Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1942, Qupperneq 4

Fálkinn - 27.02.1942, Qupperneq 4
4 F Á L K 1 N N Dr. Jón Helgason biskup: Þáttur af kansellíráðinu í Garði. í hyrjuti 18. aldar bjó að Lundar- hrekku í BárSardal bóndi sá, cr Tómas hjet Flóventsson. Var Tóm- as þessi 8. maður i beinan karliegg frá ívari fundna; en svo nfendist ívar jjessi af því að hann á að hafa fundist barn eftir „pláguna síðari“, er gekk yfir tand í lok 15. aldar (1494-—’95). En niðjar ívars þessa éiga að hal'a búið liver frani af öðruin búi sinu i Bárðardal, og nnin þeirra helst hafa verið að leita á Slóruvöliuni og Lundarbrekku. Annars er fátt um þá kunnugt ann- að en nöfnin. Kona Tómasar bónda var Halldóra Þorláksdóttir, prests á Grítubakka, Benediktssonar um- boðsmanns á Möðruvölium, Pálsson- ar sýslumanns, Guðbrandssonar biskups Þorlákssonar; en föðurmóð- ir Halldóru og kona Benedikts um- boðsmanns var Sigríður, „stórráða“ kölluð, Magnúsdóttir, Björnssonar prests á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Af börnum þeirra lijóna Tóm- asar og Halldóru, kann sá, er þetta ritar, ekki að nefna annað en son- inn, lljörn Tómasson, er fæddist að Lundarbrekku 21. okt. 1727 og varð um siðir mjög velmetinn sýsiumað- ur í Þingeyjarsýslu. Árið 1748 höfðu þau Tómas og Halldóra flutst búferlum til Garðsvikur á Sval- barðsströnd, sem aftur varð til þess, að þessi Björn sonur þeirra gjörð- isl skrifari fyrst hjá Jóni sýslumanni Jónssyni í Grenivík og síðar lijá eftirmanni lians, Jóni sýslumanni Benediktssyni á Rauðuskriðu. En að tilhlutun hins siðarnefnda sýslu- manns sigldi Björn 1751 til Khafnar. Hann hafði að vísu ferígið nokkra tilsögn í venjulegum skólalærdómi áður en liann fór utan, en aldrei innritast í skóta úti hjer. En er til Khafnar kom, fjekk Björn sjer einkakenslu undir stúdentspróf. lauk því námi á næsta vori og var skráður í stúdentatölu við háskól- ann haustið 1752. Kaus hann sjer þá Ziegenbakk prófessor að einka- kennarara. t handriti einu á Lands- iiókasafni (I. B. F. 86 fol.) segir að vísu, að Björn stundaði aðaliega guð- fræði og heimspeki; hitt verður þó að teljast rjettara, er segir i Sýslu- mannaæfum (I. 123), að hann hafi lagt fyrir sig lögfræði. En lokaprófi iauk hann engu við háskólann, því hann hvarf aftur til íslands 1755 að beiðni Jóns sýslumanns og gerð- ist þá, með samþykki Magnúsar amtm. Gíslasonar, lögsagnari síns fyrri húsbónda næstu tvö ár, en að þeim liðnuin fól amtmaður honuni lögsagnarastörf i Norður-Múlasýslu um thvegja ára skeið, vegna utan- i'arar sýslumanns þar, Pjeturs Þor- sleinssonar í Krossavík. En er Björns þurfti ekki lengur við þar eystra, setti hann vorið 1760 bú að Sandi í Aðaldal og kvæntist sama ár Steinunni Þórðardóttur, dóttur bóndans, sem þar var fyrir, Þórðar Gunnlaugssonar á Sandi Eiríkssonar. En ári síðar fluttust þau hjón frá Sandi að Hafralæk. Á Iíafraiæk fæddist þeim hjónum 4 börn, tveir synir og tvær dætur. Synirnir voru Tómas, sem var elst- ur barnanna, gjörðist söðlasmiður i Reykjavik og nefndi sig Beck (dótt- ir Tómasar var Ásta, er var gefin P. Duus kaupmanni í Keflavík) og Þórffnr, sýslumaður og kancellíráð, sem þáttur þessi er sjerstaklega helgaður. En dælurnar voru Guff- rún (er var fjórgift; annar maður hennar var Einar Tómasson kapel- lán i Múla og sonur þeirra Hálfdan prófastur á Eyri, l'aðir Helga lekt- ors) og Guðbjörg, er ekki giftist. Árin, sem Björn bjó á Hafralæk, gengu hin mestu harðindi yfir Norð- urland. Var ]>ví liagur bænda víð- ast hvar hinn erfiðasti og Björns Tómassonar ekki síður en annara. En þar við bættist svo, að Björn misti konu sína, Steinunni, árið 1767, svo að segja mátti, að hann byggi einhentur hin næstu sjö ár uns hann kvæntist í annað sinn 1774: Guðrúnu Sigurðardóttur prests í Garði í Kelduhverfi Benedikts- sonar. í Þessu síðara hjónabandi fæddust Birni fimm börn: Björn, „læknisnemi" í Nesi, Iialldóra, gef- in Guðmundi Jónssyni hafnsögu- manni i Hlíðarhúsum (þeira dóttir: Sesselía Halldóra, móðir Þórðar prófasts Ólafssonar á Söndum), Steinunn, gefin Mads Grönbeck skipherra dönskum og siðar Ander- sen kaupmanni í Khöfn (þeirra sonur: Karl Andersen rithöfundur og þjóðminjavörður á Rosenborgar- höll í Khöfn), Sesselia (giftist ekki) og Þórdis, gefin Guðna á Ólafsvöll- um Guðmundssyni. Um 1776 fluttist Björn búferlum frá Hafralæk að Knútsstöðum en þaðan aftur sjö árum siðar, vorið 1783, að Garði í Aðaldal. Það ár (1783) hafði sá • atburður gerst, að Vigfús sýslumaður Jónsson á Hjeðinshöfða, staddur í Eyjafirði, til að vinna þar setudómarastarf, varð alt í einu brjálaður þar sem hann sat i dómrasaæti, hljóp úr þinghúsi i æðiskasti ofan að Eyja- fjarðará, til þess að fyrirfara sjer í ánni, en lenti á grynningum, náðist við það og var fluttur til lands aftur. Var þá Björn skipaður af amtmanni lögsagnari Vigfúsar, þrem árum síðar settur yfir sýsl- una og 1790 skipaður af konungi reglulegur sýslumaður. Gegndi hann síðan þvi embætti itil dauðadags (1796). Fjekk Björn sýslumaður hið besta orð sem valdsmaður fyrir á- gæta embættisfærslu, góðlyndi við hvern sem í hlut átti, mannúð í dómum og rjettsýni. Hann hafði þá líka, að sögn, valið sjer að kjörorði orð hebreska skáldsins: „Beatus qui justitiam omni tempore facit“ (þ. e. sæll er sá, er ailatíma iðkar rjettlæti, sbr. Dav.sálm. 106,3). Son- urinn Þórður varð eftirmaður hans i embætti. Þórður var fæddur að Hafralæk fyrsta sunnudag í níuviknaföstu 1766. Þegar hann á öðru ári hafði mist móður sína var hann tekinn til fósturs af afa sínum á Sandi, Þórði Gunnlaugsyni. Var hann þar i sex vetur uns faðir hans kvæntist að nýju og mintist Þórður jafnan siðar þessa móðurföður síns með einstökum kærleika. Ti\i ára var Þórði komið fyrir til náms lijá sjera Þorláki Jónssyni á Húsavík, er var náfrændi föður hans (þeir systkina- synir). Eftir fjögra vetra dvöl þar, var Þórði, er reyndist liinn nám- fúsastj unglingur og bráðgáfaður, komið fyrir hjá sjera Einari B. Thorlacius á Grenjaðarstað, sem var attestatus frá háskólanum og þvi heimilt að útskrifa stúdentsefni, er lært höfðu utan skóla. Hjá honum var Þórður tvo vetur. Hafði Þórður þá náð þeim þroska og kunnáttu, að sjera Einari þótti hann fyllilega hæfur til stúdentsprófs. En hvernig sem á þvi helir slaðið, þá sendi sjera Einar sveininn veslur til Hóla, lil þess að liann yrði prófaður af sjálfum meistara Hálfdáni, og áleit meistari Hálfdán hinn unga svein hafa náð isvo miklum lærdóms- þroska, að liann hikaði ekki við að gefa honum stúdents-vottorð, þó enn væri Þórður aðeins 16 vetra. Sem að líkum lætur um jafn gáf- aðan og bókhneigðan ungling, stóð liugur Þórðar nú til utanfarar til l'rekara náms, og var því heldur ástæða til slíks sem ekki gat verið um prestskap að ræða fyrir jal'n- ungan mann, 16 ára og 4 mánuðum betur, er hann varð stúdent. Hins vegar stóð hugur Þórðar til prests- skapar, er náð hefði lögaldri til þess starfs. En svo var þá farið efnahag Björns Tómassonar föður lians að engin tök voru á að kosta soninn til siglingar. Árferðið hafði undanfarin ár verið óvenju erfitt fyrir bændur, og annað en bóndi var Björn, faðir Þórðar, ekki, þótt lokið hefði stúdentsprófi og lokið nokkrum undirbúningsprófum við háskólann. Hann var þá fyrir nokLr- um árum kominn að Knútsstöðum í Aðaldal, en snauður að öllu öðru en börnum, — en þau voru þá orð- in alls 9 og flest enn á ómagaaldri. Að vísu vænkaðist hagur Björns nokkuð, er liann 1783 var af amt- manni skipaður lögsagnari Vigfús- ar sýslumanns á Hjeðinshöfða. En einmitt á þessum árum yfirþyrmdi óáranin alt Norðurland, svo að al- drei hafði hún verri verið. Var ekki annað sýnna, en að hún ætlaði að taka alt lifandi, menn og skepn- ur, þeim heljartökum, er flytti lands- fólkinu hungur og dauða. í stað þess að sjá óskir sínar rætast um utan- för til frekara náms varð Þórður þvi að vinna óbreytt húskarlastörf i föðurgarði. Eftir að Björ'n hafði fengið sýslumannsembættið gjörðist Þórður þó jafnframt aðstoðarmaður föður sins, er var tekinn að kenna heilsulasleika. En þótt Þórður væri önnum kafinn við veraldleg störf og sýndi í öllu, að liann væri hið besta fil þeirra fallinn, þá gat liann ekki útrýmt úr sálu sinni þeirri hugsun, að preststaðan ætti að verða framtiðarstaða hans. Þess vegna varði hann þessi ár öllum tómstundum sínum til að afla sjer sem mestrar guðfræðilegrar ment- unar og náði brátt meiri þekkingu á því sviði en margur, sem gegnt hafði prestsskap árum saman. En þótt fullyrða megi, að Þórð Björnsson vantaði síst hi'na innri köllun til prestskapar, þá átti það nú samt ekki fyrir honum að iiggja að komast í kennimannlegastöðu. Og má segja, að Björn faðir hans ætti á því mesta sök. Eftir að Þórð- ur liafði tekið að aðstoða föður sinn í embætti, þóttist faðirinn sjá, að Þórður væri vel til lijeraðsstjórn- ar fallinn og vildi nú klífa þrítugan hamarinn, til þess að senda soninn utan til laganáms, ef ske kynni, að hann gæti orðið eftirmaður hans i embættinu. Þórður færðist undan i fyrstu, þvi að sumpart gat hann illa horfið frá áformi sínu að gerast prestur, en sumpart vissi hann, að föður sínum efnalitlum yrði það enginn hægðarleikur að kosta hann til utanferðar. Þó kom þar að lok- um, að sonurinn Ijet tilleiðast og fór utan með Akureyrarskipi hust- ið 1792. Ilafði Þórður þá verið full 9 ár í þjónustu föður sins. Varð endirinn sá, að Þórður gerðist laga- nemi að afloknum venjulegum und- irbúningsprófum. Sóttist honum námið svo vel, að hann sumarið 1796 lauk embættisprófi með lofs- einkunn bæði í hinum fræðilega og hinn verklega liluta þess. Hafði hann þó „vegna daglegrar nauð- ])urftar“ orðið að verja allmiklum tíma til stundakenslu og skrifla fyrir aðra. Að jafn heiðarlega afloknu em- bættisprófi stóð Þórði til boða kop- ista-slaða í rentukammerinu í Khöfn, ef hann vildi ílendast ytra fyrst um sinn. En af því að hann hafði fengið fregnir um hnignandi heilsu föður síns, kaus hann hitl heldur að fara heim lil íslands, lil þess, ef með þyrl'ti, að aðstoða föð- ur sinn í embætti. En þegar Þórður kom út til íslands, hafði faðir hans tekið þá sótt, er varð bqnamein hans fjórum dögum eftir heim- komu Þórðar (í okt. 1796). Stefán Þórarinsson var þá amt- maður norðanlands. Þegar hann frjetti lát Björns sýslumanns og jafnframt, að Þórður sonur hans væri heimkominn með fullnaðar- prófi i lögfræði, þá flýtti hann sjer að fela honum sýsluvöld þar eystra, sem settum sýslumanni í bili. En á næsta vori fjekk Þórður konungs- veitingu fyrir sýslunni. Það var hvorttveggja, að Þórður var frá barnæsku hverjum manni kunnugur í Norðursýslu og að hann hafði aðstoðað föður sinn við sýslu- mannsverk allmörg ár, enda varð lionum fljótt um vik að átta sig á öllu, sem afgreiða þurfti. Kom þá og brátt í Ijós, að það var enginn meðalmaður, sem hjer hafði sest í sæti föður síns, lieldur afbragðsmað- ur bæði að vitsmunum og stjórn- semi. Hann gerðist þegar frá upp-- hafi hinn ihlutunarsamasti um alt, er sýslustjórn hans heimtaði og hneig að almennings hagsæld og þörfum. Hann gekk ríkt eftir að lögunum væri hiýtt rækilega i hvi- vetna, en var jafnframt hinn ljúf- mannlegasti stjórnari, sem alcírei gerði úlfalda úr mýflugunni og bar framkoma hans í valdmannssessi öll vott um, að hann vildi halda uppi hvers manns rjetti hlutdrægnislaust. Hjeraðið, sem Þórður var settur yfir, báðar Þingeyjarsýslur eða eins og kallað var í þá daga „Norður- sýsla“, var næsta viðáttumikið og náði frá Varðgjá við Eyjafjörð :ill austur að Langanesi. Þar voru erf- iðir fjallvegir yfir að fara, og allar vegabætur, svo í bygð sem á fjöll- um, af næsta skornum skamti. Urðu því þingferðir sýslumanns bæði erfiðar og timafrekar. Þær ferðir byrjaði hann venjulega upp úr sum- armálum (stundum jafnvel fyr og áður en ísa leysti) og vildi liafa lokið yfirferð sinni í fardögum. Eins og lög gerðu ráð fyrir, var það eitl af skylduverkum sýslu- manns að grenslast eftir öllum liög- um almennings í hjeraðinu, enda síst vanþörf á slílcu á þeim árum, er Þórður tók við sýslu eftir alla þá óáran, sem ríkt hafði árum saman og almenningur varð enn að súpa seiðið af. Hafa þingbækur Þórðar því að geyma ýmsan fróðleik, varð- andi almenningshag þar nyrðra, flest sýslumannsár lians. Þá voru einnig á þessum ])ingum tekin fyrir ýms lögreglumál, landaþrætumál o. s. frv. og dómar uppkveðnir eða úr- skurðir feldir. Er svo að sjá sem al-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.