Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1944, Page 9

Fálkinn - 01.12.1944, Page 9
FÁLKINN 9 bursta stigvjelin manns. Þannig fara andans höfðingjar að. — Mjer er sem jeg sjái kratana leilca þetta eftir mjer, hugsaði hann ánægður. Og með skarpskygnum augum bak við þykku gleraugun kringlóttu og með liprum fjaðurmögnuðum dans- skrefum gekk lektorinn inn í skóla- portið til þess að kvelja hóp af varnarlausum strákum i tvo tíma, rneð uppeldisrökfræði og latneskri málfræði. f SÍÐASTA tímanum hafði Plinius 3. bekk lærdómsdeildarinnar i latínu. Sonur Knudsens kennara var sá fyrsti sem hann yfirheyrði. Fórnardýrið komst slysalaust fram úr tveimur erfiðustu málfræðispurn- ingunm, en strandaði á þeirri þriðju. „Jæja,“ sagði Pliniys, „þá reynuin við með öðru móti.“ Eftir fimm mín- útur hafði honum tekist, með skæða- drífu af spurningum, að rugla litla Knudsen og gera liann hræddan, svo að hann vissi hvorki upp nje niður. Og nú hjó Plinius hendinni í kenn- araborðið og hrópaði: „Þetta er blátt áfram hneyxli!" Þá Ijetti þeim liinum i bekknum. Píslarkrákurinn var kjörinn, í þetta sinn. Plinius mundi öskra og emja það sem eftir væri tímans, hníga í örvæntingu fram á borðið með hendurnar fyrir andlitinu, bíta á jaxlinn og byrja á nýjan leik, sam- kvæmt sínum eigin strangvísindalegu aðferðum — sem sá maður, er ávalt gerir skyldu sína út í æsar — hyað sem það kostar. Plinius var i ágætu skapi á leið- inni heim. Þessir tímar, þegar liann varð að slriða við nemendurna til þess að beina hug þeirra inn á rjettar brautir, fylltu hann ósegjan- legu lífsmagni. Svona höfðu hinir miklu meistarar fornlistarinnar og endurfæðingartímabilsins barist við hið óbilgjarna efni. Undir fjögur augu var Plinius ekki ófáanlegur til að fallast á, að liann vær fullfrúi endurfæðingartimabilsins. En l/yrst og fremst var liann höfðingi í and- ans ríki, fram i fingurgómana — auðvitað. Þegar hann var kominn heimundir hægði hann á sjer. Það væri eigin- lega rjett að hann minntist á þetta með hænsnin. Og auk þess var þoð eiginlega skylda lians að tilkynna Knudsen kennara, að horfur sonar hans á sæmilegri einkunn i latínu til stúdentsprófs væru afar bágborn- ar, ef pilturinn tæki sig ekki ræki- lega á. Hann opnaði garðhliðið hjá Knudsen. Það var frú Knudsen, sem opnaði þegar hann hringdi. „Mig langar til að fá að tala við manninn yðar, frú,“ sagði hann. „Kanske jeg sjé svo heppinn að hitta hann heima?“ „Gerið þjer svo vel,“ sagði frú Knudsen og Pliniusi var ánægja að því að taka eftir, að einhverskonar titringur var i rödd liennar. „Gerið þjer svo vel, vill ekki lektorinn koma inn i stofuna mannsins míns!“ NUDSEN sat við skrifborðið og var að leiðrjetta stíla. Hann var snöggldæddur og hafði tekið af sjer flibbann. Alveg eins og mað- ur gat búist við. Húsmannssonurinn hafði víst selið yfir beljum í upp- vextinum og hafði aldrei vanist flibba — hinu ytra tákni heldri manna. En borgaralegur klæðaburð- ur bygðist á erfðavenjum menning- arinnar. Andlitið á kennaranum var rautt og útitekið eins og á bónda og hendurnar stórar og grófar eins og á járnsmið. „Afsakið að jeg tek á móti yður flibbalaus,“ sagði Knudsen á sveita- mállýsku. „En jeg ætla að tninsta kosti að fara í jakkann. Má jeg ekki bjóða yður vindil?“ „Þakka yður fyrir, jeg ætla ekki að reykja,“ sagði Plinius. „ Jeg kem ineðal annars til þess að tilkynna yður, að nú liafa liænsnin yðar verið i kálgarðinum mínum á nýjan leik.“ „Hafa þau verið þar?“ sagði Knud- sen og brosti góðlátlega. „Okkur er sannarlega engin þægð í þvi. Jrg neyðist vist til að höggva hausinn af öllum hópnum. Við höfum ekkert af þeim nema útgjöldin og ergelsið. En við áttum lengi lieima í sveit, og konan min liefir vanist því að hafa hænsni til að snúast kringum.“ Virkilega menntaður maður mundi hafa tekið þetta öðruvísi; hugsaði Plinius með sjer. Menntaður maður hefði beðið afsökunar og lofað, að þelta skyldi aldrei koma fyrir aftur. En lýðskólamaðurinn fór undir eins að blaðra um hluti, sem ekkert komu málinu við. Lektor dr. pliilos. Plin- ius varðaði ekki undir neinum kring umstæðum um, hvort hænsnarækt Knudsens lýðskólamanns svaraði kostnaði, eða livort konan hans hafði gaman af hænsnum. „Maður vill ógjarnan eiga i úti- stöðum við granna sína,“ bætti kennarinn við. „Ef yður er það alvara þá má jeg kanske gera ráð fyrir, að það sje ekki mjer til miska gert, sem þjer spilið á grammófón um miðdegis- verðarleytið?“ sagði lektorinn og pikkaði fingrunum i stólbríkina. „Grammófónspil?"- sagði Knudsen forviða. „Hvað er að því?“ „Yður mun ekki vera ókunnugl um hvar jeg á lieima i stjórnmálum,“ sagði Plinius þykkjulega. „Á einuin stjórnmálafundinum rjett fyrir bæjar stjórnarkosningarnar deildum við hvor á annan, og þjer sögðuð að ummæli mín urn trygðina gagnvart verðmætum erfðum og þjóðrækni, væri gauðslitin grammófónplata. — Vitanlega kæri jeg mig ekki um að svara innleggi, sem talað er i slikum tón. En nú gæti jeg svarað yður þvi, að hægt væri að fá stjórnmála- skoðanir yðar á grammófónplötum.“ „Kæri lektor,“ svaraði kennarinn. „Þó að við sjeum andstæðingar i stjórnmálum getum við verið bestu nágrannar. Jeg spilaði að vísu nokkr- ar plötur á svölunum Hjá mjer í dag, og ein þeirra mun hafa verið sósíalistamarsinn. En þjer hljótið að skilja, að það var ekki gert til þess að gera yður gramt í geði.“ Knudsen brosti eins og stór, góð- látlegur drengur, sem upplifir eilt- hvað skritið en þorir ekki að láta sjá, að hann liefir gaman af þvi. En Pliniusi var illa við þetta bros og hann reyndi að kinsa óvininn með sama augnaráðinu og liann vakti skjálfta með innan fjölskyld- unnar sinnar. Knudsen brosti ró- legur á móti. Gott, hugsaði Plinius. Það verður verst fyrir piltinn sjálf- an. Það er skylda min að benda honum á að iðni og greind sonar hans er alvarlega ábótavant. Hann sat um stund og hugsaði sig um hvernig liann ætti að byrja. Þetta má ómögulega lita út sem hefndarráðstöfun. Þvi að í rauninni kom þetta með strákinn ekkert hænsnunum eða sósíalistamarsinum við. Plinus var sjer þess meðvitandi að hann var óþægilega, já, jafnvel sjúklega nákvæmur í öllu því er snerti siðalögmálið. Meðan liann var að hugsa um þetta varð honum litið á ljósmynd, sem stóð á skrifborð- inu. Hún var í breiðum mahogni- ramma og honum fannst hann kann- ast við andlitið. Nei, er jiað sem mjer sýnist, þetta er þó ekki....? Hann laut fram til þess að lesa það, sem skrifað stóð á myndína. Það var skrifað með fastri, greinilegri rit- hönd: Til míns kœra, gamla vinar Jens Knudsens! „Þetta er þá kennslumálaráðherr- ann, sem þjer liafið standandi á skrifborðinu," sagði liann og reyndi að gera röddina í sjer sem hvers- daglegasta. „Jú, ekki ber á öðru,“ sagði Knud- sen. „Við vorum saman í kennara- skólanum, og siðan liöfum við revnt að halda við kynnunum, eftir bestu getu. Og svo er hann líka giftur frænku konunnar minnar.“ „Hann er bráðgáfaður maður,“ sagði Plinius. „Þó óneitanlega höfum við ekki sömu stjórnmálaskoðanir þá virði jeg hann afar mikils. En eins og jeg víst sagði áðan, þá eru það hvorki hænsnin nje þessi hje- gómi með gramr. ófóninn, sem jcg kom hingað út af. Jeg kem hingnð sem kennari sonar yðar. Jeg get ekki sagt að jeg sje ánægður með framfarir hans i latínlinni. Ef satl skal segja: ef ekki verður breyting á þvi, þá er jeg alvarlega hræddur við hvernig honum muni fara við stúdentspróf. Nú varð andlitið á Knudsen alit i einu alvarlegt. „Jeg hjelt endilega að hann mundi fylgjast sæmilega með,“ sagði hann. „Það hjelt jeg líka,“ sagði Plinius og strauk á sjer lrökuna. „En þjcr eruð sjálfur uppeldisfræðingur, og reyndur uppeldisfræðingur, og þjer vitið hve fljótir unglingarnir eru að lenda á glapstigum. Og það þýðir ekki að dylja það, að sonur yðar er á rangri braut.“ „Það hryggir mig að heyra þetta,“ sagði Knudsen dapur. „Því að jeg hefi í rauninni svoddan trú á drengn- um.‘ „Einmitt þessvegna er það nauð- synlegt að hjálpa honum á rjetta braut meðan tími er til,“ sagði Plinius. „Jeg er liingað kominn til þess að stinga upp á, að jeg taki hann í nokkra einkatíma á viku, fyrsta kastið. Vitanlega kemur eng- in borgun til greina — það er auk liess bannað okkur kennurunum að taka borgun fyrir einkatíma, af nemendum okkar. En mjer er vel til drengsins og langar til að hjálpa honum.“ „Þetta er sannarlega fallega gert af yður, lektor Plinius,“ sagði Knud- sen hrærður. „Jeg veit ekki hvernig jeg fæ þakkaþ yður. Konunni minni og mjer er það mikils virði, að hann nái sæmilegu prófi.“ UM kvöldið sagði Plinius konu sinni, að hann liefði farið til Knudsens kennara. „Hvað sagði hann?“ spurði frú Plinius forvilin. „Hann gaf fullnægjandi skýringu,“ sagði Plinius. „Honum þótti þetta sárt, sem skeð hafði.“ „Annars fjell mjer betur við mann- inn, þegar á reyndi, en mjer hefði getað dottið i liug, fyrirfram. Það er ekki hægt að neita því, að liann má teljast fulltrúi fyrir ákveðna tegund alþýðufræðslunnar, og henn- ar alls elcki þýðingarlausrar. — En meðal annara orða, jeg skal segja þjer nokkuð. Hann er vildar- vinur kennslumálaráðlierrans, og frú Knudsen og ráðherrafrúin eru syst- kinadætur." „Drottinn minn góður! Þá getur hann lagt gott orð í belg, í næsta skifti sem þú sækir um rektorsem- bætti,“ sagði frú Plinius hrifin. „Amalia!“ þrumaði Plinius, og teygði fram neðri skoltinn. „Þú ætlar mjer víst ekki að fara baka- leiðina — eldhúsmegin.... ?‘ „Nei, vitanlega ekki,“ stamaði aumingja frúin, gaddfreðin af skelf- ingu., ,Jeg átti bara við. ... að .... Plinius gerðist svo náðugur að taka fram í fyrir henni: „Það sem jeg var að hugsa um, var bara þetta: Á okkar dögum getur það ekki gerst að maður loki augunum fyrir mun þeim, sem er á fólki i þjóðfjelaginu, cða þeim nýmyndunum, sem eru að gerast. Á sinni tíð börðust rómversk- ir aðalsmenn við „plebeiana“ og þeir síðarnefndu náðu völdum, jafnframt hinum gömlu aðalsættum. Og einn góðan veðurdag var allur stjettar- munur horfin þarna. — Slærðfræð- ingar hljóta að þekkja tölurnar og geta dregið ályktanir og samanburð af þeim, á grundvelli söguþekkingar sinnar. — Heyrðu kona — í raun- inni langar mig eiginlega til þess að bjóða honum Knudsen heim. .. p£SS\ NyjA. þVOTTA - ADFERÐ SPA'RAR '/3 SA?U Þessi nýja þvotta-aðferð spar- ar Hinso og fatnaðinn. AÐFERÐIN. Notið hálfu minna vatn en venjulega og þriðjung minni lýinso en venjutega. Leggið fjR’íta þvottinn i bleyti 1 12 mjnútur, þvoið liann og skol- ið. Leggið þvi næst inislita þvottinn i bleyti i sama Hinso- löginn og þvoið hann. Gætið þess að þvotturinn standi ekki upp úr leginum, þegar þjer ieggið hann i bleyti. ÞVOTTURINN VERÐUR HREINN. Með þessu móti verður þvott- urinn hreinn, og þjer sparið einn Hinso-pakka af hverj- uni þremur! og fatnaðurinn endist lengur, því að hann verður ekki fyrir hnjaski. RINSO X-R 207-7G6

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.