Fálkinn - 09.03.1945, Blaðsíða 8
8
F Á L K I N N
Þórir þögli:
ODDVITAHEIÐUR
„Hún ratar þetta eins og skær-
in götu sína,“ svaraði bóndinn
á Hjalla konu sinni, þegar hún
iét í ljós að henni þætti ugg-
vænt um ferðalag gömlu kon-
unnar, sem livarf frá bænum
út í kafþykka hríðarmolluna.
Það var líka almannarómur að
Heiðar-Gunna gæti ekki vilst
á Lyngheiði, svo mörg sporin
átti hún þar allt frá æskudög-
um, jafnt á björtum vornóttum
og bikdinnnum haustnóttum, og
hverju sem viðraði. Menn gerðu
sér því að jafnaði engar á-
liyggjur liennar vegna, þó syrti
i lofti á leið liennar, eða þá
að henni dveldist eina til tvær
nætur mili bygða. — Yfirleitt
höfðu engir áhyggjur hennar
vegna, nema oddvitarnir í
lirepþunum sem lágu að heið-
inni að austan og vestan, þeir
höfðu .sínar áhyggjur hennar
vegna.
Lognsnærinn lá jafnfallinn
yfir alla • heiðina, ökladjúpur,
mjúkur við fót eins og æðar-
dúnn. Hríðarflyksurnar féllu
hljóðlaust og þétt í liálfrökkri
janúarsíðdegisins. Fyrir þreyttu
rýnandi auga vegfarandans,
rann allt saman í eitt, himinn
og jörð, i þröngan iðandi, grá-
hvítan hring, sem þrengdist því
meir, sem birta bverfandi dags
dvinaði. — Síðasta dagskíman
livarf, og liið mjúka myrkur
vafði þétt að konunni, sem
þreytti göngu yfir heiðina. Enn
lágu spor hennar hér um heið-
ina, ennþá hafði eirðarleysið
gripið liana svo hún flúði bygð-
ina, og hvarf lil heiðarinnar.
Lyngheiðin, sem skildi að
lireppana í Austurdal og Vest-
urdal var meira en hálfur heim-
ur hennar allt frá því á æsku-
árum. Hér í lyngvöxnu lijöll-
unum og kjarrigrónum hvömm-
um heiðarinnar hafði hún lifað
sitt æfivor. Þar hafði hún mætt
h u 1 d um a nn i n u m, I j úf 1 i ngnum
sínum, eitt vor og eitt sumar.
Vor og sumar, sem Jiðu fljótt
eins og ljúfur draumur. En
vinurinn livarf einn síðsumar-
dag um leið og vegamanna-
töldin á heiðinni voru felld.
Þá liafði Jiún trúað lieiðinni
fyrir harmi sínum. Hún trúði
henni einnig fyrir vonum sín-
um um endurkomu huldu-
mannsins, vonum, sem aldrei
rættust.
Ótaldar voru ]iær nætur og
dagar, sem liún Jiafði reikað
einförum um heiðina í leit að
hinuni horfna. Ilún þekkir fyr-
ir löngu síðan liverja hæð,
liverja laut og gilskorning á
lieiðinni. Hún getur liæglega
greint einn stað frá öðrum, þó
liún gangi með lokuð augu,
aðeins á angan moldar og gróð-
urs. Henni hefir aldrei fatast
að rata uin lieiðina, livað svart
náttmyrkur, hríð eða þoka, sem
á hefir verið. — Sólarhringum
saman hefir hún dvalið á heið-
inni á vorin, og ekki leitað til
bygða, fyr en sulturinn hefir
lcnúð liana til þess.
Menn liafa sagt að Heiðar-
Gunna væri „undarleg“, elclci
lieil á geði, síðan hún lifði vor-
æfintýrið á Jieiðinni. Hún hefir
aldrei haft ró til að dvelja nema
fáa daga á sama bæ. Ilefir ráfað
frá einu heimili til annars,
gengið þar að störfum nokkra
daga, full áhuga í fyrstu, en
innan skamms liefir liún tekið
saman farangur sinn og farið
án þess að lcveðja. Hún hefir
hvarvetna verið vellcomin, en
engum liefir telcist að fá hana
til að setjasl að um lengri tima
í einu. Börnunum liefir ætið
þótt Heiðar-Gunna auðfúsugest-
ur. Ilún liefir vilcið þeim ein-
liverju munntömu og lcunnað
að fara með ýmsar barnagælur
NÝR ERKIBISKUP AF KANTARABORG.
Af rúmlcf/a fjörutiu biskupsembœttum ensku kirkjunnar eru
tuö erkibiskupsem\bætti, nfl. Kantaraborg og Jórvik. Nýlega var
nýr erkibiskup settur inn í embætti í Kantaraborg, nfl. dr.
Geoffrey Francis Fisher, sem sést hér á mgndinni. Var hann
úöur Lundúnabiskup og hafði gegnt því embœtti frá 1939, cn
áður hafði liunn verið biskup í Chester i sjö ár. Er hann 57 ára
og hafði á gngri árum verið duglegur knattspyrnumaður og
góður ræðari. Diskupinn tók við æðsta kirkjulega embætti í
Dr&tlandi, af William Temple, sem aðeins hafði verið erkibiskup
af Kantaraborg síðan í febrúar 19Fl, en sagði af sér i haust.
Hafði liann áður aerið biskup í Manchester frá 1920 og erki-
biskup i York síðan 1928. Laun erkibiskupsins i Kantaraborg
eru langhæst allra biskupslauiia í Bretlandi, eða 15.000 sterl-
ingspund. — Þegar hinn nýi erkibiskup var settur inn í em-
bœttið fgrir skemmstu stóð upp einn kirkjugesturinn og and-
mælti skipun h'ans, en athöfnin hélt áfram eins og .ckkert hefði
í skorist.
og sögur við þeirra liæfi, einlc-
um álfasögur. Þannig liefir æfi
hennar liðið, árin færst yfir,
hárið gránað og rúnir saknað-
ar og vonbrigða dýplcað á enni
og vöngum.
Og enn ligj'ja sporin um
lieiðina án sérstaks marks eða
miðs. Æfi liennar liefir aldrei
verið lifað eftir fyrirfram gerðri
áætlun. í þetta sinn leitaði hún
lieiðarinnar, eins og svo oft áð-
ur af einhverri óslcýranlegri,
knýjandi þörf, sem elclci varð
undan flúið.
Hún gengur liægan, rólegan
gang, yfir öldótt lieiðarlandið.
Færðin er eklci þung en þó
lýjandi. Veðrið veldur lienni
engum áhyggjum. Snjólcornin
falla silkimjúk og' svöl á lieitt
andlit hennar, gæla við vanga
og brár. Hún gengur hvíldar-
laust, eina kluklcustund eftir
aðra, án þess, að lceppa að
nokkru vissu marlci. Ef til vill
er hún búin að ganga í marga
hringi. Sporin liverfa svo und-
ur fljótt i mjöllinni.
Hún er orðin þreytt, óróin er
horfin úr huganum og svefn-
inn sækir að. Hún hálf dottar á
göngunni. Nú hlaut liann víst
að mæta henni í lcvöld í Víði-
ásnum, eins og hann liafði lofað.
Sannfæringin um það er svo
sterk að hjartað titrar i barmi
liennar. Hún finnur ilminn úr
nýlaufguðu kjarrinu. Gegnum
Iiríðarsorlann og náttmyrlcrið
sér hún græna heiðarásana,
rauðmerlaða af geislum mið-
nætursólarinnar. Hún heyrir
þrastakvalcið í runnunum, —
og þarna er hann. Hún hnígur
fagnandi i faðm liins langþráða
vinar. Hún hefir ratað gölu
sína, — eins og skærin. —
Gömul kona liefir linígið nið-
ur austan í Víðiásnum yfir-
buguð af þreytu. Logndrífan
breiðir liljóðlega njúlca svala
blæju yfir líkama liennar. Kuld-
inn úr snjó og lofti læsist hægl
og sígandi um liana. Nú dreym-
ir hana draum, sem hún mundi
eklci kjósa að vakna af. Frost-
ið harðnar. Fyrsta vindstrokan
svífur yfir lieiðina, fálmar ó-
ákveðið við lausamjöllina, brátt
fylgir önnur kraftmeiri og á-
kveðnari. Mjöllin þyrlast í þyklc-
um melcki niður af Víðiásnum
og leggur á fáum mínútum
þylclcan mjallarfeld yfir sofandi
konuna í brelckunni. Veðrið
harðnar. 1 kaldrænum gáska
Íeikur stormurinn sér að því
að þvrla burtu slcöflunum, sem
hann liefir hlaðið fyrir augna-
hlilci síðan. — Ábreiðan, sem
göngukonunni var gefin um
stundarsakir, er tætt sundur og
þyrlað burtu. Nú livílir hún