Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1941, Qupperneq 8

Fálkinn - 15.08.1941, Qupperneq 8
8 FÁLKINN Gunnar Gundersen: ........ — Á síðustu stundu. AÐ var barið fast á dyrnar. Jo- hansen lagði frá sjer morgun- blaðið og ýtti kaffibollanum frá sjer. Hver gat þetta verið svona snemma morguns? Hann leit á klukkuna: Hún var tæplega hálf niu. Aftur var barið stutt en ákveðið. Og áður en hann gat svarað, var hurðinni lokið upp. Magur maður, i meðallagi hár, kom inn. Hann lokaði hurðinni gætilega á eftir sjer og stóð um stund þegjandi og svipaðist um í stofunni. „Þjer eruð Ólafur, geri jeg ráð fyrir?“ Johansen kinkaði kolli, og horfði á manninn, forvitinn og gramur í senn. Gesturin virtist vera mannafælinn og óframfærinn. Augun flöktandi og and- litið grátt, með djúpum rákum og tog- inleitt. Hann var snyrtilega klæddur, en fötin voru i algerðu ósamræmi við.út- lifað yfirbragð mannsins sjálfs. „Jeg heiti Kram, jeg er verkfræð- ingur.“ Hann brosti napurt. „Þjer hafið máske lie.vrt mín getið?“ Johansen hugsaði sig um. „Nei, ekki get jeg nú minst Jæss í svipinn." Kram einblíndi á hann. Hann rigs- aði yfir þvert gólfið, nam staðar og einblíndi aftur á hann — lengi. Hann virtist vera í vafa um sinn, en nú harðnaði svipurinn. „Við skulum ekki vera að neinum leikaraskap. Þjer vitið eflaust eins vel og jeg, liversvegna jeg er hingað kominn. Að minsta kosti ættuð þjer að geta getið yður til um ástæðuna." „Þjer verðið að afsaka mig. Jeg botna ekkert í þessu, sem þjer segið. Viljið þjer gera svo vel að gefa mjer nánari skýringu." Hann leit spyrjandi á Kram. Kram lineigði sig, brosti neyðarlega. „Jeg get ekki annað en vottað yður aðdáun mína fyrir frekjuna. Þjer lát- ið eins og þjer skiljið ekkert í neinu, rneð kaldara blóði en maður á að venjast.“ Hann þagnaði aftur og skálmaði um gólfið. Nam staðar við dyrnar. Hugsaði sig um augnablik, sner'i svo lyklinum í skránni og stakk honum i vasann. Svo sneri hann sjer að Joliansen eins og elding. Það glamp- aði á eitthvað í hendinni á honum. Það var skammbyssa. Það var eins og hann væri í þönk- um og hann fitlaði við vopnið i nokkrar sekúndur. Það var líkast því, að hann væri að gæla við byss- una. Svo ryktist hann við og leit upp. „Kanske okkur gangi betur að lala saman núna, Ólafur minn?“ Hann lagði sjerstaka áherslu á síð- ustu orðin. „Við erum einir og ekkerl getur Iruflað okkur. Við erum ein, þjer, jeg og þessi hjerna.“ Hann lyfti skammbyssunni. Johansen horfði á hann. Hann var engin gunga að upplagi, en þó gat hann ekki varist hræðslu. Maðurinn hlaut að vera brjálaður. Hann reyndi að hugsa eðlilega, en það var eins og hugsanagangurinn væri ldaupinn í baklás, og hann ljekk krampateygjur í kverkarnar. Hann reyndi að harka þetta af sjer. Hann varð að segja eitthvað til þess að vinna tima. í örvænlingu sinni reyndi hann að sýnast rólegur og brosti nú upp- gerðarbrosi. „Viljið þjer ekki setjast. Svo skul- um við tala um málið.“ „Það er eiumitt það, sem jeg vil. Aður en við förum lengra.“ Kram settist. Hann hló kulda- hlátri. „Jeg ætla bara að biðja yður jiess áður en við förum að tala' saman, að sýna mjer fulla tiltrú og einlægni. í rauninni erum við gamlir kunn- ingjar, ef svo mætti segja. Og við höfum nægan tíma, Eftir þessa við- ræðu, seiíi jeg vona að verði -vin- sandeg, eigum við að innganga til betra lífs, fyrst þjer og svo jeg.“ Hann varð alvarlegur aftur og starði á Johansen. Johansen var orðinn náfölur. Svit- inn spratt fram á enninu á honum og hann skalf á hendinni er haun þurkaði af sjer. En hann horfði samt fast og ró- lega framaní Kram. Hann gal sjeð, að hann var æstur, þó að hann reyndi að sýnast rólegur. Johansen strauk sjer um ennið. hann varð að reyna, að hugsa í sam- herigi. En l>að var erfitt, því að lmg- urinn hafði komist í uppnám. Hann reyndi samt að manna sig, og þó skalf röddin talsvert er hann sagði: „Jegi á dálitið erfitt með að skilja yður, lierra Kram.“ Kram, horfði gaumgæfilega á liann. Það kom meðaumkunarsvipur á and- litið á honum og svo brosti hann: „Það hefir mjer líka altaf fundist. Þjer hafið átt bágt með að skilja. Og þessvegna er jeg nú hingað kom- inn. Þjer. vitið, að jeg hefði getað skotið yður umsvifalaust eins og Inind. Ekkert hefði mjer verið auð- veldara, þegar jeg kom áðan. En jeg vildi einmitt, að þjer lærð- um að skilja. Þjer eigið að skilja, livernig líf mitt hefir ger-eyðilagst. Þá fáið þjer tækifæri til að liug- leiða það dálitla stund, hvort dómur minn er harður. Kanske er hann það. En hann er rjettlátur ná- kvæmur og rjettlátur." Hann þagði augnablik, stóð upp og skálmaði aftur yfir gólfið. Nam nú staðar aftur. „Jeg skal ségja yður alla söguna, frá því að jeg hitti Elsu í fyrsta sinn og þangað til í dag.“ Johansen reyndi að taka fram i. „Jeg get ekki ........“ „Þegið þjer nú á meðan.“ Orðin voru eins og svipuhögg. „Á.eftir lofa jeg yður kanske að koma með það, sem þjer hafið á hjarta, en ekki núna ekki fyr en jeg er búinn.“ Hann tók málhvíld til að hugsa sig um, svo byrjaði hann: „Það eru tólf ár síðan jeg hitli Elsu i fyrsta sinn. Það var á úti- skemtun hjá kunningja minum og það var meira að segja á Jónsmessu- nótt. Jeg man það eins og það liefði skeð í gær. Jeg varð hrifinn af Elsu undir eins og jeg sá hana. Og það fór heitur straumur um mig þegar jeg var kyntur henni. Jeg hafði hitasótt, jeg var í vímu, eins og jeg hefði drukk- ið í heilan dag. Jeg var ekki með sjálfum mjer eftir þetta. Hún leið ekki úr huga injer eitt augnablik, alt kvöldið. Jeg var sælh Nei, það er vægt að orði komist, því að jeg var í sjöunda himni í hver skifti, sem jeg fjekk að dansa við hana og varð ör af gleði i hvert skifti, sem hún sagði vingjariílegt orð við mig. Þetta var yndislegasta kvöldið, sem jeg hefi lifað á æfi minni.“ Hann andvarpaði. Það vottaði fyr- ir brosi á andlitinu á honum, og út- lifað andlitið varð fallegt í svipinn. Johansen hafði ekki augun af hon- um. Hver veit nema það væri reyn- andi að tala við hann í alvöru núna? Best að reyná. Hann opnaði munn- inn til að taka til máls. En Kram bandaði með hendinni og röddin var hvíslandi er hann hjelt áfram: „Jeg gerði yður aðvart um, að þjer ættuð að þegja. Jeg hjelt að þjer skilduð mig.“ Hann stóð augnablik og bandljek skammbyssuna. Vóg hana i hendinni, eins og hann vildi undirstrika skip- un sína. Johansen ypti öxlunum og gal ekk- ert aðliafst. Hann varð að vera þol- inmóður. Hann sat með hendurnar undir kinnunum og augun hálflok- uð. Gaut augunum til Krams í laumi. Kram lirosti og virtist vera í ess- inu sínu. En hann tók vel eftir öllu, sem fram fór. Svo lijelt hann áfram: „Þetta varð ekki í síðasta skiftið, sem við hittumst. Nei, jeg get trúað yður fyrir því, að upp frá þessari Jónsmessunótt hófst nýr þáttur í æfi minni. Jeg lield að jeg taki ekki of djúpt i árinni þó jeg segi: Þá fyrst fór jeg að lifa. Áður hafði jeg aðeins verið til en ekki lifað. Þegar jeg hugleiddi það síðar var mjer alveg óskiljanlegt, hvernig jeg hefði getað lifað án hennar í öll þessi ár. Hver dagur var eins og ný opin- berun. Hún var mjer altaf jafn ný. Við vorum eins og sköpuð hvort fyr- ir annað. Við vorum óaðskiljanleg. Hver dagur var mettaður af ynd- islegasta samræmi. Og þannig átti það að verða að eilífu. Já, jeg man að það lá við að vinír okkar öfunduðu okkur. Því að gæfan lá svo að segja utan á okkur.“ Hann andvarpaði. Vætti varirnar hugsandi og hjelt svo áfram: „Jeg gæti sagt yður þúsund af sögum frá þessum tíma, en jeg geri það ekki. Jeg vil hafa þær endur- minningár fyrir sjálfan mig. Vitanlega giftumst við. Og gæfan brosti við okkur i mörg ár enn.“ Svo hvarf brosið af honum og and- litið var alvarlegt. Rákirnar urðu dýpri og andlitið eins og á gamal- menni. „Það var annars skrítið. Mjer fanst það á mjer þá, að þetta gæti ekki haldist svona til lengdar. í allri sæl- unni setti stundum að mjer hræði- lega angist. Mjer varð stundum svo órótt, að jeg gat varla við mig ráðið. Jeg reyndi að skýra þetta sem al- gengt sálfræðilegt fyrirbrigði. Þjer hafið ef til vill orðið var við, að maðurinn getur orðið algerlega sæll stuttar stundir úr lífi sínu, helst þeg- ar eitthvað gleðilegt ber við óvænt. Annars hefir öll sælutilfinning sína mótvikt, ef svo mætti segja. Það getur verið kvíðatilfinning, og það getur verið kvíðbogi fyrir framtíð- inni. Það getur verið hvað sem er, ef manni verður órótt á annað, borð. Jeg reyndi að hrista þetta af mjer. Þú ert taugaveiklaður, sagði jeg við sjálfan mig. Það eru taugarnar, sem leika á þig. En eigi að síður gal jeg 'ekki losn- að við þessa angistartilfinningu. Það var ekki oft, sem hún kom yfir mig, en lnin kom, og hún kom þegar sísl skyldi halda. Og svo varð jeg hrædd- ur, verulega hræddiu'. Hræddur við hvað? Við jjetta óákvarðanlega, sem rjeðst á mig, þetta ókunna, sem jeg get ekki barist við. Sú kemur tíðin að þú missir hana, sagði röddin.“ Hann varp öndinni og sat hugsi. „Við höfum kanske orði'ð of gælu- söm, við vissum ekki um annað eh okkur, við hugsuðum ekki um neitt kringum okkur. Það hefir ef til vill verið of einhæft. En líf okkar var ríkt, óendanlega rikt.“ Myndin er af hertoganum af Kent, tekin þegar hann hefir verið i liðskönnnn hjá pólska hernum í Englandi, og er að kveðja tvo pólska hershöfðingja.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.