Fálkinn - 12.10.1945, Page 13
FÁLKINN
13
KROSSGÁTA NR. 560
Lárétt skýring:
1. Skriffæri, 5. hægur, 10. elska,
12. kám, 13. hjálparsögn, 14. skógar-
guð, 16. fornafn, 18. hlunnindi, 20.
ávextirnir, 22. hár, 24. verkfæri, 25.
kaldi, 26. nýpu, 28. eyði, 29. ending,
30. atlot, -31. ganar, 33. samhljóðar,
34. passa, 36. mannsnafn, 38. dýpi,
39. geymsla, 40. fantur, 42. gras,
45. narr, 48. vegna, 50. maður, 52. á
litinn, 53. fangamark, 54. tal, 56.
sjó, 57. hryllt, 58. úða, 59. réttur,
61. eldstæði, 63. grófur, 64. fóta-
búnað, 66. skel, 67. sendiboði, 68.
gróða, 70. sjáðu, 71. gamla, 72. orka.
Lúöréit skýring:
1. Ávextir, 2. fór, 3.. umönnun,
4. ónefndur, 6. hljóm, 7. tíndi, 8.
ökumann, 9. aldraður, 11. sjór, 13.
mulning, 14. loðkápa, 15. gælunafn,
17. umbrot, 19. vökvi, 20. kuti, 21.
jjegar, 23. fraus, 25. býli, 27. tvö
30. frystir, 32. birtir, 34. gabb, 35.
veggur, 37. veiðarfæri, 41. skemmt-
un, 43. bit, 44. fiska, 45. ráðagerð,
46. land, 47. fugl, 49. veiki, 51. fæða,
52. fægja, 53. titill, 55. loka, 58.
mánuð, 60. vesalingur, 62. lireyfast,
63. liluti, 65. gruna, 67. þingmann,
69. tveir eins, 70. verksmiðja.
LAUSN KROSSGÁTU NR.559
Lárétt ráðning:
1. Fjarska, 5. óheppin, 10. óas,
12. áta, 13. efl, 14. smó, 16. ana, 18.
næla, 20. rumba, 22. trog, 24. öld,
25. háð, 26. Ása, 28. ata, 29. Fa, 30.
móða, 31. gina, 33. AS, 34. bala, 36.
anga, 38. liag, 39. krá, 40. iða, 42.
rusl, 45. mána, 48. JS, 50. róar, 52.
mein, 53. DE, 54. óku, 56. trú, 57.
enn, 58. sút, 59. segg, 61. stein, 63.
finn, 64. gal, 66. arð, 67. mat, 68.
róa, 70. lár, 71. takmark, 72. góð-
geng.
Lóðrétt ráðning:
1. Fornöfn 2. rófa, 3. sal, 4. KS,
0. há, 7. eta, 8. pant, 9. nálgast, 11.
emm, 13. eld, 14. suða, 15. óbág, 17.
Ara, 19. æla, 20. ráða, 21. Asía, 23.
ota, 25. hól, 27. ann, 30. magur,
32, aginn, 34. bar, 35. frá, 37. aða,
41. sjósótt, 43 sót, 44. Lars, 45. menn
46. áin, 47. setning, 49. ske, 51. rúta,
52. meið, 53. dún, 55. ugg, 58. sit,
60. garm, 62. ern, 63. l'arg, 65. lóa,
67. máð, 69. ar, 70. ló.
báturinn frá Bermuda, sem á að lier-
væða? .... Hvaða álniga hafið þér á
þessu máli? .... Og ég ráðlegg yður til að
koma yður út úr þessu ef þér viljið sleppá
óskemmdur frá þvi.
— Þessa ráðleggingu hefir líka annar
gefið mér.
Það hlýtur að hafa verið skynsamur
maður. Ilvað hét liann?
Arséne Lupin!
— Sjáum lil! Þér hafið góð sambönd.
Eg liélt að vinur Maurice Leblancs væri
gleymdur. Og liver eruð þér?
Ef þér hafið gaman af að vita það,
þó er nafn mitt Jonas Fjeld. Eg er læknir.
Morton leit livasst fram fyrir sig. Það
var eins og visin augu hans reyndu til að
sjá manninn sem stóð frammi fyrir hon-
um.
Svo þér eruð dr. Jonas Fjeld, sagði
hann og dró við sig orðin. Það voruð þér,
sem brutuð Josias Saimler á bak aftur og
sprengduð Jaques Delma. Og nú ætlið þér
yður að brjóta þá hnot, sem er miklu
harðari en þeir. Mér hefði þótt gaman að
sjá hvernig þér lítið út.
— Sem stendur er ég dulbúinn sem
amerískur ofursti, svaraði Fjeld, með mik-
ið ;grátt liár og skegg. Venjulega nota ég
ekki dularklæði, en stundum gerir það
óneitanlega sitt gagn. Negrinn yðar fékk
bókstaflega vængi þegar liann sá mig.
— Eruð þér í sambandi við lögregluna?
spurði Morton hvatlega.
Nei, svaraði Fjeld. Eg hefi aðeins
sett mér það að ráða fram úr liinu dul-
arfulla hvarfi „The Eagle“. Eftir einn sól-
arhring hugsa ég að allur heimurinn standi
skelfingu lostinn andspænis stærsta liryðju
verki seinni tíma.
Morton laut höfði, það var eins og hann
hlustaði efjir einhverju fjarlægu hljóði.
— Þér hafið góðar gáfur, dr. Fjeld. Nú
hafið þér talað mig í hel. Eg heyri gang-
slögin í fallbyssubátnum.
— Þér hafið rétt fyrir yður, sagði Fjeld.
Það er stúlka þar um borð, sem langar
lil að lieilsa upp á yður.
— Geraldine Farrar?
— Nei, það er önnur, sem komst af af
„The Eagle“. Hún heitir Eva Westing-
liouse. Og það er ætlun liennar að af-
henda yður á vald miskunnarleysis lag-
anna.
- Evy Westinghouse, tautaði Morton.
Svo liún komst af. Cerani minntist oft á
hana. En nú er kominn timi lil að lialla
sér. Góða nótt.
Hann stóð upp og gekk föstum, ákveðn-
um skrefum yfir gólfið. Það var virðu-
leiki og ró yfir þessum langa krankalega
manni, sem ekki hauð upp á frekari sam-
ræður.
XXXXIV. í gildrunni.
Minningin um Ividd sjóræningja lifði enn
á meðal þeirra, sem ferðuðust ó milli
Charleston og Havanna. Hann var tákn-
ræn tegund hinna gömlu, æfintýralegu
sjóræningja með vægðarlaust miskunnar-
leysi sem höfuðeiginleika.
Kidd sjóræningaforingi elskaði þessa ey.
Honum þótti vænt um liana, af þvi að liún,
eins og raunar allar Berniudaeyjarnar var
full af undrum og leyndardómum. I fyrstu
eftir að; Morton og menn hans komu til
eyjarinnar kom jiað oft fyrir að þeir rák-
ust á skinin bein, sem dingluðu auðnu-
leysislega niður úr trjánum. Það voru ó-
þægilegar menjar um þá tið, þegar Ividd
sjóræningi skemmti sér við að hengja hátt-
settar persónur upp til þerris.
Fjeld hallaði sér út um gluggann sem
vissi að sjónum. Enginn skuggi sást á
auða svæðinu og i húsinu ríkti hræðileg
þögn. Annað slagið fannst honum liann
heyra létt fótatak, eins og einliver væri
að læðast um, en einnig þetta hvarf í
hinni undaríegu kyrð, sem ríkti á eyju
Kidds sjóræningja. Hann var nú búinn að
losa sig við gráa liárið og skeggið. Það
var lionum aðeins til óþæginda. Og nú
hafði hann ekki lengur not af neinni
grímu.
Þá heyrði hann allt í einu lágan smell
einhversstaðar. Það var eins og þungri hurð
væri skellt aftur einhversstaðar undir fót-
um hans. Þelta var svo sem ekki neitt sér-
staklega merkilegt hljöð, en Fjeld fannst
það eins og aðvörun um að eitthvað væri
í vændum. Skyldi Morton samt sem áður
ná að sprengja eyna í loft upp?
Morton hafði læst hurðinni á eftir sér,
en það tók Fjeld aðeins skamma stund
að hrjóta liana upp. Það var dimmt i her-
berginu fyrir innan, en með þvi að lýsa
fyrir sér með vasaljósi var hann fljótur
að átta sig. Herbergið var mannlaust, og
það var enginn sýnilegur útgangur úr því.
Fj'eld rannsakaði þetta litla herbergi grand
gæfilega, i leit að leynihurð, sem Morton
hlaut að hafa farið i gegnum. Það leit úl
fyrir að gamli refurinn liefði falið slóð
sína vandlega. Á eikarþiljunum sáust eng-
in íiierki, sem hentu til þess, að í þeim
væri um neina leynihurð að ræða. Gólfið
var fægt og gljáandi og engin minnsta
rifa sýnilcg á því.
Eu Fjeld gafsl ekki svo auðveldlega
upp. Hann rannsakaði hvert húsgagn og
færði til skápana, sem stóðu í hornunum.
En þegar þetta bar heldur engan árangur,
tók hann að rannsaka hvern smáhlut,
sem var i lierberginu. Það stóð lítill aust-
urlenskur lampi í einu horninu. Hann
sneri ósjálfrátt rafmagnstenglinum, til að
sjá hvort straumurinn væri rofinn.
Þá kom dálítið einkennilegt fvrir. Sterk-
ur gulgrænn hjarmi lýsti upp herbergið
og veikt marrandi hljóð eins og lágvært
suð í rokk heyrðist á bak við þykkt eik-