Fálkinn - 27.02.1942, Qupperneq 10
10
P Á L BL I N N
VNOSVU
LC/CHblMtHIR
Horfni hópurinn.
[ DAG ætla jcg að segja ykkur
sögu frá Amerku — ekki úr
stóru borgunum með marga fólkinu
og vondu bófunum, sem j)ið hafið
víst heyrt svo mikiö sagt frá. Og
ekki heldur af Indiániínum, j)ví að
j)ið hafið sjálfsagt heyrt svo margt
um þá líka.
Indíánarnir eru nú flestir orðnir
ósköp skikkanlegir og friðsamir
menn, svo að það er ekki rjett að
hugsa sjer þá eins og sögurnar
sögðu að þeir væru í gamla daga,
l>egar þeir voru í herferðum og
skutu örvum af boga eða sveifluðu
slöngunum sínum.
En þið skuluð nú samt ekki halda,
að það sje eintómur friður i stóra
landinu með miklu sljettunun-..
Þarna á sljettunum lifir fólk, sem
kann margar spennandi sögur að
segja, af æfi sinni i víðáttulandinu
mikla.
Jæja, en nú er víst best að byrja
á sögunni — liún er alveg sönn
]>ví að litla stúlkan, hún Biddy,
sagði mjer hana sjálf.
— Biddy! Biddy! kallaði Jack
Vernon, ]>egar hann kom auga i
rauða kjólinn hennar úti á sljett-
unni. Hann gaf hestinum sinum
lausa taumana og þeysti í áttina til
hennar.
En Biddy staðnæmdist ekki. Hún
gekk áfram og áfram og leit ekki
einu sinni við þegar hann kallaði.
Hvað kom til. Þvi að börnin höfðu
hingað til verið bestu vinir.
Þau áttu heima hvort á sínum
bænum og þarna voru ekki önnur
börn í margra mílna fjarlægð —
en nú vildi lnin ekki einu sinui
tala við liann!
Innan skamms hafði hann náð
i hana og nú spurði hann:
— Hvað gengur að þjer, Biddy?
Hversvegna viltu ekki tala við mig?
Hún nam staðar og leit kuldalega
á hann:
— Þú liefir víst heyrt, að hann
pappi liefir mist stórhóp af skepn-
um!
— Það var einmitt það, sem jeg
ætlaði að spyrja l>ig nánar um.
— Þegi þú bara, Jack. Jeg veit
svo sem, að það eru vinnumennirn-
ir hans pabba þíns, sem hafa stol-
ið skepnunum okkar. Það fan.d
hnífur, sem hann pabbi þinn átti,
i einni tröðinni. Og jeg vil ekki
vera vinur stráks, sem á þjóf fyrir
pabba!
Og svo sagði hún ekki meira, en
sneri sjer undan og hjelt áfram. —
Jack var fjúkandi vondur. Dirfð-
ist hún að segja að faðir hans og
vinnumennirnir liefðu stolið skepn-
um frá honum pabba hennar? Það
tók nú út yfir allan þjófabálk —
þessvegna var best að riða strax
heim til pabba hennar Biddy og
útskýra þetta alt fyrir honum. Ann-
að var ekki hægt að gera ....
Hann sneri hestinum og stefndi
beint heim að bænum hans Smith
og þegar hann kom nær sá hann
að hliðinu var lokið upp .... og
Biddy kom út úr húsagarðinum,
riðandi fallega brúna hestinum, sem
hún hafði eignast fyrir skömmu.
Sá kunni nú að hlaupa! Jack
gat ekki stilt sig um að dáðst að
honum — en alt einu skildist hon-
um að hesturinn hljóp of fljótt —
þetta var ekki alt með feldu — já,
það leyndi sjer ekki að hesturinn
var að fælast undir Biddy.
Jaclc brá við skjótt og hleypti á
eftir Biddy, en hann gat ekki náð
þeim brúna á sprettinum, hvernig
sem liann þandi gæðinginn sinn.
Hann stefndi áleiðis upp í dal-
kvos, þar sem Jack hafði aldrei
komið áður. Þar voru snarbrattir
klettar á báðar hliðar og iskyggi-
legt að líta inn í kvosina. Jack óx
hugur þegar liann sá, að sá brúni
hafði oftekið sig og var farinn að
þreytast, og nú hrópaði hann eins
liátt og hann gat:
— Fleygðu þjer af honum undir
eins og þú finnur, að hann hægir
á sjer. Fleygðu þjer af honum!
Biddy hafði heyrt til hans, því
að nú greip hún fyrsta hentuga
augnablikið og rendi sjer af liest-
inum. Hann hljóp áfram og nú
stóð * hún þarna, litla stúlkan í
rauða kjólnum, á grundinni, sem
náði alla leið upp að klettunum.
— Þetta var heppni, nú er henni
borgið — jeg get tekið hana og'
reitt hana fyrir framan mig! hugs-
aði Jack með sjer, en svo fór hann
að hlusta. Hvaða undarlega hljóð
var þetta?
Eitthvað færðist i áttina til þeirra
innan frá klettunum — jú, hann
var ekki i vafa um hvað það var!
Biddy hafði bjargast af hestinum,
sem var að fælast, en nú var hún
í tífalt meiri hættu. Því að þarna
kom týndi nautahópurinn á spretti
innan úr kvosinni og tryltur, mann-
ýgur griðungur í fararbroddi.
Jack vissi hvað verða mundi und-
ir eins og nautin kæmu auga á
rauða kjólinn hennar Biddy. Þau
mundu æða beint að henni og troða
hana undir fótum og limlesta hana.
Hvert augnablik var dýrmætt,
þarna var um líf og dauða að tefla,
milli hans og nautahópsins. Og
baráttan stóð um Biddy.
Moldarreykinn lagði eins og
þykka þoku upp' úr grundunum
kringum nautahópinn, sem kom
eins og elding fram á sljettuna, og
stefndi á telpuna i rauða kjólnum.
Biddy hljóp eins og fætur tog-
uðu — nokkur hundruð metra fram-
undan voru klettarnir, ef hún kæm-
ist upp á þá áður en nautahópur-
inn næði henni, gæti hún bjarg-
ast .... en nú kom Jack þarna
ríðandi.
— Hlauptu, Biddy! hrópaði hann
og hallaði sjer út í hliðina á hest-
inum sinum um leið og hann var
að komast að henni. Hann greip til
hennar og tókst að ná utan um
hana og lyfta henni upp á hnakk-
bogann.
En nú kom nautahópurinn æð-
andi á eftir þeim. Hesturinn komsl
upp að klcttastalli, sem ekki var
hærri en svo, að börnunum tókst
að kasta sjer upp á brúnina og þar
lágu þau vímu og hreyfingarlaus,
en fyrir neðan klettastallinn gey:;-
aði nautahópurinn áfram og í átt-
ina til bæjarins, sem sást í fjarska.
— Þarna sjerðu, að við höfum
ekki slolið nautunum ykkar! sagði
Jack eftir langa bið, þegar þau
höfðu jafnað sig eftir geðshræring-
Copyright P. I. B. Box 6 Copenhagen
Nýi stráhatturinn hans Adamson.
Svefnherberyi uppfinningamanns-
ins.
t
t
Drekkiö E g 11 s - o I
'l
*
/
una. — Jeg ætlaði að segja þjer
það áðan, ef jeg hefði fengið næði
til þess, að hnífnum, sem ])ið fund-
uð gleymdi hann pabbi hjá ykkur
um daginn, þegar hann var að
heimsækja hann pabba þinn. En
það var nú heppni, að jeg reið á
eftir þjer!
— Já, Jack, það var hepni —
annars væri jeg dauð núna! Biddy
tók hendinni um liandlegginn á
honum. Hún var svo hrygg og iðr-
andi á svipinn.
— Vertu ekki að setja það fyrir
þig, Biddy! sagði hann huggandi,
— við skulum ekkert hugsa um það
framar, því að við erum vinir eins
og við höfum altaf verið. Er það
ekki?
— Jú, það erum við, sagði Biddv.
Og augu hennar ljómuðu af þakk-
læti og gleði.
— Hallö, má jeg biðja um dýra-
garðinn — fljótt!
Áajjl I------—
Fjölleikahús framtíðarinnar.
Tannlæknirinn: — Ilversvegni
skrækið þjer svona, maður. Jeg er
ekki farinn að lireyfa við tönninni
ennþá.
Sjúklingurinn: — Nei, en þjer
standið á líkþorninu á mjer, læknir.