Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.09.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L Iv I N . N’ AGÚST 1940. HVAÐ GERA JAPANIR? Hva6 gera Japanar? er spurning, sem heimurinn hefir velt fyrir sjer síðasta mánuðinn. í ágúst í fyrra var líka mikið talað um Japana, sem ljetu þá ófriðlega og ljetust ætla að koma í framkvæmd nýrri skipun í Austur-Asíu. Annar aðalviðburður ágúst 1940 var upphaf þýsku árás- anna á London. En nýskipun Iandamæra á Balkan var þriðji stórviðburðurinn. Arita fi/rv. ntanrikisráöherra. I ONAI-stjórnin i Japan liafði sagt ^ af sjer 15. júlí og upptökin að þessu voru ])au, að Hata hermála- ráðherra liafði neitað að sitja í em- hætti iengur, vegna þess, að stjórnin tæki ekki nógu röggsamlega á utan- ríkismálunum. Var Konoye fursta þá falið að mynda nýja stjórn. Tveimur dögum síðar náðist bráðabirgðasam- komulag milli Breta og Japana, um vopnaflutninga Breta til Kína um Burma. Lofuðu Bretar að hætta öll- um vopnasendingum þessa leið um þriggja mánaða skeið. Konoye prins myndaði stjórn sína 17. júlí og var talið, að hún mundi fá einræðisvald eða því sem næst. Stóru stjórnmálaflokkarnir Sei/ukai og Minseito voru lagðir niður. Hinn 1. september lagði Konoye- stjórnin fram stefnuskrá sína. Segir þar, að stjórnin ætli að beita sjer fyrir „að jafna misklíðina í Kína“ og stofna stórveldi í Austur-Asíu úr ríkjunum Japan, Kína og Mandsjukuo. Öll áhrif Evrópumanna og Ameriku- manna í Kína áttu að hverfa, Asía skyldi verða fyrir Asiumenn og Jap- anar forustuþjóðin, á sama hátt og Þjóðverjar skyldu liafa forystuna í Evrópu. — Daginn eftir var fjöldi Japana fangelsaður í Englandi; var þetta svar við því, að Japanar liöfðu nokkru áður handtekið breska þegna í Japan og. leikið þá grátt. Hand- tökur þessar urðu auðvitað til þess að auka á gremju Japana i garð Breta. Japönsk bíöð heimtuðu sum hver, að stjórnmálasambandinu við Abe fyrv. forsœtisráöherra. Breta skyldi slilið þegar í stað og að gert yrði bandalag við Þýskaland og Ítalíu. Þetta varð þó hvorugt, en tæpum tveimur mánuðum síðar var lýst yfir hermálasambandi milli Japana og Þjóðverja-ítala. 5. ágúst voru miklar kröfugöngur í Japan bg þess krafist, að Bretum yrði sagt stríð á hendur. Ástæðan til þessa gauragangs var fyrst og fremst sú, að tíminn var álitinn hentugur. Bretar höfðu mist öll tök á meginlandi Evrópu og það var trú manna, að Þjóðverjar mundu þá og þegar gera innrás í England. Teranchi hcrmálaráðherra. Og um þessar mundir var það alls ekki sýnt, hve mikla hjálp Bretar mundu fá frá Bandaríkjunum nje hve fljótt hún mundi koma. Fjöldi at' japönskum stjórnmálamönnum var því þeirrar skoðunar, að nú væri einmitt tími til að hefjast handa og taka völdin í Austur-Asíu. Frakkar voru sigraðir, Hollendingar voru sigraðir og liinar víðlendu og verð- mætu nýlendur þessara þjóða voru girnileg krás í augum þeirrar þjóð- ar, sem var í hraki með lönd og hafði talið sjer trú um, að liún ætti að verða forustuþjóð Austurlanda. Japönsku stjórninni þótti nauðsyn að hreinsa til í erindrekaliði sínu og 22. ágúst kvaddi hún heim 40 sendilierra sína víðsvegar að. Sum- ir þeirra voru að vísu kallaðir heim til skrafs og ráðagerða, en aðrir fóru ekki aftur. En aðrir voru þó sendir í þeirra stað — Japan sleit ekki stjórnmálasambandi við neina þjóð um þessar mundir. Og 25. ágúst sendi stjörnin Ivojabashi verslunar- málaráðherra sinn til Batavia til þess að semja um afstöðu hollensku ný- lendnanna til Japan. Stórveldisdraumur Japana er í rauninni engin tilviljun. Það er í rauninni miklu hjákátlegra að sjá Þjóðverja dreyma um sjálfa sig sem útvalda þjóð örlaganna heldur en að sjá Japani gera það. Því að Þjóð- verjar voru taldir raunsæisþjóð, en Japanar liafa í flestu annað viðhorf ti! heimsins og þess, sem i honum er, gn vestrænar þjóðir hafa tamið ■sjer. Keisaradýrkun Þjóðverjá var að vísu talsvert rótgróin orðin, en rás viðburðanna setti þjóðina út af sakramenti hennar á hinn háðtileg- asta liátt, l>egar þessi dýrlingur Ger- mana flýði eins og heigull úr landi sínu í lok síðustu styrjáldar. Keis- aratrú Japana hefir aldrei fengið viðlíka áfall og liún var miklu ramm- ari og beinlínis liður í hinum opin- Hiranuma ráðherra, sem nijlega var sýnt banatitrœði. Þó kominn sje yfir sjötngt gat hann hjálpað til að hancl- sama tilræðismanninn. bera átrúnaði Japana og guðsdýrk- un þeirra. Keisari Japana er ekki aðeins þjóðhöfðingi, hann (?r líka guð eða tenno, sonur himinsins og beinn afkomandi sólargyðjúnnar Amaterasu. Sagan segir, að hún hafi sent sonarson sinn til Japan til þess að leiða þjóðina „veg guðanna". Og þessi sonarsonur varð ættfaðir jap- önsku keisaraættarinnar. Það er þessi átrúnaður, sem er og verður skýring á því, hvernig Japan hefir breyst úr Ijensherraríki með hreinu miðaldafyrirkomulagi, eins og það var uiTi miðja siðustu öld, í nýtisku stórveldi. Þessi gerbreyting varð að mestu í stjórnartíð eins einasta keis- ara, Mitsuhitu (eða Meji Tenno) á árunum 1867 til 1912. Jafnframt gerbreytingu í atvinnu- háttum og tækni, fjekk landið nýja stjórnarskipun og þing á þessu tíma- bili. Þetta var sniðið eftir þýskri fyrirmynd, þvi að Japanar urðu að taka samskonar tillit til aðalsstjettar sinnar eins og Þjóðverjar urðu að taka til „junkaranna“. Og þarna mynduðust smámsaman svo iðnaðar- og verslunarfyrirtæki, sem báru æg- ishjálm yfir öll önnur og stundum voru keppinautar, en unnu að jafn- aði saman, ef um heill landsins var að ræða. Heita þessir hringar Mitsui og Mitsubishi. Þeir ráða ekki aðeins lögum og lofum í atvinnulífi þjóðar- innar, lieldur líka stjórnmálunum, því að þau ráða hvort sínum stjórnmála- flokki. Mitsui ræður yfir Seyukai, og Mitsuhishi yfir Meinseito, þessum tveimur flokkum, sem getið var hjer að framan, að hefðu verið lagðir niður 17. júlí i fyrra, þegar Konoye myndaði stjórn sína. Það er eigin- lega erfitt að gera greinarmun á þessum flokkum, fremur en stund- um á stefnu samveldis- og sjerveldis- Matsiioka utanrikisráðherra. flokksins í U.S.A., en þó má segja, að Seyukai sje íhaldsflokkur og Mein- seito frjálslyndur, þó að í öðrum skilningi sje en á vesturlöndum. — Aðalmunurinn var sá, að þegar Seiyukai hafði meirililuta í þinginu var það Mitsui-hringurinn, sem fór með völdin og kom sínu fram, en þegar Meinseito liafði unnið kosn- ingasigur, þá rjeð Mitsubislii öllu. Aðrir flokkar hafa aldrei.haft þýð- ingu í Japan síðan „þingræði" komst á. En vilji keisarans liefir jafnan ráð- ið meiru en vilji þingsins, en vilji keisarans var ekki frá honum sjálf- um, heldur vilji Saijoni fursta, sem var sterkasti maður í öldungaráði því, sem keisarinn stofnaði sjer til trausts og halds, er liann hóf um- bætur í Japan. Þetta öldungaráð hef- ir ekki verið endurnýjað og nú eru allir meðlimir þess daúðir nema Saionji fursti, sem orðinn er 92 ára gamall. Síðustu 15 árin hefir ekkert ráðuneyti verið skipað í Japan nema eftir tillögu Saionji fursta, en hami hefir jafnan virt skoðanir meiri- hluta þingsins. Þegar stjórn fjell, ráðlagði Saionji jafnan keisaranum að hiðja foringja andófsflokksins að mynda nýja stjórn. Þessi regla hjelsl til 1932. Þá urðu alvarlegar viðsjár í Japan, herinn var óánægður með stjórnina á hernaðinum í Mandsjuriu og rjeðst harðlega á stjórnina og þingið eða rjettara sagt þingræðið, sem var talið rýra vald keisarans og valda þvi, að aldrei væri hægt Sato hershöföingi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.