Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1942, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.05.1942, Blaðsíða 3
F Á L Iv. I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Iiitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sínii 2210 Opin virka tlaga kl. 10-12 og 1-0. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura milliw. HERBERTSprent. Skraddaraþaflkar. Eitthvert blað var nýlega að tala uin horfurnar á stofnun nýrrar „striðsstjórnar“. Mátti ráða það af orðalagi greinarinnar, að hjer væri átt við jjjóðstjórn eða samsteypu- stjórn. Stríðsstjórnum liafa fslend- ingar liaft nóg af um æfina — þessa stuttu, sem liðin er, síðan íslend- ingar fóru yfirleitt að skapa sjer stjórn sjálfir. Þau fjörutíu ár, sem liðin eru síðan landshöfðingaem- bættið var lagt niður og þingræðis- stjórn varð í landinu hafa allar okk- ar stjórnir verið stríðsstjórnir, jafn- vel þjóðstjórnin síðasta, l>ó að hún styddist við fylgi allra þingmanna nema 3. Það er oft um það talað ineð einstaklega skrautfiðruðum fjálg- leik, að nauðsynlegt sje að láta stjórnmálabálið loga vel. Þegar það dvinaði með rnyndun þjóðstjórnar- innar 1939 voru menn til í öllum flokkunf, sem hörmuðu þetta. Þeir töluðu um stjórnina sem klíku, seni sæti á rökstólum og gerði lirossa- kaup, eigi aðeins vegna flokka sinna lieldur og í eigin liagsmuna- skyni. Og eins og gerist með þjóð, sem eigi er orðin þjálfuð í stjórn- málum og liefir þar asklok fyrir himinn, varð þeim Níðhöggum vel ágengt, sem fórnuðu daglangri vinnu sinni fyrir þjóðarheillina, og tömdu sjer róg og lygi um þá, sem fremst stóðu á stjórnmálavettvanginum. Það eru til menn, sem jafnan eru óánægðir með alt, sem jafnan eru boðnir og búnir til niðurrifs og skemda, þó að jieir hafi aldrei sýnt það í verkinu, að þeir geti bygt nokkuð upp í staðinn eða látið sjer detta í hug nokkurt úrræði til umbóta. Neikvæðir menn, sem segja má um, að jieir „þóttu öllu spilla." Nú tala allir um þá vandátíma, sem yfirstandandi sjeu. Það er talað um fólksleysið og yfirvofandi lirun innlendra atvinuvega sökum fólks- eklu. Það er jafnvel talað um að sjúkrahúsin geti ekki starfað, vegna þess, að ekki fáist starfsfólk til þeirra. Það er viðurkent, að íslensk króna sje að verða að engu, vegna óhóflegrar kaupgetu almennings. Og margt og margt fleira. Mundi af því veita að hafa lið- sterka stjórn á slíkum tímum? Er það ekki í anda lýðræðisins að sameinast á slíkum tímum. Nei, nei, nei! Nú verður að sundra kröftun- um með deilum um nýjar kosningar, deilum um kjördæmaskipun, deil- um um gerðardóm. Deilum um keisarans skegg. Það er á þennan hátt, sem stjórnmálaforingjar rækja skyldu sína á þeim tímum, sem þeir sjálfir telja svo hættulega. Nýi stndentagarðurinn. Svo hefir nú skipast í húsnæðis- máli stúdenta, að afráðin er bygg- ing nýs stúdentagarðs á Háskóla- lóðinni suðaustanverðri, þannig að afstaða garðsins gagnvart Háskóla- byggingunni verður hliðstæð gamla Garðs. Eru engar horfur í því, að eldri Garður verði stúdentavist á ný fyr en að striðinu loknu, því að þar er sjúkrahús, sem Bretar liafa rekið. En i sambandi við það má benda á, að margir þeirra sjúklinga, sem lagðir hafa verið á Garð, eru slas- aðir og kalnir skipbrotsmenn, sem íslensk sjúkrahus hefðu orðið að taka á móti, ef þau hefði liaft rúm til. Með því að koma upp nýjum stúdentagarði er því fengin lausn á Garðdeilunni, sem allir mega vel við una. Ráðgert er að Nýi Garður rúmi G3 stúdenta og kosti 700 þús. krónur. Verður húsið þó eigi öllu stærra en Gamli Garður, en þar eru ekki nema 37 stúdentabýli. Munur- inn iiggur í þvi, að á Nýja Garði er ekki gcrt ráð fyrir hátíðasal eða fimleikasal. Garður á nú í sjóði um 100.000 kr. En loforð liefir fengist hjá stjórninni um 150.000 kr. framlag til nýju byggingarinnar og auk þess um útvegun á 150.000 kr. láni. Það sem á vantar hyggst Garðsnefndin að fá með fiTálsum framlögum ein- stakra rnanna og' sýslufjelaga eða stofnana, og heitir nú á alla góða menn til stuðnings málinu. Þarf tæplega að efa, að þeir menn bregð- ist vel við, sem af stríðsástæðum liafa fjenast vel. Hefir nú verið gengið að bygg- ingunni með oddi og egg og er þess vænst, að liún verði komin upp fyr- ir næstu áramót. Er þegar farið að grafa fyrir grunni liússins, og efni- viður i það mun vera fenginn. Mestur vandinn mun verða sá, að fá nægilegan mannafla til smíðarinn- ar, slíkur hörgull, sem nú er á múr- urum og trjesmiðum. Garðbyggingin verður liið ytra mjög svipuð hinni gömlu og teikningin er eftir sama húsameistarann. Sig. Guðmundsson. Snndfjelagið Ægir -15 ára. Það mun öllum ljóst hvílikum framförum islensk sundment liefir tekið á síðustu áratugum. Fyrir rúmum 30 árum þótti það sjaldgæf íþrótt að kunrta að synda, og þá höfðu unglingar í höfuðstaðnum ekki í annað hús að venda en gömlu iaugina hjer í Laugalæknum, sem tók við skolpinu úr Þvottalaug- unum. Þetta breyttist til batnaðar er laugin var steypt og sjerstök leiðsla var lögð Jiangað fyrir vatn, sem tekið var ofan lauganna. Siðan liafa mörg tíðindi gersl. Sigurjón á Álafossi kom upp sund- laug, sundkensla var aukin í Sund- laugunum, laugar liafa komið á fjölmörgum stöðum út um land og Sundhöllin í Reykjavík hefir tekið til starfa. Og liinn 1. þ. m. voru 15 ár liðin síðan hjer var stofnað fjelag, sem helgar sundíþróttinni fyrst og fremst krafta sína. Á þessum liðnu 15 árum liafa' alls verið sett 180 ýmiskonar met á sundi, en alls hafa 45 sundmót ver- ið lialdin. Af þessum 180 metum eru 135 sett af fjelögum í Ægi, og ætti þessi tala að vera vísbending um, hve mikinn þátt fjelagið liefir átt í eflingu sundlistarinnar. Innan þess vjebanda liefir t. d. verið liinn mikli og fjölhæfi sundgarpur Jón- as Halldórsson, sem einn saman hefir sett 52 met. Ingi Sveinsson á 17, og Jón D. Jónsson og Þórður Guðmundsson 11 hvor, en boðsund- sveitir frá fjelaginu hafa alls sett 19 met. — Fjölda einstakra karla og kvenna mætti nefna, sem liafa skarað fram úr í sundleikni, en það yrði of langt mál hjer. Eiríkur Magnússon hefir lengsl- um verið formaður fjelagsins og meðstjórnendur hans hafa verið fastir i sessi, og sýnir það ein- drægni þá, sem ríkt liefir jafnan í fjelaginu. Af öðrum mönnuni í stjórninni má sjerstaklega nefna Jón Pálsson sundkennara, sem eigi aðeins, hefir átt sæti í stjórn þess Eiríkur Magnússon. oftast nær, og jafnframl verið kenn- ari þess frá öndverðu. 1 tilefni af afmælinu gaf fjelagið út inyndarlegt hefti, þar sem rakin er i.stuttu máli saga fjelagsins, en auk þess flytur heftið nokkur orð til sundihanr.a“ eftir Jón Pálsson. „Fjelagslíf í Ægi“ eftir Jón D. Jóns- son, „Hver er íþróttamaður“ eftir Úll'ar Þórðarson, „Dýfingar“ eftir Einar Kristjánsson, „Framtíðarsjón- armið fjelagsins" eftir Þórð Guð- mundsson, Ávarp frá B. G. Wáge, forseta Í.S.Í. og fleiri greinar. Hjer að ofan birtist ein mynd af mörg- um úr þessu afmælisriti; er hún af meirihluta þátttakenda Ægis i meist- aramótinu 1937, er fjelagið varð 10 ára. ,/ó/í Páisson sundkerinari. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.