Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.06.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Barnfóstrun á stríðstímum. Fyrir stríðið hafði ensk móðir, ef átti barns að gæta, ekkert ráðrúm til starfa utan heintilisins. Styrjöldin hef- ir breytt þessu, því að nú vinna þessar konur í verk- smiðjum að framleiðslu kúlna og skriðdreka, en úr- ræði hafa verið fundin til þess, að ljetta af þeim heim- ilisstörfunum. — Úrræðið var: Barnaheimili Bretlands, og þeim lýsir ungfrú Ciceley Fraser í eftirfarandi grein. r \ stórri og loftgóðri stofu, seni máluð er með sótthreinsandi lit og barnamyndum á veggjun- um, sitja fjörutiu börn á aldr- inum tveggja til fimm ára og eru að borða miðdegismatinn sinn. Litlu ljorðin, sem þau mat- ast við, fjögur og fjögur sainan, eru máluð með ljósum lit. Börn- in, sem keppast við að borða, með stórum skeiðum, eru klædd í skemtilega, ljósleita samfest- inga, bláa, rauða eða mógula. Sá sem lítur á þau mundi segja, að þau væru alin upp í sveit, því að þau eru kringluleit í and- liti og rjóð í kinnum. En þó átlu þessi börn heima í kaupstaðar- húsum fyrir rúmu ári og leik- völl áttu þau engan, annan' en götuna. Yilji maður sjá hvernig þau litu út þá, þarf ekki annað en líta á nýlcomna barnið í horn- inu, sem er fölt og guggið, og sem virðist miklu rírara en jafn- aldrarnir, sem fyr komu. Þetta nýja heimkynni barn- anna er styrjaldar-barnaheimili, bygt uppi í sveit, nálægt 50 kíló- metra frá London. Þessi börn dvelja hjerna á daginn, meðan mæður þeirra starfa að liernað- arstörfum í verksmiðjimum. Áætlunin um barnaheimili vegna styrjaldarinnar var í upp- hafi gerð af heilbrigðismálaráðu- neytinu sem nauðsynjaráðstöfun, en hefir náð útbreiðslu og gripið um sig, því að hún hefir reynst eitt af því þarfasta, sem siglt hefir í kjölfar stríðsins, svo mjög mikla fjelagsmálalega þýð- ingu eru barnaheimilin talin hafa. Þegar styrjöldin skall á varð nauðsynlegt að flytja fjölda mæðra og barna, sem ekki voru komin á skólaskyldualdur, burt úr borgunum og út í sveitir, vegna árásarhættunnar, en þá varð úr þeim vanda að ráða, hvernig þessum hörnum og mæðrum skyldi komið fyrir, þannig að börnin gætu Iifað við heilsusamlégan aðhúnað og haft eitthvað fyrir stafni. Og enn brýnni varð nauðsynin á þess- um ráðstöfunum eftir að farið var að ráða kvenfólk til verk- smiðjustarfa. En þá fór stjórn- in að koma upp barnaheimilum um landið þvert og endilangt. Barnaheimilin skiftast í tvo aðalflokka, annarsvegar fyrir börn yngri en tveggja ára og hinsvegar fyrir börn, tveggja til fimrn ára. Sum barnaheimilin eru opin venjulegan skólatíma, frá klukkan nálægt níu til fiúun, en önnur frá klukkan sjö að Þó að umsjónarkonan geri sitt besta, eru börnin treg á það í [yrstu að taka und- ir með henni. Múrmyndirn- ar á veggnum i leikstofunni eru af dýrunum i örkinni hans Nóa. Og börnin hafa auðsjáanlega verið að reyna að teikna myndir á papp- írsborðan neðar á veggnum. Hjer er sjeð um þau meðan móð- ir þeirra er i vinnunni. Þetta heimili, sem jeg ætla að lýsa hjer hefir verið teiknað og bygt í þeim ákveðna tilgangi að vera barnaheimili. Það stend- ur á grasflöt, þar seín hörnin geta leikið sjer á daginn, þegar svoleiðis viðrar. Öll húsgögnin — stólar, borð, þvottaskálar og baðker — eru gerð í stærð, sem er við barnanna hæfi. í skáp- unum, sem standa meðfram veggjum leikstofunnar eru alls- konar leikföng — brúður, vjel- ar, bækur, litir. 1 annari stofu eru fjörutiu htil rúm, þar sem börnin fá sjer síðdegisblund. # Ein af hjálparstúlkunum er að mata krakka, sem ekki getur hjálpað sjer sjálfur. Og sessunauturinn bíður rólegur þess, að röðin komi að honum. Þessi þrjú börn eiga að fara að borða og eru að þvo sjer um hendurnar áður. Þvottaskálarnar eru af smárri gerð, eins og húsgögnin á heimilinu, svo að þau henti börnunum betur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.