Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.07.1942, Blaðsíða 2
r 'l F Á L K I N N Hinn nýi sendifnlltrúi U. S. A. Þegar sendiherra Lincoln Mac- Veagh var kvaddur hjeðan, til þess að taka við sendiherraembætti Bandaríkjastjórnar i Suður-Afríku, var Carlos J. Warner jafnframt skip- aður til þess að gegna embætti sendiherra hjer, sem Charge d’Af- l'aires. Hafði herra Warner dvalist hjer alllengi áður, sem sendiráð við amerikönsku sendisveitanna og kynt sjer íslandsmál. Hinn nýskipaði sendifulltrúi hef- ir gegnt stöðum i utanríkissveit Bandaríkjanna um langan aldur og er sjerfræðingur í alþjóðarjetti. I langri þjónustutíð sinni i ýmsum löndum heims hefir hann haft tæki- færi til að fylgjast með straumum þeim, sem að lokum mættust i ógn- um heimsstyrjaldarinnar. Hann var til dæmis fjögur ár í sendisveit Bandaríkjamanna í Berlín og fór ekki þaðan fyr en eftir að striðið m.illi Breta og Þjóðverja var komið í algleyming. Þannig hefir hann sjeð ýmsar af loftárásum þeim, sem Bretar gerðu á meginlandið í fyrra. M. a. var hann eitt sinn sjónarvott- ur að því, er sprengja fjell niður i næstu götu við þá er hann átli heima i, og varð 6 mönnum að bana. 1 annað skifti komst hann i það, að hjálpa samstarfsinanni sin- um úr sendiráðinu til þess að bjarga reitunum úr hibýlum sínum, en hús- ið sem hann átti heima í, hafði orðið fyrir sprengjum. Herra War- ner fór frá þýskafandi 7. október síðastliðinn, rjettum tveimur mán- uðum áður en Japanar gerðu hina níðingslegu árás á Pearl Harhor, sem varð til þess að Ameríka fór í stríðið. Hr. Warner er maður 43 ára gam- all, fæddur i Cleveland í Ohio. Hann stundaði nám við hinn fræga há- skóla Harvard og útskrifaðist frá laganúmi í lagadeildinni þar. Siðar lagði hann stund ú lögfræði við háskólann i París. Á árunum 1924—28 lagði hann stund "á lögfræðistörf bæði í Banda- ríkjunum og i Þýskalandi, en gekk þá í þjónustu utanrikismálastjórnar Bandaríkjanna. Síðan hefir liann gegnt fjölmörgum störfum fyrir stjórn sína og m. a. dvalið í Buenos Aires, Argentínu, Bogota í Columbia, Colon og Panama City í Panama, Havana á Cuba og loks í Berlín, svo sem áður er getið. Neftóbaks- umbúðir keyptar Kaupum fyrst um sinn umbúðir af skornu og óskornu neftóbaki sem hjer segir: 1/10 kg. glös með loki . . . kr. 0.42 1/5 kg. glös með loki ... — 0.48 1/1 kg. blikkdósir með loki — 1.50 1/2 kg. blikkdósir neftóbaki) (undan óskornu — 0.75 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírslag og var upphaflega. Keypt verða minst 5 stk. af hverri tegund. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) á þriðjudögum og fimtudögum kl. 2—5 síðd. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Bókafregn. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN. Annað hefti 12. árgangs kom út nýlega og er síst eftirbátur fyrir- rennara sinna, þó góðir væru. Er þetta hefti helgað dr. Helga Pjeturss, í tilefni af nýafstöðnu sjötugsafmæli hans, og fjalla allar ritgerðirnar um jarðfræði. Ritstjórinn, Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðingur, skrifar um doktor Helga og segir þar í stuttu máli frá hinum merku jarðfræði- rannsóknum hans, sjerstaklega þeim, sem orðið liafa til þess að gerbreyta eldri skoðunum á jarðfræði íslands — ráðningu hans á þvi hvernig og livenær móbergið hefir myndast. Ritgerð þessari fylgir skrá yfir rit og ritgerðir dr. Helga um íslenska jarðfræði. Næst kemur ritgerð Ólafs Jónsson- ar framkvæmdastjóra um Öskju- vatn. Rekur hann þar samkvæmt bestu fáanlegum heimildum breyt- ingar þær, sem orðið hafa á Öskju og Öskjuvatni síðan 1875, og mun enginn þessu máli betur kunnugur en Ólafur. Ritgerð þessi er ómiss- andi öllum þeim mörgu, sem gera sjer ferð til Öskju. Er þetta lengsta ritgerðin í heftinu og fylgja bæði teikningar og myndir. Þá skrifar dr. Jón Gíslason, um efni úr annari átt, ritgerð sem heit- ir „Upphaf náttúruvísinda og Ar- istoteles. Er þar margt merkilegt að finna um athuganir þessa fræga fornspekings á náttúrunni og leidd rök að því, að Aristoteles hefir kom- ið auga á margt, sem síðari tíma menn mistu sjónar á. Guðmundur Kjartansson jarðfræð- ingur skrifar grein um „Fjallamynd- un". Þessa grein ættu allir, sem vilja gera sjer Ijóst hvað það er, sem þeir hafa daglega fyrir augurn, að lesa. Því að hjer er í Ijósu og stuttu máli skýrt frá því, livaða öfl eru að verki þegar fjöllin myndast. Þau öfl skiftast í tvent: hin inn- rænu og hin útrænu — þ. e. eftir því hvort þau koma neðan úr jörð- inni eða verka á yfirborð hennar. Er skýrt svo ljóst frá þessu efni, að allir geta skilið. Jóhannes Áskellsson segir frá skelj- um í jarðlögum við Hvítá i Borgar- firði — liæsta skeljalaginu, sem þar hefir fundist. Guðmundur Bárðar- son hafði áður ritað um sævar- menjar við Borgarfjörð og Hval- fjörð, og er þetta framhald af þeim rannsóknum. Næst kemur ritgerð Jakobs Lín- dals um „Jökulmenjar í Fnjóska- dals- og Kinnarfjöllum". Rannsókn- ir á þeim gerði Líndal vegna at- hugana dr. Helga Pjeturs á jökul- menjum i Skriðugili nyrðra, en út- lendir jarðfræðingar höfðu ekki orð- ið sammála um niðurstöður dr. Helga. Er þessi ritgerð hin fróð- legasta, en nokkuð strembin þeim, sem lítið hafa lesið um jarðfræði, en athuganir höf. ná í rauninni miklu víðar en til áðurnefndra athugana dr. Helga Pjeturss. Bjarni Jósefsson ritar skemtilega og fróðlega grein um gullið í sjón- um, og á þar hvorki við jmrsk eða síld heldur beinlínis gull, en menn hafa lengi vitað að það er til í sjón- um, þó enginn hafi orðið ríkur á því. — Pjetur G. Guðmundsson seg- ir frá leirtegund i Öskjuhlið, sem hann telur vera hveraleir, og ef svo reynist hafa verið hverir í Öskjuhlíð einhverntíma í fyrndinni. Loks skýrir Jón Eyþórsson frá breytingum íslenskra skriðjökla á árunum 1930—41. Hefir hann gert ársmælingar á hreyfingum fjól- margra islenskra jökla, og komist FRJÁLSIR FRAKKAR EYÐILEGGJA ÞÝSKT SKIP. Franski kafbáturinn „Le Jour de Gloire“ þótti vinna hreysti- legt afrek er honuni tókst að sökkva þýsku kaupfari skamt undan Þýskalandsströnd. Þjóðverjar vörpuðu djúpsprengjum alt i kringum bátinn, svo að hann gat ekki komist í kaf, en samt komst hann undan, eftir að hafa verið innikróaður i 3 daga. lijer sjest báturinn vera að koma i enska höfn. að mörgum merkilegum niðurstöð- um um jöklana, sem yfirleitt hafa dregist saman, þó að undantekning- ar sjeu frá því. •— — — Alt eru þetta efni, sem al- menningur ætti að hafa gaman af að kynna sjer, ekki síst uprennadi skólafólk. — Náttúrufræðingurinn gegnir stórmerkilegu lilutverki: að fræða jDjóðina um það, sem henni stendur næst. Og svo lieppilega hef- ir til tekist frá öndverðu, að ritinu hafa jafnan stjórnað ágætir menn, sem hafa haft skilning á því, að flytja ritgerðir sem almenningur skilur og hefir gaman af, og að lialda til haga þeim nýjungum og vísindalegum uppgötvunum, sem gerðar hafa verið viðvíkjandi liinni undursamlegu náttúru íslands. KAUPIÐ »FÁLKANN«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.