Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1944, Page 12

Fálkinn - 01.12.1944, Page 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 24 Litlu flakkaramir Angistarsviti spratt fram á enni hans og hrollur fór um hann allan. Alla þá nóttina og næstu — þetta átti ekki að gerast fyrr en nokkru seinna — var hann með óráði. Honum fanst hann vera i Moisdon. Hann heyrði dauðastunur mannsins sem þeir myrtu, og hann fann hvernig þeir lyftu honum upp og hlupu yfir akrana. Hann spratt upp skjálfandi af hræðslu Lifið fannst honum alveg óbærilegt. Skip- stjórinn fór ekkert í burtu. Hann tók þátt í sýningunni og Fanfan beið þess í ang- ist að Galgopinn gerði hann að þjóf og jafnvel morðingja. Gat hann ekki flúið? Hvert átti hann að snúa sjer? Þau mundu fljótt ná í hann og fara með hann lieim, því nú var hann viss um að sá maður væri faðir sinn. Hann var staðráðinn í því að gerast ekki meðsekur í glæpum þorparanna. Annars liöfðu þau ekkert á hann minst síðan Claudinet fór. Dag nokkurn höfðu þremenningarnir farið út til að horða miðdegisverð. Fanfan var einn heima til að gæta vagnsins. Hann stóðst ekki freistinguna að lieim- sækja Claudinet og fór til sjúkrahússins, sem læknirinn hafði sagt honum frá. Þar beið fjöldi fólks, maður, systir, bróð- ur og vinur. Fanfan fylgdi þeim eftix-. Hann var mjög hi-ærður. Hann hitti Claudinet niðri í garðinum. Hann var klæddur í hlýjan, gráan sjúki'a- búning. Hann hafði ekki búist við heimsókn, því að Galgopinn og Zepliyrine voru ekki að ómaka sig þangað. Og hann vissi að Fanfan átti ekki heim- angengt. Hann fór samt með hinu fólkinu niður í garðinn. Allt i einu ralc hann upp fagnað- aróp : —- Fanfan! — Claudinet! Vinirnir fjellust í faðma. Þeir gátu varla talað fyrir gráti. — Ert þetta þú sjálfur. Þeir settust á bekk í forsælu trjánna.. — Jeg vildi að jeg fengi alltaf að vera hjer, og að þú mættir heimsækja mig. — Jeg er að læra að lesa, fjelagar mínir hjálpa mjer. Jeg hlakka til þegar jeg verð læs. — Mig langar lika til að læra að lesa, en jeg fæ það víst aldi’ei. — Þú ættir bara að vita, frá hve mörgu er sagt í bókunum. Þar er margt sem hitar manni um hjartaræturnar. — Við stundum ekki heiðarlega vinnu. Við bell- um, það er skammarlegt að betla, þegar fólk getur unnið, það er næstum því eins ljótt og að stela. — Að stela. Við þessi orð mundi Fanfan aftur eftir því, sem honum liafði tekist að gleyma í næi'veru vinar síns. -— Hvað gengur að þjer? spurði Claudi- net. Hann sá að Fanfan fölnaði. Fanfan sagði lionum nú allt af ljetla. Ilann talaði mjög lágt, og þeir skimuðu í kringum sig, því að þeir voru dauð- hræddir um að einhver kynni að heyra til þeirra. — Hvað ætlar þú að taka til bragðs? — Það veit jeg ekki. — Ef þú reynir að flýja? — Mjer hefir dottið það í hug, en hvert á jeg að leita — Þú getur komið hingað til mín. — Hjer fæ jeg ekki að vera, þvi að jeg er ekkert veikur./ — Farðu til góða læknisins, sem kom mjer hingað. -— Það get jeg ekki, því að þá verð jeg að segja honum, hvei’svegna jeg vil fara, og þá kem jeg upp um pabba. Það get jeg ekki. — Þú getur sagt lionum að þú sjert veikui’. — Hann sjer að jeg er það ekki. Hann er læknir. — Ilvað ætlar þú þá að gera. — Jeg er búin að segja þjer að jeg veit það ekki, en jeg vil ekki verða þjóf- ur og morðingi. Jeg vil verða heiðarlegur maður og læra að lesa og vinna. Nú verða gestirnir að fara. Di’engirnir fjellust grátandi í faðma. — Þú kemur biáðum til mín aftur, sagði Claudinet. — Já, áreiðanlega. Jeg kem aftur á fimtudaginn og þú verður þú að segja mjer frá öllu sem þú hefir lært. II. , Flóttinn. Fanfan var hugsandi á heimleiðinni. Það litla sem hann hafði talað við Claud- inet hafði opnað honum sýn inn í ókunn lönd. Börn á hans aldri vissu þá svo ótal margt sem hann hafði ekki hugmynd um. Hann hafði þó óljósa hugmynd um, að hann liefði heyrt eitthvað þessu lílct fyrir löngu síðan. — Nei, hann ætlaði aldi’ei að verða þjófur. A heimleiðinnii villtist hann, því að hann var ókunnugur í París. Hann kom ekki heim fyrr en seint um daginn. Það logaði ekki Ijós fyrir framan vagn- inn. Þau liöfðu eftir því áð dæma ekki haldið sýningu. En inni í vagninum var ljós, þar sátu þau Zepliyrine, Galgopinn og Skipstjórinn. Hann nálgaðist hægt og gætilega en heyrði ekkert. Hann klifraði hljóðlega upp á pallinn. Hurðin var lokuð. Hann gægðist gegnum ski'áargatið. Hann hörfaði skelfdur nokkur skref aftur á bak. Galgopinn hafði farið í síða, svarta frakk ann, sem liann var i nóttina góðu í Mois- don. Skipstjórinn var einnig i sama bxin- ingi og hann hafði vei’ið, þegar hinn hræði- legi atbui’ður hafði gerst. — Ætli krakkaskratlinn komi ekki fljót- lega heim, urraði Zephyrine. — Hvar í fjandanum ætli hann sje að flækjast? — Hann er sennil^ga einhversstaðai’ hjei’na í grendinni. — Klukkan er enn elcki nema sjö, og við komumst ekki fyrr en með tiu lestinni. Við höfum nægan tíma. — Já, en jeg er hræddastur um, að hann geri ekki það, sem við segjum hon- um, sagði Skipstjórinn. — Vertu óhræddur um það, sagði Gal- gopinn. — Auk þess, bætti liann við, og glotti ógeðslega, —neyðist jeg til að losa mig við hann, ef hann er með viðbárur í dag. Hann veit þegar of margt. Fanfan hafði heyrt þetta allt saman. Það átti þá að gerast í kvöld. Eftir fáeinar klukkustundir yrði hann annaðhvort ineðsekur þeim eða dauður. Hann skildi nefnilega vel, hvað Galgop- inn átti við með því að segjast ætla að losa sig við hann. Hann mundi drepa hann og grafa leynd- armálið með honum. Óviðráðanleg angist greip hann. Hann þaut af stað, án þess að vita hvert hann var að fara, og hljóp eins og fætur toguðu. Nú fór að rigna, smátt xiðaregn. Fanfan tók ekki eftir því. Hann hljóp og hljóp uns hann var orð- inn uppgefinn, og var þá kominn í eina stórgötuna. Fanfan settist magnþrota á bekk og horfði á mannfjöldann, sem gekk fram hjá. Hann var að hugsa um vandræði sin. Hvað átti hann að gera? Eitt var vist, hann gat ekki snúið aftur heim í vagninn. Það var of áliðið til að fara í atvinnu- leit í kvöld, en daginn eftir ætlaði hann að fara inn í einhverja vei’slun og spyrj- ast fyrir um vinnu. Einliversstaðar mundi hann sjálfsagl komast að. En við hvað? Það var honum reyndar sama um bara að það væri lieiðarlegt starf. Hann var óheimskur og mundi fljótt komast niður i þvi, sem honum yrði ætl- að að gera. Ilann ætlaði ekki að krefjast meiri launa en fæðisins. Eða átti hann lxeldur að fara til Claudi- nets? Hann var enn hikandi, en þó viss um það, að til Galgopans skyldi hann ekki fara aftur. Galgopinn mundi ef til vill leita lians, en varla finna hann og þó svo færi, skyldi liann þverneita að fara með honum. Þá skyldi hann heldur láta diæpa sig. En aldrei, aldrei framar aftur heim í vagninn. Nóttin færðist yfir. Drengnum fór að kólna og hann fór að ganga um til að hita sjer. Smámsaman fór hann líka að

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.