Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1942, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.06.1942, Blaðsíða 5
F Á L K I N N ö fíartiiö er að raða saman ffestaþrautamynd með aðstoð um- sjónarstúlkunnar, oy sessunauturinn ffefur góð ráð. Umsjón- arstnlkurnar á heimilinu hafa allar gengið á barnauppeldis- námskeið, áður en þær tóku við störfunum. f Faðirinn er að afhenda umsjónarstúlkunni á barntiheimilinu drenginn sinn, um leið og hann fer sjálfur tit vinnunnar. morgni til átta að kvöldi. Barna- heimili hafa verið sett á stoí'n bæði upp í sveitum og einnig í borgunum sjálfum, en öll eru þau rekin á vegum stjórnar- innar. Frá upphafi var hugmyndin sú, að leitast skyldi við að gera dálítið meira fyrir börnin, en aðeins að sjá þeim fyrir umönn- un, svo að þau yrðu ekki öðrum að handbendi. Á barnaheimilun- um eru börnin látin læra, það er höfð gát á heilsufari þeirra, þeim er kent að hugsa sjálfstætl, gæta þrifnaðar, nola eftirtektina og læra fallega liegðun. Læknis- skoðun fer fram á þeim við og við og hörn með kvilla læknuð. Árangurinn af starfi barna- heimilanna hefir verið furðulega góður. Hið æfða aðstoðarfólk sem sjer um stjórn barnaheimil- anna, hefir þá sögu að segja að langsamlega meirihlutinn af börnunum taki miklum framför- um að þvi er snertir heilsufar og líkamsþrek, á mjög stuttum tíma. Og hegðun þeirra er prýði- leg — ekki vegna þess, að strang- ur agi sje hafður á þeim held- ur'vegna l>ess, að þku eru látin hafa um nóg að hugsa og líður vel. Foreldrarnir borga dálitla upphæð, nokkra pence á dag, fyrir börnin, en ríkisstjórnin ber mestan liluta kostnaðarins við barnaheimilin (þar í eru inni- faldar tvær til þrjár máltíðir handa börnunum á dag). Sumar mæður hafa verið ó- fúsar að senda frá sjer börn sin, undir fimm ára að aldri, eða ekki liaft ástæður til þess. Handa þessum börnum hafa verið stofn- uð dagheimili í borgunum. í einu iðnaðarhjeraðinu hafa eigi færri en sjötiu dagheimili verið stofnuð í útjöðrum horganna i hjeraðinu, eða inni 1 borgunum, og þeim er altaf að fjölga. Þessi dagheimili eru oftast nær hús, sem breytt hefir verið með þetla fyrir augum. Eitt af þeim stærstu er gamalt ríkismannshús frá Victoríutímabilinu. Húsið hefir verið fært í tískuhorl', veggirnir málaðir og ný hús- gögn látin í það, sem gera það aðlaðandi og hentugt fyrir hörn- in. Þetta heimili starfar allan daginn. Það byrjar að taka við börnunum kl. 6% á morgnana, svo að mæður, sem fara snemma til vinnu í verksmiðjunum geti farið með börnin á heimilið um leið og þær fara til vinnunnar, og því er ekki lokað fyr en klukkan átta á kvöldin. Það tek- ur við börnum innan fimm ára. Á efsta lofti eru minstu börn- in, sem þurfa á pössun að lialda, og þar starfa æfðar barnfóstr- ur og hjálparstúlkur þeirra. Þar er sjúkrastofa, þar sem liægl er að einangra börn, sem grunur leikur á um, að sjeu eitthvað veik, og el' veikindin reynast al- varleg eru hörnin flutt á spilala. Börn, sem eru illa lil fara, fá fatnað á barnaheimilinu, og öll börnin eru látin baða sig á hverj- um degi. Minstu börnin eru mestan hluta dagsins í rúminu, en þau, sem eru það stór, að þau eru farin að geta skriðið, fá að hreyfa sig á gólfinu stund úi' deginum. Það hefir verið erfitt viðfangs- efni að sjá öllum hörnum innan fimm ára, sem eiga mæður cr vinna i verksmiðjunum, fyrir stað, en slríðið hefir valdið því, að þetta komst í framkvæmd, svo að mark varð að. Áður en stjórnin tók málið í sínar liend- ur voru það líknarstarfsemifje- lögin, sem önnuðust þetta eftir hestu getu, en þessi fjelög höfðu ekki fulkomið skipulag á mál- inu og svo háði þeim peninga- lejrsi. En nú hefir Bretland kom- ið rekspöl á málið, og starfsem- in mun halda áfram eftir að friður er kominn á í landinu.. Og þessi tilstofnun mun verða afar þýðingai-mikil fyx-ir al- menna heilbrigði þjóðarinnar. H. F. HAMAR Símnefni: HAMAR, Reykjavík. — Sími: 1695, 2 línur. Framkv.stj.: BEN. GRÖNDAL cand. polyt. VJELAVERKSTÆÐI - KETILSMIÐJA ELDSMIÐJA - JÁRNSTEYPA. Framkvæmum: Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvjelum og mótorum. Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuöu og köfunarvinnu. Útvegum og önnumst uppsetningu á frvstivjelum, niður- suðuvjelum, liita- og kælilögnum, lýsishræðsl- um, olíugeymum og stálgrindahúsum. Fyvirliggjandi: Járn, stál, máimar, þjettur, ventlar o. fl. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.