Fálkinn - 14.08.1942, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
Bókafregn. Frh. afbls. 3.
Borgin tveggja hæSa), en auSfundið
er, að Guðmundi er tamara að
kveða um íslenska náttúru og forn-
ar sögur en skyndimyndir bæia-
iífsins.
Einkenni Guðmundar eru liag-
leikur á háttu og ótæmandi orð-
gnótt og líkinga. Líkingar hans eru
ineitlaðar og mergjaðar og beint
tiöggnar út úr standbergi íslenskr-
ar tungu. Það er yfirleitt óhætt að
segja um Guðmund, að fáir sjeu
ramíslenskari í orði en liann. Hann
hefir líka tröllatrú á íslenskri tungu
og bókmentum og liann er alinn
upp við fótskör íslenskrar náttúru
og lyjálfaður í skóla hennar um
langa æfi. í kvæðinu „Þegar jeg
varð sjötugur“, segir skáldið:
„Á sólina trú’ eg og suðræna átt —
ef samtaka verða að frýja mjer
hugar,
að horfast i augu við harðúðga nátt,
sem hvarvetna í skammdegi gróður-
líf bugar.
Þó bláloftið verði nú liráðlega grátt,
á brekkuna legg ég — tiins áttunda
tugar.
í forsælu náttmála á flugstigum
þeim,
mun fóta- og höfuðstyrk ef til vill
bresta.
Mig svimar, ef liorfi í sótkerfa geim,
og sjóndapur augunum renni til gesta,
er sendu mjer kveðju og sóttu mig
heim
og sæmdu mig dýrindi fegursta og
besta.“
Það eru engin ellimörk á jiessum
vísum, og svo er um margt í jjessari
nýjustu bók Guðmundar á Sandi.
Hann lumar enn á gömlum glóðum
og kyngikrafti, sem auðgar islenska
tungu og islenska Ijóðment.
rj
Frá Svíþjóð.
GEYSIMIKLAR NEÐANSJÁVAR
SPRENGINGAR f SVÍÞJÓÐ.
Nýlega voru gerðar óvenju stór-
kostlegar sprengingar við vestur-
strönd Svíþjóðar, í því skyni að
dýpka innsiglinguna til Oddevalla.
Til sprengingarinnar fóru 9.450 kíló-
grömm af dýnamiti, sem sett var
í 1.365 borholur, sem voru samtals
tijer um bil 7000 metrar. Svo var
kveikt i öllu saman samtímis með
rafmagni. Giskað er á, að 7500 fer-
hyrningsmetrar af grjóti liafi losnað
neðansjávar í þessari sprengingu,
og er það talin mesta sprenging, sem
gerð hefir verið í Evrópu, án þess
að vera gerð í hernaðartilgangi.
Gert var ráð fyrir að þrjár spreng-
ingar yrðu framkvæmdar enn á
sama stað, og verður innsiglingin þá
fullbúin.
MIKILL ÁHUGI FYRIR ENSKííl
TUNGU OG BÓKMENTUM
í SVÍÞJÓÐ.
Undanfarin ár hefir áhugi Svia
fyrir enskum og amerískum bók-
mentum farið vaxandi. Síðustu tvö
árin hefir stríðið hindrað hinn
venjulega bókainnflutning, sem hef-
ir verið mikill, en þó hafa bæk-
ur enskar, sem best hafa selst jafn-
an verið fáanlegar í þýðingum í
Svíþjóð.
Til þess að ráða bót á jjessum
skorti hafa tvö útgáfufjelög í Stock-
liólmi fyrir skömmu hafið endur-
jirentun engilsaxneskra bóka, og
láta frummálið halda sjer. Annað
bókaforlagið er „Ljus“, sem endur-
prentar gamar og nýjar bækur.
Hitt forlagið er Book Company,
sem er stofnað til þess sjerstaklega
að endurprenta bækur á enskri
tungu í Svíþjóð en Hka fyrir aðrar
hlutlausar þjóðir, ef mögulegt er.
Reynt er að iáta bækurnar líkjast
sem mest frumútgáfunni, bæði í
prentun og öðru útliti. Menn gera
sjer vonir um, að geta gefið bæk-
urnar út í Sviþjóð aðeins fáum
mánuðum eftir að þær koma út í
heimalandi sinu, Englandi eða
Bandaríkjunum. Fyrstu verk fjelags-
ins eru „Clippers“-bækurnar, eins
og þessi bókaflokkur er kallaður,
þar i eru: „Dragon Seed“ eftir Pearl
Buck, söguleg skáldsaga eftir Ednu
Ferber: „Saratoga Trunk“, „Wild is
the River“ eftir Bromfield, og „Bot-
any Bay“ eftir Nordhoff-Hall.
Önnur merki um hið menningar-
lega samband milli Svíþjóðar og
hinna enskumælandi þjóða eru heim
sóknir ýmissa merkra Englendinga í
Sviþjóð, listamanna, rithöfunda og
fræðimanna. Þannig er skammt sið-
an yfirmaður National Gallery í
London, Sir Kenneth Clark, flutli
nokkra Þ’rirlestra fyrir sænskum á-
heyrendum við Stockhólmsháskóla.
í april síðastl. komu tvær merkis-
persónur aðrar til Svíþjóð, þau frú
Corbett Ashby, sem talaði í kven-
fjelögum í mörgum sænskum borg-
um, og- skáldið og gagnrýnandinn
T. S. Eliot, sem flutti fyrirlestra í
Stockhólmi, Gautaborg og háskóla-
bæjunum Uppsölum og Lundi. Öll-
um liessum gestum tóku sænsk blöð
með virktum, sem ljetu í ljós á-
nægju sína yfir því að hægt er að
varðveita menningarsambönd milli
Svíþjóðar og hinna engilsaxnesku
landa, þrátt fyrir stríðið og eiri-
angrun Svfþjóðar.
MILO
cjþ!"
ÍUIIDSOLUBIRCCIR ARNI JÓNSSON. HAf NARSTR- 5
Útbreiðið „Fálkann“
Egils ávaxtadrykkir
SELDAR í NÆSTU BÚÐ.
ASÍA undír hernámi.
Aö einu leyti er Korea einskonar
Austurríki Asíu; það var fyrsta
landið, sem árásarþjóð Asíu lagði
undir sig og kúgaði. En að öðru
leyti bregst samlíkingin. Japanar
eru miklu hræddari við Koreubúa
en Þjóðverjar við Austurrikismenn.
Kóreubúar eru í augum Japana „ó-
rannsakanlegir" eins og Japanar
eru í augum vesturlandabúa. Síðan
Japanar tóku Kóreu, árið 1904, liefir
stjórnarstefna þeirra þar hvarflað a
milli erfiðra sáttaumleitana og æðis-
gengins ofbeldis. Frjettir, sem Þjóð-
ernissamband Kóreubúa i Ameríku
bárust seint í júlí, sýndu glögglega,
að Japanar þora ekki að liafa aug-
un af Kóreubúum, þó að þeir liafi
mörgu að sinna annarsstaðar.
Japanar höfðu flugstöð á Quel-
part-ey, skamt undan norðurodda
Kóreu. í mars rjeðust kóreanskir
verkamenn skyndilega á flugvöllinn,
kveiktu í fjórum flugvjelaskýlum
neðanjarðar, eyðilögðu tvo stóra
olíugeymira og 69 flugvjelar, drápu
142 af japanska setuliðinu og særðu
eða skaðbrendu 200 í viðbót. Skjálf-
andi af reiði og ótta drápu hinir
eftirlifandi Japanar alla Kóreubúa
á eyjunni, um 400 alls.
Þetta var alls ekki einstakt tilfelli.
Það hafa borist frjettir af fleiri upp-
hlaupum í Kóreu — aflstöðvar
sprengdar í loft upp með dynamíti,
verslanir, myllur, brýr, liergagnabúr,
fiskibátar og olíúskip eyðilögð eða
skaðskemd, ráðist á lögreglustöðv-
ar og japönsk hús brend. Drunurn-
ar frá sumum þessum tiltektum
hafa heyrst til meginlandsins í
Kína. En Japanar liafa skýrt þær
svo, að iarðskjálftar gengi í Kórea.
Jarðskjálftamælarnir í Bandaríkj-
unum gátu ekki fundið neinar hrær-
ingar.
Á Mulayaskuga stofnuðu Japanur
salt-, tóbaks og eldspítna-einokun.
Og til þess að afla sjer meira fjár
stofnuðu þeir miljón yena happ-
drætti, lianda Malayum til að freista
gæfunnar á. Og í Singapore vgi-
stofnaður nýlendustjórnarskóli,
lianda Japönum, sein langar til að
verða yfirmenn i nýlendum Japana.
A Filippseyjum brendu Jupanur
lil grunna landsbókasafnið í Manila,
og ljetu nema á burt úr öllum
kenslubókum alt það, sem þar stóð
um Bandaríkin, Stóra-Bretland, lýð-
ræði eða engilsaxneska mennin'ui.
Átta Filippseyingar voru teknir af
lífi fyrir að prenta og dreifa út
flugritum, sem rjeru móti Japönum.
í nýlendum Hollendinga í Asiu
stofnuðu Japanar skóla til þess að
kenna íbúunum japanska tungu, og
ennfremur tilkyntu þeir, að um-
ferðalögreglan á hinum hollensku
índlandseyjum væru farnir að gefa
fyrirskipanir sinar á japönsku. AlJir
„útlendingar" (þ. e. Evrópumenn)
seytján ára og eldri fengu skipun
um að láta skrásetja sig og vinna
Syni Sólarinnar einskonar hollustu-
eið. Gjaldið, sem krafist var fyrir
þessi hlunnindi, að mega gefa holl-
ustu yfirlýsinguna, var 250 gyllini
fyrir karlmenn og 80 gyllini fyrir
konur. Alt land í eigu Evrópumanna
var gert upptækt. — Tveir Hollend-
ingar voru sakaðir um að „dreifa
flugufregnum, bygðum á lognuin út-
varpsfrjettum, og voru báðir teknir
af lífi.
í Kina hefir grimd Japana farið
sívvaxandi í liinum hernumdu hjer-
uðum. Blóðugar sögur um hóp-
morð og pyntingar hafa nýlega bor-
ist á skotspónum úr Chekiang-lijer-
aði. í norðurhjeruðunum Hopei,
Shantung og Shansi hafa Japanar
nýlega reynt „jarðsvíði-aðferðina"
og brent þorpin ofan af l'lýjandi
fólki, sem hafði hjálpað smáskæru-
flokkum um mat og húsaskjól. En
í Shanghai liafa þeir lagt mikla
stund á, að fá Kínverjana til að
sætta sig við leppstjórn þá, er þeir
hafa komið á fót þar.
Til þess að komast að raun uin,
hversu vel þeim verði ágengt í að
afvegaleiða þjóðina, liafa þeir tek-
ið það ráð, að bregða upp myndum
af ýmsum stórmennum, á tjald kvik-
myndahúsanna. Fólk, sem var að
horfa á „Blóð og sand“ í kvikmynda-
húsi, varð heldur en ekki forviða,
þegar andlitin á Tyrone Power og
Bita Hayworth hurfu og í staðinn
kom mynd þjóðhetjunnar dr. Sun
Yat-sen. Sem snöggvast kom fát a
fólkið, en svo klappaði það. Þegar
andlit Cliiang Kai-shek birtist ætl-
aði alt um koll að keyra af fagnað-
arlátum. Svo kom Wang, Japana-
leppurinn í Slianghai. Enginn klapp-
aði en mðrgir fussuðu og sveiuðu. —
Allstaðar reyndu Japanar að bjarga
hinum brendu mannvirkjum, sem
fólk skildi eftir er það flýði. Einn
flóttamaðurinn giskaði á, að svo
mikið hefði verið eyðilagt af olíu-
lindum í Burma og Indlandseyjum,
að það mundi verða sex mánaða
verk fyrir Japana, að ná nægilegri
oliu úr þessum lindum á ný. Öðrum
flóttamanni taldist svo til, að um
18% af stálframleiðslu Japana mundi
Jiurfa til þess að bora olíulindirnar
upp aftur.
Fimtíu og fimm skipuin hafði ver-
ið sökt á liöfninni í Batavíu, að því
er Japanar sjálfir skýrðu frá. Þeir
sögðu að Jjað hefði kostað „50 daga
strit“ að gera höfnina færa handa
skipum, sem voru yfir 10.000 smá-
lestir. í liöfninni í Surabaya verða
þeir að ná upp 219 skipum, og
komast að jafnaði yfir eitt skip á
dag.
Japanar hafa fengið offylli sína
af gúmmí, kryddvöru og tini
miklu meira en þeir geta notað. Þeir
hafa nú á valdi sínu 7.5 milj. ekrur
af 8.4 miljón ekrum með gúrnini-
trje, alls í heiminum, og mikið af
þeim er óbrunnið. Af þessu geta
þeir alls ekki starfrækt nema 15%.
Þjóðverjar gætu starfrækt mikið af
gúmmíekrunum, ef þeir næðu til
Jieirra.
Allsstaðar prjedikuðu Japanar, að
íbúarnir væru miklu sælli nú, en
þeir voru undir stjórn hvítra manna,
en allstaðar rendu íbúarnir augun-
um til baka lil hvítra manna stjórn-
ar, eins og hún væri hin týnda
Paradís. Vegna þess að nú voru
inarkaðirnir i vesturlöndum glatað-
ir þá mistu íbúarnir atvinnu sína,
hundruðum þúsunda saman. Þeir
sveltu og mögluðu. Þeir horfðu á,
að hrisgrjónin þeirra voru tekiii af
þeim fyrir augunum á þeim, og send
öðrum á ,,samblómgvunar-svæðinu“
(þ. e. til Japan). Einu örðugleikar
Japana á því að safna að sjer mat,
voru þeir að þá vantaði skip undir
herfangið.
Time, 27. júlí.