Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1944, Qupperneq 11

Fálkinn - 01.12.1944, Qupperneq 11
F Á L K I N N 11 Kaffi, sykur og fleira. Eftir Vigfús Guðmundsson. Talið er að kaffibaunir flyttust fyrst til Suður-Evrópu frá Asíu- löndum fyrir miðja 16. öld, og var þá farið að nota kaffið til drykkjar fyrst 1534 í Miklagarði í Tyrklandi. En um norðan verða álfuna og Norðurlönd ekki fyrr en á 18. öld. Notkun kaffis hefir þó eflaust ver- ið þar lítil og fágæt öldina þá alla. Fór svo einnig hjer, að um marga áratugi reyndust íslendingar tor- næmir á töfradrykkinn. Hvorki er kunnugt, með fullri vissu, hvenær kaffibaunir fluttust fyrst til íslands, nje til Eyrarbakka. En það er fyrst vitanlegt, að árið 1760 komu 40. pd. af kaffibaunum til Hólmsversl- unar í Reykjavík, og þar með 25 pd. te, og 200 pd. sykur. Kaffi- birgðir þessar hafa að líkindum nægt lil nokkra ára, því ekkert hefir sjest innflutt næstu árin. Varla held- ur notað nema hjá kaupmönnum og máske einstöku embættismönnum fyrir fágæta gesti. Te hefir þá líka verið fremur notað á slíkum stöð- um, með því að næstu árin, 1762, koma til landsins 10 pd. af'því, en 34 pd. 1763 og aðeins á hafnir við Faxaflóa. (Hólm, Hafnarfjörð og Básenda) og Grindavikur. Smám saman glæddist þessi verslun, svo að áratug siðar, 1772, komu til landsins 110. pd. af kaffi, 77. pd. ' te og 663 pd. sykur, því að hann varð jafnan að fylgja kaffinu og teinu. Næstu 7 árin glæddist svo kaffinautnin, að árið 1779 komu 3320 pd. kaffi, 579 pd. te og 8644 pd. sykur. (Einokun bls. 420). Á þessu tímabili (1776) var svo hátt verð á þessum vörum, að ekki var furða þó þær yrðu ekki almenn- i ingseign. Kaffipundið 32 skildinga, te 64. sk. og sykur 2014 sk. Vafalaust hefir teið rutt sjer til y rúms og flutst til Eyrarbakka fyrr en kaffið. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um ísland 1752- 57. Líklega helst um Árnessýslu 1756. Telja þeir þá að mikil breyt- ing hafi orðið á 10-20 árum, svo að flestir betri bændur eiga teáhöld. (Reise gennem ísland II. 285). — Kaffi liefir þá naumast þekkst þar (hjá kaupm. eða biskupum), þar eð þeir nefna það ekki. Og senni- lega liafa þeir lieiðursmenn litt heimsótt eða dvalið á þeim árum, rema hjá embættismönnum og úr- valsbændum, er allir hafa látið það besta og fágætasta í tje, við þá aufúsu gesti. Verslunarskýrslur frá Eyrarbakka eru mjög fágætir og gloppóttar og finnast engar nema frá einstöku árum. Ekkert te sjest þar aðflutt í skýrslum árin 1731, nje heldur 1734. En svo komu þar 40 pund af tegrasi hvort árið 1765 og 1766. Fer svo aftur minkandi löngu siðar, ekki nema 19% pund te árið 1791, og 10 pd. 1792. Kaffið er þá að koma í staðinn, og sjest þar fyrst þessi árin: 1791 98% pd., 1792 250 pd. og 1793 299 pd. kaffibaunir. Þrátt fyrir þennan litla vöxt að- fluttra kaffibauna á þremur fvrstu árum síðasta tugs 18. aldarinnar, ' verður kaffineyslan næsta litil og ókunn almenningi fram yfir alda- mótin, og á fyrstu áratugum 19. aJdarinnar. Nægja verður hjer að tilgreina tvö dæmi þessu til sönnunar. Prests- dóttir á einu betra brauði lands- ins, Guðrún Þórhalladóttir á Breiða- bólstað í Fljótshlíð (f. 1789, varð öreigi og lengi niðursetningur á Keldum). Hún sagði svo frá: Þegar jeg var ung stúlka, kom jeg til prófastsins i Odda, (Gísla Thór og madömu Jórunnar). Madaman var svo góð við mig og lítillát, að hún gaf mjer kaffi í bolla og skeið með, og sagði mjer til um hvernig jeg ætti að haga mjer, því jeg þekkti þetta ekki. Byrjaði jeg að sötra kaffið upp í mig með skeiðinni, en þá sagði madaman: „Það er nú siður að súpa þetta úr bollanum, heillin mín." Svo þorði jeg nú ekki að tæma bollann alveg, hjelt kurt- eisara að skilja eftir dálitla lögg, en þá mælti madaman aftur: „Það er nú ekki siður að leifa af þessu, heillin mín“. Hitt atvikið gerðist meira en ára- tug síðar, og þó að ólíkt sje, gefur það bending um sparsama og lítt þokkaða nautn kaffisins meðal bænda. Þegar faðir minn, Guðm. Brynjólfsson, byrjaði búskap á Ár- bæ á Rangárvöllum, árið 1819, tók hann 2 pd. af kaffibaunum (aðra ininnir 4 pd.), að sjálfsögðu aðeins til að gefa gestum og til hátíða. Þókti þetta þá óhóf og ráðleysis- vottur hjá frumbýlingi. En svo treindist kaffið, að meira en missiri siðar lánaði Guðmundur, lijónunum auðugu á Keldum, Þuríði Jónsdóttur og Páli Guðmundssyni, helmingin af þvi. En svo mikið óx notkun kaffisins á 64 búskaparárum föður míns, að hún 100 faldaðist. í stað- inn fyrir eitt eða tvö pund fyrsta árið nægði ekki minna en kaffisekk- ur 200 pd. árlega til heimilis (og lijálpar þurfendum) siðasta áratug- inn. Enn má géta þess, að Markús stiftprófastur í Görðum, ritar 1. ág. 1801 skýrslu mikla um nauðsynjar presta til heimila sinna. Þar á með- al 8 tn. rúgmjöl, % tn. af hverju; baunum, bókhveiti og bygggrjón- um, 1 kút hafragrjón, 2 brauðtn. 40 pt. vín og brennivín, 8 pd. tóbak o. fl. en ekkert kaffi eða krydd og ekki svo mikið sem khit lianda kon- um þeirra. Árið 1830, voru ekki flutt til Eyrarbakka nema 500 pd. af kaffi- baunum, en svo mjög fer neysla kaffis í vöxt, á tveimur næstu ára- tugum, að 1849 er aðflutningurinn orðinn 20182 pd„ og 1855 31016 pd. Eftir það dregur nokkuð úr kaffi innflutningi aftur, t.d. árið 1870, er hann 17901 pd. En þg er lika kaffibætir (export) komið til viðbótar, og ekki minna en 9795 pd. Sjest kaffibætir (rót) ekki í verslunarskýrslum fyrr en 1859, og þá aðeins á Eyrarbakka, 2074 pd„ og í Suður-Múlasýslu 878 pd. Nokk- urn tíma liefir fólkið þurft til að venjast kaffibætinum, því ekkert er flutt af honum tvö næstu árin til Eyrarbakka. Af þessum fáu dæmum má ráða í það, að fyrst upp úr miðri 19. öld, verður kaffið daglegur drykkur, eða því sem næst, á flestum bæjum í Eyrarbakkaverslunarsókn. Og hjelt svo áfram að aukast mjög eftir það, allt til aldamóta, eða lengur. Á Rangárvöllunum var svo hátlað, að um 1870 - 80, var farið að hita kaffið daglega við frá legu á engj- um i fjallferðum o. s. frv. En um nokkur ár áður, var frálegufólki sent kaffi að heiman, á kútum, að- eins við hirðingu eða við hentug- leika. Fljótt hefir þjóðin lært að nota rjóma í kaffið, og auka þannig eyðsluna. Sönnun fyrir þvi, sjer maður i Norðra 1853. Þar er kom- ist svo að orði: „Er kvartað um bjargarskort og'smjörleysi á Norður- Iandi“. Og kennt um það ekki aðeins harðæri og málnytuskorti, heldur líka „og það ekki minna, hvað eyð- ist af rjóma til kaffidrykkjunnar." Matbætir eða krydd, að öðru leyti en kaffi eða te og sykur, kom bæði litið og seint til Eyrarbakka og landsins yfir liöfuð. Að vísu lcom öðruhvoru ofurlítið af hunangi og sírópi á 18. öld, en lítt hefir það hor- ist til almennings. Og alveg hverfur það litla, sem sjest nefnt fyrir alda- mótin. Árið 1797 kom á Eyrarbakka krydd þetta: „Sukkerlade“ 12 pd„ og árið á eftir rúsinur 161 pd. kúren- ur 22 pd„ engifer 5 pd. allrahanda 4 pd. og möndlur 2. pd. Eitthváð slíkt smávegis, kann að hafa verið flutt inn fleiri ár en þau, er þetta sjest í skýrslum, sem nú eru til. En hagur almennings og hallærin hafa oft útilokað slíkan nuinað algjörlega. í Eyrarbakkaskýrslum 19. aldar, sjest ekki krydd svo teljandi sje fyrr en 1864: súkkulaði 155 pd. grá- fíkjur 411 pd„ rúsinur 734 pd. og fleira smávegis. Svo er þó mikið af þessu hverju um sig, að eitthvað lítið af því hefir komið til Eyrar- bakka áður. Eigi er það fyrr en tveimur árum síðar, (1866) að hris- grjón eru nefnd á nafn í þessum verslunarskýrslum, og eru þá tnhn með kryddvörum næst á eftir rús- inum, svo að líklega er þetta fyrsti hrísgrjóna innflutningur til Eyrar- baklca. (Skýrlsa um landshagi IV. 343). Komu þá af grjónum þessum 2100 pd. og er auðsjeð, að hjeraðs- búar hafa þegar liaft góða Ivst á þeim, því að á næsta ári voru flutt til Eyrarbakka 4201 pd. af lirísgrjón- um, en 3150 pd. árið 1868. Allur slikur innflutningur liefir svo marg- faldast nokkrum árum síðar, þó að undanskildum stórum nfturkipp á hallærisárinu 1882 og eftir það, Sjálfsagt hafa útlendir kaupmenn flutt með sjer ýmislegt til matbóta, meðan þeir dvöldu hjer, og sömu- leiðis æðstu fulltrúar konungsins. Þeir hafa svo komið biskupum á bragðið, og öðrum háttsettum em- bættismönnum, sem einnig lærðu „átið“ utanlands. Eigi mun finnast getið um krydd lijer á Suðurlandi fyrr en um 1497. En þá fjekk Stefán biskup í Skál- holti „eina piparmörk“ fyrir 8 fiska, og nokkuð af fikjum, rúsinuin og hveitibrauði fyrir 12 fiska — ásamt húfum, höttum, svartaskóm og ýmsu fleira. (Fbrs. VII. 377). Munaðar- vörur þessar færði biskupnum prest- urinn á Staðarstað Einar Snorrason. Er það liklegra að hann fengi þær hjá enskum kaupmönnum á Snæfells- nesi, en frá verslun á Eyrarbakka. Áður hafa nefnd verið „nockur grion, item nockud edik“, isem Gissur biskup Einarson pantaði hjá þýskum kaupmanni. Vegna miktll- ar gestanauðar og heimsóknar göf- ugra höfðingja, urðu biskuparnir að vera vel birgif af dllskonar góð- gerðum. En að þeir urðu sjálfir að panta kryddmetið, sýnir best, að kaupmenn hafa ekki flutt það inn nema eftir pöntunum og ekki talið það seljanlegt hjer á landi. Útlit er fyrir, að' Þórður biskup og Guðríður Vísa-Gísladóttir, kona lians, hafi verið gestrisin í besla lagi, og máske nokkrir „sælkerar“. Þórður biskup gerði víst árlega pöntun eða bví sem næst, á óveniu- niörgun kryddvörum, t. d. eitt árið (1679): 6 tn. malt, 1 tn. humall 1 tn. bygggrjón, % tn. bóknveitigrión, % tn. ertur, vin og vínedik dálítið. Svo einig dalítið krydd („noget sneceri“): sykur, rúsinur „mannelei “ svcskjur, pipar, engifer, mús>kat og „velkertimean“ (Rrjefabók. — Ekki nefnir bisktip liversu mikið liann vilji af kryddi þessu. Kaup- maður hefir átt að fara nærri um það af reynslu fyrri ára. í verslunarskýrslum síðari ára- tuga 19. aldar, eru kryddvörur litið aðgreindar eftir tegundum. Verður því ekki rakið lijer hversu eyðsla þeirra hefir aukist þá og margfald- ast með ári hverju, svo að segja. Aðeins skal þess getið, að i aðflutn- ingsskýrslum til Árnessýslu árin 1849 og 1855 - 63, sjest ekkert súlckulaði, gráfikjur eða rúsínur. Dálkar slikrar vöru eru þá auðir i flestum skýrsl- um landsins, en j)ó með tölum ann- ara vara allsstaðar. En á næsta ári (1864) kemur í ljós furðu mikið af þessu góðgæti — eins og áður er sagt — og verður því að álita svo, að eitthvað litið af þessu kryddi hafi komið áður. Fólkinu fanst kryddbragðið gott og því óx innflutningurinn. Eftir 6 ár t. d. 1872 i Árnessýslu og í Skafta- fellssýslu að auki í svigum: Sukkulað 185 pd. (136 pd.), rúsinur 1609 pd. (436 pd..) gráfíkjur 600 pd. (561) og steinfíkjur 208 pd. (122 pd.). Brennivín og drykkjarvörur. Um vörur þessar verður lítið sagt hjer, en vísað til þess litla, er siðar á að sjást i aðflutningsskjali. Við- víkjandi tegundunum og flutningi tit landsins yfir höfuð, má lesa í Einokun Dana á íslandi (bls. 458 - 66). Áður en kaffið kom til sögunnar, hefir blandan (sýrudrykkurinn) ver- ið allrjóðardrykkur á íslandi. Eitt- hvað dálítið af ýmislegum öltegund- um hefir að vísu verið flutt til lands- ins á öllum öldum frá bygging þess, og frá ýmsum löndum. En það hef- ir víst að mestu leyti lent lijá liöfð- ingjunum og stærstu bændum, svo að almenningur hefir haft litið af Jjví að segja. Sama er að segja um aðrar tegundir vína og brennivínið. Um 180 ár á næstliðnum öldum sjest ekki að flutt hafi verið til Eyrarbakka, nema svo sem 12 - 46 tn. árlega til samans af öli og víni, oft innan við 20 tn. og vínið þar vitanlega messuvín að miklu leyti. Allt fram á 19. öld liefir þurft nokkr- ar tunnur af messuvíni i 70 kirkjur Eyrarbakkasóknar og miklu fleiri á fyrri öldum. (Úr bók um Eyrarbakka, sem vænt- anleg er innan skamms.)

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.