r í 11 u r. Jwju, nií hœtta kanske letingj- arnir að slæpast hjer og sitja á trjá- stiibbunum. — Góði herra Brynjólfur. Bað er ekki fyr en á morgun, sem við eiij- um uð leika „Skytturnar brjár“ eftir Dumas. og gleymdu nú ekki að j)ú ált að tala við tannleeknirinn klukkan ellefu. — - Hins og þjer sjáið sjálf, þá fer þessi hattur yðar Ijómandi vel. - Fiílkiun ©r besta heiinilisbliiðid. -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.