Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1942, Síða 3

Fálkinn - 27.02.1942, Síða 3
F Á L K 1 iN iN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Iljaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millim. HERBERTSprenl. Skraddaraþankar. Við eruni skrítnir menn. Nýlega heyrði jeg á mál manns, sem yar að tala' um stríðið, eins og ntörg- um er títt, en engum láandi. Og hann var að tala um innrásarhætl- una, ]tessi maöur, — segja frá lot't- bardaga á Selvogsbanka og daglegti árásununi á Færeyjar og' sagðist haí'a beinar sannanir fyrir ]jví, að Þjóðverjar kæmu núna einhvern daginn og heltu sprengjum yfir Reykjavík. Fyrst og fremst ikveikju- sprengjum, því að Þjóðverjar vissu, að lijer væri mikið af timhurhúsum og það væri ódýrast að „sviða bæ- inn af“, sem hann kallaði. Þessi maður er liúseigandi á fallegt hús i Vesturbænum og á þar heima. Daginn eftir að hann veitti nijer og öðrum þessa fræðslu, varð mjer gengið framlijá húsinu hans. Þar stóðu nokkrir hlikkdunk- ar og sandpoltar við dyrnar og voru dunkarnir orðnir ryðbrendir af langri útiveru en pokarnir eins og klessa, af langvarandi rigningu. „Jæja, lionum var þá ekki meiri alyara en þetta“, liugsaði jeg og mintist mannsins, sem liafði allar sinar loftvarnir i kjaftinum. Þvi að það vantaði svo sem ekki, að hann talaði drjúgt um að maður ljyrfti að verjast hættunni. Síðan hefi jeg sjeð blikkdunkana viðar, en það er ekkert tiltökumál, því að jeg liefi ekki lieyrt eigendur jjeirra lala um eða halda því fram, að loftárás væri yfirvofandi. Loftvarnanefnd hefir lengi núna undanfarið verið að starfa að sín- um hlutverkum, en það gengur tregt að fá fólk til þess að gegna. Það er að visu farið að fara í byrgin, þegar merki eru gefin. En það er svo ótal margt annað, sem það þarf að athuga, t. d. að koma sand- inum sínum á háaloftið — og ryðja ruslinu þaðan — í stað þess að prjedika loftárásir á strætum og gatnamótum. Um Jjessar mundir birtast í dag- blöðunum ýms góð ráð og bend- ingar til fólks um ýmsar varúðar- ráðstafanir, sem við þarf að liafa. Att þetta þarf að fesla sjer í niinni, og framkvæma það sem ráðlagt er. Heilræðin eru bygð á reynslu ann- ara og af henni ciga allir að læra. bæði þeir, sem ekki óttast loftárásir — en umfram ait þeir vísu menn, sem vita að árásjn kemur! (V/V^OV/V 50 ára hjúskaparafmæli áttu 10. jan. s.l. hjónin Guðný Jó- hannsdóttir og Magnús Jóhannsson frá Svefneyjum, nú til heimilis að Svarfhóli í Stafholtstungum. Sitt af hverju Sænskt hugvit og einltaleyfi. Einkaleyfaskrifstofan sænska átti 50 ára afmæli nýlega og i tilefni al' því efndi hún til sýningar, Jjar sem gaf að líta ýmsar sænskar upp- götvanir eldri og yngri. Það er al- kunna, að Svíar eru miklir hug- vitsmenn og fjöldi sænskra upp- götvana snertir mjög daglegt líf allra menningarþjóða og eru m. a. mikið notaðar á íslandi. Rifjast þetta úpp við það sem fer hjer á eftir um þessa sýningu. Við inngöngudyr sýningarinnar var inynd af Edison, en á uppgötv- unum hans hafa verið tekin fleiri einkaleyfi en nokkurs annars manns i veröldinni. En sá Svíi, sem flest einkaleyfi eru kend við, er Gustav de Laval (dáinn 1913). Kunnustu uppgötvanir hans eru skilvindan, mjaltavjelin og gufutúrbinan, en þessi tæki eru notuð um allan heim. Þarna sjest hið fyrsta tal- símaáhald L. M. Ericson, og sömu- leiðis yngri áhöld, sem gerðu það kleift að tala i síma langleiðir, eins og t. d. milli Stockholm og París. Áhöld Ericson-fjelagsins eru notuð um allan heim. Fyrsti logsuðulamp- inn var smíðaður af Svíanum Ny- berg 1882 og var sýndur þarna, sömuleiðis skrúflykillinn og pípu- töngin, sem hvorttveggja eru notuð um allan heim. Þessi þarfatól voru fyrst smiðuð fyrir 50 árum af sænskum járnsmið sem lifir enn og heitir J. P. Johansson, sem hafði leiðst gömlu óstillanlegu skrúflykl- arnir. Áður en „Johansson með töngina" smiðaði piputöngina urðu menn að nota tíu mismunandi verk- færi, er þeir settu saman pípur, t. d. fyrir vatn og gas. — Prímusinn, sem er til á flestum heimilum hjer á landi og kunnur um allan heim, er uppgötvun tveggja sænskra vjel- smiða, sem hjetu Lindkvist og Svenson. Hefir primusinn rutt sjer rúms í öllum löndum veraldár. Á sýningunni var m. a. prímus sá, sem Andrée hafði með sjer í norð- urflug sitt. Var hægt að nota hann, er hann fanst aftur, eftir að hafa legið 30 ár í ísnum norður á Hvít- ey. — Aga-ljósið, sem nú er notað i hina sjálfvirku vita um allan heim og hefir m. a. verið tekið upp i flest- um eða ölluin vitum lijer á landi, er uppfinning sænska verkfræð- ingsins Dalén, bæði eldsneytið sjálft og tjóstækin með hinum sjálfvirka frá Svíþjóð. útbúnaði. DaJén misti sjónina við efnafræðilegar tilraunir fyrir mörg- um árum, en starfaði áfram að nýjum uppgötvunum eigi að síður og ein þeirra er Aga-eldavjelin, sem er sparneytnasta eldavjel í lieimi. Hai'a ýmsir kynst henni hjer á landi. — Á raffræðasviðinu kveður einna mest að uppgötvunum eftir Jonas VVenström. Eitt mesta raftækjafirma Svía, Asca í Vesterás (sem m. a. lagði mest af rafmagnsvjelum itl Sogsvirkjunarinnar) var uppruna- lega stofnað um uppgötvanir þessa manns. — Þá má nefna SKF-kúlu- legurnar, sem eru frægar um allan heim. Hefir þessi uppgötvun aukið orkuframleiðslu vjela langsamlega meira en nokkur uppgötvun önn- ur, með því að draga úr núnings- mótstöðunni. Fyrstu kæliskápar og kæliáhöld, sem náðu almennri útbreiðslu voru fundin upp af Svíunum Platen og Munters. Á þeim uppgötvunum byggist framleiðsla Electrolux-kæli- skápsins, en liann er notaður — undir ýmsum nöfnum um allan heim. Svíinn Oscar Kjellberg gerði fyrstur tæki til þess að logsjóða málma með rafmagni. Þá hafa Sví- ar staðið framarlega i smiði reikn- ingsvjela. Svíi var jjað og, sem fann aðferð til þess að framleiða trjá- mauk (rellulose) með svonefndri sulfít-aðferð, en lnin er einn hyrn- ingarsteinninn undir liinni miklu trjákvoðuframleiðslu og pappírs- gerð Norðurlandaríkjanna þriggja. Margt fleira mætti telja, en lijer skal staðar numið. Þess má geta að lokum, að síðan einkaleyfaskrif- stofa Svía var stofnuð, liefir hún veitt 103.000 einkaleyfi. Á fyrstu tíu árum hennar, 1890—1900, voru einkaleyfin um 000—700 á ári, en hefir fjölgað svo, að á árunum 1936 1940 var sótt um 32.000 ley|i, en 54 af hverjum 100 voru veitt. Skipafloti Svia. í hagfræðilegu yfirliti, sem sænska verslunarmálastjórnin hefir látið gera nýlega, er ýmsan fróðleik að finna um viðgang kaupskipaflotans i Svíþjóð. Ilann náði hámarki árið 1931 og var þá 1.790.000 brúttó- tonn, en minkaði þá að mun og fór svo vaxandi aftur og var orðinn 1.600.000 tonn árið 1938. Siðan 1929 hefir mótorskipum farið mjög fjölg- andi og námu jiau 40.5% af flotan- um árið 1938. Um 27% af skipun- um voru bygð á siðustu tiu árum. Um 98% af öllu vörumagninu er ílutt til Svíþjóðar og frá sjóleiðis og um helmingurinn með sænsk- um skipum. Viðgang siglinganna má nokkuð marka af upphæðum þeim, sem sænsku skipin hafa „siglt inn“ frá ári til árs. Árið 1929 var þessi upphæð 324 miljón krónur, en hrapaði í kreppuárinu 1932 nið- ur í 250 miljónir, smáhækkaði svo upp i 358 miljónir 1937 og var 336 miljónir árið 1938. Árið 1937 telst svo til að fje það, sem bundið var í sænsku eimskipa- fjelögunum liafi verið um 450 milj. krónur, en 475 miljónir árið 1933. En bókfært verð flotans var 270 miljónir árið 1937. Mjög er það misjafnt hvernig sigl- ingarnar hafa borgað sig á um- ræddu tímabili, 1929—38. Árið 1933 var tap á þeim, 1936 meðalár en 1937 gróðaár. Hagur sænskra skipa- fjelaga er talinn góður og skuldir þeirra nema minna en helmingi af stofnfje þeirra. Sænsku járnbrautirnar. í Svíþjóð eins og viðar hefir hin stóraukna notkun bifreiða haft þau áhrif, að nýjar járnbrautir eru ekki lagðar, en samgöngum á minnihátt- ar leiðum haldið uppi með bifreið- um. Járnbrautir Svía voru orðnar 16,886 kílómetrar árið 1938, en höfðu stytst um 130 km. til ársins 1940. Af þeim eru um 9.700 km. ríkiseign og á liær brautir koma um 75% af flutningunum. Svíar eru sem óðast að rafvirkja brautirnar og hafa byrjað á aðal- leiðunum. Ganga nú rafknúnir vagn- ai á 3.800 km. af brautum rílcisins, en einmitt þessi hluti hefir meiri hluta flutninganna. — Rikisbraut- irnar halda sjálfar uppi bifreiða- ferðum á nálægt 20.000 kílómetra löngum áætlunarleiðum. Skipa- og manntjón Svia. Árið 1940 mistu Svíar 59 kaup- för, samtals 154.00 tonn, og sjö fiskiskip. Fórust alls 480 manns við þessi sjótjón. En frá byrjun ófrið- arins til miðs nóvembers síðastlið- ins liafa Svíar mist 107 kaupskip, samtals 280.000 tonn, en auk þess liafa nálægt 25 skip verið tekin af þeim með skipatökudómi. Nærfelt öll sænsk skip hafa nú innanborðs björgunarföt handa allri skipshöfninni. Eru þau úr gúmmí og þannig gerð að maður getur flotið í jjeim dögum saman, vöknar ekki og heldur á sjer hita. Er þella sænsk uppgötvun, og hefir bjargað mörgum mannslífum. — Svíinn E. Siward hefir smiðað nýja gerð af vjelknúnum björgunarbát, sem ekki getur sokkið. Siward smíðaði björg- unarbáta í Ameríku í síðustu styrj- öld, en hefir nú endurbætt sínar gömlu gerðir. Sænska ríkið hefir sett strangar reglur um björgunar- tæki á skipum, en fjöldi útgerðar- fjelaga liefir þó miklu fullkomnari útbúnað en krafist er. Léttari steinsteypa. Rannsóknarstofur Skánska Cement A/B hafa fundið upp nýja tegund af sementi, sem er 20—25% ljettari en eldri tegundir en með sama styrk- leika. Steypa úr þessu sementi ein- angrar lika betur en önnur steypa. Hefir jietta sement verið notað til húsagerðar i Svíþjóð og gefist svo vel, að talið er víst að jiað verði eftirsótt um allan heim, þegar ó- friðnum lýkur og samgöngur hefj- ast aftur. Fjórar verksmiðjur eru nú í Sviþjóð og ein í Finnlandi, sem framleiða þetta sement, en það er kallað „Siporex". Hefir einka- Frli. á bls. 1'<.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.