Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Ameriskur Olifatnaður ^ i/" Jakkar Buxur Siðkápur Fyrirliggjandi. Friðrik Bertelsen & Co. h.f. Símar 1858 og 2872, Hafnarhvoii. - litlr snsnn - Robert Peiper: Kölskatárið ALLIR, sem þekkja Kairo kannast við Shepherds Hotel lejftrandi augu kvennanna. nöktu Arabakrakk- ana og hinn sefjandi austurlanda- iim. En þeir þekkja líka Aliebe, ríka Arabann sem situr á Márakaffi- liúsinu sveipaður hvítri silkiskikkju og drekkur svart kaffi eða sætt limonaði. Bæði hvítar og brúnar konur skjóta til hans augunum i laumi. En þreytt fyrirmannlegt andiit hans breytir ekki um svip.......... hann svarar ekki slíkum alúðar- skeytum, , Eg kynntist Ahebe fyrir milli- göngu Mariette, litla, feita Frakkans, sem maður rekst á allsstaðar á lcaffihúsum milli Raffles Hotel i Singapore og Plaza í New York, og er svo spaugilegur að jafnvel grát- konur skellihlæja að honum. Jæja, einn daginn sátum við þrír saman og Aliebe sagði okkur sögu sína. AÐ var þegar ég var fátækur. Eg var perluveiðari, eins og allir Arabar á Bahreineyjum. Við vor um ungir og óttuðumst ekki neitt. Höfðum drepið margan hákarlinn með löngu hnífunum okkar. Við köfuðum og söfnuðum þúsundum af skeljum og kannske var perla í einni af þeim. Á kvöldin þegar við rérum heim sungum við dillandi ástarljóð meðan sólin lineig í sæinn. Við Ilef vorum alltaf saman. Hann var vinur minn og aðra vini liefi ég aldrei átl. Hann var ungur og grann- ur eins og pálmaviður. Ilef elskaði Ame, hún var ættuð ofan frá landamærum Persíu og átti ríkan sheik að föður. En þessi höfðingi rak Ilef á burt frá tjald- borg sinni og sigaði blóðhundum á hann, og sjálfur stóð hann úti á meðan og liló að fátæka perluveið- aranum, sem dirfðist að líta á dótt- ur hans. Ilef var harmi lostinn. reikaði um mánuðum saman og hafðist ekki að. En svo fór hann að vinna.... hamaðist eins og vitlaus maður! Hann æ’tlaði að finna stóru perluna, fjár- sjóðinn, sem átti að lijálpa lionum að eignast Ame, en svo hét öræfa- stúlkan fagra. Eg var sá eini sem entist til að vinna með Ilef. Við rérum út saman, töluðumst ekki við, sungum ekki, strituðum bara. Einu sinni þegar ég var kominn úr kafi með fulla körfu af skeljum og Ilef var al- búinn til að kafa, opnaði ég eina skelina og fann perlu, svörtu perluna sem síðar varð heimsfræg undir nafninu Kölskatárið. Hún var á stærð við hnotu, blásvört á litinn. Hef vatt sér inn í bátinn, liann vildi dásama fund vinar síns því að ég hafði fundið perluna og átti hana samkvæmt óskráðum lögum perlu- veiðaranna. Allt í einu kom einhver angist yfir mig og ég leit upp. Eg varð hræddari en ég hefi nokkurntíma orðið á æfi minni. Ilef, besti vinur minn starði á mig, en augnaráð hans var svo þrungið af hatri að klaki kom um hjartað á mér. Ilann var öskugrár i framan........... Ilef starði á perluna, eins og bjargvætt, sem gæti forðað honum frá voða. Laut fram, lagðist liægt á linén. Báturin'n vaggaði ofurlítið. Ilef skreið til mín lafhægt, eins og tígrisdýr nálgast varnarlausa bráð. Eg skimaði eftir hjálp, en við vorum einir þarna. r "p1 G veit ekki enn í dag hvernig þetta gerðist. Eg sá beittan skeljahnífinn blika í hendi hans. Eg var svo óttasleginn — að þetta skyldi vera Ilef, einkavinur minn, sem þarna var, að mér hugkvæmdist í fyrstu ekkert ráð til að bjarga mér. Og áður en ég liafði liugsað mig um greip ég svörtu perluna og þeytti henni í sjóinn. Eg leit á Ilef, augu hans glóðu eins og kol er ég leit i þau, og mig sveið í sálina. Svo rak liann upp öskur og henti sér útbyrðis eftir perlunni. Grannur líkami hans var eins og áll í vatn- inu. Nú fyrst var mér ljóst að ég hafði mist perluna, liinn ómetanlega fjár- sjóð. Og ég fylltist sárri reiði gegn Ilef, sem átti sök á þessu. Eg þreif skeljahnífinn minn og kafaði á eftir honum. Eg ætlaði að drepa liann. Eg sá kafaralínuna hans í sjón- um og skar á liana og kafaði sömu stefnu og hann. Nú sá ég skugga undir mér — það var Ilef. Eg sá andlit hans glottandi og sigurglatt. Um leið og honum var að skjóta upp veifaðj hann til mín liendinni, knýttri hendi. Þá skildi ég að hann hafði fundið perluna — ég stundi og fór upp líka og synti eftir lionum. Eg ætlaði að reka liann i gegn. En þá kom jötunvaxinn skuggi á milli okkar. Það var liákarl! Ilef hafði tekið eftir lionum og reyndi i örvæntingu að komast und- an, en árangurslaust. Eg sá að ef ég réðist á skepnuna neðanfrjá þá mundi hann kafa eftir mér. Ilef mundi fá nokkurra augnablika frest og koma svo mér til hjálpar. . . . En ég gerði ekkert. Ilef reyndi að kafa undir hákarlinn opnaði krepptu liöndina og perlan seig niður til min. Þegar ég hafði gripið hana skaut mér fljótt upp, komst upp í bátinn og hneig lémagna niður í kjalsogið. Skömmu síðar reis ég upp, leit út yfir borðstokkinn. . nokkrar rauðleitar loftbólur — gárar — og svo varð allt liljótt.... Ahebe þagnaði. Hann liafði ekki brugðið svip meðan liann var að segja frá. Langa sígarettan lians var búin. Svo sagði Ahebe: — Eg hefði getað bjargað honum........ Og ég hefði bjargað lionum ef hann hefði verið vinur minn! En uppi í bátnum dó vinátta okkar. Við vorum orðnir féndur án þes að ég vissi. Örlögin geta verið grimm.... ég liefi verið þjáður maður síðan þennan dag. Eg seldi Kölskatárið, varð ríkur niaður og kynntist veröídinni.... en oft sé ég Ilef sitja lijá mér. . . . þann Ilef, sem var vinur minn. Hann brosir til mín livítum tönnum og augun eru svo vinaleg. Við vorum vinir, en ástin til ör- æfastúlkunnar skildi okkur. — Og hvað varð uin hana? spurði monsieur Mariette. — Eg veit ekki, sagði Aliebe og ypti öxlum, eins og honum kæmi lÍEnri UiEuxtzmp 1820 - 1881 Á hverjum mannsaldri koma fram margir afburða snillingar, sem gera veröldina forviða, t. d. fiðlusnilling- ar og menn deila um það, hver þeirra sé mestur. En líklega er þó erfiðara að dæma í milli fiðluleikara en anara hjóðfærasnillinga, og alveg ó- gerningur fyrir almenning, vegna þess að fiðlan er raunverulega miklu fjölþættara hljóðfæri, býr yfir miklu meiru en nokkuð annað liljóðfæri. Þessvegna þarf miklu meira til þess yfirleitt að vera jafnvígur á allar greinar fiðlutækninnar, en t. d. pianó tækninnar. Það eru því ekki nema örfáir menn á hverjum tíma, sem hæfileika og þrautseigju hafa til þess að ná slíku marki, og á svo glæsi- legan hátt að þuð sé þeim sem leik- ur einn að leysa allar þrautir. Og svo eru aðeins örfáir, sem þó skara enn langt fram úr, á hverjum tíma. Einn slíkra manna var Vieuxtemp, á sínum tíma, og — svo að ég nefni annan, — Joseph Joachim (1831 - 1907) og munii þeir þó hafa verið harla óskildir sem listamenn. Vieux- það ekki við. — Hún fékk aldrei framar ihnandi rósir eins og þær, sem Ilef sendi lienni, liún veit ekki einu sinni livað af honum varð. Hún hefir sennilega beðið lians þangað til hún var dregin inn í eitthvert Arabatjaldið og gerð að húsfreyju. Hún veit elckert að Ilef )ét lil'ið fyrir hana. . . . hún hlær með börn- um sínum i eyðisandinum og bros- ir til bónda sins. temp var einn þessara snillinga, sem var jafnvígur á alt það sem fiðlan býr yfir, og gerðist með sam- landa sinum, de Beriot, -frumherji liins fransk-belgíska „skóla“, en þó er sagt, að tónn hans hafi verið miklu „breiðari" og þróttmeiri en títt er um þá, sem þann stil taka upp. Henri Vieuxtemp var sonur upp- gjafa liðsforingja, sem gerst liafði hljóðfærasmiður í Verviers, í Belgíu, og þar fæddist Henri hinn 20 febr. 1820. Drengurinn mun ungur liafa eignast fiðlukríli sem leikfang, en einhver kunningi föður lians varð til að veita þvi athygli, að strákur mundi vilja njóta þessa leikfangs á annan hátt en gengur og gerist og sá hinn sami maður, kom ]ivi til leiðar, að ágætur fiðluleikari þar í borginni, Lecloux að nafni, var til fenginn, „að líta á“ snáðann, en það varð, svo til þess að þessi fiðluleikari tók að sér að veita lionm kerfis- bundna tilsögn á fiðhina. Er svo að sjá, að fiðlan liafi leikið mjög í höndum drengsins, því að hann var aðeins sex ára gamall, þegar hann var látinn leika einn af fiðlu- konsertum Rodes (hin fimmta), Framihald á bls. 11. ThEDdór flrnasun: Merkir tónsnillingar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.