Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1942, Page 9

Fálkinn - 27.02.1942, Page 9
F Á L K í N N 9 kom út, o,g riddarinn á þönum á eftir lienni, þangað til hler- arnir skullu aftur. „Já, þú mikl- ast, sigurverk,“ liugsaði hann og svo keyrði liann hendur á síður og reigði sig. ,,En jeg náði þó í þig. Og jeg borgaði ekkert fyrir þig!“ — Nú átti klukkan að ganga fyrir liann — og alt klukkuspilið með konunni, riddaranum og öllu saman — var nú hans eign. Það leið eklci mánuður þang- að til Kilerich, junkarinn frá Hanbjerg stóð í gestgjafastof- unni og dáðist að sigurverkinu. Kresten varð að flytja það til þess að láta það slá fyrir hann. „Aha .... aha!“ sagði óðals- eigandinn gegnum nefið, og það var einlæg aðdáun í rödd- inni. „Þetta er ljómandi fallegt!“ „Já, þetta mun eiga að vera einskonar leikur,“ sagði Kre- sten. Það var nú altaf hans máti, og komast að áliti höfð- ingjans um gæði vörunnar með því að segja eitthvað um þetta út í bláinn og láta liinn svo leiðrjetta. Junkarinn vildi altaf láta á sjá, að hann hefði vitið fyrir þá báða. „Þetta er víst eitthvað úr Biblíunni eða veraldarsögunni,“ sagði Kresten. „Bicklarinn er að elta kyenmanninn, hann ætlar vist að drepa hana, Hún hefir víst bakað honum eitthvað mót- læti. Þessvegna ganga þau aft- ur. Þau koma aðeins út um miðnættið. Jeg liefi tekið eftir því. Svo að það er víst eitthvað í þessa áttina.“ „Ne-i,“ sagði junkarinn náö- arsamlega. „Hún liefir aldrei gert honum neitt, nje hann henni. Hún er heldur ekki að flýja liann. Hún er á hlaupum eftir honum, Þú sjerð víst, að hún teygir f'ram hendurnar. Nei, þetta mun vera jómfrú Dögun og Aftan junkari. Hún er svo björt og fögur, en hann svartur og svipillur í hlásvartri hrynjunni. Það eru örlög þeirra að þau fá aldrei að dvelja sam- an. Þetta er einskonar tákn- mynd af eilífðinni. „0 — nú — jæja, er það svo- leiðis?“ Kresten þóttist verða forviða á skýringunni, þó hon- um findist húri eiginlega ekki vera fjarri lians eigin túlkun. Því að alt sem var eitthvað skylt eilífðinni gat ekki verið fjarskylt Bihlíunni og mann- kynssögunni. „Svo má lengi læra sem lifir,“ sagði hann ofur sakleysislega og hætti svo við: „Já, svona hefir það gengið um alla ei- lifð með dag og nótt, svo að þetta sigurverk getur verið mjög gamalt þessvegna.“ „Það getum við nú sjeð von bráðar,“ sagði Kilerich áfjáður. „Dragðu klukkuna frain á gólf- ið, svo skulum við líta á verk- ið i lienni.“ „Nú verður maður vist margs vísari,“ hugsaði Kresten með sjer og dró klukkuna fram á gólf. Kilericli opnaði verkið og rann- sakaði það ítarlega. „Jú, datt mjer ekki í hug,“ tautaði hann. „Hún er frá rjettum tíma. Og „Nurnberg. Já, hún er yfir „Nurnherg. Já, liún er vel hundrað ára gömul. Hjerna stendur ártalið 1703.“ „Já, vissi jeg ekki. Frá rjett- um tima!“ lcrimti Kresten spek- ingslega. Hann fann lil didar- fulls þakklætis til klukkunnar, og þegar hann ýtti lienni upp að þilinu aftur þá fanst honum eins og hann ætti að biðja liana fyrirgefningar fyrir ónæðið. Hann hlustaði eftir hvort hún gengi. Jú! Sjá — sagði hún. Sjá! Hann leit upp til hennar og fanst að hún liti á hann og hvesti á hann augun. Junkarinn ramhaði fram í stofuna á spóalöppum sínum og sveiflaði keyrinu að hægri fætinum. „Jæja, Kresten krármaður," sagði hann. „Hvað viltu liafa fyrir klukkurægsnið?“ Klukkurægsnið! — eins og þetta væri ekki sigurverk! Nei, Kresten kunni nú að versla líka. En honum fanst óhugsan- legt að versla með klukkuna eins og dauðan hlut. Hún var í rauninni meiija — henni svipaði til liests, sem maður hafði tam- ið eða skepnu, sem maður hafði verið lengi með. „Nú-ú — — — nei,“ sagði liann með semingi, „þessa klukku liefi jeg nú keypt í stof- una hjerna. Maður verður að leyfa sjer að kaupa eitthvað handa sjálfum sjer einstöku sinnum. — Hún er ekki föl!“ „Nei — nei!“ heyrði hann klukkuna hvísla greinilega. „Yarla trúi jeg öðru en að hún sje föl, ef nógu vel er boð- ið í liana,“ sagði junkarinn. „Jú, einmitt. jeg liefi ekki hugsað mjer að selja hana.“ Junkarinn ljet hvína í keyr- inu eins og hann vildi segja: „við skulum nú ekki vera að spauga svona.“ Svo ygldi hann sig. „Það getur verið að Kresten hafi ekki hugsað sjer eitthvað, en jeg hugsa nú dálítið líka.“ Klukkan tifaði „sjá — sjá“ og Kresten fanst liugnun ' að, að hún skyldi vera á hans bandi. Það var eins og hún hvíslaði: liægan, hægan — bíðum og sjá- um til. Það var eins og and- stöðu frá þeim vonda skyti ilpp í honum. Ilvaðan hafði hann annars fengið mátt til þess að malda i móinn gegn óðalsherr- anum. „Nei, jeg sel hana ekki,“ sagði hann. Kilerich junkari leit upp. Og í stað furðunnar kom nú reiði. En Kresten krármaður depl- aði ekki einu sinni augunum. Það fór að síga í hann líka. Var hann ekki frjáls maður? Junk- arinn gat látið digurharkalega eins og liann vildi — í átján stofunum sínum á Hanbjerg. Geri liann svo vel! En hjerna í kránni var það Kresten sem rjeð. Kilerich sá að hann liafði hlaupið á sig. Nú hjeldi þessi heimski sveitamaður, að klukk- an væri miklu meira virði en hún var. Og þá hljóp altaf þrái í þesskonar fólk, það var óhætt um það. „Jæja, þú um það. Þú getur athugað málið. En svo að þú rennir ekki blint í sjóinn þá ætla jeg að segja þjer að jeg býð 40 dali í klukkuna. En meira kemur ekki til mála.“ „Sjá — sjá!“ sagði klukkan. „Já, það er gott,“ sagði Kre- sten ákveðinn. „En junkarinn getur sparað sjer ómakið. Jeg ætla að eiga klukkuna meðan jeg lifi. Það er ákveðið.“ Kilerich mældi hann. „Jú,“ sagði hann spottandi, „þá get jeg keypt hana á dánarupphoð- inu eftir þig. *En hugsaðu þig nú um!“ Svo ypti hann öxl- um og fór. Kresten var að hugsa um þessa 40 ríkisdali. Það var mik- ið fje. En hann ætlaði ekki að selja. Hann var hissa á sjálfum sjer. Einu sinni datt honum í hug, hvort hann væri farinn að brjálast á sönsunum. Hann fór að reyna fyrir sjer hjá syni sin- um: „Mjer eru boðnir 40 dalir í ldukkuna,“ sagði hann. „Svo-o?“ sagði sonur hans. „Hver hefir boðið það?“ „Junkarinn.“ Sonurinn var silakeppur og seinn til alls. Það var löng þögn í stofunni. En klulckan gekk. Sjá — sjá! •— Sonurinn leit á klukkuna. Svo sagði hann dræmt: „Þú lieyrir að hún seg- ir nei!' Kresten kiptist við. „Já, jeg ætla heldur ekki að selja hana.“ Nú komu kynlegir timar. Junkarinn kom oft í krána. 1 fyrstu bauð hann berum orð- um í klukkuna og varð meira og minna reiður þegar honum var neitað. Hann yfirbauð sjálf- an sig. Hann setti það ekki fyr- ir sig þó stofan væri full af fólki, sem hlustaði á þráttið við Kreslen og boðin öll. Loks var hann kominn í tvö hundruð rík- isdali. „Þú ert flón að selja ekki,“ sagði Mads gamli djákni. Kresten gat engu svarað. Hon- um fanst að djákninn ætti að skilja þetta. Þvi að hann var sannfærður um fleira en hann sá. Það gat vel verið, að allir gætu ekki heyrt það, en klukk- an sagði samt greinilega „nei — nei!“ Kráin lá undir óðalssetrið og einn daginn ljet junkarinn á sjer skilja, að nú ætti Kresten að missa veitingaleyfið, nema hann seldi klukkuna. Það var óvit að selja ekki, það gátu all- ir sjeð, og óðalsherrann gat ekki látið það viðgangast, að vitlaus maður ræki lcrána. Kresten svaraði án þess að hreyta svip: „Þá neyðist jeg til að leita fyrir mjer í annari sveit — með klukkuna.“ Upp frá þeim degi hætti junk- arinn að bjóða i sigurverkið. En liann fór að sækja krána sem gestur, en það hafði aldrei skeð áður. Ilann sat ekki einu sinni í stássstofunni, sem ætluð var hefðargestunum, heldur í sjálfri „dónastofunni“ innanum bændurna. Því að þar stóð klukkan. Fyrst i stað voru bændurnir eins og mýs þegar óðalsherrann var inni. Þeir þorðu ekki að tala, spila eða hrækja. Sumir, sem stungu höfðinu inn úr gættinni sneru við þegar þeir sáu junkarann. Þegar Kilerich tók eftir þessu hló hann illilega. „Jeg rek víst frá þjer skifta- vinina, Kresten litli.“ Kresten svaraði ekki. En junkaranum fór að leiðast. Flugurnar suðuðu við glugga- lcytrurnar. Stofan gegndrepa af súrri ölfýlu. Klukkan gekk og tifaði í kyrðinni. „Jæja, þú skall nú ekki tapa á því,“ sagði junkarinn. „Komdu nú með það besta sem þú átt að drekka.“ Það var ekki um auðugan garð að gresja hjá Kresten, af hetra tæinu. Óðalsherrann fjekk það sem til var. Hann bauð Kresten að drekka, en hann af- þakkaði heiðurinn. Þvi að ein- hverntíma hafði junkarinn komið upp um fyrirætlanir sín- ar í ölæði. Hann ætlaði að fylla Kresten og fá hann til að selja klukkuna í ölæði. En Kilerich lijekk daginn út og daginn inn í dónastofunni og drakk. Þegar „fínni“ teg- undir bjórstofunnar voru þrotn- ar, um 20 flöskur af súru land- vini, heimtaði hann brennivín. Það frjettist á bæina, að junk- arinn sæti á kránni og hefði honum livað eftir annað verið ekið heim dauðadruknum. Bændurnir voru farnir að safn- ast að kránni til að gægjast inn um skítugar rúðurnar. Junk- arinn kom auga á þá og henti þeim að koma inn. Þeir hörf- uðu vandræðalega undan. Þá hrinti hann upp lmrðinni. Þarna stóðu þeir allir með hatt- kúfana í hendinni og hring- sneru þeim. Junkarinn bauð þeim inn. Þeir þorðu ekki að koma. Þá slagaði hann út í hópinn og skipaði þeim að fara inn. Það lá við að hann yrði að nota keyrið. Hann þvingaði þá til að setjast og drekka. Svona liðu nokkrir mánuðir. Kresten græddi peninga en varð þögull. Geigvænlegur kvíði hafði gripið hann. Honum fanst Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.