Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1943, Síða 14

Fálkinn - 19.02.1943, Síða 14
14 F Á L K I N N HERGAGNAFLUTNINGAR í NORÐUR-AFRÍKU. Loftmynd þessi er af flutningalest Breta í eyöimörkinni. — Flutningarnir eru eitt erfiöasta viðfangsefniö í eyöimerkur- hernaði, þvi að alt þarf að flytja með sjer, jafnvel vatnið handa hernum. FLUGVJELAR FRÁ MALTA GERA ÁRÁS. Það er sagt, að aldrei hafi verið fleiri en eitt hundrað flug- vjelar á Malta siðan striðið hófst, en að tiltölu við fjöldann hafa þær sennilega starfað meira en nokkrar flugvjelar aðrar, bœði að vörnum þessa fræga virkis og i árásargerðum á ýms- ar bækistöðvar óvinanna nærri eyjunni. Meðan landgönguher Bandaríkjamanna og Breta var að leggja undir sig Alsír gerðu þessar vjelar — en þær eru flestar langfleygar orustuvjelar — árásir á flugstöðvar möndulveldanna i Tunis og Alsir. — Teikn- ing þessi sýnir árás Beaufighter-flugvjela á óvinaflugvjelar á flugvellinum við El Aquina. í jjessari árásarferð skemdu Malta- flugvjelarnar fjölda flugvjela fyrir óvinunum, ennfremur bygg- ingar og brautir. BRESK LANCASTER-SPRENGJUFLUGVJEL YFIR GENÚA Frá Genúa og Milano fer mest af birgðum þeim, sem Öxul- veldin nota í Norður-Afriku, og það er á þessar birgðaslöðvar, sem Bretar hafa ráðist á hvað eftir annað nú undanfarið. — Teikning þessi er gerð eftir Ijósmynd, sem flugmenn hafa tekið af loftárás á Genúa. Myndin er frá höfninni þar og sjást birgða- skemmurnar við skipakviarnar. FOCKE-WULFF 210 nefnist nýjasta flugvjelartegund Þjóð- verja, sem gert hefir vart við sig yfir Englandi undanfariS. Er þetta tveggja hreyfla flugvjel og hefir aS eins tvo menn innanborSs. Hún get- ur flogiS meS um 600 kílómetra hraSa og ber eina smálest af sprengj- um, auk skotfæra. STÆRSTA ORÐABÓK veraldarinnar er „New English Dict- ionary“. Hún flytur skilgreiningar á 414.000 enskum orSum og nær tvær miljónir tilvitnana. Bókin er í tólf stórum bindum óg aS undirbúningi hennar var starfað í 50 ár. Fyrsta útgáfan kom út árið 1928. (W<VlVM>fW EVRÓPA er aS flatarmáli aSeins 7% af yfir- borSi hnattarins, en þó telst, að um 90% af öllum söguminjum veraldar hafi varðveitst þar. SMÆSTA FÓLKIÐ í veröldinni eru Bambuti-svertingiar- nir í Mið-Afríku. Meðalhæð karl- manna þar er 144 sentimetrar, en kvenna 134 sentimetrar. Talið er, að ástæðan til þessa smávaxtarlags sje sú, að þessi þjóð býr í frumskóg- um og nýtur mjög lítillar sólar. /v</v//v//v ... %r PERSNESKIR DÚKAR geta verið ótrúlega endingargóðir. Shahinn í Persíu á dúk, sem er um 200 ára gamall,, og hefir alla þá tiS verið á gólfinu í höllinni í Teheran. Er ekki hægt að sjá annað, en að hann sje nýr, og allir litirnir halda sjer að fullu. fV/VfVA/fV MISSISIPPI er lengsta fljót i heimi, þegar með er talin áin Missouri, sem fellur i það. FljótiS er 6530 kílómetra langt, eða nær fimm sinnum lengra en Rín. í ABESSINÍU verða allir, sem ætla að gifta sig aS „setja tryggingu" fyrir þvi aS hjóna- bandið fari vel. Brúðguminn verður að útvega sjer yfirlýsingu roskins og ráðins manns um, að hann ábyrg- ist fjárhagslega afkomu mannsins, og taki að sjer að sjá fyrir konu hans, ef eiginmanninum verði það um megn, eða hann strjúki frá henni. fVfVfVfVfV Skoti og Englendingur rjeðust i kaupsýslufyrirtælci saman. Skotinn hafði reynsluna en Englendingurinn peningana. Þremur árum siðar hafði Englendingurinn fengið reynsluna en Skotinn alla peningana. fVfVfVfVfV

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.