Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1945, Page 7

Fálkinn - 19.01.1945, Page 7
F Á L K 1 N N 7 EYÐILEGGINGAR LOFTÁRÁSANNA Enn mun enginn hafa lagt út í að gera áætlun um það tjón, sem loft- árásirnar hafa valdið í þessari styrj- öld, og því síður að giska á hve mikil vcrðmæti hafa farið forgörðum í stríðinu. En verði það reynt munu tölurnar verða ferlegar. í þessari styrjöld hefir meira eyði- lagst af verðmætum, sem ekki er hægt að bæta upp, en í nokkurri annari styrjöld fyrr eða síðar, og stafar þetta af sprengjuregni loftá- rásanna. Margra alda gönrul verk húsagerðarlislarinnar lrafa hrunið til grunna, og málverk og annað hafa orðið að engu. Senr dænri upp á þetta má nefns, að ein sprengja, senr lenti í Londnn á síðasta ári, gróf í jörðu nrálverk el'tir garnla meistara, senr talin voru 250.000 stertingspunda virði og ge,-ði sprengjan þó ekki usla nema á 200 ferálna svæði. En þó tókst að ná ýmsum málverkunum óskemdum úr jörðu og störfuðu sérfræðingar að þvi verki, en lögregluvörður var um- hverfis á meðan. Þarna voru grafin úr allt að níu metra dýpi málverk eftir nreistarana Romney, Sargent, Franz Hals, Gainsborough og Van Dyck, undan haugunr af möl og grjóti úr húsunum, senr hrunið höfðu við sprenginguna. Sum málverkin höfðu aðeins orðið fyrir litlunr skenrdum en önn- ur voru gereyðilögð. Einnig eayði- lögðust þarna dýrgripir úr silfri, myndvefnaður, austrænar höggmynd- ir, inyntsöfn, forn húsgögn og önn- ur verðmæti. -----í strætinu senr þessi sprengja féll á, höfðu ýmsir safnarar komið til geynrslu listaverkum fyrir ntetra en miljón sterlingspunda. Margt af þeim var frá 14., 15. og 16. öld. Nú mun margt af þessunr fjársjóðum aldrei sjást aftur. Þeir eru týndir fyrir fullt og allt. En þá, sein bjargast hafa, meira eða minna skemdir, rnunu sérfróðir Hér séxt aðgeröurmaðurinn vera að líma smáagnir úr málverki á anðu blettiha, sem þær hafa dottið upp úr. Mynd eftir Gainsborough, sem lá marga daga grafin i sprengjugíg. Sér- fræðingurinn er að rannsaka hana og hefir gert krítarstrik kringum skemdirnar. menn leitast við að gera við. Og það er von um, að með tækni í efna- fræði, eðlisfræði, notkun röntgen- geisla og snrásjár, megi koma sunr- um málverkunum í sanrt lag. Ilér birtast noklcrar myndir, tekn- ar í vinnustofum eins alkunnasta sérfræðings Breta i viðgerð lista- verka. Myndirnar skýra nokkurnveg- in sjálfar, að það sé enginn leikur að fást við aðgerðir sem þessar. Tii þess þarf bæði kunnáttu og margra ára æfingu. Listaverk, sem náðst hefir upp úr sprengjugig. Sérfrœðingurinn hreinsa áhreinindin af myndinni .or að PÓSTIÍASSAR í BRETLANDI. Þeir standa flestir á fæti, úti í ytri brún gangstéttarinnar, og eiu þessvegna kallaðir „pillar box“ (pillar = stólpi eða stöpullj. Fyrir stríðið voru þessir „frístandandi póstkassar“ altaf málaðir rauðir á hverju ári. En á stríðsárunum vai ð vitanlega hörgull, bæði á málningu og málurum, svo að ákveðið var, að mála ekki „pílárakassana“ fyrr en að ioknu striðinu. — En í þessu sambandi er rétt, að segja lítið eitt frá sögu þessara póstkassa. Þeir lcomust í notkun árið 1852. Fyrir þann tíma var það tíska, að biðja „bréfadrenginn“ fyrir bréfin sin, senr áttu að fara langt, en „gulgga- nranninn“ — þann, senr sat við opna gluggann á póstlrúsinu í tólf tíma á sólarhring, og tók þar við bréf- unr, og fék litilsháttar þóknun fyrir. En skáldið Antony Trollope. sem sjálfur var póstfulltrúi þá, lét sér detta það góða ráð í hug, að nota póstkassana, og fyrir frumkvæði hans var fyrsti kassinn settur á St. Helier i Jersey árið 1852, en sá næsti tveim árunr síðar í Fleet Street, London. — f þá daga voru kassarn- ir nrálaðir grænir, nreð kórónu kon- ungs efst á framhlið, en nálæt tutt- ugu árum seinna var farið að mála þá rauða — og þann lit hafa flest lönd veraldar síðan notað á póst- kössunr sínum. STÆRSTU KLUKKU HEIMSINS hefir aldrei verið hringt. Þegar hún var steypt, 1733, átti hún að verða í Ivans Véliky-turninum í Kreml, i Moskva. En meðan hún var enn í steypumótinu kom upp eldur í málmsteypunni og sprakk þá stykki úr klukkunni og hún grófst í rúst- unum. — Svo liðu hundrað ár. En árið 1836 ljet Nikulás keisari grafa upp, klukkuna, sem vóg 200 tonn, og setja hana á steinpall á torginu fyr- ir frarnan turninn, senr henni lrafði verið ætlað að lranga í. Iílukkan er 19 feta há og 60 fet umntáls að neðan. En í Veliky-Hurninum. senr Boris Godonov reisti árið 1600, hang- ir nú næslstærsta klukkan i Moskva. Hún er 128 smálesta þung.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.