Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1944, Qupperneq 8

Fálkinn - 15.09.1944, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N TD URKE REMBERT var ekki nema tuttugu og sex ára þegar hon- um fanst hann vera orðinn gestur og framahdi í bænum. sem hann hafði alist upp í. Síðustu árin hafði hann verið svo önnum kafinn við störf sín á preriunni, að æfi hans fyrir þann tíma var orðin eins og óljós endurminnin^g. Það var aðeins eitt nafn, sem hann hafði ekki gleymt : Elsa Ballard. Hún var fyrsta stúlkan, sem hann hafði fellt hug til, og hann hafði geymt mynd hennar í lijarta sjer öll þessi strit- ár þarna úti í preríunni. Nú var hann staddur á æsku- stöðvunum á ný og hann varð eins og ástfanginn skólasveinn þegar hann hugsaði til þess, að Elsa Ballard ætti heima í þessum bæ. Hann labbaði eftir aðalstrætinu í áttina til ráðhússins. Það var margt manna á götunni, og sumir þekktu hann aftur og heilsuðu. En enginn nam staðar til þess að rabba við hann — hann hafði verið of lengi fjarverandi til þess. Það var eins og hann væri orðinn utangátta í bænum. En i sömu svifum og hann gekk hjá ráðhúsinu kom maður stikandi yfir þvera götuna og kallaði til hans. Það var Símon, hægri hönd Burkes i Preríunni. Og hann sagði óðamála: — Cockerline-bræðurnir hafa verið í spilastofunni hjá Kelly lengst af deginum. Nú vantar lítið annað i rjettinum en vitnaframburð þinn, Burke. — Hafðu gát á Cockerline-körlun- um þangað til dómurinn verður kveðinn upp, Símon, sagði Burke og hjelt áfram þangað til hann var kominn á bak við ráðhúsið. Þar fór hann inn om. litlar dyr, og beint inn á skrifstofu sýslumanns- fulltrúans. — Mig langar til að tala við Ray Fawler. Fulltrúinn benti og Burke gekk fram langan, svalan fangeísisgang. Bak við járnrimarnar gægðust for- vitin, skeggjuð andlit til hans. En hann nam ekki staðar fyrr en neðst í ganginum. Þar lá ungur piltur í klefa næst gaflinum. Og Burke sagði: — Sæll vertu, Ray. Mig langar til að tala svolítið við þig. Ray Fawler stóð upp. Þegar hann sá hver kominn var, rjettist hann í bakinu og það var eins og þrái kæmi I blá augun. — Það er ekki mjer að kenna að þú ert hjerna, Ray, sagði Burke, og það lá við að málrömurinn væri vingjarnlegur. — Nei, jeg veit það, sagði ungi maöurinn með semingi. — Jeg mætti sýslumanninum þegar jeg kom með gripavagninn. Það er rikisákærand- inn, sem vill láta dæma mig. Þjer hafið alltaf verið mjer góður. — Misskildu mig ekki, sagði Burke — Jeg er ekki neinn öðling- ur. Jeg kann alls ekki við að grip- unum minum sje stolið. — Nei, það er víst ekki hægt að lá yður það, sagði Ray og rak upp hásan hlátur. .<— Jeg vissi að þú varst peninga- þurfi, hjelt Burke áfram án þess að taka tillit til þess þó að gripið væri fram í. — Og jeg veit líka til hvers þú ætlaðir að nota þá. Ray Fawler krepti fingurna utan um járnrimarnar og starði afmynd- uðu andliti á Burke. — Við skulum ERNST HAICOX: Riddari PreríuiiaiRr ekki blanda Lily í þetta, sagði hann hás. — Það ert ekki þú sem opinberi ákærandinn vill ganga milli bols og höfuðs á, sagði Burke. — Hvers- vegna segir þú ekki það sem þú veist? — Jeg skil yður ekki, Burke Rem- bert. Það var þrái í augum Rays. X!> URKE ypti öxlum. — Þú veist eins vel og jeg sjálfur hvað jeg á við, Ray. Það voru Cockerline- bráeðurnir, sem tældu þig út í þenn- an gripaþjófnað, og þeir fleyta rjóm- ann. Þú ert of góður maður til þess að binda trúss við það glæpahyski, Ray. Hversvegna segir þú ekki sög- una eins og hún gekk: að þú varst neyddur út i þetta með hótunum! — Jeg ljet ógna mjer og þá verð jeg að taka afleiðingunum. — En setjum svo, að afleiðingarn- ar yrðu engar. Setjum svo að þú yrðir sýknaður! Nú kom í fyrsta sinn svipur von- leysis og örvæntingar á andlit fang- ans. — Það getur aldrei komið fyr- ir, sagði hann hásum rómi. — Jeg hefi hætt mjer of langt út í lónið — þeir hafa náð mjer í gildruna. Hann strauk sjer sem snöggvast um augun. — Viljið þjer. . . . munduð þjer vilja gera svo vel að heilsa henni Lily frá mjer, Burke. Segið henni...... Röddin var svo loðin. — Segið að það sje þýðingarlaust. . . . þetta sje orðið of seint..... — Jeg skal fara til Lily, Ray. Burke kinkaði kolli og hvarf út á ganginn. Þegar hann kom að útgöngudyr- unum sagði fulltrúinn: — Málið liggur ljóst fyrir. Strákurinn verð- ur dæmdur. — Mundi það vera yður að skapi? Fulltrúinn liorfði á hann um stund. — Jeg er ekki vanur að gera mig ánægðan með hjera, þegar jeg fer út til að skjóta elg, sagði liann Ioks. — En úr því að strákurinn vill ekki segja neitt, þá get jeg ekki pínt hann til þess. Burke sneri aftur heim í gesti- húsið, sem hann hafði sest að í, en umhugsunin um Ray hjelt áfram að kvelja hann. Þarna sat þessi strákbjálfi í fangaklefanum og neit- aði að segja sannleikann, en raun- verulegu glæpamennirnir sálu og skemtu sjer á veitingarstofu Kellys. — Þeir hafa stolið gripum frá mjer lengi, tautaði hann fyrir munni sjer. — Og þeir ímynda sjer víst að þeir geti haldið því áfram um aldur og æfi án þess að jeg geti skorist í leikinn. Hann stóð lengi og var að brjóta heilann um hvernig hann ætti að koma lögum yfir þorparana tvo, en loks kom grönn, svarthærð stúlka inn og bað um að fá að tala við hann. — Þetta var Lily Darville, frammistöðustúlkan á gistihusinu — og unnusta Rays. Hún var óvenjulega lagleg stúlka. En nú var vonleysissvipur á andlit- inu. — Til hvers ætlaði Ray að nota peningana, Lily? spurði Burke gæti- lega. Lily Darville lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sjer. Og svo sagði hún Burke alla söguna.... SEXTÁN manns sátu kringum ríkulegt veisluborð hjá Nad- ine Curtin, og viðræður gestanna voru hinar fjörugustu. Burke einn var fátalaður. Hann gal ekki tekið upp þetta ljetta áhyggju- lausa hjal í samkvæmi — fanns! hann vera of stirður og þungur í vöfunum til þess. Honum fannst það ótrúlegt, að hann skyldi hafa verið hrókur alls fagnaðar i sam- kvæmislífi bæjarins fyrir fáeinum árum. Þarna sat hann og starði á tvær sólbrendar hendur, sem hvíldu í unaðslegri ró á borðdúknum beint á móti honum. Svo renndi hann augunum áfram og mætti tveimur brosandi, bláum auguin í fallegu stúlkuandliti, sem var í umgerð sól- gullins hárs. — Góðan daginn, Else! sagði hann klaufalega. — Hann var tuttugu mínútur að taka eftir henni, s.’gði Nadine Curt- in með bjartri og skýrri röddu, og þá hlógu allir. t En Burke ljet sig hlálurinn einu gilda. Hann studdi báðum olnbog- unum á borðið og starði á ungu stúlkuna. Og allt í einu spurði hann: — Hvað hefirðu gert við hárið á þjer, Else? — Veistu ekki að hún hefir verið i liöfuðborginni í tvö ár? spurði Nadine kesknislega. — Jú, svaraði Burke. — En þrátt fyrir það þyrfti hún ekki að greiða sjer svona bjánalega. Augu Elsu Ballard skutu neist- um, og Burke sagði, í þeim gaman- sama tón, sem honum liafði verið svo tamur forðum: — Jeg sje að skapið i þjer er alveg eins og forðum. — Ætlið þið nú að fara að rífast aftur, sagði Nadine lilægjandi. Mun- ið þið hvernig þið ljetuð í skólan- um? — Það er óþarfi að hella olíu i þann eld sem brennur vel frá fornu fari, Nadine, sagði Else blíðlega. — Þegar þú varst í versta hamn- um þá hafðir þú fyrir sið að kasta grjóti á eftir mjer, sagði Burke hugsandi. — Og það gerir þú enn — á líkingamúli talað. — Þú ert og verður órabelgur, Else. Og það bætir ekkert úr skák þó að þú farir í höfuðstaðinn og lakkberir á þjer neglurnar og greiðir hárið á þjer eins og flón. — Heyrið þjer! sagði ungur maður sem sat á hægri hendi Elsu. — Jeg er hræddur um að þetta endi með handalögmáli. — Bíðið þjer hægur, sagði Nad- ine' hlæjandi. — Lofið þeim að elta grátt silfur án þess að aðrir skifti sjer af því. Þetta eru lok langrar baráttu. Burke horfði á unga manninn, i sem Nadine hafði talað við, og Nad- ine hjelt áfram: — Jeg held að þú hafir ekki tekið eftir þegar jeg • kynti þig honum, Burke. Þetta er Harris Steel, frá Portland. Hann og Elsa ætla að opinbera trúlofun sina núna á næstunni. Burke leit sein snöggvast á Elsu og tók eftir að augnaráð hennar var ekki eins örugt og áður. Og svo sagði liann alll i einu brosandi við unga manninn: — Hafið þjer nokkuð á móti því að lána mjer dömuna yðar i kvöld, Steel? — Þarna heyrirðu! sagði Elsa. — 5vona tala riddarar preriunnar. — Ertu hrædd? spurði Burke í ertnistón. — Jeg minnist þess ekki að þú værir nokkurntima hrædd forðum daga. —- Ekki svo hrædd að það komi að sök, góði minn. Elsa sneri sjer að Steel og bætti við letilega: — Lánaðu mig bara, Harris! — Eins og þjer bjóðið yðar náð, sagði Harris Steel og hneygði sig hátíðlega. \ "C' FTIR miðdegisverðinn varð bað ■*-* að samkomulagi að samkvæm- ið brygði sjer út í bæ. Og þegar Burke þrammaði út aðalstrætið við , hliðina á Elsu, hugsaði hann með sjer: — Nú er stríðsöxin á lofti aftur, alveg eins 03 i gamla daga. Hann horfði á fallegu vanga- myndina við hliðina á sjer og allt í einu varð honum að orði: — Hvaða erindi áttir þú til Portland, órabelgurinn þinn! Elsa ypti öxlum -— Vitaniega að líta kringum mig — og læra. En Burke, gerðu svo vel og kalla mig ekki órabelg. — Því ekki það? — Því að það nafn tilheyrir timaskeiði, sem nú er runnið. — Þá ertu nú aðeins dóttur hins göfuga Ballards dómara, sagði Burke storkandi. — Já, hver smekkur hæf- ir sínum. — Nei, jæja — lcallaðu mig óra- belg samt, sagði Elsa og hló. — Það verður ekki nema þetta eina kvöld — jeg læt ekki lána mig út aftur. Burke svaraði ekki. Þau voru stödd fyrir utan gildaskála Kellys í þessnm svifum og á dyraþrepinu stóðu bræðurnir Kelly í háværum samræðum við einliverja tvo aðra. — Gott kvöld! sagði Burke kurteis- lega. — Gott kvöld. Rembert! Þjer eruð kominn til að vera viðstaddur yfirheyrslurnar? — Já, jeg býst við að vcrða kall- aður sem vitni. — Honum er vorkunn, honuno Ray, sagði Kerby Cockerline. — Já víst er það, svaraði Burke. •— Jeg tók eftir að partur af girð- ingunni yðar var lagður niður, skamt frá Driverlæknum, sagði Lon

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.