Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1944, Qupperneq 10

Fálkinn - 28.07.1944, Qupperneq 10
10 FÁLKINN YNGSftf U/SNftURNIR Reimleikarnir l á Tóftum. í rauninni urðu bæði Lísa og Lási guðs lifandi fegin þegar þau heyrðu að foreldrar þeirra yrðu að fara til höfuðstaðarins um Hvíta- sunnuna, en þau ættu sjálf að vera hjá Niels og Karen á Tóftum á með- an — heila viku. — Það var svei mjer heppilegt, að hún Karen sem einu sinni var barnfóstra hjá okkur, skuli hafa gifst svona ágætis manni eins og honum Niels, svo að við fórum að koma til þeirra að Tóftum við og við, sagði Lísa og sleikti hun- angið af teskeiðinni sinni. — Mjer þykir bara verst að börn- in þeirra skuli vera uppkomin og farin að heiman, sagði Lási. — En eitthvað getum við fundið til að leika okkur við. Þau eiga víst bæði kálf og folald. — Þið megið ekki gera nein skammarstrik, sagði mamma þeirra, og þau lofuðu bæði að vera ein- staklega þæg og góð. Síðdegis komu þau að Tóftum og fóru undireins hringferð með Niels til þess að skoða skepnurnar og athuga hvað þau sæu nýtt. En þegar þau komu inn til kvöldverð- ar sáu þau fyrst Önnu vinnukonu. Þau kunnu undireins ósköp vel við hana, hún var ekki nema 17 ára, há og hraustleg, en var svo skrítin í göngulaginu — það var eins og hún væri dregin upp og væri alltaf að stansa. Anna var snillingur, ef maður bara litur eftir henni, sagði Karen, — og hún var einstakleg væn. -— Annars er bróður hennar vinnu- piltur hjerna; hann lijálpar hon- um Niels úti við. — Sören, komdu hjerna og heilsaðu tvíburunum. Hafi þau börnin kunnað vel við Önnu þá kunnu þau ennþá betur við Sören. Hann var frakkur 15 ára strákur, freknóttur og rauð- hærður,, en þið ættuð að vita hvað honum gat dottið í hug! Hann hafði nóg að gera frá morgni til kvölds en aldrei meira en svo að hann gæti ekki talað við tvíburana og sagt þeim eitthvað skemmtlegt. Það var líka hann sem sagði þeim, frá draugagangnum á Tóftum. — Mjer stendur alveg á sama, sagði Lási. — En þú skalt ekki reyna til þess að fá okkur til að trúa þessu, eða hvað segir þú um það Lísa? — Þetta er nú satt samt, sagði Sören. — Þetta skeður ekki á hverri nóttu, en stundum er allt á öðrum endanum í búrinu á morgnana, og eins er stundum i stofunni — og jeg hefi sjálfur sjeð, að allar myndir hafa verið tættar niður af veggjunum og legið í kös úti i horni, stólarnir á hvolfi á gólfinu — ja þvilíkt og annað eins! — Það gerir einhver þetta af prakkaraskap, sagði Lási. — Hver ætti svo sejn að gera það? Karen hefir stundum setið uppi fram á nótt með Önnu, og þá skeð- ur aldrei neitt fyrr en þær eru ný- háttaðar. Þá er grjónum skvett út um allt gólf eða eitthva'ö svoleiðis. —- Bara að þetta skeði meðan við verðum hjerna, sagði Lísa og augu hennar ljómuðu. — Okkur langar svo að sjá hvernig drauga- gangur er! — Þú ættir ekki að óska þjer þess, sagði Anna, sem var komin að og heyrði hvað börnin voru að tala um. — Þú ættir að skammast þín, Sören, að vera að segja börn- unum þetta — Þú veist að Niels og Karen vilja ekki láta tala um annarlega hluti. Tvíburarnir lofuðu að minna^t ekki einu orði á þetta; en daginn eftir töluðu allir á heimlnu þó um það, því að um nóttna hafði öllu úr ferðatöskunum þeirra og föt- og inni í herbergi barnanna hafði draugurinn l^ka komið og helt öllu úr ferðatösknuum þeirra og föt- in lágu eins og fjaðrafok út um allt gólf, en ekki höfðu þau heyrt neitt. — Já, þetta hlýtur að hafa ver- ið draugur, þvi að annars hefðum við vaknað, sagði Lási, — æ, hvað það er lelðinlegt að við sáum ekki drauginn. Kvöldið eftir ætluðu þau að vaka, en láta sem þau svæfu. En þau sofn- uðu bæði, enda skeði ekki neitt þessa nótt. En þau sögðu Sören frá þessu og þeim talaðist svo til að næstu nótt skyldu þau vaka öll þrjú — hann skyldi segja þeim sögu svo að þau sofnuðu ekki. Þau minntusl ekkert á þetta við hitt fólkið, svo að þeim yrði ekki bannað það, og Sören læddist inn til þeirra á sokkaleistunum. Hjónin voru farin að liátta og Karen þóttist vita að tvíburarnir svæfu. Það var komið glaða tunglsljós, og nú leið heil klukkustund svo, að þau áttu ekkert erfitt með að halda sjer vakandi. En svo fór nú Lísa litla að geispa og Lási rjett á eftir, en þá kinkaði Sören kolli og þau glaðvöknuðu. Lágt fótatalc lieyrðist úti á loft- inu. Sören opnaði hurðina ósköp varlega og þau læddust út öll þrjú. Þarna sáu þau hvita vofu líða fram- hjá sjer og niður stigann og svo inn í betri stofuna niðri. — Þetta er hún Anna- sagði Sören steinhissa og sorgbitinn. — Hvernig stendur á þessu? — Þei, þei! Talaðu ekki hátt, þú mátt aldrei vekja fólk, sem geng- ur í svefni! sagði Lísa, því að hún og bróður hennar höfðu skilið hvað gekk að Önnu. Auðvitað var það hún, sem er vofan. Vesalingurinn, hún vissi ekki einu sinni sjálf að liún gekk í svefni, eða að hún gerði þá Adamson grunaður og tekinn fastur. ýmislegt, sem líktist draugagern- ingum. Lísa vakti Niels og Karen, og hún gat komið Önnu í rúmið án þess að vekja hana. En þegar Anna var lögst fyrir i rúminu, vakti Karen hana og sagði henni frá atburðin- um. Anna varð skelfng angurvær yfir þessu, en Lisa huggaði hana með þvi að þetta væri ofurba^gt að lækna. Hún yrði bara að fara til læknisins og segja honum hvað að sjer gengi, og þá fengi hún bót fi því. Svona fjekkst nú ráðning á reim- leikanum á Tóftum, og þó að Lísa yrði fyrir vonbrigðum þá fannst henni samt eítir á, að hún hefði átt skemmtilega vist á Tóftum í þelta sinn eins og alltaf fyrr og síðar. Storkurinn: —• Hver skrambinn! Það verða þá tviburar í þetta sinn! — Víltu hlusta á iþróttafrjettirn- ar? — Já, jeg hefði gamón af að heyru hver vann leikinn, sem jeg var að ciæma. — Ilansen, jeg er ósáttur við konuna mina, viljið þjer skella hurð- inni á eftir mjer.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.