Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1944, Síða 9

Fálkinn - 15.09.1944, Síða 9
FÁLKINN 9 Cockerline. — Þjófarnir hafa víst farið þá leiðina. — Það er sjálfsagt, sagði Burke og kinkaði kolli og' hjelt áfram. Þau Elsa gengu framhjá og þögðu. bæði. En allt í einu sagði stúlkan: — Það mun eiga að fara að siða- lögmálinu, sýnist mjer. Jeg hjelt ekki að þú værir svona klókur, Burke. Skrítið að þú skyldir geta stillt þig gagnvart þorpurunum tveim, Burke. — Hvað þykist þú eiginlega vita um Cockerline-bræðurna? .— Ojæja, jeg veit sitt af hverju um þá. Þau gengu fram hjá járnbrautar- stöðinni og Burke sagði við Elsu: — Bíddu snöggvast, jeg þarf að kaupa tvo svefnvagnsfarmiðé til Portland. — Hvað ætlar þú að gera við þá? spurði Elsa forvitin þegar hann kom aftur, og Burke sagði hálf bit- ur: —- Æ, það er ekki annað en bjánalegar kenjar úr preriuriddar- anum. — Hvaða bull. Þú gerir ekki svona upp úr þurru, Burke, sagði Elsa. — En einu má mig gilda um það. — Hún reigði sig en Burke sagði: — Þú ert alveg sami fanturinn og áður. Hversvégna tökum við altaf á okkur langan krók þegar við sjáum hylla hvort undir annað? -— Þú ert alveg sá sami og áður líka, Burke. Bara ennþá stærilátari og stoltari. Það er máske preríunni að kenna. En ef jeg á að gefa þjer gott ráð, þá skaltu ekki vera svona hnarreistur gagnvart kvenfólkinu.. Það er ekki tíska lengur að kvenfólk sje karlmönnunum undirgefið eins og þrælar — að þú vitir það. — Jeg hefi aldrei búist við, að þú gerðist undirgefin, sagði Burke stutt. "TVAGINN eftir, þegar Burke gekk upp ráðhúströppurnar mætti fulltrúi opinbera ákærandans hon- um í dyrunum og sagði: — Við erum að bíða eftir yður, lierra Rembert. Burke gekk hægt inn í troðfullan rjettarsalinn. Elsa Ballard sat á einum af utustu bekkjunum í mið- ganginum, og þegar Burke gekk fram hjá livíslaði hún' kesknislega. — Það er áhrifamikið að sjá hvernig þú gengur hjerna inn. Þú veist hvað þú syngur, Burke Rembert. — Herra Rembcrt, gerið svo vel að setjast í vitnastúkuna, sagði op- inberi ákærandinn þurlega. Burke vann eiðinn og svaraði hinum venjulegu inngangsspurning- um. Síðan spurði ákærandinn hvort rjett væri að gripir Burkes væru merktir fangamarkinu B. R. — Þá má það heita víst, að kýrn- ar, sem fundust i vörslum Ray Faw- lers, sjeu yðar eign? — Jú, mjer er nær að halda jmð, cn jeg á bágt með að trúa að það sje Ray, sem hefir stolið þeim, sagði Burke án þess að vera spurður. Ray Fawler var á sínum tíma vinnu- maður hjá mjer, og jeg hafði aldrei ástæðu til að kvarta undan honum. Hann var duglegur verkmaður og mjög áreiðanlegur. Jeg hefi ekki kært hann, og jeg ætla mjer ekki að krefjast rannsóknar í þessu máli. — Herra dómari, hagði, ákærand- inn. — Jeg mótmæli því að þessi ummæli sjeu bókuð. Dómarinn tók þetta til greina og svo heyrðist hljóðskraf milli dóm- arans og ákærandans. Eigi voru önnur vitni í málinu, og Burke var leyft að fara. Þegar hann gekk fram- hjá EIsu Ballard tók liún í jakka- ermina hans. — Við ætlum öll að borða hádegisverð hjá Judith Gra- hám, sagði hún. — Þú kemur þang- að líka. Burke sagðist skyldi athuga mál- ið og hjelt sem leið lá heim á gisti- húsið. Á herberginu sínu náði hann sjer í umslag, tók tvo járnbrautar- miða, lagði þá og hundrað dollara seðil í umslagið og límdi það aftur. Svo hringdi hann á sendilinn og sagði: — Fáðu Lily Darville þetta brjef! Þegar hann kom til Grahams var samkvæinið í fullum gangi. Nadine vatt sjer undir eins að honum: — Þú sagðir ekki mikið i rjett- inum, Burke. En það lítið sem þú sagðir, eyðilagði allt fyrir ákærand- anum. Hversvegna viltu ekki láta refsa Ray? Hann er þó þjófur. Elsa Ballard horfði spottandi á hann, undan' barðabreiðum hattin- um. — Það stoðar ekkert að reyna að veiða neitt upp úr honum Burke, sagði hún. — Hann hefir sín áform, og þau segir hann ekki nokkrum manni. — Afsakið að jeg sletti mjer fram í þetta, sagði Harris Steel. — En hver er eiginlega tilgangurinn með því að gerast forsvarsmaður þjófa og þorpara? — Farðu gætilega i að leggja hein- ar spurningar fyrir þennan mann. sagði Elsa. — Jeg skal svara fyrir hann. Fawler hefir verið vinnu- maður hjá Burke einu sinni, skilur þú. Og herrar sljettanna taka altaf svari þegna sinna, jafnvel þó að þeir steli af þeim. — Það er nýtt að heyra þig svona grama, sagði Burke. — Fyrrum kastaðirðu grjóti — en þú spúðir ekki eitri. Elsa sótroðnaði. En áður en henní gafst tími til að svara, kom gamall sólbrenndur kúrelci til Burkes og hvíslaði einhvarju í eyra honi m, Þetta var Símon og nú bað Burke afsökunnar á jiví að hann yrði að fara, og elti kúrekann út. — Kviðdómurinn varð ekki sam- mála svo að dómarinn neyddist til að láta Ray Fawler lausan. Cocker- linediræðurnir eru enn á gildaskál- anum lijá Kelly. Þeir hjeldu nú til gildaskálans og þar voru Cockerline-bræðurnir i billardsalnum. Ray Fawler var þar líka og Burke heilsaði lionum með því að kinka kolli til lians, áður. en hann sneri sjer að mönnunum við billardborðið og hinum gest- unuin. — Viljið þig gera svo vel að fara út rjett sem snöggvast, sagði hann. •— Jeg þarf að tala svolitið við Cockerline-bræðurna undir fjög- ur augu. Bræðurnir störðu á hann gapandi og þegar Símon lokaði dyrunum eftir síðasta gestinum, spurði Lon, sá eldri af bræðrunum, með þjósti — Hvað á þessi skrípaleikur að þýða, Burke Rembert? — Það skaltu bráðum fá að reyna, sagði Burke og steig eitt skref fram Burke stóð í miðri stofunni. Blóð- ið rann úr djúpu sári í kinninni á honum og hendur lians voru líka hláðugar og rifnar. Símon horfði á liann með aðdáun: — Þetta var vel af sjer vikið, Burke, Kerby Cock- erline er á leiðinni á sjúkrahúsið og Lon er kominn þangað. Jeg skil ekkert i hvernig þú fórst að því að berja báða þorparana niður. — Það var alls ekki erfitt. Þeir hafa eytt of miklum kröftum i að spila ballskák og drekka whisky, karlarnir, svo að þeir eru ekki þolnir. — Heldurðu að þeir hverfi úr bænum eftir þetta? — Jeg geri ráð fyrir því. Gestirn- ir skemtu sjer ágætlega þegar þess- ir áflogaliundar báðir voru bornir út. Og bófar geta ekki haldist við þar sem þeir eru c.rðnir að athlægi. Hann andvarpaði. — Komdu nú með bílinn, Símon. Við skuluin fara heim undir eins. Jeg hefi lieldur ekki neitt meira að gera hjerna i bænum lengur. Simon fór en Burke tók upp píp- una sína og kveikti i henni. Skömmu siðar var barið að dyr- um, og Burke, sein hjelt að þetta væri Símon, sagði án þess að líta við: -— Inn með þig! En það var Elsa Ballard sem kom inn og þegar Burke liafði jafnað sig eftir ákomuna sagði hann glettnis- lega: — Hverju á jeg að þakka heiðurinn af svona frægri heim- sókn? Jeg hjelt ekki að þriðja flokks knæpa væri staður sem hæfði dótt- ur Ballards dómara. Elsa varð kafrjóð. — Jeg kem til að biðja þig afsökunnar á að jeg var svo ókurteis í dag, Burke. Jeg vissi að þú hafðir einhvern ákveðinn tilgang með því að taka svari Ray Fawlers. Nú veit jeg að farseðlarn- ir tveir, sem þú keyptir, voru handa Lily Darville og Ray Fawler og að þú gafst þeim hundrað dollara til brúðkaupsferðarinnar, þegar þau hefðu gift sig i Portland. Þú ert aí- bragð, Burke. Fólkið talar ekki um annað í bænum en þetta, hvernig þú afgreiddir Cockerline-bræðurna. — Hvernig fer þú að að vita allt þetta, Elsa? — Jeg er vön að fá að vita allt sem mig langar til að vita. Þú hlýt- ur að þekkja mig að því. Og svo hjelt hún áfram þegar liknn svaraði ekki: — Nú, Burke, geturðu ekkert sagt? Þú ert þó ekki vanur að vera orðlaus! Burke steig eitt skref fram: — Jeg vil ekki þrefa við þig lengur, órabelgur. Jeg skil hvenær jeg hefi tapað. — Hverju hefir þú tapað, Burke? — Þjer, sagði Burke og sneri sjer frá og bjó sig til að fara. En Elsa hjelt í liann. — Heldurðu að það sje tilviliun að jeg var í Pendleton einmitt þegar þetta mál var á döfinni? spurði lnin. — Hefir þú ekki skilið, að það var þín vegna sem jeg kom, Burke? Af því að jeg lijelt, að þú mundir áður en lyki skilja hvernig mjer liði. Jeg átti ekki gott með að biðja þín, Burke. Gat jeg það? Bláu aug- un hennar ljómuðu af gleði. — Elsa — ástin mín —-----------— Burke rétti fram báðar hendurnar og hún fjell i faðm hans og andvarpaði. — Elskan niín, muldraði Burke inn í mjúkt, Ijóst hár hennar. — Þessi ár, án þín, hafa verið mjer eins og martröð. — Sama segi jeg, Burke.' En nú verður allt gott, sagði Elsa Ballard.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.