Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1945, Page 2

Fálkinn - 16.03.1945, Page 2
2 F Á L K I N N Þeir sem lifðu af Dettifoss - slysið Gísli Guðmundsson Sigurgeir Svanbergsson Geir J. Geirsson Bogi Þorsteinsson Hallgrímur Jónsson Theódór H. Rósantsson Anton Líndal Eiríkur Pétur Ólafsson Kristján Símonarson Nikólína Hafliði Baldur Sigurjón Ólafur Valdimar Jónas Kolbeinn Ásgeir Iíristjánsdóttir Hafliðason Ásgeirsson Sigurjónsson Tóinasson Einarsson Böðvarsson Skúlason Magnússon líugenia Jakob- ina Hallgríinsson Lárus Bjarnason Erlendur Ó. Jónsson Davíð S. Jónsson Ólafur Björn Ólafsson Páll B. Melsted Ragnar Guðmundsson Erla Axelsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Tryggvi Skúli Bjarni Steingrimsson Petersen Árnason Hér birtist mynd af þeim þrjátiu skipverjum og farþegum, sem komust af er Dettifoss sökk. Hafa nú borist greinilegri tíðindi af þeim atburði en áður og skal hér drepið á nokk- ur atriði, er að þvi lúta. Það var klukkan tœplega hálfníu að morgni, sem sprengingin varð i skipinu. Verður eigi um sagt hvort hún stafaði af tundurskeyti eða dufli, en við sprenginguna rifnaði skipið mjög að framan, undir vatns- borði og hallaðist fljótlega á bak- borða. Tóksl að koma út björgunar- báti bakborðs miðskipa, og einn björgúnarflekinn losnaði. Ýmsir af farþegunum voru enn ekki komnir á fætur þegar spreng- ingin varð. En allir þustu þegar upp á þilfar. Komust sumir beint í björg- unarbátinn en flestir fleygðu sér í sjóinn og komust síðan ýmist i bát- inn eða á flekann, 11 manns í bát- inn og 17 á flekann en tveir á ann- an minni fleka. Má nærri geta að ekki var langur timi til stefnu, þvi að um fimm mínútum eftir að sprengingin varð sökk Dettifoss i djúpið, afturstafninn síðast með íslenska fánann á stönginni. Fólkinu var bjargað eftir rúman klukkutíma af bresku herskipi og fékk þar ágæta aðhlynningu og þurr föt eftir ])ví sem hægt var. Eftir 11 stunda veru um borð í þessu skipi, komst fólkið í land, og þegar í höfn var komið tók á móti því um- boðsmaður frá Eimskipafélaginu og Rauðakrossfólk á staðnum aðstoðaði skipsbrotsfólkið með ráði og dáð. Sjálfstæði Albaníu Sjálfstæðisdagur Albaníu er. 28. nóvember. Þann dag fyrir 32 árum losnuðu Albanar undan oki Tyrkja, en á síðasta ári minntust þeir þess með hátíðarhöldum að þeir höfðu losnað undan liernámi Þjóðverja. Albanar gengu Tyrkjum á hönd 1478, en fengu ekki sjálfstæði aftur fyrr en eftir Balkanstyrjöldina fyrstu 1912. Vilhjálmur prins af Wied varð fyrsti þjóðhöfðingi þeirra, en flýði land við lítinn orðstír 1914. í fyrri styrjöldinni komst Albanía um stund- arsakir undir yfirráð ítala, og eftir ýmiskonar sviftingar varð Albanía lýðveldi, 1925. En eigi var samt friður fenginn og eftir þriggja ára óeirðir, þar sem erlendir aðilar blésu að kolunuin, varð Albanía konungs- ríki 1928, og Zogu, sem verið bafði forseti, fékk nú konungshafn. Á föstudaginn langa 1939 réðust ítalir inn i Albaníu og lögðu landið undir sig en konungur flýði. í Albaníu eru um ein miljón íbúa og er meira en helmingur múhameðstrúar, en að stærð samsvarar landið um fjórðungi íslands. EgiSs ávaxtadrykkir - Kaupiö Fálkann - Robert Ryan Fyrsta stóra hlutverk Roberts Ryan var i myndinni „Kona her- mannsins", sem nýlega var sýnd á Gamla Bíó, þar sem liann lék aðal- hlutverkið ásamt Ginger Rogers. ■—• Áður hafði hann leikið smáhlutverk í ýmsum myndum og þá aðallega sem slagsmálahundur og „tók sig svo vel út“ í þeim hlutverkum að honum var gefið tækifæri til að reyna hæfileika sina á öðrum svið- um. Fyrir leik sinn í „Konu her- mannsins“ fékk hann svo góða dóma, að þegar er farið að bera liann saman við Gary Cooper. . . Bob, eins og hann er kállaður, er 34 ára gamall. Hann er af írskurn ættum, en fæddur og uppalinn i Chicago hjá efnuðum foreldrum. Móðir lians lét hann læra fiðluleik en faðir hans kendi honuni snemma linefaleika og hefir hann stundað þá iþrótt fram á þennan dag. Stari's- ferill hans hefir verið óvenju fjöl- breyttur. Eftir að hann lauk nátni gerðist hann gullgrafari í Montanu og var ágóði lians af því 30 krónur fyrir fimm mánaða strit. Þvínæst var hann blaðamaður í New Ýork, síðan réðist hann sem háseti á skip, sem sigldi milli Ameriku og Afríku og seinna varð hann rukkari, cn misti þá atvinnu vegna þess hve honum var laus liöndin. Hann er 191 cm. að liæð og 180 pund að þyngd.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.