Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.07.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritst}óri: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaCið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR Um langan aldur hafa orðin frelsi og sjálfstæði verið kjörorð íslend- inga. Og nú höfum við fengið fullt sjálfstæði og viðurkenningu margra frjálsra þjóða á því. — En höfum við fengið frelsi, og viðurkenningu sjálfra okkar á því? Það er erlendra þjóða að viður- kenna sjálfstæði og fullveldi annars ríkis, en þegar sú viðurkenning er ffengin þá er það þjóðarinnar sjálfr^ ar að afla sjer frelsis og varðveita það. Sjálfstæð þjóð gélti' verið ó- frjáls þjóð, eins og dæmin sanna bteði fyrr og síðar. Einræðisríkin voru sjálfstæð en einræðisþjóðirnar ófrjálsar; um jjað verður ekki villst. Og engum Mussolini var það að kenna, að itaiska þjóð'n vurð þræli hans, heldur varð ]mð þjoðin sjá'f, er með sundurlyndi gekst undir okið. Og söm er saga Hitlers og Þjóðverja og margra fleiri kúgara og þjóða, sem kúguðu sjálfar sig. Hjer á landi höfum vjer mikið af lögum, sem hefta athafnafrelsi, og mikið af flokkadráttum. Sum lög stefna að vísu að því að*. auka freisið, en þeirri tegund lagasetn- ingar höfum við haft býsna lítið af að segja. Hinsvegar hefir aldrei frá upphafi íslandsbyggðar verið sett hjer á landi — af íslendingum sjálfum — jafn mikið af frelsis- heftingarlögum og á síðustu tveim áratugum. En hjer horfir í hættuátt. Frá upphafi sögunnar hefir það jafnan reynst svo, að þjóðfjelögunuin hefir vegnað vel, er þau áttu frjálsa borg- ara, sem þekktu skyldu sína við frelsið og höfðu ábyrgðartilfinn- ingu. Aðeins þeir, sem eigi þekkja skyldur við frelsið, verða að vera undir ströngum lögum, en þá verða þau lög að hafa tog. Því að lög, sem ekki er framfylgt eru verri en engin. Lögin eru eins og girðingar, sem banna mönnum inngang á ákveðið svæði, eða út af þvi. Fulltíða Reyk- víkingar muna girðinguna, sem einu sinni var kringum Austurvöll, tii þess að fólk misþyrmdi honum ekki. Svo var girðingin lekin burt og völlurinn fegraður. Siðan eru það ekki nema þorparar, er skemina völlinn. Þeir hafa reynst miklu færri en búist var við. Girðingin espaði. En þegar hún fór, fann al- menningur til skyldunnar við völl- inn. Bæjarstjóri Seyðisfjarðar talar. Fjölskylda Bichards Bech, prófessors. Um allt land hjeldu fslendingar hinn 17. júni s.l. hátíðlegan og fögnuðu lýðvejdistökunni. Hjer birt- ast tvær myndir af hátíðinni á Seyðisfirði. A annari jieirra sjest skrúðganga, er hún er að ganga Fjarðaröldu, og eru börnin fremst í göngunni. Hin myndin sýnir Frá Ragnhilcliir Teitsdóttir baajarstjóra Seyðisfjarðar Erlend Björnsson í ræðustólnum, fagur- lega skreyttum og með fálkamynd að framan. En yfir hohum er borði, með áletruðum orðunum: „Lifi is- lenska lýðveldið. Kringum ræðu- stólinn á tvo vegu hafa skipað sjer sveitir með fána, en sjálfur áhorf- endaskarinn sjest ekki á myndinni. Hin myndin er úr Reykjavík. Þar voru fleiri fánar við hún 17. júni en nokkurntíma hafa verið í sögu lands og þjóðar, eigi aðeins með- fram götunum heldur og á húsuin einstakra manna. Ein af þeim, er drógu fána að hún þennan dag var frú Ragnhildur Teitsdóttir, fyrrum prestskona á Hrafnseyri við Arnar- fjörð og sýnir myndin liana við það tækifæri. Iín því birtir Fálk- inn þessa mynd, að það var sú hin sama frú, sem fyrir 33 árum. 17. júni 1911, afhjúpaði minnismerki það, sem setl var á Hrafnseyri á hundrað ára afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar. Konan er hin sama — og hinn fagri faldbúningur hennar var einnig sá sami nú og hann var 1911. — Hvað er að sjá þig — hefirðu slasast? — Jeg veit ekki hvað skal segja. Jeg veðjaði við liann Gvend um að hann gæti ekki borið mig á háhesti upp rimla stiga og jeg vann. EirfÞgestur íslands á Lýðveldishá- tíðinni, próf. dr. Richard Bech, er nú á förum hjeðan. Hefir liann átl annrikt þann stutta tima, sem liann hefir dvalið hjer, jiví að margir liafa viljað fagna honum og hlýða Frú Bech. á haun, eigi aðeins í Reykjavík held- ur víðsvegar út um Iand. Hefir hann lialdið fyrirlestra í fjölda fjelaga og mörgum samkomum, bæði í nær- sveitum Reykjavíkur, á Austur og Norðurlandi og á ísafirði og verið fagnað með ágætum. Hann hafði ákveðið áður en hann kom hingað að vitja ættarslóða sinna og fæðingar staðar á Austurlandi, en svo reyndist þegar hingað kom, að hann þyrfti ,,í fleiri horn að lita“. Viðtökur þær sem hann hefir fengið sýna hugar- þel Austur-íslendinga, ekki aðeins í hans garð heldur og til hinnar vestur-íslensku jijóðar. Allt landið hefir nú sjeð próf. Bech, ýmist sjálfan eða af myndum í blöðum. En margir hafa orðið til þess að biðja „Fálkann“ um að sýna sjer myndir af konu hans og börnum, og er það hjer með gert, þó seint sje. En til dráttárins liggja orsakir. Hjer á minni myndinni "sjest kona lians, frú Bertha (Kristbjörg) Bech. Iir hún fædd vestan liafs, en foreldr- ar hennar bæði íslensk. Frú Bertha er útlærð hjúkrunarkona. — Börn þeirra tvö sjást á stærri myndinni. Stúlkan heitir Margrjet og er 14 ára, en drengurinn Richard og er 11 ára. Á myndinni eru þau í norskum þjóðbúningum, og er ástæðan til Framhald á bls. 15 Margrjet og Richard, börn próf Rich. Bech. Á Fjarðaröldu. Eftir lýðveldishátíðina

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.