Fálkinn


Fálkinn - 28.07.1944, Síða 12

Fálkinn - 28.07.1944, Síða 12
12 F Á L K I N N Pierre Deconrelli: 11 Litlu flakkaramir Fallega Zephyrine var mikil vexti. Hún var sextíu og níu þumlungar að hæð cg þrekin eftir þvi. En hana skorti hyggindi systur sinnar, lil að komast áfram í lífinu. I .fyrstu leist henni engan veginn á „Ga! gopann“ en ekki leið á löngu þar til henni fór að geðjast betur að honum. Henni fjell vel í geð mynd sú af heimilislifinu, sem hann og systir hennar brugðu upp fyrir henni. Svo þótti henni ekki amaleg til- hugsunin að lifa kyrlátu lífi á peningum þeim, er systir hennar hafði dregið saman, og Galgopanum hafði telcist að gera Claud- inet hændan að sjer. Svo stóð brúðkaup þeirra með hinum margvíslegu siðvenjum, er fátækt fólk í París hafði í hávegum. Systir hennar gat ekki tára bundist við athöfnina. Hún andaðist þremur mánuðum seinna. Hún hafði fengið syni sínum ástríka fóst- urforeldra í heiðarlegri stöðu. Hún hafði verið á stórum mai’kaði í Boulogne-skóginum, staðið i tjalddyrunum og hrópað: — Gjörið svo vel herrar mínir og frúr! En um kvöldið var liún liðið lík. Þeir fáu sem ennþá ljetu ginnast af hinum íburðar- miklu auglýsingum hittu þar aðeins Gal— gopann og konu lians, er sátu yfir hinni framliðnu, og lítinn dreng, sem hallaði sjer fram á rúm liennar og grjet. Það var sent eftir lögreglunni og lögfræð- ingi hinnar látnu. Hann hafði enga erfða- skrá meðferðis, enda þurfti þess ekki, þar sem hann vissi að Claudinet var einkaerf- ingi hennar og fóstri hans fjárhaldsmaður hans. Síðan liðu fjögur til fimm ár. Hug- myndir og vonir Galgopans um friðsælt fjölskyldulíf höfðu algerlega brugðist. Zephyrine var nð ýmsu leyti lirifin af eiginmanni sínum. Hann var viðbragðsfljót- ur og úrræðagóður, hún hafði lekið sjer hóglífi hans til fyrirmyndar og hinn sterk- legi líkami hennar var nú afmyndaður af fitu. Hún var einnig orðin hneigð fyrir áfengi, og þar sem Galgopinn var síþyrstur, mátti segja að það væri jafnræði með þeim. Út- gjöld þeirra fóru stöðugt vaxandi. Lögfræð- ingurinn, sem geymdi peninga hinnar látnu, hafði hingað til neitað að borga út fje það er drengnum var ánafnað. Zephyrine hafði haldið áfram starfi systur sinnar eftir leiðbeiningum mannsins síns. En hann kom sjálfur fram sem töframaður. Eftir að þau liöfðu ferðast um í sveila- þorpunum um langaii tíma, töldu þau sig fær um að koma fram í París. Þar höfðu þau góðar tekjur, en útgjöld þeirra voru þó stórum meiri. Galgopinn, sem smátt og smátt liafði komið sjer upp safni af sjaldgæfum munum, mátti því standa sig. Þessar markaðsskemtanir þeirra voru skálkaskjól hans gagnvart lögreglunni. Að- alatvinna lians var þjófnaður. Hann þekkti allt og alla þar sem liann ferðaðist. Þegar liann ferðaðist um sveitirn- ar, vissi hann, livað hundarnir hjetu, livaða dag bóndinn fór í kaupstaðinn, hvar vinnu- fólkið svaf, hvort hóndinn var vopnaður og hve mikla peninga hann hafði meðferðis. Hann stóð í sambandi við argvítugustu þjófa og bófa í París, sem mátu mikils upplýsingar hans og hæfileika lil að leggja á ráðin. Það var ekki sjaldgæft, að þjófnaður og jafnvel morð væri framið á þeim stað, sem þau höfðu dvalið með tjöld sin. Lögreglan hafði aldrei liendur í hári hinna seku, en nokkrar mílur þaðan, sátu Galgopinn og kona hans í vagni sínum og gæddu sjer á dýrum kræsingum. Galgopinn endurtók í sífellu á meðan þau átu og drukku: —- Það er engin liætta á ferðum, það ev engin hætta á ferðum. II. Erfinginn. — Hvaðan kemur þú svona seint? sagði Zepliyrine eins blíðlega eins og hún gat, þegar hún opnaði. —■ Þey! Galgopinn stökk upp vagnþrepin, ýtli konu sinni inn og lokaði hurðinni. Hún sá strax, að hún varð að hlýða og varast allan hávaða. Er nokkuð að frjetta? sagði hún á meðan maður hennar kastaði mæðinni. — Já. Biddu á meðan jeg kveiki. Eru hlerarnir fyrir gluggunum. Já, ljósið sjest ekki að utan. Flýttu þjer, jeg er þyrstur. Það er ekki nema líter eftir. Svo var kveikt á eldspýtu. Konan hvíslaði Hefir þú komið ár þinni vel fyrir borð? — Já, ágætlega. Hvers vegna ráðgaðist þú ekki um það við mig áður? Jeg átti ekki von á þessu. Það var hrein tilviljun. Ljósglætan breiddist um hið litla skugga- lega herbergi. Hvað ertu með undir hendinni? — Er þetta böggull? — Þetta er barn. Barn! Hvað höfum við með það að gera? — Það er munaðarlaust barn, sem við eigum að ganga í foreldrastað. — Vertu róleg jeg skal skýra þetta nánar. Þá heyrðist sár hósti, Jiað var auðheyrt, að Jiað var barn sem hóstaði. Það er ljóti hóstinn í Joessum slrák, sagði Zephyrine. Nú hafði Galgopinn tekið teppið utan af harninu og lagt það á gamlan legubekk. Það opnaði stóru dökku augun sín og sagði: — Mannna! Marnina! Þegar liann sá hið óvistlega herbergi og ókunnugt fólk, fór hann að gráta. Hann vekur alla í nágrenninu. Blessuð flýttu þjer að Jjagga niður i honum. Þú hlýtur að liafa lag á því. Zephyrine beygði sig yfir barnið. Barnið varð dauðhrætt og reyndi að rísa upp. Jeg flengi það bara, þá lagast Jiað, sagði konan. — Nei, nei, sagði Galgopinn, jeg veit um betra ráð Jjað er um að gera að fá hann til að þeygja. Hann tók glas og flösku út úr skápnum. Þú hefir eklcert lag á böTnum að minstakosti ekki heldri manna börnum. Nú skal jeg fá Jiað tii að þegja. — Þolir hann þetta? — Þessi blanda gerir honum ekkert, sagði Galgopinn hlægjandi. Bragðaðu á Jiessu, lamhið mitt, sagði hann. Drengurinn saup á, en skyrpti strax út úr sjer aftur. Vilt þú ekki drekka, sagði Galgopinn höstugum rómi. Drengurinn barðist við að kyngja Jjcss- um görótta drykk. Svo hneig hann út af. Þau ldæddu hann nú í gamla fataleppa af Galgopanum, og þegar hann á þennan hátt var orðin lítt þekkjanlegur, setti Gal- gopinn poka með óhreinum fötum undir höfuðið á honum og kastaði vfir hann teppinu, sem hafði verið utan um hann. Hann sneri sjer að konu sinni og sagði: Við verðum að vaka yfir þessu barni það er gulls ígildi. Hvernig stendur á þvi? Jeg segi þjer alla sólarsöguna á leið- inni. — Er nokkuð á seyði ? Já, við verðum að fara hjeðan. Ekki ennþá, en það getur orðið, og það er skynsamlegast að leggja af stað á morgun. Það er að segja í dag, sagði Zephyrine og tók hlerana frá, svo að dagsljósið streymdi inn. Já, það er best að halda af slað. Við skulum hafa liraðan á. Svo kallaði hann hástöfum: Claudinet! Farðu á fætur. Gefðu Tropp rnann hafra og spentu hann fyrir. Eiguni við að fara strax, sagði veiklu- leg rödd. Já, en ef einliver spyr þig, Jiá veistu Jiað ekki. Nú heyrðisf hóstakjöltur, síðan þrusk eins .og J)egar verið er að klæðast. Fáum við ekki morguntár? spurði Zephyrine. — Við eigum það víst skilið eftir slíka happanótt, sagði hann glaðlega. Svo kall- aði hann til Claudinets, sem læddist lióst- andi um frammi. Flýttu þjer og varastu að vekja athygli lögreglunnar. — Já, frændi, sagði Clauinet með

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.