Fálkinn - 18.05.1945, Blaðsíða 1
Reykjavík, föstudaginn 18. maí 1945.
xvra.
16 síður
Verð kr. 1.50
Forsetinn árnar friðar
Aðeins einu sinni, sem sé 18. júní í fyrra, mun eins mikill mannfjöldi hafa verið saman kominn við Alþingishúsið og
kringum Austurvöll og á þriðjudaginn annan er var, þegar hátíðahöld ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnar Reykjavikur fóru
þar fram til að fagna vopnahléinu á Evrópuvígstöðvunum. Myndin hér að ofan ,er tekin þegar forseti Islands var að flytja
ávarp sitt, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Vakti það enduróma í lijörtum allra sem á hlýddu, bæði viðstaddir ,og i
útvarpinu og yfir samkomunni hvíldi hátíðarbragur, enda var veður eins og það getur best verið og bærinn allur fánum
skrýddur. Ljósm.: Halldór E. Arnórsson,