Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.09.1941, Blaðsíða 11
F Á L Ií I N N 11 Tíu voldugustu mennirnir í Washington. Eftir Raymond Clapper. T? OOSKVELT forseti er auðvitaÖ fremstur í flokki þeirra tíu, sem mestu ráða í Washington, að mínu úliti. Hann liefir gert embætti sitt óendanlega miklu áhrifameira en það var nokkurntíma áður, því að hann hefir komist að því leyndar- máli, Jivernig fara skuli að því að nota stjórnmálavaldið, til þess að ná undir sig meiri völdum. Þó að liann biði ósigur, þegar liann æfl- aði að fjölga dómurunum í hæsta- trjetti og þegar liann reyndi að lireinsa til i öldungadeildinni, þá urðu jæssi áföll ekki til þess að rýra orku hans. Og ekki brást honum að- stoð atvinnuleysingjanna, þó að hon- um mistækist að uppræta atvinnu- leysið. Mistök þau, sem hann gerði sig selvan í á átta stjórnarárum sín- um lirukku af lionum, svo að varla sást nokkurt spor eftir þau. Þegar kosningabaráttan fyrir honum til þriðja kjörtímabilsins stóð sem liæst, kom hann fram lögum um herskyJdu — og er þetta til dæpiis um það j)or, sem hann liefir jafnan sýnt á uppgangs- og valdaaukningarárum sínum. TOHN L. LEWIS er utangáfta við Hvíta liúsið um þessar mundir, en eigi að síður er hann voldugasti maður verkamannahreyfingarinnar í U.S.A. Það er til marks um aðstöðu hans, að hann gat lagst á sveif með Wendell Willkie i síðustu kosning- um, án þess að verða krossfestur sem svikari við alþýðusamtökin. — Hann hefði getað haldið áfram starfi sínu sem leiðtogi alþýðusamtakanna, ef hann hefði viljað. Eins og orðið liefir i Englandi, er verkamanna- flokkurinn að verða stórveldi í stjórninálum Bandaríkjanna og Lewis telur sig manna færastan til að stjórna honum. Og liann er það. Eng- inn maður innan alþýðulireyfingar- innar hefir jafnmikla orku og hann eða lag á að stjórna flokkssamtök- ipn. John L. Lewis er ekki búinn. Hann er nýbyrjaður. ^jrEORGE C. MARSHALL hershöfð- ingi er yfirforingi herforingja- ráðsins í Bandaríkjunum og í hans hlut fellur nú að byggja upp herinn úr eintómu brotajárni að kalla má. Því er ólíkt varið um landherinn og um flotann, sem aðeins þarf að auka. í síðustu styrjöld tók Pershing hershöfðingi Marshall sjer til að- stoðar, og eftir stríðið varð liann hans hægri hönd. Og árið 1939 gekk Roosevelt framhjá mörgum eldri lierforingjum er hann gerði Marshall að yfirmanni herforingjaráðsins. í mörg komandi ár mun landherinn — og í rauninni landið alt — bera þess merki, sem þessi hógværi, en ágæti hermaður aðhefst nú. T-TeNRY MORGENTHAU, yngri, ■*■ ■*■ ræður meiru um það en nokkur annar, live Jiáan skatt Jjorgarar Bandarikjanna greiða til þarfa ríkis- heildarinnar. Þingið samþykkir fjár- lögin, en fjármálaráðherrann býr til tillögur og frumvörp stjórnarinnar. Fjármálaóveðrin, sem hlutust af new- deal-stefnu Roosevelts hafa gert Morgenthau að ábyggilegum og skylduræknum embættismanni, sem er fær um að standa upp í liárinu á nágrönnum sínum við Hyde Park. Með því að koma upp voldugum verðfestingarsjóðum og kaupa gull og silfur af öðrum þjóðum, hefir Morgenthau fengið stórkostlegt á- hrifavald yfir gengi og fjárhag ann- ara þjóða. t>Ó AÐ WILLIAM S. KNUDSEN ■*■ gerði ekkert annað en að vera eins og táknmynd þess trausts, sem menn hafa á hervarnatilrnununum, væri það starf lians afar mikilsvert. En hann gerir í rauninni miklu ineira. Hann er eini stóriðjuhöldur- inn í Bandaríkjunum, sem hefir á- unnið sjer afdráttarlaust traust Roosevelts forseta; liann vinnur eins og húðarklár og hann leitar uppi verksmiðjur og fólk til að framleiða liervarnagögnin. Hann kann skil á, ^livernig stóriðju skuli stjórnað og hefir tekið föstum tökum um lier- gagnaframleiðsluna, sem var frem- ur laus í böndunum áður. — William Knudsen er Dani og fluttist til Bandaríkjanna fyrir rúmum 30 ár- um og varð á skömmum tíma for- stjóri eins mesta stóriðjufyrirtækis Bandaríkjanna, bílaverksmiðjum Gen- eral Motors. TTARRY HOPKINS er ekki í em- A ■*■ bætti Iengur, en hann er þó enn n'ákomnari hásæti Roosevelts en nokkur annar maður. Hann trúir á new-deal-stefnu forsetans og hefir gert það frá uppliafi, og hann dvel- ur lengstum í Hvíta húsinu. Hann þekkir skap Roosevelts og varast að leggja fyrir hann stjórnarfarsleg mál- efni, þegar forsetinn vill livíla' sig. Þeir sitja stundum saman í vinnu- stofu forsetans og mæla varla orð frá munni; forsetinn er eitthvað að dunda, en Hopkins að lesa. En þeg- ar Hopkins liggur eitthvað á lijarta, þá veit hann, hvernig liann á að segja það. Hann hefir jafnframt verið hesti aðstoðarmaðurinn, sem Roose- velt hcfir átt í hervarnarmálunum. Hopkins var undir verndarvæng for- setafrúarinnar og komst innundir hjá forsetanum þessvegna og er nú eins og liann væri i sjálfri fjölskyldunni, óaðskiljanlegur vinur, ráðunautur og fjörgjafi forsetans. P* ORDELL HULL utanríkisráð- herra á meira trausti og áliti að fagna en nokkur maður annar í rikisstjórninni. Sem gamáldags þjóð- ræðismaður frá Tennessee hefir hiann litið margt í new-deal-stefminni hornauga og var svo andstæður þriðja hluta hennar, að hann neit- aði beiðni Roosevelts um að verða honum handgenginn. Hull skiftir sjer aldrei af neinum deilumálunt, sem ekki varða utanríkismálaráðu- neytið. En ef einhver fer að bekkj- ast til við stjórnarráð hans, þá býst hann til atlögu, snar eins og fjall- göngumaður — eins og Ray Moley fjekk að finna, þegar hann reyndi að ná ráðuneýtinu undir sig, en hafði það upp úr, að honum var vísað á dyr. Eins og sakir standa, er Hull sennilega ekki i eins nánu sambandi við Roosevelt eins og Suntner Welles vara-utanríkisráð- herra, en að ytri sýn er það þó hinn kyrri og yfirlætislausi Cordell Hull, sem ltefir völdin. T1 HURMAN ARNOLD er í rauninni ■*■ fyrsti maðurinn, sem hefir feng- ið það hlutverk að framfylgja „anti- trust“-lögunum. Áður voru þessi lög eingöngu notuð til þess að brjóta á bak aftur vald stórfyrirtækja og eyði- leggja þau, en Arnold leggur meira upp úr því að útiloka hátt vöruverð og láta almenning njóta góðs af fram- förum tækninnar. Hann hefir farið þá leið í starfi sínu, sem kölluð er „tollabrúin“ i atvinnumálum, og heimtar tolla og skatta, sem ekki er liægt að rjettlæta frá sjónarmiði frjálsrar samkepni. Hann hefir eink- um gengið í berhögg við hringa, sem reka timburverslun, olíuverslun, bif- reiðaframleiðslu, glerframleiðslu, mjólkursölu og matvæla, lyfjasölu og verslun með byggingarefni. Og hann kvað hafa í liyggju að athuga við- skiftareglur fleiri kaupsýslugreina. TeSSE JONES hefir verið settur lil J höfuðs peningavaldsins í Banda- ríkjunum. Hann þekkir innyflin í öllum meiriháttar peningastofnunum þjóðarinnar og liefir liönd í bagga með þeim. „Peningahringur“ fyrri ára hafði aldrei af slíku eftirliti að segja, sem liinn seigi þriggja álna Texasbúi beitir nú við auðvaldið. Hann er yfirmaður „Federal Loan Agency", en þeirri stöðu fylgir um- sjón með fjölda mikilsverðra pen- ingastofnana. Auk þess er hann við- skiftamálaráðherra, en það starf eilt var fyrrum talið fullgilt verk dug- andi manns, sem lieitir Herbert Hoover, Það fara biljónir dollara um greiparnar á Jesse .Tones, en eigi að síður þykir ráðvendni lians og rjett- ílæmi svo örugt, að þingið lætur þessi miklu völd hvíla á þessum eina manni ár eftir ár. FlEANOR ROOSEVELT hefir haft ■*“* mikil áhrif á almenningsálitið, forsetann og stjórnina. Hún hefir nærri því eins mikil áhrif og opin- ber ráðherra án stjórnardeildar. — Henni ber að þakka ýmsa líknar- starfsemi, sem stjórnin hefir látið sig skifta, unglingaeftirlitið, tillögur um nýbýlastyrk, hjúkrunarkvenna- skóla, húsmæðraskóla, viðhald ör- eigahæla, leikvelli, sundlaugar o. s. frv. 1 átta ár hefir hún verið á sí- feldu ferðalagi sem einskonar auga og eyra forsetans, og jafnan tíundað vanrækshi og sleifarlag, jiegar hún varð þess vör. Nú eru áhrif hennar meiri en nokkru sinni fyr. I dálkin- um, sem hún skrifar á liverjum degi í eitt blaðið í Washington má lesa á milli línanna, hvaða framkvæmdir stjórnin hafi í undirbúningi á n'æst- unni. Það má ekki aðeins telja frú Roosevelt áhrifamestu konu vorra tíma, heldur lika athafnamesta aflið í opinberum inálum Bandarikja- manna. Takmarkið er: FÁLKINN inn á hveri heimili.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.