Fálkinn - 18.05.1945, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
Övvq vic\j:
Og afleiðing þessarar baráttu
er — þokan.
Hún liylur strið þessara
strauma undir yfirborði liafs-
ins, bún er eins og hvítur blóð-
eimur, sem stígur upp af graf-
reit liinna föllnu.
Stundum heyrist einkennileg-
ur þytur, þarna á miðunum.
Það er þegar glæstustu 'stiúðs-
menn Norðurísliafsins — ísjak-
arnir — ráðast til atlögu. Það
brestur í ísbláum herklæðum
þeirra. Það er hinn voldugi sæg-
ur fjalljakanna, sem borinn er
fram af stálgráum straumnum
og dreifir ógn og skelfingu um-
liverfis sig, hvar sem gljáskyggð
ar liliðar þeirra gægjast fram
úr þokunni.
„The Eagle“ rétt mjakaðist á-
fram. Hinar þrjár skrúfur þess
stóðu kyrrar, en það seig áfram
af eigin þunga. Hundrað árvök-
ur augu störðu fram á við, en
enginn sá svo mikið sem tíu
metra frá sér.
Tveir menn stóðu fram á og
gerðu stöðugar hitamælingar og
tilkynntu þær aftur á stjórn-
pallinn í gegnum síma, en ekk-
ert virtist lienda til þess að is
væri í nánd.
Einn var önnum kafinn við
að kasta og lesa af sjálfvirkum
dýptarmælinum. Rödd lians
lieyrðist með jöfnu millibili í
hátalaranum: 60 faðmar, 50
faðmar!
Allt var í besta lagi. Það var
aðeins eitl sem Evans yfirliöf-
uðsmaður ekki felldi sig al-
mennilega við og það var loft-
skeyti, sem kom um það bil
fimmtán mínútum eftir að hægt
var á ferðinni. Loftskeytamenn
skipsins höfðu ekki fundið kail-
merki sendandans í skránni. En
innihaldið var svo sem nógu
greinilegt. Þar stóð að skipið
yrði að gæta stökustu varúðar,
vegna þess að tveir fjalljakar
væru á reki á þeim slóðum sem
„Titanic“ fórst fyrir nokkrum
árum síðan.
Evans var laus við að vera
hjálrúarfullur, en honum féll
jiað ekki, að vera minntur allt
of mikið á örlög „Titanic’s“ á
þessari stundu.
Oh, jæja, hann vissi að „The
Eagle“ gal ekki sokkið. Það var
byggt í þremur hólfum, sem
voru óháð hvort öðru, svo að
þó að tvö hólfin eyðilegðust var
þó alltaf eitt eftir, sem var
kjarni skipsins, og það mundi
lialda því á floti, svo að hvað
það snerti var hann óhræddur.
Björgunarbátarnir voru í ágætu
lagi. Þetta risaskip, var að öllu
leyti útbúið nýtísku tækjum, til
öryggis fyrir farþegana. Og
samrt sem áður. . . .Evans yfir-
höfuðsmanni var eins og hálf
órótt. Hann óttaðist ekki þok-
una, en það var eins og leyndui-
ótti legðist að i sál hans og
gerði liinn djarfa sjómann,
sem hafði getið sér ódauðlegt
nafn í heimsstyrjöldinni 1914-18
gætnari heldur en liann var
vanur að vera. Það sást ckki
langt fyrir þokunni, en andlil
Evans virtist óeðlilega fölt, þeg-
ar úrsvört þokan lék um það.
Nú hreyfðist skipið rétt að-
eins, en gufuflauta þess sendi
frá sér aðvörunarköll sín, víðs-
veaar, með þrumandi bassa-
hljóði.
Er ekkert sem undrar yður,
Smith? spurði Evans í liálfum
hljóðum.
Skipstjórinn leil liissa á liann.
— Nei, svaraði hann hikandi.
— Eg veit ekki hvað það ætli
að vera.
Evans horfði beint frain fyrir
sig.
— Þér munið að við tókum
á móti skeyti frá óþekktu sltipi.
jiess efnis að það væri rekís
einmitt á þessum slóðum, sem
við erurn á nú. Skeytið koin
fyrir þremur stundarfjórðung-
um síðan........ Getið þér í-
myndað yður bvað hefir orðíð
af þessu skipi, það var alveg
á leið okkar og nú höfum við
öskrað i meira en hálftíma og
ekkert lieyrt.
— Það gæti lient sig, að það
liafí breytt um stefnu og farið
norður til St. Jolin, eða.....
— Eða........?
— Eða strandað á einhverjum
jakanum og sokkið.
Evans yppti öxlum.
Mér finnst þetta hálfgert
rugl allt saman, sagði Inimi ó-
þreyjufullur. Það eru cngin
merki um ís nokkursstaðar og
liitinn er óvenjulega liár. Og við
höfum engar fregnir fengið frá
Ca]ie Cod uin að ísinn væri kom
inn svona langt suður eftir.
Það er eitthvað óhreint við
þetta einhversstaðar.
Nú, þarna kemur báts-
maðurinn!. . Segið mér, herra
Todd, hvernig liggur á mönnun-
um þarna framá?
— Ágætlega. Þar dansav fólk,
síðdegisvals. Jú, þar er verulega
dýrðlegt.
— Og þokan er engum til ó-
þæginda?
— Það eru víst ekki margir
sein liafa tekið eftir henni.
Veðrið er liálf leiðinlegt og
flestir lialda sig inni. Hljóðfrera-
leikurinn dregur til sín eins
og þér vitið.
Jæja, herra Todd. Látum
bara hljóðfærin spreyta sig.
Mér fellur það eltki að sjá allt-
of mikið af áhyggjufullum aug-
um uppi á þilfari. Þér skiljið.
Bátsmaðurinn bar liendina
upp að liúfunni og fór.
„The Eagle“ var nú umvafið
þöku, sem var svo svört, að sá
sem stóð við stýrið varð að lúta
áfram til að sjá á áttavitann,
sem þó var baðaður i sterlai
ljósi. Enginn sá þverhönd frá
sér á stjórnpallinum og undar-
leg kyrrð grúfði yfir öllu. Langt
fyrir neðan sig heyrðu þeir óm-
inn af fjarlægum hljóðfæra-
leiknum. Það var verið að spila
„One Step“, og það hljómaði
svo dauft, frá þessari þoku-
hljómsveit.
Þá allt i einu stóðu þeir fimm
sem í stjórnpallinum voru
undrandi og störðu liver á ann-
an.
Hvað var þetta?
Það var eins og eitthvað
strykist við bakborðslilið skips-
ins og svo varð allt liljótt aftur.
Evans þreif hátalarann og
gekk út að borðstokknum.
— Er nokkur þarna? öskraði
liann.
Það voru lians síðustu orð.
Tröllaukin liönd greip fyrir
lcverkar lionum og önnur i
buxur lians og á næsta augna-
bliki þeyttist liann í sjóinn.
Það síðasta sem liann sá voru
tvö augu eins og gler, með
livítum baug, sem beygðu sig
yfir liann um leið og liann
liljóðlaust steyptist út í liina
miklu óþekktu eilífð.
VII. Síðasti miðdegisverðurinn.
A hálfri mínútu var skift um
stjórn á stjórnpalli „The Eagle“
þeir fimm sem stóðu þar nú,
liöfðu nákvæmlega yfirtekið
stöður þeirra, sem voru þar
áður, og sem voru látnir liverfa
af sjónarsviðinu í liið salta liaf.
í staðinn fyrir Evans yfirhöf-
uðsmann, spígsporaði hár og
kraftalegur náungi fram og aft-
ur og gaf fyrirskipanir. Og í
stað lága þrekvaxna skipstjór-
ans, var nú kominn risavaxinn
írlendingur, sem leit út fyrir
að liafa verið einhverntíma í
þungavigt í glímu. Það mátti
segja að allt í allt væru það
sérstakir úrvals garjiar, sem nú
höfðu stjórnina á „The Eagle“
með höndum, á meðan dauða-
óp hinna réttu stjórnenda þess
druknuðu að baki þeim, í þok-
unni.
Hái maðurinn greip nú í liand
fangið á stýrisvélinni og lét vís-
inn benda „liægt áfram“. Það
var greinilegt að þá í vélarúm-
inu grunaði ekki neitt, þvi fyrir-
skipuninni var tafarlaust hlýtt.
Ilinar stóru skrúfur hjuggu sjó-
inn og skipið byrjaði að hreyf-
ast hægt áfram.
Þá kom .fölur og angistarfull-
ur maður upp á stjórnpallinn.
— Stansið þið, öskraði hann.
Það er maður fallinn fvrir borð.
Eg heyrði neyðaróp um það bil
miðskips. Skjótið út bát eða ..
Hann þagnaði allt í einu.
Hann liafði rekið augun í livít-
baugótt gleraugu írlendingins
og orðin sálu föst í hálsinum
á honum og þar sátu þau til
hans siðustu stundar, því linýtt-
ur linefi skall eins og fallhamar
á mdlli augna lians og rígnegldu
eilífa skelfinguna, sem stóð
skráð á andlit lians. Honum
var samstundis skotið fyrir borð
til að verða þar skrúfunni að
bráð.