Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1943, Síða 12

Fálkinn - 19.02.1943, Síða 12
12 F Á L K 1 N N Louis Bromfield: 45 AULASTAÐIR. frjettirnar, en vissi hinsvegar, að ef for- vitni Öddn yrði ekki svalað, myndi hún fá í sig „vesöld“ og ganga um stynjandi all- an daginn, og draga á eftir sjer lappirnar. Hún flýtti sjer því að ljúka sögunni, með öllum þeim úrfellingum, sem hún sá sjer fært, en það þýddi hara ekkert, þvi að Adda’ fylgdist svo vel með, að liún fann þegar á sjer, ef g'öt urðu á frásögnmni og og sagði þá: „Hversvegna?“ „hvernig“ og „hvenær“„ svo að frúin varð brátt þreytt. Þegar liún loks hafði svalað Öddu, nokk- urnveginn, spurði Adda: „Og livað verður svo um Sjönu? Er hún hætt við strákinn?“ „Jeg veit ekki,“ svaraði frú Lýðs. ,Það er skönnn að því, ef hún ætlar að halda áfram með hann,“ sagði Adda. Frú Lýðs hugsaði sig snöggvast um, og sagði síðan: „Hefir þú aldrei sjálf verið ástfangin?“ „Jú,“ svaraði Adda og kendi löngunar í málrómnum. „En það er svo langt síðan.“ „Hversvegna giftistu Sam?“ „Af því að jeg elskaði hann. Ó, jeg var alveg vitlaus í þeim manni.“ „Og þó var hann ekki annað en svartur iðjuleysingi af Árbakkanum.“ „Það er satt, iðjuleysingi var hann, en hann var nú samt alveg sjerstakur Ár- hakka-svertingi.“ „Já og Kobbi Dorta er alveg sjerstakur íri. Nú lætur þú Sjönu alveg afskiftalausa.41 „Já, jeg skal reyna að muna það. Það er eins og þjer setjið málið fram á nýjan hátt.“ Síðan yfirgaf Adda hana og hristi gráa hausinn, en frúin setti á sig hattinn og flýtti sjer til skrifstofunnar. En þar fjekk hún annað og meira að hugsa um. Marta Frikk var uppi og beið hennar þar. Ilún kom með undrunar og skelfingarsvip á andlitinu og hjelt í stíf- um handlegg á nafnspjaldinu. „Hjer er herra að finna yður,“ sagði hún, og frú Lýðs varð næstum hrædd við allan hátíðasvip- in Mörlu. „Kannske þetta sje einhver frá Sambandslögregluhní?“ liugsaði hún með sjer. Siðan las hún á spjaldið og á þvi stóð JOHN M. BURNIiAM og svo nöfn á einum 7—8 blöðum fyrir neðan. Þegar frúin leit upp aftur, sagði Marta: „Hann hlýtur að vera frá Burnshamblaða- hringnum.44 „Hvað ætli hann vilji hingað?44 „Kannske hann hafi heyrt um það, sem hjer hefir verið að gerast og vilji nú kaupa Gunnfánann?44 „Kannske,’4 sagði frú Lýðs. „Segðu hon- um strax að koma hingað. Við getum ekki látið svona mann bíða.“ Nú greip spenningurinn frú Lýðs helj- artökum. Hún fjekk hálfgerðan svima og var meira en að liugsa um að biðja Villa Frikk um „einn lítinn“. En hún haf'ði engan tíma lil þess. Hún varð að laga til á borðinu sínu. Hvað ætli svona mikill maðui: hugsaði ef hann sæi, hvernig það liti út? Hún opn- aði skúffurnar í snarkasti og rótaði blöðun- um niður í þær, eins og' þau komu fyrir. Síðan dustaði liún borðplötuna með vasa- klútnum sínum og meira að segja spýlti á hann, til þess að ná burt blekbletti, sem þar hafði komið, þegar hlekhyttan fór um koll. Ilún reyndi að koma óþæga hárinu á sjer í eitthvert lag og lagaði á sjer krag- ann. Meira var ekki hægt að gera. því nú kom Marta með gestinn og sagði með auð- mýkt: „Þetta er frú Lýðs, hr. Burnham.44 Frú Lýðs tók á öllum kröftum sínum til þess að stilla sig og láta ekki á óró sinni bera. „Góðan daginn,44 sagði hún. „Má ekki bjóða yður sæti?44 „Þakka yður fyrir.“ Hún tók, eins og kvenfólki er títt, að mæla gestinn og vega. Þetta var laglegur og myndarlegur maður, um hálfsextugt, með karlmannlegt andlil og stálgrá augu. Nú varð ofurlítil, en vandræðaleg þögn, þangað til hinn mikli hr. Burnham sagði: „Jeg var staddur í St. Louis og datt í hug að heilsa upp á son minn, úr því jeg var staddur svona nærri.44 „Já, einmitt,44 svaraði frú Lýðs, sem vissi ekki upp nje niður, en vildi þó elcki gera það uppskátt. „Það er orðið dálítið síðan jeg hefi.heyrt af honum. Þjer skiljið, við urðum dálítið ósáttir, sumpart út af stjórnmálum og sum- part út af rekstri blaða. Hann ákvað því að verða sjálfs sin um stundar sakir. Þjer hafið sjálfsagt orðið þess varar, að hann er dálitið róttækur .... eða rjettara sagt hreinn bolsi.44 Snöggvast hjelt frú Lýðs, að hún væri að verða vitlaus. Meira að segja, að hún væri þegar orðin vitlaus og, að alt, sem skeð hafði síðustu mánuðina, væri ekki annað en stór skynvilla. En eitthvað varð hún að segja, og hinsvegar gat hún ekki lengur látist fylgjast með, án þess að verða sjer til skammar. „Jeg er hrædd um, að jeg þekki ekki son yðar,“ sagði hún. „Jeg man ekki eftir nein- um með nafninu Burnham.44 Gesturinn leit á liana steinhissa. „Jeg er víst ekki að villast. Er þetta elcki skrifstofa Gunnfánans í Flesjuborg?44 „Jú.“ „Og einmitt þar er sonur minn starfandi.44 „Jeg' er hrædd um, að þetta sje einhver misskilningur. Hjer er enginn með þessu nafni.“ Hr. Burnham svaraði engu strax, én tók skeyti upp úr vasa sínum. ,.Þetta fjekk jeg frá honum í gær.“ Frú Lýðs las skeytið: „Komdu og sjáðu hvað jeg liefi gert. Jeg er hjá Gunnfánan- um, Flesjuhorg. Nonni.44 Hún rjetti gestinum skeytið aftur. „Jeg skil ekki, hvernig á þessu getur staðið. Hjer er ungur maður, og hefir verið um tíma, en hann heitir Ríkharðs.44 „Hvernig lítur liann út?“ „0, .... hann er heldur lögulegur maður, ljóshærður og með blágrá augu .... bráð- duglegur maður -....“ En nú var eins og hennar eigin orð hefðu gefið henni ein'- hverja bendingnu og í sama vetfangi skildi hún alt. Ríkharðs leit út nákvæmlega eins og hr. Burnliam hlaut að hafa lilið út, áður en hann fór að sölsa undir sig öll þessi hlöð, sem stóðu á nal'nspjaldinu lians. Það var ekki að furða þótt Ríkharðs kynni eitt og annað til blaðaútgáfu. Ilún leit á gest sinn og sagði: „Jeg hýst við, að sonur yðar sje hjer hara undir annarlegu nafni.44 Burnham hló. „Það gæti líkst honum. Hann getur fundið upp á öðru eins. En seg- ið mjer: Er nokkuð gagn í honum?44 Frú Lýðs sagði honum alla söguna. Lengi hafði liana langað tiLþess að segja einhverj- um heildarálit sitt á hr. Ríkharðs, en hing- að til hafði hún ekki mátt segja neinum neitt. Nú kom tækifærið. Hún sagði frá því, hvernig hún hafði hitt hann fyrst, hvei’iiig hún hefði aldrei ætlað að geta fengið hann ofan af því að fara í fangelsið, hvernig hann reisti fyrst við blaðið og hóf síðan herföi*- ina, hvernig liann seldi Bókina útgefandan- urn, hvernig Malli með svínsandlitið og Hemmi lcútur hefðu skotið á liann, svo og um blysförina og hinn hetjulega hardaga hans við Kobha Dorta og hvernig loksins Dorti væri nú sigraður og ætlaði að flytja búferlum. „Ilann ætti að fást við stjórnmál,44 sagði hún að lokum. „Það játar jafnvel Dorti gamli sjálfur.44 Það var enginn vandi að sjá, að hr. Burn- ham hafði haft gaman af sögunni. Hann skríkti þegar kom að hnefaleiknum og árás- inni á fangelsið, og sagði loks: „Já, hann er góður drengur. Og nógur er hugurinn og dugnaðurinn, en þver eins og fjandinn sjálf- ur. Sennilega er hann fæddur umbótamað- ur, en það fer af honum þegar hann eldist.44 „Hann er afskaplega duglegur,44 sagði frúin. „Jeg held að hann hljóti að kunna alt lil blaðáútgáfu. Hann virtist vera öll- um hnútum kunnugur frá upphafi.44 „Já, liann kann það, enda hefir hann unn- ið við þetta síðan hann var krakki, en hann er bara ekki ánægður með það að vera fyi’sta flokks blaðamaður. Hanri vill líka fara að endurbæta allan heiminn. En liónum væri mildu affarabeti'a að halda sjer að þvi verki, sem hann kann.“ Þá opnuðust dyrnar og hr. Ríkharðs kom inn — eins og hann nú leit út. Sjana var komin hálfa leið út að hliðinu á Aulastöðum, þegar Adda kallaði á eftir lienni, að það væri sími til liennar. Ilenni hrá snöggvast við lcöllin i Öddu og varð hálf hrædd, af því að henni fansl tónninn i gömlu konunni eitthvað svo ein- kennilegur. I meira en viku hafði Sjana

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.