Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1942, Síða 4

Fálkinn - 24.07.1942, Síða 4
4 F Á L K I N N Það gleymist stundum, að Bretar riðu á vaðið í því að koma á ellistyrk og hafa enn forustuna í þeim efnum í heiminum. Fyrir nær 50 árum urðu t. d. nokkrir fram- sýnir menn — ráðgjafar Victoriu drotningar — til þess, að ræða um að veita dálítinn styrk öllum þeim, sem voru orðnir of gamlir til að vinna fyrir sjer. Var þetta fyrsta eftirlauna-áætlunin, en upp af henni hefir sprott- ið það nútímafyrirkomulag, sem James Gilmore lýsir í eftirfarandi grein. Nú eru öllum konum og körlum í Bretlandi trygðir ellistyrkir og er Iágmark þeirra tíu shillings á viku. Eftir James Gilmore. Nokkrir af ráðgjöfum Victoríu Endlandsdrotningar sátu kring- um fundarborð einn daginn árið 1893 og voru að ræða um nýja tillögu, sem virtist bein- línis ganga næst byltingu í fje- lagsmálum þjóðarinnar. Bein afleiðing af viðræðum þeirra varð sú, að í dag hefir þremur og hálfri miljón gam- almenna í Stóra-Bretlandi ver- ið forðað frá því, að þurfa að óttast skort og sult á síðustu' árum æfi sinnar. Þessar þrjár og hálf miljónir manna eru ellistyrktar-gamal- mennin, sem njóta óskattskylds ellistyrks frá ríkinu, lægst tíu shillings á viku, en 1.250.000 manns fá viðaukastyrk á stríðs- tímum, sem nemur 9 sh. (5 pence á viku fyrir einhleypa og 11 sh. 6 d. fyrir gift hjón. Gamli maðurinn hefir alla æfi greitt iögjald af eltistyrk, sam- kvœmt eftirlaunalögum stjórnarinnar. Nú er hann kominn á þann aldur, aö hann getur sótt eftirlaimin sin á pósthúsiö í hverri vikú, í meðvitiuid um þaö, aö hann sje ekki upp á aöra kominn. Hann er ellitrygöur til æfiloka. Umbótamönnunum finst enn, að þessir styrkir sjeu lágir og ófullnægjandi. En samt eru þeir ágætur varnarmúr gegn skorti og fyrir styrjöldina tók glöggur hlaðamaður sig til og sannaði, að hægt væri að lifa á viku í London fyrir nákvæm- lega tíu shillinga — án þess að híða nokkurt tjón á heilsu sinni. En í rauninni hefir mikill meirihluti ellistyrksþega dálitl- ar aðrar tekjur, vikulega styrki frá ættingum, sem húa við jbetri efnahag en þeir, og nokkra shillinga vinna þeir sjer inn sjálfir með ýmiskonar dútli og þar fram eftir götunum. En þessir tíu shillingar á viku, sem eru fastar tekjur þeirra sjálfra, gefa þeim tilfinninguna um, að þeir sjeu öðrum óháðir og hjargálna, en sú tilfinning á sjer djúpar rætur í lyndisein- kunn Bretans, og í hópi styrk- þeganna er sá maður eða kona ekki til, sem eigi hefir ástæðu til að blessa ráðgjafa drotning- arinnar miklu, þá sem komu hugmyndinni í framkvæmd. Ellistyrktarlögin eru ágætl dæmi um fjárha(gslegar ráð- stafanir, sem gerðar eru með framtíðina fyrir augum, og fje- lagslegrar framsýni þeirrar teg- undar, sem gert hefir Bréta forustuþjóð í fjelagsmálalög- gjöf, og sem stuðlað hefir að því að gera landið eitt af þeim sem farsællegast er að lifa í, og eitt af þeim tryggustu þeim, sem verða gamlir. Öryggið, þessi torfengna höfn, sem mannkynið ávalt er að leita að, er auðfengnari í Bret- landi en allstaðar annai-sstaðar, og fjelagsmálasagnfræðingar og hagfræðingar hafa orðið varir við sýnilega hreytingu til vel- farnaðar með þjóðinni síðustu hálfa öld. Konur og karlar allra stjetta eru í sívaxandi mæli Þegar ellin færist yfir Breta i&Æá Hjer eru tveir af elstu íbúunum í gamalmennabænum Mitcham, sem hefir verið bygður handa lifeyrisfólki. Þaö nýtur farsœllar Myndin er úr garöabœnum Mitcham og hafa húsin verið bygÖ elli vegna þess aö þaö hefir greitt fje í lífeyrissjóö mestan sjerstaklega handa fúíki, sem lifir ú ellistyrk. ÞaÖ greiöir enga hluta æfi sinnar. húsaleigu en aöeins ofurlitla upphæö fyrir fyrningu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.