Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1943, Page 8

Fálkinn - 19.02.1943, Page 8
8 F A L K 1 N N Gaston Rageaut: Hvíti silkikjóllinn A Ð stoðaði . ekki hót, þó að Odette Melville tönlaðist á því sí og æ, að enginn gæti rnist vitið út af ástamálum. — Hvað sem öðru leið, þá var sál- arfriður hennar á bak og burt. Hún hafði gersamlega mist jafn- vægið, þegar bún af tilviljun hlustaði á svolátandi samræðu: „Hafið þjer heyrt, að hann Bernard Jaubert sje kominn á geðveikrahælið í Saint-Anne?“ „Nei, jeg hjelt hann væri á ferðalagi og ætlaði að verða lengi.“ „Ónei, hann er kominn aftur, og rjett á eftir þyrmdi yfir hann!“ Þegar Odette heyrði þetta hugsaði hún sem svo, fyrst í stað, að heppni liefði það verið,- að hún skyldi ekki liafa giftst þessúm manni, sem nú var kom- inn á geðveikrahæli. ✓ Síðan hafði hún smátt og smátt farið að ryfja upp fyrir sjer livers virði nafnið Bernard Haubert hefði verið henni einu sinni, og hugur hennar kafaði ofan í djúp endurminninganna frá löngu liðnum dögum. Bernard Jaubert hafði verið ástfanginn af henni frá því að þau voru hæði á barnsaldri. Þau höfðu alist upp saman, og litla stúlkan hafði trúað ást- fangna drengnum fyrir öllum gleðiefnum sinum og áhvggjum.. Þau höfðu alist upp eins og þau væi-u hvert öðru heitin, undir eftirliti foreldra sinna — eins og unnendur, sem bíða þess að verða nógu gömul til að giftast. En hvernig hafði Odette þá getað gleymt öllum þeim sönn- unum fyrir flekklausri ást Bern- ards, árum saman, þegar hún hitti ríka fjármálamanninn Melville? En hvað sem öðru líður, þá er það staðreynd, að þegar Odette var orðin» tvítug hafði hún umsvifalaust og formála- laust endursent Bernard öll við- kvæmu ástarbrjefin, sem hann hafði sent henni, og rofið alt samband við hann að fullu og öllu. Hún hafði orðið heilluð og upp með sjer af tilboðinu, sem maðurinn er var helmingi eldri en hún, hafði gert henni, og svikið unnusta sinn frá bernsku- og æskuárunum, til þess að verða rík og fá færi til að láta taka eftir sjer i sam- kvæmislifinu í Paris. Hann hafði hvorki reiðst nje kvartað......... Hann hafði horfið, þegjandi og hljóðalaust, og það fyrsta, sem hún hafði heyrt af honuin langa lengi var þetta samtal tveggja manna i salarkynnum hennar. í þrjá daga hafði hún látláust rannsakað tilfinningai' sínar, og henni kom það dálítið kvnlega fyrir sjónir, að hún fann til samviskubits og eii’ðarleysis, þó að hún vildi ekki játa þetta fyrir sjálfri sjer. Þegar dimma tók varð hún gagntekin af óró og kvíða og henni kom ekki dúr á auga alla nóttina. Jafnvel undir morgun- inn hafði hún ekki getað not- ið þeirrar hvíldar, sem svo oft veitir huganum frið og hvíld, um leið og birta tekur á glugg- anum af aftureldingunni. Hún bylti sjer í rúminu, and- vaka, og sóttheit, og blóðið ham- aðist í æðunum á gagnaugunum eins og höfuðið ætlaði að springa. Stundum fanst henni eins og hún væri lirifin af ósýnilegum armleggjum, sem bæru hana á burt, og í myrkrinu fanst henni hún heyra raddir, eins og vesl- ings geðveiki maðurinn væri að kalla til hennar af hælinu, sem honum hafði verið komið fyrir á. „En livað þú ert föl, elskan mín,“ sagði Melville við hana um morguninn. Odette mintist þess, að hún þekti einn læknirinn á geð- veikrahælinu. Hann hjet Court- ois-Bonnard. Hún hringdi á þernuna sína, til þess að láta hana liða á sjer hárið og hjálpa sjer í fötin. Síðan ætlaði hún að ganga út um stund til þess að verða ró- legri. Hún hafði aðeins gengið stutta stund, er hún kallaði á leigu- vagn: „Akið á geðveikrahælið í Saint-Anne!“ Vagninn nam staðar fyrir utan lokað járngrindahlið, og hún gekk inn gegnum garðana milli þessara miklu húsaþyrp- inga, sem svipar bæði til hallar, sjúkralmss og klausturs í senn. Ró og friður hvílir yfir öllu — stórbrotin og hlutlaus umgerð um sársauka og þjáningar allra þeirra, sem þarna dvelja., Handan við garðana var ofur- lítill skáli, einn sjer, og þar var Courtois-Bonnard önnum kafinn við einhverjar rannsóknir, á- samt uijdirlæknum sínum. Odette beið stundarkorn í bið- stofunni. Læknirinn tók henni vinsam- lega, en heldur ekki meir. „Mig langar til að minnast á hr. Bernard Jaubert við yður,“ sagði hún hálf yandræðalega. „Jú, hann var innritaður hjer fyrir viku, frú,“ svaraði læknir- inn. „Mig langaði til að vita hvern- ig honum liði?“ Læknirinn dró við sig svarið. „Við vorum mjög góðir kunn- ingjár í gamla daga,“ bætti Odette við og lagði áherslu á orðin ...... „Foreldrar okkar voru mjög miklir vinir .... Og jeg veit, að hann á ekki neina fjölskyldu framar.“ „Úr því að svona stendur á, frú,“ svaraði læknirinn, „þá get jeg sagt yður það, að sjúkdóm- ur Jauberts er mjög alvarlegur. Það er eins og hann sje altaf að bíða eftir einhverju. Og þeg- ar hann verður óþolinmóður og finst hann hafa beðið of lengi eftir þvi, sem hann þráir, þá fær hann afleit köst. Hann fyllist takmarkalauri örvænt- ingu, verður svo reiður og græt- ur í sífellu.“ „Þetta er hræðilegt,“ andvarp- aði Odette. Svo herti hún upp hugann og spurði: „En ástæðan til þessa .... vitið þjer hana, læknir?“ „Það virðist svo, frú, sem vinur yðar hafi lifað mjög ein- kennilegu lífi síðustu þrjú árin. Hann hefir sökt sjer niður í ýmsar mjög óvenjulegar vís- indarannsóknir, og suður í Afr- íku fjekk hann mýraköldu. En ástæðunnar til þess hvernig hann er orðinn núna,,mun helst mega leita í einhverri geðshræringu, sem hann hefir orðið fyrir fyr- ir mörgum árum, og það lítur helst út fyrir, að þetta hafi gerst um líkt leyti og hann byrjaði að ferðast .... að því er jeg held helst, þá er það hjarta- pjúkdómur, sem hefir hrakið hann í útlegð. ÍJr því að þjer hafið. þekt þennan sjúkling minn, frú, þá getið þjer máske sagt mjer einhver deili á þessu?‘ Odette svaraði ekki. Við hvert orð, sem læknirinn sagði, fanst liermi dynja á sjer ásökun um hina hræðilegu á- byrgð, sem á henni hvíidl .... henni fanst hjartað ætla að springa. Hún sat eins og steingerfing- ur með hendurnar í kjöltunni og starði fast út í bláinn. Alt i einu kom svimi yfir hana, hún stóð upp og með mestu erfiðismunum tókst henni að koma þessum orðum jrfir varirnar: „Get jeg fengið að sjá hann?“ „Jeg býst ekki við, að neitt sje því til fyrirstöðu,” sagði læknirinn þýðlega. Hann stóð upp og lagði fyrir varðmann að sækja Bernard Jaubert. Geðveiki maðurinn var snyrti- lega búinn, en hár hans og skegg var orðið mjög sítt. Föll andlitið og slapandi kinnarnar, og sinabefar, hvítar hendurnar lýslu því betur en orð, að sjúkl- ingurinn var haldinn bæði arrd- legri og likamlegri lömun. Hann brosti til læknisins um 1 leið og hann kom til hans. Læknirinn benti á gestinn. — „Þekkið þjer þessa frú?“ „Nei, jeg þekki hana ekki.“ Bernhard Jaubert hafði snúið sjer að Odette og liorft á hana. Það var eins *og hin mildu en sljóu augu hans skynjuðu elcki það, sem þau höfðu litið á; svipurinn lýsti sömu áhuga- lausu rónni og áður og ekki bærðist nokkur vöðvi í andliti hans er hann heilsaði Odette hæv.ersklega með handabandi. * „Þjer erðuð kona,‘‘ sagði hann hægt. „Þjer hafið falleg augu .... og jeg get lesið i þeim, að þjer .liafið einliverntíma gert einhverjum manni ilt .... en ekki veit jeg hver hann er .... Ef til vill eruð þjer komin hing- að til þess að gera mjer ift .... En þjer getið ekki gert mjer neitt ill .... !“ Svo þagði liann um stund, slepti hendi Odette og bandaði út höndunum, eins og hann væri að reyna að reka einhverja ósýnilega anda á burt. Síðan hjelt hann áfram: „Jeg þekti líka einu sinni konu .... Jeg sá hana einu sinni i kirlcju, hún var i hvítum lcjól .... Sið- an hefi jeg leitað liennar all- staðar, allstaðar erlendis .... Jeg hefi ekki fundið hana .... En nú veit jeg, að hún kemur

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.