Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1942, Qupperneq 12

Fálkinn - 25.09.1942, Qupperneq 12
12 FÁLKINN Louis Bromfield: 26 AULASTAÐIR. ,JTæja“, sagði hann, „þá er það Sjana og Tumi. Mjer finst það svo miklu vinalegra.“ „Jeg hjelt ekki, að það gerði mikinn inis- niun í þínum augum.“ „Jú, það gerir einmit.t fjandans mikinri mismun!“ Það var hr. Ríkharðs sjálfur, sem hreytti dagsetningu krossferðarinnar, sem hafði verið ákveðin þann þriðja mánaðarins, en það var daginn eftir að biðdómur hans var útrunninn, og það þótti frú Lýðs sjer- lega sniðuglega tilfundið. En þegar vika var eftir, kom hann til hennar og sagði: „Mjer liefir dottið annað betra i lnig.“ „Hvað er það?“ ,Er ekki árshátíðin, sem Dorti gamli heldur Demókrötunum sínuin, ákveðin þann sjötta?“ „Jú, rjett.“ „Þá finst mjer við ættum að hleypa fyrstu skotunum af þann fimta, að kvöldi. Hvað finst yður?“ Hún liugsaði sig ofurlítið um. „Þá kemst hlaðið ekki til sveitakaupendanna fvrr en þann sjötta.“ „Það gerir ekki svo mjög til. Við eigum sveitamennina vísa, en það er borgin, sem hlýtur að verða aðalatriðið fyrir okkur.“ „Þetta er víst rjett hjá yður,“ sagði hún. „Eins og vant er,“ bætti hún við. Og við nánari athugun sá hún lika, að þetta var ágætis hugmynd. Tveim dögum fyrir árshátíðina tilkynti Gunnfáninn, í ritstjórnargrein, að hinn fimta þ. m. myndi hefjast nýung í blaðinu, þ. e. skáldsaga eftir frú V. Lýðs, bygð á sögu Flesjuborgar. Þessi saga myndi kóma í blaðinu á hverjum degi og vafalausl vekja áliuga, ekki einungis eldra fólksins, sem væri þetta efni sjerstaklega lmgstætt, lieldur og yngri kynslóðarinnar, sem heíði enga hugmynd um erviðleika frumbyggj- anna, líf þeirra, glæsileik og sigurvinninga. Tilkynningin var ísmeygilega orðuð, enda var henni ætlað að gefa óaldarflokki Dorta gamla hitann í haldið og gefa þeim grun — án þess að nefna neinar staðreyndir — um það, að eitthvað alvarlegt væri á sevði, en þó ekkert svo ákveðið, að á því vrði haft á neinn hátt. • Allan daginn þann fimta mánaðarins, var sýnilega eittlivað mikið um að vera í húsa- kynnum Gunnfánas. Nú var ekki lengur liægt að varðveita leyndarmálið um herför- ina. Jafnvel vjelsetjararnir urðu steini lostnir er þeir sáu livað þeim var ætlað að setja. Zimmermann gamli, sem setti fyrir sagnirnar rendi niður tóbaksleginum í ó- gáti, af undrun, er hann las handritin. Niðri i stofunni sat Marta, alveg á náluin, og setti upp dularfullan svip við jiá, sein komu jiangað að borga eittbvað inn. Villi fjekk sjer einn eða tvo „gráa“ úr neðstu skúffunni, til jiess að halda uppi hugrekk- inu, og um miðjan eftirmiðdaginn, sagði hann við frú Lýðs: „Nú verður uppistand i fjósaborginni, skal jeg bölva mjer upp á.“ Hvað snerti frú Lýðs sjálfa, þá var hún með hjartslátt allan daginn, af óró. og eftirvæntingu. IJún hafði aldrei á ævi sinni gert ketti mein, og nú var hún að hefja árásarstríð á voldugast óaldarflokkinn í borginni, fyrr og siðar. Hún var brædd og skömmustuleg, rjett eins og hún liefði framið glæp og biði nú eftir því að verða tekin föst. Hr. Ríkharðs var sá eini, sem gekk að verki sínu, eins og ekkert hefði i skorist, rólega og einbeittlega, og enginn nema Sjana gat sjeð glampann, sem var í blá- gráu augunum, og mintist Jiá þess, sem hann hafði sagt við liana fyrir skemstu, að ekki væri altaf liægt að sjá á svip manns, hvað honum væri í liuga. Eftir jivi sem á daginn leið, fann liún, að hún hafði auga með honum, rjett eins og hún væri töfruð, og hissa á jiví, að hann skyldi leggja svona mikið í sölurnar fyrir ójiekta borg, sem honum' mátti standa hjartanlega á sama um. En þessi athugun á hr. Rík- harðs gaf henni ofurlitla tilbreytingu, því ekkert beyrðist enn frá Kobba og vonin um að fá boðið frá honum, fór minkandi með hverri stund, sem leið. Nú var hún orðin þess fullviss, að Kobbi mundi skoða herförina, sem persónulega ofsókn gegn sjer sjálfum, enda þótt allri meginsókn- inni væri beint gegn föður hans, og ekki nóg með jiað, heldur myndi bann halda, að þetta væri samsæri, sem hún og hr. Ríkharðs stæðu fyrir í fjelagi. Nú var orð- ið of seint að iðrast, jafnvel þótt frænlca liennar og hr. Rikharðs væru reiðubúin lil að liætta við alt saman á elleftu stundu. Og þrátt fyrir þetta alt, hafði hún ofur- lítinn vonarneista, alt fram til klukkan fimm, um það, að Kobbi myndi koma eða hringja og bjóða henni á árshátíðina. En klukkkan kortjer yfir fimm, þegar Marta kom upp með fyrstu eintökin af blaðinu hálfblautu í hendinni, með sigur- bros á vör, harðnaði lijarta Sjönu. Kobbi hafði engin boð gert henni, og það Þýddi jiá, að alt var búið milli þeirra. Hann hafði j)á aldrei kært sig neitt um hana fyrir alvöru, og kærði sig nú eklcert um að sættast við liana. Hún hafði j)á lifað í sjálfsblekkingu, allan þennan langa tíma, hafði talið sjer trú um, að hann elskaði hana, hafði verið bjáni. Og nú sá hún eins- konar líkingarmynd þar sem blaðið var, hangandi í hendinni á Mörtu, eins langt burt frá henni og hægt var, til þess að ata ekki upphlutinn hennar. Blaðið var tilbú- ið og þarna var í Gunnfánanum árás lir. Ríkharðs á Dorta gamla. Þetta varð að minsta kosti ekki aftur tekið. Blaðastrák- arnir voru Jiegar komnir út á götuna. Krossferðin var liafin. Og alt búið að vera milli J)eirra Kobba. Henni bálfóaði við ])ví að sjá blauta svertuna á blaðinu. Hún herti sig upp og gekk til hinna, til þess að athuga hlaðið. Frjettirnar voru að engu leyti merkilegar. Nú var það bara ritstjórnarsíðan og síðan andspænis henni. Efst á ritstjórnarsíðunni var manndráps- fyrirsögn svo hljóðandi: „HVAÐ ÆTLA ÍBÚAR FLESJUBORGAR AÐ HAFAST AÐ I MÁLINU?“ og rjett neðan við þessa fyrirsögn var ritstjórnargreinin, eftir hr. Ríkharðs. Hún hófst með almennri útlist- un á ástandinu í borginni, og beindi at- hygli manna að þeirri staðreynd, að sök- um J)ess að borgarar Flesjuborgar hefði látið sína eigin stjórn afskiftalausa, hefði hún farið dagversnandi, J)angað til að nú væri hún orðin sem óþefur í nösum allra og smánarblettur á öllum Suðvesturríkj- unum. Gunnfáninn liefði verið að rann- saka málið, og ætlaði nú í nokkrum rit- stjórnargreinum að leiða í ljós spillinguna, sem borgararnir ættu við að búa, og nú hjeti hann á alla heiðarlega borgara Flesjuborgar að sameinast og berjast gegn henni. Sjálfur skyldi Gunnfáninn veita alt það lið, sem honum væri auðið. Það, sem borgin Jiarfnaðist, væri ný og betri sam- eining Demókratanna. Undir þessum inngangi koniu sjerstakar greinar, liver með sinni fyrirsögn, svo sem: „Hvernig fangavinnan er keypt og seld,“ — „Nýja Jiakið á dómhúsinu," — „Nýja vatnsveitan,“ — „Skolpræsin í vesturbæn- um,“ — „Franlínsstræti.“ Á hinni síðunni kom fyrsti kaflinn af skáldsögu frú Lýðs, „ENDUR FYRIR LÖNGU“. Sagan leit fallega út á blaðsið- unni, og á meðan frúin var að lesa rit- stjórnargreinarnar á hinni síðunni, gat liún ekki annað en skotrað augunum til sög- unnar og aðallega til síns eigin nafns, sem stóð undir fyrirsögninni, stórum stöfum. Loksins var hún orðin rithofundur! Snöggvast greip hana sú eigingirni að telja það merkilegra en krossferðina. Ált í einu brosti Zimmermann, sem ann- ars var svo þögull, gerði smell með tóbaks- ötuðum vörunum og sagði: „Þetta er mátu- legt á þá!“ Villi Frikk varð fyrir svörum: „Það er nú byrjað en ekki búið. Bardaginn er rjett aðeins byrjaður og þá J)ekki jeg Flesjuborg illa ef ekki gerist eitthvað sögulegt, áður en um lýkur, því að þar eru meiri bar- dagamenn en í nokkurri annari borg í Suðvesturríkjunum.“ Frú Lýðs leit með undrunarsvip á hr. Ríkbarðs, en bann virtist ekki vera i nein- um cesingi, rjett eins og ekkert væri uni að vera, lieldur horfði liann aðeins á greinina gegnum gleraugun. Sjana horfði á hann líka, með aðdánun, en samtímis hataði liún liann fyrir að vera svona dug- legur. Frú Lýðs spurði með veikri röddu: „Hvernig gátuð þjer fengið allar þessar upplýsingar?“ Hr. Ríkharðs leit upp eins og liann væri hissa og svaraði: „ Sumt sögðuð þjer mjer sjálf, sumt fjekk jeg lijá Gasa-Maríu og svo útvegaði ríkisstjórinn mjer tvo snuðr- ara, sem jeg sagði yður ekki einu sinni af.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.