Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1945, Síða 10

Fálkinn - 19.01.1945, Síða 10
10 FÁLKINN t VNCSSVV !>E/&NbURNIR — Nei, Geiri litli, nú verðurðu að vera þœgur, góSi minn, og fara beint í rúmiS, því aS þú gelur ekki vakaS fram yfir miSnætti, sagSi mamma viS litla strákinn sinn, sem var orSinn grútsyfjaður og néri á sér augun og reyndi aS þykjast vel vakandi. — Já, en mig langar svo til aS sjá, þegar pabbi og Svenni og Ella kveikja á flugeldinum! sagSi Geiri og maldaSi í móinn. — Þú getur gægst út um gluggann ef þú vaknar, sagSi Ella. — Ef þú hefSir sofiS í dag, eins og mamma sagSi þér, þá hefSir þú getaS haldiS þér vakandi, sagSi pabbi. Nú iSraSist Geiri þess, aS þegar aS mamma hans hafSi veriS aS reyna aS fá hann til aS leggja sig um miSjan daginn, þá hafSi hann eklci viljaS lieyra á þaS minnst, cn vildi umfram allt leika sér úti á sleSanum sínum, sem hann hafSi fengiS í jólagjöf. En nú var þaS of seint. Hann barSist enn viS svefninn, en loks varS hann aS gefast upp. Og hann var orðinn svo syfjaður, að mamma varð að bera hann inn og hátta hann, því aS eiginlega var hann sofnaður. En hvað var nú þetta? Voru allir flugeldarnir, sem pabbi hafði keypt, farnir að springa þarna með hvell- um og stjörnum? Geiri spratt upp glaðvakandi. Nú var alveg hljótt i barnaherberginu, tunglið skein, hvitt og kalt, inn urn gluggann, og þarna i birtunni frá því — livaS var nú þetta? — sat ekki þarna svolítill jólasveinn klof- vega á stórum flugeldi og veifaði til Geira! — Langar þig að koma með mér? spurði litli maðurinn. Hann var í rauðri kápu og með skotthúfu, en andlitið skeggjað og ósköp vinalegt, alveg eins og á venju- legum jólasveinum. — Hvert ætlarðu? spurði Geiri, og stökk fram úr rúminu. Æ, gólf- ið var svo kalt, við bera fæturna. — Flýttu þér að komast i fötin! sagSi maðurinn, — og komdu svo með mér. Eg ætla að fljúga upp lil stjarnanna og þú getur fengið að koma líka. Geiri nuddaði stýrurnar úr aug- unum, en honum leist svo vel á manninn, aS hann flýtt sér að fara i fötin og komast til hans. — Nú flýg ég, sagði maðurinn, og í sama bili heyrðist hvellur og flugeldurinn þaut af stað með litla manninn. — Þú gctur lafað aftan í mér, heyrðist nú sagt, með annari rödd, og nú sá Geiri annan jólasvein, sem sat á öðrum flugeldi. Hann var ekki lengi að hugsa sig um, en festi sig í stöngina á þessum flug- eldi og flaug af stað. Þetta var nú flug sem sagði sex! Þeir fóru um loftið á fleygiferð, miklu hraðar en nokur bíll getur komist, og regn af neistum lagði aftan úr flugeldunum, en þetta var kaldur eldur, sem engan brenndi. En þó var heldur ekki eins ískalt þarna uppi í loftinu eins og Geiri hafði haldiS. ÞaS var mátulega hlýtt og Geiri hafði mikið gaman af ferða- laginu. Langt langt niðri sá hann snjó- þakta jörðina og þar ílugu allstaðar upp flugeldar með miklu af neisl- um og stjörnum. Ljós var í flestum gluggum. eklci síst í kirkjunum, og frá kirkjuturnunum heyrðust klukkurnar slá tólf slög. En f>rir ofan hann var himininn, svartur eins og i'lauel með ógrynn- um af titrandi stjörnum. Litli rauði maðurinn reið sinum flugeldi á undan; hann var meS háf í hend- inni og Geiri sá hvernig hann veiddi stjörnurnar sem duttu — öll stjörnu- hröpin lentu hjá honum. —• Hvað gerir þú við allar þessar stjörnur? spurði Geiri. — Til hvers ertu að ná i þær? — ÞaS eru bara lausu stjörnurnar sem ég hirði, sagði maðurinn. — Eg sting þeim inn í flugeldinn minn — heyrirðu ekki smellina í þeim? Þetta er spennandi flugferS og nú var liáfurinn orðinn um það bil fullur hjá litla manninum, og þá kom hann auga á stórefnis stjörnuhrap og ætlaði að reyna að ná í það. — Æ, ég næ ekki til þess! kall- aði hann og teygði sig og seildist eins og liann gat. — Reyndu að ná i þáð, Geiri! Nú slraukst stjörnuhrapið rétt hjá Geira og hann rétti út aðra hönd- ina til að ná i það, en í sama bili kom rykkur í flugeldinn sem hann hélt í, svo að hann misti taksins og hrapaði og hrapaði ------- Bomsara-boms! Þarna lá hann fvr- ir framan rúmið sitt. Herberginu var lokið upp og mamma hans kom inn. — Ertu vakandi? Geiri litli — flýltu þér út að glugganum og líttu út. Hann pabbi þinn er að sprengja flugeldanna. Þú hefir vist vaknað við stóra hvellinn rétt núna. — Nei, ég vaknaði þegar ég datt ofan úr stjörnunum, mamma, svar- aði Geiri, en mamma hans horfði á liann og hló. — Þú ert víst ekki almennilega vaknaður ennþá, góði minn; en komdu nú og segðu mér drauminn þinn meðan við liorfum á flugeld- ana. Og svo vafði hún teppi utanum Geira og fór með hann inn í stofu, og þar horfðu þau á flugeldana og skemtu sér ágætlega. Aclainson stoppar sokka. I-------------------------------- S k r í 11 u r. _________________________________i Prófessorinn: — Aðeins augnablik, góðir áheyrendur, þangað til jcg lík máli mínu........ Áheyrandi; — Yður er alveg óhœtl að halda áfrum, prófessor. Það er hellirigning titi. — Fjárlögin hafa verið skorin niður. Lúðrasveitin er afnumin. — Miklu betra og þœgilegra að hafa útvarpstœki. Hjúkrunarkonan: — Þjer segist vera kominn liingað útaf fjárliags- vandræðum? Sjúkl.: — Já, jeg sá skraddarann minn koma á móti mjer, snaraðist út á götuna til að komast frainhjá honum, en sá þá annan hinumegin, sem jeg skuldaði líka. Vissi ekki livað gera skyldi, tvísteig og hikaði og varð undir strætisvagninum. — Læknir, mig langar til að þakka yður innilega fyrir þetta ágæta meðal yðar. — Svo að það kom að gagni? svaraði læknirinn upp með sjer. - Já, það kom að ágætu gagni. — Hve mörg glös tókuð þjer af því? — Jeg ekki dropa, læknir. En hann frændi minn tók eitt glas, og jeg er einkaerfinginn eftir hann. — Getið þjer ekki hringt bjöll- unni? — Jti, það get jeg. En jeg get ekki ekið á reiðhjóli.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.