Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.09.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Ðrsmiðavinnustofa Magnúsar Benjamínssonar sextug. íslénskur iðjurckstur og verslun á auk þess tvö ný vasaúr. Þetta var VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Blaðið kemur út hvern föstudág. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 30 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Vitanlega er það svo um stríðiS eins og alla hluti milli himins og jarSar, aS menn geta ekki orSiS sam- mála um, hvorir liafi rjett fyrir sjer. ÞaS er aS vísu svo, aS hjer á landi eru þeir margfalt fleiri sem fylgja- lýðræSishugsjóninni að málum en liinir sem vegsama einræSið, enda hafa íslendingar löngum lirósað sjer af því að vera lýðræSisþjóð með ó- bilandi frelsisliug. Þeir ráku erind- reka Ólafs lielga af höndum sjer forðum og þeir dáðu Einar Þveræ- ing. Þeit- gengu ekki á hönd útlend- um konungi fyr en þeir höfðu látiS höfðingja landsins drepa hvera aðra cða lama. Nú hefir þjóðin átt við það að búa í nærfelt 17 mánuSi að vera undir erlendu hernámi og þurfa að þola ýmsar takmarkanir i borgaralegu frelsi og hlunnindum. Menn mega t. d. ekki lítilsvirða erlenda hermenn eða aðhafast neitt það, seni ÞjóS- verjum kæmi að gagni í hernaði, og menn mega ekki fá veðurskeyti, en hjer áður virtist það stundum svo, að veðurskeytin væri villandi og verra en ekki neilt. (Ef marka má blöðin þá var þctta eiginlega það eina, sem bændur og sjómenn voru sammála um, svo að skammirnar um veður- skeytin voru öruggasta brúin nrilli Heródesar og Pílatusar). Það eru fleiri þjóðir en íslending- ar, sem hafa orðið að þola hernám. Þær hafa verið sviftar borgaralegu frelsi, blöð þeirra fá aðeins að flytja frjettir þær, sem útlend herstjórn skamtar þeim, þær fá ekki að hlusta á erlendar útvarpsstöSvar. Þær eru sviftar eðlilegum samgönguleiðum sínum og markaSsstöðum, þær eru í svelti og verða að vera án margra lífsnauðsynja, sem þykja ómissandi mannlegri heilbrigði. Þær mega ekki, jafnvel með væguslu orðtim, kvarta undán kúguninni, því að þaS getur kostað kúgun og jafnvel fjör- tjón. Og svo fá þær að greiða kúg- urunum miljónir á miljónir ofan fyrir blessaða „verndina". Hjer er æðrast og rokið upp til handa og fóta hvað sem bjátar á. Meðan hagskýrslur og blöð tíunda nriljónagróðann, sem íslendingar hafi af framleiSslu sinni — gróða sem þjóSina hafði aldrei dreymt um — fárast menn yfir öllu þvi mikla böli, sem leiði áf hernáminu og hættunni fyrir frelsi og sjlfstæði landsins. Það getur vel verið, að það böl sje alvarlcgt. En mundi það hafa orðið vægara, ef hinn ófriðaraðilinn hefði náð landinu, sett stjórnina af og er- lendan hundadagakonung í staðinn, sem hefði haft bein í hendi til að gerast umsvifameiri en Jörundur var, og sem ekki hefði aðeins ríkt i hundadaga heldur i lninda-ár? sjer stutta sögu. Það er eins með þetta og gamlar byggingar — þær eru ekki lil hjer á landi. Þau hús þykja sjaldgæf kongsgersemi, sem orðin eru hundrað ára. Og þau versl- unar- og iðjufyrirtæki, sem orðin eru hálfrar aldar, er liægt að telja á fingrum sjer. Eitt af þessum sjaldgæfu fyrir- tækjiim er Vinnustofa og verslun Magnúsar Benjanrinssonar úrsmiðs. Magnás Benjam ínsson. Það er ekki aðeins fimtugt — það verður scxtugt á sunnudaginn kemur. Og það, sem merkilegra er: stofn- andi þcss og stjórnandi lengst af til- veru þess, er enn á lífi háaldraður. ÞaS er heiðursmaðurinn Magnús Benjamínsson, hin vinsæla og vel- metna prýði stjettar sinnar og einn af mestu heiðursmönnum hinnar gömlu Reykjavíkur. Er hann (nú lát- inn af störfum í vinnustofu sinni og verslun fyrir átta árum, en yngri kraftar hafa tekið við — ungir menn, sem treystandi er til að byggja á- fram á þeim grundvelli, sem Magnús Starfsmenn tí vinnnslofu iagði fyrir ()U árum. En Magnús er konrinn hátt á 89. árið, fæddur (i. febr. 1853. Það er talið, að Magnús Benja- mínsson hafi stofnað fyrirtæki sitt 21. sept. 1881. Hann var þá nýkom- inn frá Kaupmannahöfn eftir að liafa stundað þar framhaldsnám i úrsmiði hjá kunnu úrsmiðafirma, o'g í far- angri sinum hafði hann fullkomin læki til iðnarinnar, sem hann að mestu leyti liafði fegið að láni, og liin ytri undirstaða firma þess, sem nú hefir verið landskunnugt í marga áratugi, en meira munaði um lcunn- áttu mannsins og persónulegt atgerfi hans, samviskusemi og ástundun. Magnús hafði áður lært gullsmíði hjá lrinum annálaða hagleiksmanni Magnúsi Jónssyni á Hrisum í Eyja- firði, og lijá sama manni lærði hann og úrsnriði siðar, áður en hann fór til Danmerkur. Þegar heim var kom- ið vann Magnús Benjanrinsson fyrst einn á stofu sinni, en fyrsti lærling- ui hans varð Pjetur Hjaltested á Sunnuhvoli, seni kom til Magnúsar haustið 1883. Þá var einn úrsmiður fyrir i Reykjavík: Eyjólfur heitinu Þorkelsson. Pjetur var fyrsti sveinn- inn, sem Magnús útskrifaði, en alls urSu þeir tólf. Af þeim eru nú látn- ir: Helgi Hannesson, Guðjón Jóns- son, Jón Albertsson, Pjetur Brynj- ólfsson frá Engey og Bjarni Isólfs- son. En lifandi eru: Pjetur Hjalte- sted, Þórður Jónsson, Stefán Tlior- arensen, Hjörtur Björnsson, Ólafur Tryggvason, Magnús Ásmundsson og Skúli Þórðarson. En fjöldi manna liefir unnið lengur og skemur á vinnustofu Magnúsar, svo sem Magn- ús Hjaltested, Vatnsenda, Halldór Arnórsson limasmiður, liinn annál- aði hagleiksmaður, SigurSur Tómas- son, Daníel Danielsson úrsmiður og leturgrafari, Torfi Sigmundsson, Guð- jón Jónsson frá Ey, Stefán Her- mannsson og Bjarni Jónsson. — Fram til aldamóta vann Magnús að jafnaði aðcins við annan mann, en mjög liefir skift um síðan, ekki síst á siðari árum. Nú um afmælið vinna átta manns við fyrirtækið. En lijer er enn ógetið þess nem- anda Magnúsar, sem mestu varSar. Það er konan lians, Sigríður Einars- dóttir. Giftust þau lijónin árið 1889 og liefir hún verið honum liinn trygg- asti förunautur æ síðan. Hún lærði úrsnriðar hjá Magnúsi og vann að J/. fíenjamínssonar <1- Co. þeim með manni sínum mörg hiii fyrstu og crfiðustu ár, auk þess sem hún var nemendum hans sem góð og umliyggjusöm móðir. Jón Albertsson, sem lærði hjá Magnúsi vann i mörg ár á vinnu- stofunni að loknu námi og gerðist meðeigandi Magnúsar i versluninni í nokkur ár. Árið 1919 byrjaði Har- aldur Hagan að starfa lijá Magnúsi og varð meðeigandi firmans árið 1927. Hann starfaði við firmað i 14 ár eða til 1933 að hann setti upp sjálfstæða verslun i Reykjavík. Þá var Magnús orðinn áttræður og kaus að nota þau tímamót til að draga sig í Iilje frá löngu og góðu dags- vcrki. Tók hann þá sem meðeigend- ur í firmað Sverri Sigurðsson tengda- son sinn, Iljört Björnsson og Ólaf Tryggvason. Höfðu tveir þeir siðast- nefndu lokið námi hjá Magnúsi, eins og áður segir og starfað hjá lionum eftir það. Hefir samstarf þessara þriggja jafnan verið hið ákjósanleg- asta og liafa þeir sameiginlega á hendi stjórn firmans. Reykjavik hefir vaxið úr þorpi upp i stærðar borg — í hlutfalli við fjölda landsbúa — siðan Magnús Benjanrinsson settist fyrst við úr- snriðaborðið sitt. Hann mun ekki liafa haft tölu á viðgerðum sinum hin fyrstu árin, en tölurnar, sem hjer birtast, yfir skrásettar viðgerðir frá aldamótum, gefa nokkra liug- mynd um vöxtinn i þessari iðn- grein: Árið 1900 voru skrásettar úraviðgerðir á vinnustofu hans 825, 1910 751, 1920 2345, 1930 2145 og 1940 4795. Auk úraviðgerða hafði Magnús löngum á liendi viðgerð ýmsra smærri vjela, svo og sjóntækja ým- iskonar og kom hin meðfædda hug- vitssemi lians þar oft að góðu lialdi. Hann liafði og umsjón með klukk- unni í Dómkirkjuturninum og liafði þannig raunverulega gát á tímanum fyrir höfuðstaðarbúa. Það verk var i góðs inanns höndum, þar sem Mágnús var. Hann er einn þeirra manna, sem aldrei vildi fresta því til morguns, sem liægt var að gera í dag, og hann eyddi aldrei tíman- um til ónýtis. Gjöfin hans til Reykjavíkurbúa fyrir nokkrum árum er þvi táknræn fyrir hinn aldna heiðursmann. Sú gjöf er klukkan, sem nú er hórn- reka á óhentugum stað, en á fyrir sjer að prýða ráðliús borgarinnar — þegar það keínur. I tilefni af afmælinu hefir verslun- in sýningu á þeim smíðagripum Magnúsar Benjamínssonar, sem til hefir náðst, m. a. klukuverkum, re- gulatorum og vasaúrum. Skáldkonan Hulda. — Unnur Benediktsdóttir Bjark- lind — varð 00 ára (i. þ. m. og er myndin, sem hjer fylgir, tekin þann dag. — I tilefni af afmælinu eru tvær bækur eftir skáldkonuna vænt- anlegar í haust. ónnur þeirra kemui' út á Akureyri og heitir „Hjá Sól og Bil“ — sjö sagnaþættir. Hitt er ljóða- bók, sem lieitir „Söngur starfsins" og verður gefin út í Reykjavík. Hinir niörgu lesendur hinnar vin- sælu skáldkonu munu bíða þessara nýju bóka hennar með eftirvænt- ingu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.