Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.10.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N t'--jf-ív&HiHí v-ý ; ;v: Konunqur og drolning heimsækja verkamenn við skipasmíðastöðvar. Mary ekjkjudrotning er nú 75 ára en kemur þó oft á mannamót. II. Konungdæmið í Bretlandi KONUNGURINN OG ÞJÓÐIN Undirstaða konungsdæmisins í Bretlandi er í þvi fólgin, að það er vinsælt, eða öllu heldur J)jóðlec/l (popular) í uppruna- Iegri merkingu þess orðs. Bret- ar vilja fúslega sjá konungs- fjölskyldu sína sem oftast, og þær konungsfjölskyldur hafa orðið vinsælastar, sem hafa lát- ið sjer þykja vænst um að koma sem oftast fram meðal almenn- ings. Sú fyrirmynd, sem vitrir Bretakonungar gleyma aldrei, er fengin frá Charles II. þegar hann gekk um við tjarnirnar í St. James Park og gaf öndun- um í garðinum mat, svo að allir gætu verið áhorfendur að ]iví sem vildu, þó að vitanlega geli breyttar aðstæður gert hreyt- ingar á slíkum siðum. Edward konungur VII. átli mikið af vinsældum sínum þvi að þakka, hve gaman hann auðsjáanlega hafði af því að koma fram á almannafæri, og' George V. hefði aldrei reynst þess megn- ugur að vinna þjóð sinni það gagn sem hann gerði, ef hann hefði ekki ,áunnið sjer traust og vinsældir með því að vera jafnan viðstaddur íþróttahátíð- ir þjóðarinnar þegar hann gat komið því við. í þessu sambandi má benda á það, sem einkennilegt fvrir- brigði í skapgerð ensku þjóð- arinnar, að þegar Victoría drotning dró sig i hlje frá opin- beru lífi árum saman, eftir að hún misti mann sinn, þá hefði það átt að verða til þess að ala á ákveðinni lýðveldishreyfingu I ÞeSSARI GREIN SKÝRIR SIR CHARLES PETRIE FRÁ ÞEIM STERKU BÖNDUM, SEM TENGJA KON- UNG OG ÞJÓÐ SAMAN, OG HVERNIG FRAMKOMA NÚVERANDI KONUNGSHJÓNA HEFIR STYRKT ÞAU BÖND. í landinu, þó að bún yrði skammæ. Hvorki fræðilega eða í verkinu má konungsættin í Bretlandi ekki á nokkurn liátt einangra sig frá þjóðinni, og tilraunir þær, sem liinir fyrstu ensku konungar af Hannovers- ættinni gerðu i þessa átt, voru ekki sú minsta af mörgum á- stæðum þess, að þeir urðu óvin- sælir. En frá þvi augnabliki að þau tóku við völdum og sjer- staldega síðan styrjöldin hófst, liafa núverandi konungur og drotning sýnt sjerstaklega mik- inn vilja á þvi, að nota sem flest tækifæri til þess, að kynn- asl almenningi af eigin reynd og umgangasl bann. Hii-ðin hef-ir smátt og smátt Iagt stund á að íbuga þessar tilfinningar, og yfirleitt hafa menn fagnað þessum vilja kon- ungshjónanna mjög. Þetta er ekki að litlu leyti að þakka hispursleysi Edwards VII., ])ví að þegar hann útrýmdi smám- saman ýmsum þeim birðsiðum, sem voru við lýði í tið móður bans og bún hafði á framkomu sinni við þjóðina, þá víkkaði hann í rauninni mjög mikið grundvöll þann, sem sjálft kon- ungsdæmið hvílir á. í því efni hefir sjálfur konungurinn orðið allri þjóðinni til fyrirmyndar. Höfðingjastjettin á límum Victoríu drotningar fyrirleil mjög það, sem hún kallaði verslun og í sögum Trollopés má finna óteljandi dæmi um slíka hleypidóma. hin tilviljun- in var sú, að þetta var fremur órökrjett aðstaða af hálfu liinna svonefndu höfðingja, þegar á það er litið, að flestir þeiria voru börn eða barnabörn iðju- hölda og þeirra, sem auðgast höfðu á stjórnarbyltingunni og Napoleonsstyrjöldunum. Ed- ward VII. og sonur hans beyttu sjer gegn slíkri heimsku. Undir rikisstjórn þeirra voru konung- arnir ólatir á að sýna þeim beiður, sem sýndu sig verðugá þess, bver svo sem uppruhi þeirra var. Erfðayenjan er ákveðin 'i þeim kafla stjórnarskrárinnar, sem kallaður er „Petition of Right“. Gamla kenningin, að konungurinn geli ekki gert það sem rangt er, og sá tilbúningur að dómstólarnir sjeu einskonar eign konungsins, hafa þau á- hrif, að þegninum er ömögu- legt að lögsækja konunginn, þó að liann sje órjetti beittur. Þessvegna komst „Petition of RigHt“ á. Það er vert að veita því athjrgli, að henni er aðeins beitt þegar tilkall er gert til bóta fyi’ir vanliöld á samning- um, eða fyrir verðmæti, sein krúnan hefir slegið eign sinni á. Þegar einhver embættismað- ur konungs liefir framið rang- læti verður hann sjálfur að svara til sakar, Konungstignin í Bretlandi kostar þann, sem liana hreppir, óendanlega margar skyldur. Á friðartímum er konunguripn líklega eini maðurinn í landinu, sem áldrei á verulegan frída’g og getur verið laus við dagleg- ar skvldur. Og á ófriðartínnnn bundraðfaldast skyldúr bans. Og svo verður hann að fylgj- asl með öllum aðgerðum þjóð- arinnar. Á einum og sama degi verður hann að taka á inóti fólki með allskonar erindum og gjörólíkum sjónarmiðum, og ræða málefni við fólk, sem hvert um sig flytur við hann málefni, sem það er sjei*stak- lega kunnugt. Margt af þessu fólki hefir aldrei talað við kon- unginn áður og býst eltki við að tala við hann oftar á æfinni; þessvegna ræður ]iessi stutta kynning æfilöngum áhrifum, og það er mikilsvert, að þau áhrif, sem það fær af konunginum, verði góð. Jafnframt er það mikils virði, að konungurinn geti á stuttri stund, kynt sjer sem best það málefni, sem flútt er við hann, en það er skiljan- lega erfitt hlutverk. Við þetta bætist svo á friðar- tímum allar „serímoníurnar“, sem loðað hafa við konungs- dæmið og hinir ytri siðir, sem enn eru í liefð að nokkru leyti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.