Fálkinn - 12.10.1945, Blaðsíða 6
G
EÁLKINN
fíalbo.
í dagbók sinni frá 5. des. 1!)3!) til
ársloka IHUO, segir Ciano greifi,
tengdasonur Mussolini, frá afbrýöi-
semi Mussolini í garð Hitlers og
hv&rnig hann vó uftan aö honum og
varaði Hollendinga og fíelgu -við á-
formum Hitlers, fjórum mánuðum
áður en þýska vígvélin hóf árásina
á þessi lönd. Um sama leyti skipaði
Mussolini Ciano að senda sendi-
lierra liússa i París skjal eitt, þar
sem segir frá fjörráðum Hitlers
gagnvart Rússum. Mussoíini liam-
ast g&gn ítölum; kallar þá sauði,
sem aðeins nenni uð éta gras. —
Ciano skrifar:
- 5. des. „Átti tal við dr. Ley (for-
ingja þýsku vinnufylkingarinnar) . .
Ley er mikill maður; fyrrum var
liann alræmd fyllibyttta og hélt sig
á pútnahúsi í Köhi .... Það var
engin stórfrétt í neinu sem liann
sagði, en hann gaf ýmislegt mikils-
vert í skyn: 1) að verið sé að und-
irbúa innrás í Holiand, undir þvi
yfirskyni að landið haldi ekki Iilut-
leysisloforð sín, 2) að Rússland liafi
fengið meira eða minna frjálsar
hendur í Svíþjóð og Bessarabíu, 3)
að Þýskaland búist við stríði við
Rússland innan fárra ára, og 4) að
Hitler sé ákveðinn í því að halda
stríðinu áfram.
Frakkar bjartsýnir.
6. des. „Frakkar játa að það sé
hugsanlegt að Þjóðverjar geti rofið
Maginotlínuna, en búast við að geta
sigrað óvinina síðar i orustu á
viðavangi .... Attolico (sendiherra-
ítala í Berlin) fuilyrðir, að hugur
Þjóðverja í garð ítala sé sífelt að
verða fjandsamlegri, þrátt fyrir að
margir halda, að við förum í stríð-
ið með vorinu.“
8. des. „Mussolini .... var fok-
reiður Balbo, sem heldur uppi svo
andkommúnistiskum blaðaskrifum i
„Corriere Padano“, að þau verka
eins og óbein árás á Þýskaland (sem
þá hafði griðasamning við Rússa).
— „Hann heldur,“ segir II Huce,
„að hann geti skarað eld að sinni
köku hér heima. Hann ætti að muna
að ég er þannig settur, að ég get
sett hvern sem er — undantekning-
ariaust — upp að múr, og látið
skjóta hann.“ (Balbo hafði orðið
loftmarskálkur eftir flug sitt um
ísland til Chicago, sumarið 1933).
„Ég tók á móti finnska sendiherr-
anum, sem þakkaði mér fyrir þá
aðstoð, sem við höfðum veitt landi
lians (í stríðinu við Rússa), og bað
um vopn og vélfræðinga, ef mögu-
legt væri.... En þetta er ekki liægt
ÚR LEYNIDAGBÓK CIANO GREiFAVIII
MUSSOLINI SNÝR Á HITLER
VEGUR AFTAN AÐ HONUM OG VARAR HOLLENDINGA
OG BELGA VIO HÆTTUNNI FRÁ ÞÝSKALANDI
nema Þýskaland leyfi það. Sendi-
herrann sagði, að það rnundi vera í
iagi, og kvaðst halda að Þjóðverjar
sjálfir hjálpuðu Finnum um vopn,
sérstaklega hertekin vopn frá Pól-
landi. Samkomulagið miili Þjóð-
verja og Boisévika er ekki jafn gott
og þeir vilja teija okkur trú um í
Berlín og Moskva. Þar er tor-
tryggni, fyrirlitning og hatur efst
á baugi.“
10. des. Mussolini verður æ gram-
ari yfir liafnbanni Breta. Hann hót-
ar gagnráðstöfunum og hefnd. Eg
held hinsvegar að við getum iítið
aðhafst. Annaðhvort erum við nógu
sterkir til að berja i borðið, og það
táknar stríð, eða við verðum að
halda okkur saman. II Duce er sífelt
að verða órólegri og órólegri, en
spípsporar digurbarkalega um og
segist vera rólegur."
21. des. „Konunginum þykir vænt
um að ég hefi getað gert Þjóðverj-
um dálitla hölvun. Ilann heldur og
vonar að jjeir tapi stríðinu, sérstak-
lega ef þeir geta ekki gert sér von
um fulla stoð frá Rússum .... í
viðræðu við konunginn vítti páfinn
Þýskaland harðlega fyrir ofsóknir
gegn kajiólsku kirkjunni.“
„II Duce átti tveggja tíma sarn-
tal við Himmler undir fjögur augu
í gær. Hinnnler var mjög ánægður
þegar liann fór. Hverju getur Mus-
solini hafa lofað honum? II Duce
sagði að Himmler væri and-rússnesk
ur og fremur huglaus, en að liann
(Mussolini) hefði sagt honum, að
hann mundi aldrei líða, að Þjóð-
verjar biðu ósigur! Eg er liræddur
um að hann liafi farið yfir strikið!“
II Duce ræðst aftan að Hitler.
23. des. Eg afhenti von Mackensen
(þýska sendiherranum í Róm) áríð-
andi skjal, sem við höfum fengið frá
Prag. Það er ágrip af ummælum
varaborgarstjórans þar, sem er þýsk-
ur. Þar er flett ofan af landvinn-
ingaáformum Þjóðverja. Þeir ætla
sér ekki aðeins að taka Alto Adige
og Trieste, heldur líka allan Pódal-
inn. — Mussolini var gramur, og af
þvi að í skjalinu voru svo margar
hótanir í garð Rússa, sagði hann
mér að senda afrit af þvi i nafn-
lausu bréfi til rússnesku sendi-
sveitarinnar í París .... Mackensen
var mjög áhyggjufullur.“
26. des. „Fari svo að Rússar geri
árás, er Mussolini reiðubúinn til að
veita Rúmenum hernaðaraðstoð'' i
sömu mynd og Franco fékk á Spáni.Nú
hefir Mussolini í fyrsta skipti óskað
þess að Þjóðverjar tapi. —• Marras,
nermálafulltrúi okkar í Berlín, sem
hefir góð sambönd, hefir sagt okkur
að bráðlega megi búast við innrás í
Holland og Belgíu. II Duce gefur í
skyn, að ég skuli með leynd láta
sendiherra þessara tveggja landa
hér, vita af þessu.“
2. jan. 194-0 „Eg læt belgiska sendi
herrann vita, að komið geti til
jjýslcra árása á hlutlausu löndin.
Eg taldi þetta líklegt fyrir tveimur
mánUðum, sagði ég honum. En i
dag, sagði ég, liefi ég fengið nýjar
upplýsingar svo að ég hefi aðra
skoðun á málinu. Ummæli mín fengu
mjög rnikið á liann.“
5. jan. „Þetta er fint plagg (bréf
Mussolini tii Hitlers), fullt af hygg-
indum, en það breytir líklega engu.
Hitler fer þvi aðeins að ráðum
Mussolini að þau séu í samræmi
við hans eigin áform.“
10. jan. „Badoglio (marskálkur)
telur það nú mögulegt að hervæð-
ast svo fljótt á þessu ári að við get-
um staðist allar árásir. Hervæðingin
tekur allt árið 1941. Okkur vantar
liráefni. — Við verðum jafnvel ,e<kki
fœrir um að hefja árás á árihu
19421“ (Svo sögðu þó ítalir banda-
mönnum strið á hendur vorið 1940,
i þeirri von að jieir þyrftu ekki að
grípa til vopna, en aðeins sitja frið-
arfund).
Mussolini angurvær. Herinn lélegur.
14. jan. „Þjóðverjar bera fram á-
köf mótmæli gegn því að ítalir selja
Frökkum flugvélahreyfla. II Duce
er að hugsa um að banna að selja
bandamönnum hergögn. En eftir
langan fund með Riccardi (fjár-
málaráðþerranum) hefir liann sann-
færst um, að þá mundum við innan
skamrns standa uppi án þess að
hafa nokkurn erlendan gjaldeyri, og
því næst mundum við ekki geta afl-
að okkur þeirra liergagna, sem
nauðsynleg eru vígbúnaði okkar.“
15. ian. „II Duce er áhyggjufullur
vegna þess að hann hefir kynnt sér
hið raunverulega ástand hersins
okkar. Tíu lierdeildir eru vígbúnar
núna. í lok janúar verða þær 11.
Hinar vantar meira eða minna eða
allt. Sumar herdeildirnar vantar
allt að 92% . af fallbyssunum, sem
þær ættu að hafa . . . . “
17. jan. „Mussolini er fjandsam-
legur i garð Þjóðverja í dag. „Þeir
œttu,“ segir hann ,,að 'láta mig segja
sér fgrir verkum, ef þeir vilja forð-
ast ófyrirgefanlegar skissur. Það e<r
engum vafa bundiö, að ég er slyng-
ari stjórnmálamuður en Hitler." Eg
geri ekki ráð fyrir, að ríkiskansl-
arinn sé á sömu skoðun. — Eg tók
á móti pólska sendiherranum í dag;
hann sagði mér frá daglegum kvöl-
um þjóðarinnar undir hinu liræði-
lega oki þýskrar lirottamennsku.“
20. jan. Á ríkisráðsfundi í dag
dönsuðu faldafeyki miljardar, sem
við eigum ekki til. Fjárlagafrum-
vörp, sem kýta hjartanu upp í liáls
á manni .... II Duce sagði, að ríki
komist aldrei í vandræði út af fjár-
málum. Ríkin tortimist ýmist vegna
doða ,og sinnuleysis þjóðarinnar,
eða af þvi að þjóðin tapi styrjöíd.“
Himmler.
27. jan. Gamelin (herstjóri Fraklca)
liefir sagt Prasca liershöfðingja að
liann vildi gefa miljón franka til
þess að Þjóðverjar gerðu árás að
fyrra bragði. Prasca hefir mikið á-
lit á franska hernum.
29. jan. Mussolini er óánægður
méð innanrikismálin. Þjóðin kvart-
ár. Hann talar um live nauðsynlégt
sé'að beita ofbeldi. Þegar friðsam-
legar hugsanir ná valdi á'þjóð, verð-
ur henni aðeins bjargað með valdi.
— „Hefir lamb nokkurntíma orðið
úlfur? 'ltalir eru sauðahópur. 18
ár nœgja ekki til að breyta þeim,
það þarf 180 ár eða kannske 180
aldir," ségir Mussolini i örvænt-
ingu.
30. jan. „Nú höfum við komist að
hvaða þrófessörar og stúdentár í
Corizza (í Albaníu) stóðu bak við
uppþotið um daginn. Eg hefi gefið
skipun um að taka |)á fasla og
flytja þá í einhverja eyjuna í Tyrr-
enahafi .... Þetta eru sniámunir,
bara 200—300 manns.“
(í nœsta blaði: Friðarumileitanir
Sumner Welle-s).
„Lengi mætti halda áfram að telja
dæmi um ævarandi gildi íslendinga-
sagna. Aldrei verður það of vel brýnt
fyrir æskulýð landsins, að þær eru
ekki einungis fróðlegar, heldur líka
mentandi og göfgandi.
Öld eftir öld hefir alþjóð fslands
dáðst að stjórnspeki Einars Þveræ-
ings og Þorgeirs Ljósvetningagoða,
er þeir héldu hinar frægu ræður sín-
ar á Alþingi og allur þingheimur
snerist til fylgdar við þá. Öld eftir
öld hafa ættliðir landsins hugsað
með helgri lotningu um hina miklu
fórn Síðu-Halls, er hann vildi láta
son sinn óbættan friðarins vegna,
enda mat hinn ósátti þingheimur
veglyndi Halls svo mikils, að Ljótur
var bættur meira fé en dæmi voru
til um nokkurn annan fslending.
Enginn getur nokkuru sinni metið
gagn það hið inikla, sem þjóðin hefir
haft af því, að geymdar eru sögur af
afburðamönnum hennar hinum fornu.
Af svalalindum fslendingasagna hefir
þjóðin drukkið ódáinsveigar, og get-
ur gert það um langan aldur. Þeirra
vegna hefir margur hlotið gæfu-gull-
ið í heimahögum, sem brást honum
síst. En því miður hafa líka margir
stígið yfir lækinn til þess að sækja
vatn. Þeir hafa ekki lesið fslendinga-
sögur, en glefsað hrafl erlendra
fræða.“
Svo ritaði „Skinfaxi" (XVII. ár, bls.
126) um íslendingasagnaútgáfu Sig-
urðar Kristjánssonar. (Ins.).