Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1945, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.12.1945, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Samið hefur Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands. — Bókin er í þremur stórum bindum, samtals 1282 blaðsíður. Þrjú hundr- uð fallegra mynda, og f jöldi korta yfir svæðí Ódáða- hrauns. — Pappírinn er af bestu fáanlegu gerð. Alt band er handunnið. Frágangur allur er sá glæsi- legasti, sem hér hefur sést. Dularheimur íslenzkra þjóðsagna Landlýsing — ferðalög — könnunarleiðangrar — svaðilfarir — jarðmyndunarsaga — eldgos — trölla sögur — útilegumannasögur — eyðibýli — hesta- göngur — hrakningar — slysfarir — eftirleitir — saga Fjalla-Bensa, fjárgæsla á öræfunum — allt. sem vitað er um Ódáðahraun að fornu og nýju. — Þjóðlegasta og glæsilegasta jólagjöfin verður ÓDÁÐAHRAUN Æfntýraland allra íslendinga. Landið, sem vex af töfrum því meir, sem vér kynnumst því. Landið, sem um aldir hefur átt meiri eða minni ítök í huga hvers íslendings. Landið, sem út um víða veröld hefur brugið mestum töfraljóma yfir ættjörð vora, en jafnframt leikið hana harðast. Landið, sem allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hal'a heyrt nefnt — Ódáðahraun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.