Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1942, Blaðsíða 1

Fálkinn - 27.02.1942, Blaðsíða 1
4, XV. Reykjavík, föstudaginn 27. febrúar 1942. Við Tjörnina. Það eru ekki allir, sem gera sjer Ijóst hvers virði Tjörnin er fgrir höfuðstaðinn. Hugsum okkur að hún væri horfin og mið- bærinn næði óslitinn suður í Vatnsmýri. Þá hefði Reykjavik mist sitt aðalsmerki, sem einmitt er í því fólgið, að miðbærinn er svo mjór og Tjörnin blasir við í stað óslitinna húsaraða. Og húner altaf falleg, ekki síst þegar hún er spegilsljett á daginn og speglar húsin, sem standa kringum hana, eða á kvöldin þegar glamparnir frá götuljósunum verða að löngum súlum. Og eigi spilti það fyrir er hún varð friðaður reitur viltra fugla, sem tærðu það af regnslunni, að Reykvíkingar eru ekki eins bölvaðir og þeir eru sagðir stundum að minsta kosti þegar fuglar eiga í hlut. — Myndina tók Gissur Erasmuson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.