Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.02.1944, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 Framhald af bls. 6. tíma, sem honum hefði annars getað vegnað best l'járhagslega. Þannig atvikaðist það að hann var bæði veikur og liafði miklar áhyggjur meðan hann var að semja liið fræga leikrit sitt, en efni þess kvað vera byggt á atviki sem hann upplifð' sjálfUr í æsku. Eitt sinn þegar skólaleyfi var að byrja hjá honum hafði honum verið gefinn einhver slatti af peningum. Ákvað hann þá að kanna ókunna stigu og dvelja nætursakir a gistikra einni á leiðinni heim úr skólanum. Hann fór úr póstvagninum í smá- bæ einum, sem leiðin lá um, en svo vildi til að þegar hann fór að spyrja um gististað, varð fyrir svörum mesti æringinn þar á staðnum. Þessi óra- belgur sá sjer leik á borði að draga dár að piltinum og vísaði honum á hús hefðarmanns eins. Fjölskylda hans skildi gamanið og það varð úi að Goldssmith liinn ungi varö þarna um nóttina og miklaðist af þvi eílir á. ------Um langt skeið virtiit nokk- ur vafi leika á hvort leikur hans inundi nokkurntíma verða tekin li! sýningar, þvi að liann var í algerðn mótsögn við ailt það, sem menn töldu góðan leik í þá daga. En lokr- ins er hann var tekin til sýningar hlaut hann bestu viðtökur og vin- sældir lians tiafa haldist síðan. — —Fer efniságrip hans hjer á effir NÆTURÆFINTÝRIB. (Mistakes of a night) Frumsýning 15 mars 1773 ú Covent Garden Theater. — Leikurinn gerisi á heimili Hardcastles í enskri sveil og að litlu legli á veitingakrá. SÍÐARI kona Hardcasfles hefðar- manns er staðráðin í því, að sonur hennar, Tony Lumpkin að nafni, sem' er mesta landeyða og lít.ið greindur, skuli giftast frænku hennar, Constance Neville. Með því móti muni dýrmæt eign Constance haldast í ættinni, en það er skrín með vermætum skartgripum. En þau ungu hjúin ætlast annað* fyrir, sjer- staklega Constance, sem á laun er lieitin ungum manni, Hastings að nafni. Og Hardcastle hefir líka ákveðið framtíð Kate dóttur sinnar og ætl- ar að láta hana giftast syni fornvinar síns, sir Charles Modow. En það er ljóður á ráði Marlow unga að í návist kvenna er hann eins og hjeri og illa samkvæmishæfur, nema þegar um stúlku var að ræða, sem eru lægra settar en hann. Hinsvegar er hann lirókur alls fagnaðar þegar liann talar við stelpur á veitinga- krám og þeirra líka. Þegar leikurinn hefst á Hard- castle-fjölskyldan von á þeim Mar- low og Hastings vini hans í heim sólcn. Þeir eru á leiðinni og koma við í veitingarkránni í þorpinu til að spyrja lil vegar hehn að óðal- setri kíardcastle. Tony Lumpkin er þar staddur og dettur í hug að segja gestunum að þeir liafi vils* og að ])eir verði að fá sjer gist- ingu á einhverjum nálægum gisti- stað. Hann vísar þeim á landsetur Hardcastle og hælir öllum viður- gjörningi þar á hvert reipi, en segir að eigandinn og fjölskylda hans sjeu nokkuð skrítnn i framkomu. Marlow þekkir ekki Hardcastle í Jón Árnason prentari: Um stjornnspeki. Til frekari skýringar skulum við talca sama dæmið og við fyrri að- ferðina. Með því að sólin fer hjer um bil eitt stig á sólarhring hverjum sjeð frá jörðu, eða rjettara sagt, jörðin fer nálægt eitt stig á sólar- hring liverjum á leið sinni umhverf- is sólu, þá kemst sólin í samstæðu við Júpíter eftir 10 sólarhringa ai því að 10 stig voru á milli þeirra i frumstundsjánni. f þessari aðferð táknar hvert stig eilt ár, eins og í fyrra sinnið og þegar um þessa hreifingu er að ræða, svarar sólar- hringurinn til árs. Eiga því áhrifin þau sömu, og áður er lýst, að birt- ast að 10 árum liðnum. Sólhreifingin er sú veigamesta af öllum hreyfing- um. En þó eru einnig athugaðar hreyfingar tunglsins ag afstöður þær er það tekur gagnvart sólu og plánet- um. Þá eru einnig atlnigaðar hreyf- ingar plánetanna innbyrðis og af- stöður þær, er þær taka hver gagn- vart annari og er þetta allt rakið frá fæðingaraugnablikinu. Þriðja aðferðin. (prenatal direc- lions) er í þvi fólgin, að hreyfing- arnar eru ræktar á sama hátt, en raktar aftur á bak talið frá fæðingu og' rakið til getnaðarslundar. Er hún bygð á því, að ákveðið orsaka- samband sje á milli þess augnabliks og fæðingarinnar og þvi sje þessi tími einnig frásögn um æfi hlutað- sjón, en Hardcastle veit hver Mar- low er, eftir að hann hefir kynni sig og verður mjög forviða á hegð- an þessa sonar frænda síns, því að hvorugur þeirra veit að þeir hafa verið gabbaðir. En Hásting skilur hvernig. í öllu liggur,, undir eins og hann hefir sjeð Constance. Þeim kemur saman um aö segja Marlow ekki frá neinu, svo að hann haldi að þær Kate og Constance sjeu gestir þarna á staðnum, eins og þeir sjálf- ir. Þegar Marlow er kyntur Ivate Hardcastle verður hann klumsa við og klaufalegur eins og liann á vanda til í viðurvist heldri kvenna. Hann þorir eklti einu sinni að líla fram- an í hana. Síðar um kvöldið sjer liann hana á ferli í venjulegum vinnukonufötum, og þykist þá vita að þetta sje þerna á „gistihúsinu.“ Hún lætur hann vaða í þessari villu, til þess að komast að raun um hvort hann sje í raun rjettri svo vit- laus sem hann sýnisl vera. Og nú kemur það á daginn, að hann verðut' allur annar. maður — skemtinn, fjörugur og fyndinn. Ilún segist vera latæk en í ætt við Hardcastle- fjöl- skylduna, og hann játar henni ást sina. Á hinu leitinu eru svo þau Tofty, Constance og Hastings. Tony vill alls ekki heyra neitt um ráðahag við Constance en hjálpar þeim Hast- ings og henni til að reyna að kom- ast á brottt með skartgripaskrínið En þetta mistekst. Og leikunum lýk- ur nteð því, að Hardcastle gamli leggur blessun sína yfir ráðahag dóttir sinnar og frænku. eigandi sálar og dvalar hennar hjer í heimi, enda er aðferðin til þess að finna óþekkta fæðingarstund ein- mitt bygð á þessu orsakasambaruii. Fæðingaraugnablikið sje í raun og rjettri snúningsdepill og þvi sje rakið áfram þegar talið er fra fæðingu, þegar miðað er við hreyf- ingu, sem gerðist aftur í tímann. en þó með báðum aðferðununr að vera unnt að ná sama eða líluim árangri. Enn er þó ótalið eitt atriði i þessu sambandi. Eru það hreyfíngar hinna ytri pláneta yfir ákveðin og sterk mörk í stundsjánni, er það á útlendu stjörnuspekimáli nefnt Transits. Er það að sumra dómi ekki talið jaln- áhrifaríkt og þau atriði, sem jeg hefi jeg minst á lijer að framan, en þó liefi jeg persónulega reynslu fyrir því, að þessi áhrif geta orðið allverulega áberandi. Áhrifaríkuslu mörk stundsjáinnar eru í þessari röð eftir styrkleika: Austursjóndeild arhringur, hádegismark, vestursjón- deildarliringur, miðnæturmark og loks niunda hús. Hefi jeg veitt því athygli, að þegar Júpíter fer yfir eitthvert þessara marka, einkum þau áhrifamestu, þá fari hlutaðeigandi í langt ferðalag, jafnvel í utanlands siglingu. Satúrn getur orðið valdur að örðugleikum, veikindum eða jafn- vel slysum þegar hann fer yfir eitt- hvert þessara marka. Sama máli ei að gegna um Úran og Neptún. Hætla er á þessu ef þessar síðasltöldu þrjár plánetur hafa slæmar afslöður i frum- stundsjánni. Einnig er sama máli aö gegna um Mars, sje liann illa settur. Hafi þessar plánetur eingöngu góð- ar afstöður í frumstundsjánni, mun lítið bera á hinum slæmu áhrifum þeirra. Hefi jeg þá í fáum dráttum gert tilraun til þess í stuttu máli að lýsa aðalatriðunum í því hvað stundsja sje og hvernig hún er samansett. Jeg hefi sleppt allri stærðfræði og stjörnufræði, sem nauðsynlegt er að kynna sjer, t. d. hvað sje átt við með hinum mismunandi tímum, lög- tíma, símatíma, sóltíma, miðtíma og stjörnutíma, hvernig eigi að finna húsin og reikna þau, hádegismark, á hvaða tíma sólarlirings, sem er, og hvar á jörðu sem er frá 70 stig- um norðurbreiddar til 70 stiga suð- urbreiddar og austursjóndeildar- hringsmark frá öllum lengdum og breiddum. Einnig hvernig skuli nota hinar ýmsu formúlur þríhyrninga- fræðinnar, sem notaðar eru við stjörnuspekina og þegar gera skal stundsjá. Einnig livernig nota skuli logaritmatöflur þær, sem nauðsyn- legt er að reikna með til flýtisauka. Stjörnulestur. Þegar menn hafa lokið fyrri hluta námsins, þeim bhitanum sem jeg hefi gert að umtalsefni hjer að fram- an, og geta lagt stundsjá og gengið frá henni, svo að hún sje óaðfinn- anlega gerð og allar nauðsynlegar útfyllingar gerðar á þar til gert eyðu- blað, þá er allt undir það búið að þeir geti tekið til við seinni hluta námsins, sem sje listina þá að lesa úr slundsjánni og skýra hana sam- kvæmt þeim almennu úrlestrarregi- um. Er þessum hluta námsins í raun rjettri aldrei lokið, þó að menn verði alla sína æfi að fást við það. Það er sama máli að gegna um það og um tilveruna. Það má segja 'að hvorttveggja sje eilíft eða óendan- legt. Að nokkrum árum liðnum get- ur nemandinn orðið sæmilcga l'ær stjörnulesari, en eigi hann að verða góður, einkum ef hann liefir i sjer góða hæfileika frá náttúrunnar hendi, má hann gera sjer von um að verða fær eftir 15 til 17 ára nám. Að þeim tíma liðnum ætti liann að liafa feng- ið svo mikla sjálfstæða reynslu í starfinu að hann getur lesið sluud- sjá upp á eigin spýtur og án utan- aðkomandi aðstoðar. Þá ælti hann að liafa fundið sína eigiu úrlestrar aóferð. Þrír eiginleikar. Áður en lengra er haldið verð jeg að minnast á viss höfuðatriði, sem eigi hafa áður verið nefnd. Tilveran birtir æfinlega og alls- staðar þrenninguna. í stjörnuspeki er þetta sýnt með skiftingu stjörnu- merkjanna i þrjá aðalflokka, sem minna á hugtökin í sanskrítarorð- unuin: Rajas svatta, tamas. Aðalmerk- in fjögur, hrútur, krabbi, vog og steingeit eru rajastisk merki eða framsóknar; sattvislui merkin eru þau hreyfanlegu eða jafnvægismerk- in, tvíburi, mey, skotmaður og fiskar, lamariskumerkin, íhald, eru naut, Ijón, spordreki og vatnsberi; Bendir þetta á hinn skapandi, leysandi og viðhaldandi kraft til- veru í manninum birtast eiginleik ar þessir sem hverflyndi, jafnlyndi og fastlyndi. Segullinn hefir tvö skaut, annað jákvætt og samsvarar rajas, liitt nei- kvætt og samsvarar tamas og fer orkan á milli þeirra sem verkun og endurverkun og jafnvægir sig í millibilinu og birtist þar þriðji krafturinn, sem er hinn eiginlegi sköpunarkraftur og sainsvarar sattva og er í Austurlöndum nefndur fohat. Meira. BLÁHELLIIÍ Á CAPRI. Eitt af því skrítna um hinn fræga Blálielli á Capri, rúmlega 30 km. vestur af Napoli, er að ibúar hinnar fornu Rómaborgar þektu helli þenn- an en svo týndist hann aftur og vissi enginn um tilvcru lians fyrr en snemma á nítjándu öldinni. Og þó er skiljanlegt að liann skyldi týn- ast, því að opiö á þessum töfrahelli er aðeins tæplega þriggja feta hátt og hefir það verið mikil skapraun ölluhi málurum, sem heimsótt hafa þennan fræga stað. Það er sjórinn sem holað hefir þennan helli inn í bergið, eins og svo marga aðra á eyjunni, en hún er sumpart úr meirum kalksteini, samskonár og er í Apennínafjöllum. Þegar komið var inn i helþrinn (og það er þvi aðeins kleift að sjór sje dauður), er maður kominn inn í blátt æfintýraland. Þarna er alt blátt, frá Ijósbláu í dimmblátt og blandasi þetta saman í undursamlegustu mynd- ir, vegna geislabrots ljóssins í vatn inu. Báran á vatninu veldur þvi, að bláu mislitirnir eru á sífelldri breyf- ingu, eins og geislar frá risavöxnu ilitaorgeli -Á Capri eru einnig Grænihellir og Hvítihellir, sem eru þess verðir 'að þeir sjeu skoðaðir, þó að fegurð þeirra komist ekki í hálfkvisti við Bláhellis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.