Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.09.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Árásin á England. Frh. df bls. 5. þeini yfir Ermasundi, Thamesárós- um, vi'ð Harwich og milli Lympne og Dungeness. En klukkan 11 x/i sendi Göring fyrstu árásarvjelarnar, yfir hundrað talsins, og rjett á eftir konui 150 eða méir. Þær flugu inn yfir England á þrem stöðum, við Rams- gate, milli Dover og Folkstonc og 1—2 milum fyrir norðan Dungeness og voru á leið til London. Sprengju- vjelarnar voru af gerðinni Dornier J7 og 215, en orustuvjelárnar voru af gerðinni Messerscmith 109. Flugii þær í 15.000 til 26.000 feta hæð. Fyrsta viðureignin við þær stóð yfir Kent og London í nálægt þrjá stundarfjórðunga. Um hundrað vjel- ar komust yfir varnarlínur Breta og inn yl'ir suður- og austurhverfi Lund- úna. Nokkrar komust inn yfir miðja borgina í sama liili og Big Ben var að slá tólf. Vjelarnar sem tóku þátt i orust- unni flugu flestar með 300—400 milna hraða á klukkustund og or- ustan náði yfir svæði, sem var 80 milur á lengd, 38 á breidd og um 5—6 mílur á liæðina. Þarna var ekki barist í fylkingum lieldur vjel gegn vjel, svo að i rauninni voru þarna háðar 150—200 orustur á hálftíman- um eftir klukkan tólf. Lítið varð um sprengjuvarp i þessari atlögu, og eft- ir hálftíma viðureign hurfu óvinirnir á burt. Eftir hálfan annan tíma gerðu Þjóð- verjar nýja atlögu með álíka mörg- um vjelum og fyrir hádegið. 03 vjel- ar voru þegar sendar á móti þeim og innan skamms var barist í lofti alla leið frá Tempsárósum lil Dover. Meðan orustan stóð voru tvær þýsk- ar flugvjelar að meðaltali eyðilagðar á mínútu. 1 síðdegisorustunni fórust 97 jiýskar flugvjelar en Bretar mistu aðeins 25 allan daginn, en fjórtán flugmönnum varð bjargað. — — — Hinn 31. okt. varð loks lát á dagárásunum, sem þá höfðu slaðið nærfelt þrjá mánuði. Og hvað hafði áunnist? í byrjuninni haf'ði Þjöðverjum tekist að sökkva 5 skipum í samfloti og skemma önnur fimm, við strendur Englands og í næstu atlögu liöfðu þeir skemt flugvelli og nokkrar verksmiðjur, svo að stundar ldje varð á starfi þeirra. Þeir liöfðu cinnig gert mikil spell á höfnum, þar á meðal í London og skemt ýmsar frægar byggingar, svo sem Buckingham Palace. Nokkur þúsund luis höfðu þeir gereyðilagt eða skemt svo mikið, að ekki horgaði sig að gera við *þau. Og þeir höfðu drepið 1700 manns og sært alvarlega um 3300 manns í dagárásunum. í næt- urárásunum höfðu þeir drepið 12.581 og sært 16.965. Flest af þessu fólki var ekki í hernum. Manntjónið varð svo miklu alvarlegra í næturárásun- um, því að þá var ekki tækifæri lil að mæta óvinynum og reka ])á á flótta, eins og að degi til. Orustan um London stóð í 84 daga. Þjóðverjar höfðu ætlað sjer að hrjóta mótspyrnu ensku orustuflugvjelanna á hak aftur; þeir liöfðu fyrirfram undirbúið flugher sinn, sem hafði „búið sig undir að vinna lokasigur á síðasta óvininum ■— Englandi", a'ð því er Göbbels tilkynti, um svipað leyti og viðureignin hófst. En i dagorustunum, 8. ágiist—31. október, mistu Þjóðverjar að því er vist er um 2375 flugvjelar. Þar eru ckki taldar allar þær vjelar, sem fór- ust á næturþeli og ekki heldur þær, sem sáust lenda á Frakklandsströnd sundurskotnar og brotnar. En ]>essi sigur fjekst ekki ókeypis, ]>ví að enski flugherinn misti 375 flugmenn en 358 særðust. UIZA AF IRAN — NÝI KEISARINN. Á mánudaginn var varð Riza Sjah, keisari írans, að leggja niður völd, eftir rúmlega 15 ára stjórn, en raun- verulega liefir hann haft stjórn Persíu á hendi í 20 ár. Því ollu kröfur Rússa og Breta um algerða „landhreinsun" i íran, ]>. e. a. s„ að allir Þjóðverjar og ítalir skyldu framseldir. Margir þeirra höfðu leit- að griðastaðar í sendisveitarhústöð- um ríkja sinna. En tekið hefir við völdum sonur hans Shajpur Múhamed Riza af íran, sem hjer birtist mynd af. Er hann 21 árs og er kvæntur Favsíu systur Farouks Bretakonungs. Þingið í íran hafði krafist þess af Riza Sjah, að hann legði niðúr ein- ræðið og veitti þinginu löggjafarvald, en það vildi sjahinn ekki fallast á. Líklegt þykir, að með hinum nýja keisara komist þingræði í lög í íran. Í BARÁTTU VIÐ FLUGVJELARNAR. Mynd þessi er tekin um horð i enska herskipinu „Vanity“. Þetta skip var að fylgja skipasamfloti, er þýsk Dornier-flugvjel rjeðst á skipin og reyndi að sökkva þeim með sprengjum. „Vanity“ tókst að hæfa vjelina, svo að liún hrapaði í sjó- inn, og á myndinni sjást mennirnir, er voru við fallhyssuna, sem hæfði vjelina. „RIDDARALIÐ VJELAHERSVEITANNA“. Þessir skriðdrekar, sem vopnaðir eru með enskum hrenbyssum, eru ljettir í vöfunum og notaðir til fram- varðanjósna, eins og einstakar smá- sveitir riddaraliðs voru notaðar fyrr- um. Þeir þeysa á hraðri ferð, þó að vegirnir sjeu Ijelegir. Hjer sjest sveit af þessum skriðdrekum við æf- ingar í Norður-frlandi. SARAH DELANO ROOSEVELT móðir forsetans ljest á landsetri son- ar síns, Hyde Park, snemma í þess- um mánuði. Varð hún 87 ára. Sarah Delano Roosevelt var talin afar mik- ilhæf kona og er talið, að sonur hennar hafi erft öllu meira frá henni en föður sínum. Hún var kaupmannsdóttir og ferðaðist mikið Á HEIMLEIÐ FRÁ VINNUNNI. Það eru stúlkurnar, sem bera hita og ])unga dagsins í landhúnaðar- vinnu Englcndinga um þessar mund- ir. Jafnvel stúlkur, sem ekkert kunnu til sveitavinnu áður og mundu vera kallaðar „skrifstofudúkkur" hafa fljótlega komist upp á að vinna erf- ið sveitastörf og ganga að vinnunni með áhuga og gleði, því að þær vita, að þær eru að vinna þjóðinni gagn á örlagastund hennar. Er þegn- skapur þessara stúlkna eftirhreytnis- verður og mættu suinar islenskar kynsystur þeirra margt af þeim læra. Hjer á myndinni sjást stúlkur að koma frá vinnu með hestana, sem þær hafa beitt fyrir plóga og herfi. a yngri arum. — I 24. blaði Fálkans birtist itarleg grein um þessa merkis- konu eftir M. H. Iialton, en lijer birtist mynd af henni. Egils ávaxtadrykkir Failkinu Inn á hvert lielinili. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.