Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1943, Side 4

Fálkinn - 19.02.1943, Side 4
4 F Á L K I N N Námubær i dal í Wales. Harloch-kastali í Wales. 1 baksún sjást Snowdenfjöllin. WALES FJALLALANDIÐ Eftir James Hanley WALES ER AÐEINS KRINGUM 20.000 FERKÍLÖMETR- AR AÐ STÆRÐ, OG ÞVl TILTÖLULEGA LÍTILL HLUTI AF BRETLANDSEYJUM. EN ÞAR BÝR FÓLK, SEM ÞYKIR EF TIL VILL VÆNNA UM LANDIÐ SITT, EN NOKKURRI ÞEIRRA ÞJÓÐA, SEM BRETLANDSEYJ- AR BYGGJA. ENDA ER LANDSLAG I WALES STÓRUM TILBREYTENGAMEIRA EN I ENGLANDI. OG FJÖLL- IN I WALES ERU LAÐANDI, ÞÓ AÐ ÞAU SJEU EKKI HRIKALEG. í GREININNI, SEM FER HJER Á EFTIR, GEFUR HENN KUNNI RITHÖFUNDUR JAMES HAN- LEY, STUTTA LÝSENGU Á LANDENU OG IBÚUM ÞESS OG SÖGU. Wales er lítið land, en þar er mikið af stöðum, sem eiga sögu. Oft er talað um Wales sem „land þjóðar sinnar“, og sagt er að Walesbúinn kunni ekki að ganga nema á brekkuna eða undan henni, og að hann ætlist til að sjá fjöll, þegar hann horfir frá sjer. I Wales brosa hæðir við fólkinu, en fjöllin gera ekki meira en að ýgla brúnum í fjarska. Og orðtakið segir þess- vegna, að fjöllin sjeu stór, en mennirnir litlir. Walesbúar vita um fjöllin sín, þeir vita um að þau eru hrjóstug og harðlynd. Þeir þekkja leiðirnar upp á skörð- in og tindana. Þeim finst tind- urinn ná upp til himna, eða * hverfa út í ómælis fjarlægð, eða ókunnugt rými þokunnar. Þessi fjöll eru þakin snjó þrjá fjórðunga ársins en við rætur þeirra eru grænir dalir, vötn og beljandi ár, silfurglitrandi foss- ar, þögul og hljóð vötn, sem með bliki sínu biðja um að horfa á sig. Hálsarnir og fjöll- in eru heimkynni geita, úti- gönguhesta, sem eru smávaxnir, og harðfengasta fjárkynsins i veröldinni, dýra. sem virðast ekki þurfa neitt til að lifa af, en lifa samt og eiga góða daga, þrífast vel og eru hraust. Wales er land hálsanna og fjallanna, en það er líka land besta sauða- ketsins í veröldinni. Og Wales- búinn er státinn af þessu. Land hans er lítið, en það eru ekki fáir, sem hann getur gefið að eta! Náttúrufegurðin í Wales hef- ir talsvert svipuð áhrif á gest- ina og Sviss hefir. I raun og veru er Wales smækkuð mynd af heimkynnum Svisslendinga. Og á víð og dreif um landið eru hinir gömlu og fornfrægu kastalar og aðrir sögustaðir, sem minna á höfðingja og her- toga fornra daga. Enginn þekkir betur forna sögu sína en Walesbúinn, ekk- ert land er samvaxnara íbúa sínum en Wales er, og enginn mað'ur skygnari á sína eigin ættjörð. Wales er smábænda- land, og þjóð þess þarf að leggja mikið á sig til þess að hafa sæmilega ofan af fyrir sjer. Svipar landinu að þvi leyti allmjög til Norðurlanda. Og þó að komumanni virðist þetta land stundum all kulda- legt álitum, þá er þarna hlýja og hiti, í huga og sál fólksins. Eitt einkenni Walesbúa er það, að þeir hafa öllu meira gaman af að syngja en tala. Walesbú- inn syngur við vinnu sína og hann syngur einiiig í tómstund- unum. Hann er guðrækinn og trúaður og mjög íhaldssamur að því er snertir skoðanir á guðdómnum, og vill ekki víkja frá arfleifð feðra sinna hvað það snertir. Hann er góðlynd- ur og glaðlyndur, hefir einkar gaman af þjóðsögum, einkum ef þær segja frá kostum sögu- hetjanna en ekki löstum. Það er ekki hægt að kynnast Walesbúanum að fullu nema með því móti að sækja hann heim, og tala við hann lengi, og til þess að skygnast i sál hans þarf hann að fá það álit á gestinum, að harin sje þess verður að tala við hann. Þar á manngildi að mæta manngildi. Húsin í Wales eru bygð úr grjóti, enda er Wales grjótsins land. Kirkjurnar og samkomu- húsin líka. Þegar inn er komið reynast húsakynnin íburðar- r *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.