Fálkinn - 19.09.1941, Blaðsíða 5
F A L K I N N
5
meðan ensku vjelarnar væru að elt-
ast við þýsku orustuvjelarnar. l>etta
herbragð reyndist illa, og bakaði
Þjóðverjum mikið tjón. Þannig eyði-
lagði 11. enska varnarsveitin 99 þýsk-
ar vjelar á einum og sama degi, af
133 alls, og mistu Brear (iVa sinnum
færri flugmenn en Þjóðverjar i þeirri
viðureign. Þremur dögum síðar mistu
Þjóðverjar 1 <> sinnum fleiri ffugmenn
en Bretar og 5. okt. mistu Bretar
aðeins einn flugmann en Þjóðverj-
ar 22.
Það var orðið bersýnilegt, að vörn
Breta varð sífelt sterkari og að
Þjóðverjum hafði brugðist vonin um,
yfirbuga Lundúnabúa í bili. Þjóðin
hafði búist við innrás sjóleiðis og
loftleiðis fram til miðs september, en
hinn mikli viðbúnaður sunnan Erma-
sunds hafði farið í hundana og
skömmu síðar vitnaðist, að enskar
flugsveitir höfðu gert svd ndkil spell
á innrásarskipunum og mannvirkjum
Þjóðverja í'hinum hernumdu höfn-
um Norður-Frakklands, að eigi mundi
þurfa að kvíða innrás næstu mán-
uði, eða jafnvel ekki fyr en á kom-
andi sumri.
Þrátt fyrir það voru Þjóðverjar
ekki af baki dottnir og virtust eigi
vera orðnir vonlausir um, að geta
drepið kjark Breta með loftárásum
einum. Og nú hófst siðasti þáttur
dagárásanna þýsku. Hann stóð frá
(i. til 30. október, og nú er farið að
leggja meira kapp á, að gera árás-
irnar að næturþeli.
— — Jafnframt hættu Þjóverjar
nú að senda þungar sprengjuvjelar
til árásanna, en fjölguðu að sama
skapi orustuvjelunum og liöfðu sum-
ar þeirra ljettar sprengjur og ikveikju-
sjirengjur meðferðis.
Sunnudagurinn 15. september var
einn af minnisstæðustu dögunum úr
þessari miklu orustu, sem háð var
um England í loftinu í fyrrasumar
og fyrrahaust. Þann dag mistu Þjóð-
verjar 180 flugvjelar.
Það var nokkuð skýjað i dögun
um morguninn, en rofaði til og um
kl. 8 lágu ljett ,ský i 2000—3000 feta
hæð. Kaldi var á vestan norð-vestan.
Fyrstu könnunaróvinasveitirnar
koniu laust eftir kl. 9. Það frjettist af
Frh. á blss t'i.
Frá hafnarkviunum í Anstiir-London. Þar f/erðu Þjóðverjar loftárásir o;i vörpuðu sprengjum, sem stórkosi-
legar skemdir urðu afí. En eigi afí síffur hjelda siglingar áfram til he imsborgarinnar eins og ekkert heffíi
i skorist.
svo að Lundúnaheimsóknirnar tirðu
dýrar.
Hinn 11. sept. til 5. okt. voru gerð-
ar 32 stórárásir á London og ná-
grenni að degi til. Með hverri árás-
inni fjölguðu Þjóðverjar orustuvjel-
ununi, sem verja skyldu sprengju-
vjelarnar, svo að loks urðu fjórar
orustuvjelar fyrir hverja eina
sprengjuvjel.
Þegar liausta tók og þykna i lofti
fóru Þjóðverjar að láta orustuflug-
vjelar sínar fljúga yfir skýjunum til
þess að draga ensku varnarflúgvjel -
arnar þangað. Sprengjuflugvjelarnar
vorti svo látnar koma skömmu siðar
og áttu að komast leiðar sinnar
arinnar heldur til þess að draga all-
an kjark úr þjóðinni.
— Þann 7. september voru gorðar
tyær árásir á London, með 20 mín-
útna millibili og stóðu þær nálega
eina klukkustund. í hverri árásar-
sveil voru 20—40 sprengjuvjelar,
með áitka mörg’mn orustuvjelum
sem flugti ínjög nálægt þeim, en hátt
yfir þeim flugu miklu fleiri orustu-
vjelar. Flestar vjelarnar flugu i
15.000 feta hæð og var glampandi
sólskin á skýjunum, svo að erfitt var
að greina þær. Varnarfl’ugvjelar Breta
lóku á móti vjelunum undir eins og
þær komu inn fyrir land; voru Spit-
firevjeiarnar sendar gegn orustuvjel-
ununi, sém hæst flugu, en Hurricane-
vjelar börðust við liinar, sem flugu
næst sprengjuvjelunum. A tímabil-
inu (i. sept.—5. okt. gerðu Þjóðverj-
ar 38 stórárásir að degi til.
í fyrstu árásinni tókst Þjóðverjum
að kveikja í húsum víða í hafnar-
hverfum Austur-London og gera þar
önnur spell. En sjálfir mistu þeir
103 flugvjelar. Dagana 9., 11., 13. og
Í5. tókst þeim enn að komast inn
yfir borgina. En það er talið, að
þann 11. sept. hafi þeir mist um 250
vjelar. Daginn eftir tókst vjel að
komast yfir London og varþa sprengju
á konungshöllina, Buckingham Pal-
ace. En á tímabilinu 0. sept.—5. okt.
mistu Þjóðverjar alls 883 flugvjelai,
Slökkviliösmenn eiga ekki sjö dagana sæla þegar loftárásir eru gerðar Þannig lítur eitt heimilið út þegar fólkiff kemur úr loftvarnarbgrginu
á England. Hjer sjesl einn i rústum St. Andrew kirkjunnar í Plymouth. er þafí dvaldi i um nóttina.